Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Blaðsíða 31
DV. MANUDAGUR 22. APRIL1985.
31
Skoðanakönnun á Sigluf irði:
Lélegt úrval matvæla
en bóka- og tímarita-
úrval viðunandi
Samkvæmt niðurstööum úr skoðana-
könnun, sem gerð var nýlega á Siglu-
firði, er matvælaúrval í bænum lélegt,
kjötúrvalið einnig en fiskúrvalið viðun-
andi. Brauðúrval var lélegt, sömuleið-
is grænmetisúrvalið, sem talið var lé-
legt af 47% þeirra sem svöruðu. Vöru-
úrval af íþróttavörum var ekki upp á
það besta, því 33% töldu því vera
ábótavant. Urval af vefnaðarvöru var
talið viðunandi af 36%, en úrval leik-
fanga lélegt af 55% svarenda. Skóúrval
í verslunum á Siglufirði var talið lélegt
af 50% þeirra sem svöruðu, 61% töldu
að fataúrval í bænum væri lélegt. 41%
töldu að úrval byggingavara væri við-
undandi. Þjónusta í verslunum virðist
frekar í betri kantinum, 22% töldu
hana vera góða og 33% viðunandi.
Abótavant svöruðu 16% og lélegt einn-
ig 16%.
Spurt var um hvort fólk verslaði á
Akureyri og/eða SauðárkrókL 63%
svöruðu játandi og 36% neitandi.
55% áttu ekki viðskipti við pöntunar-
félag og 52% áttu lítil viðskipti við
pöntunarfélög. 25% spurðra versluðu í
póstkröfu, 61% lítið en aðeins 16% ekki
neitt.
80% þeirra sem svöruðu höfðu keypt
skemmda eða gallaða vöru. 22% fengu
vöruna alltaf bætta, 47% aðeins stund-
um.
Spurt var í hvaða vöruflokki gæðum
væri helst ábótavant og nefndu flestir
matvöru.
Algengasti galli á vörum var að síð-
asti söludagur var útrunninn eða í 72%
tilfella. 5% töldu útlitsgalla vera al-
gengastan og 11% að um ranga vöru-
lýsingu væri að ræða.
88% voru á þeirri skoðun að stofnun
neytendafélags í bænum væri þörf og
töldu 83% að þeir myndu gerast félag-
ar.
Skoöanakönnun þessi var gerö af
verðkönnunamefndarmönnum, er for-
maður hennar Jón Pálmi Pálsson.
Spurningalisti var sendur til sjötíu
og fimm fjölskyldna eftir úrtaki úr
íbúaskrá.
36 svör bárust til baka eða 48%. Tek-
ið var tillit til ógildra svara og þeirra
sem ekki svöruðu.
A.Bj.
PRESTSHJÓN
MED NÝ BRAUÐ
Prestshjónin Hanna María
Pétursdóttir og Sigurður Arni Þóröar-
son hlutu kosningu hvort í sínu presta-
kallinu sunnudaginn fyrir rúmri viku.
Prestaköllin eru Hálsprestakall og
Staöarfellsprestakall í Þingeyjarpróf-
astsdæmi.
Séra Hanna María var eini umsækj-
andinn um Hálsprestakall. A kjörskrá
voru 163 og greiddu 118 atkvæði. Um-
sækjandi hiaut 114 atkvæði, 4 seölar
voru auðir. Kosningin var lögmæt.
Séra Sigurður Ámi Þórðarson var
eini umsækjandinn um Staðarfells-
prestakaii. Alis vom 258 á kjörskrá og
greiddu 180 atkvæði. Umsækjandi
hlaut 174 atkvæði, 5 seðlar voru auðir
og einn var ógildur. Kosningin var
lögmæt.
Báðar prestskosningarnar vom á
sunnudag en atkvæði voru talin á
fimmtudag í biskupsstofunni. JGH
Senn til þjónustu í Þingeyjarsýslu: Séra Hanna María Pótursdóttir ásamt
manni sinum, sóra Sigurfli Áma Þórflarsyni, til vinstri ó myndinni.
Getum afgreitt meö stuttum fyrir-
vara rafmagns- og dísillyftara:
Rafmagnslyftara, 1,5-4 tonna.
Disillyftara, 2,0-30 tonna.
Ennfremur snúninga- og hliðarfærslur.
Tökum lyftara upp í annan.
Tökum lyftara í umboðssölu.
Flytjum lyftara um Reykjavík og nágrenr.i.
Littu inn — við gerum þér tilboð.
LYFTARASALAN HF.f
Vitastig 3, símar 26455 og 12452.
Auglýsing varðandi
ríkisborgararétt barna
Samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt öðlast
skilgetin börn, fædd 1. júlí 1982 og síðar, sjálfkrafa ís-
lenskt ríkisfang við fæðingu ef annaðhvort faðir þess eða
móðir er íslenskur ríkisborgari.
Fyrir 1. júlí 1982 öðluðust skilgetin börn að jafnaði því að-
eins íslenskt ríkisfang við fæðingu að faðir þess væri ís-
lenskur ríkisborgari.
Samkvæmt 10. gr. laga nr. 49/1982, um breytingu á lög-
um nr. 100/1952 um íslenskan ríkisborgararétt, getur skil-
getið barn íslenskrar móður, sem fætt er fyrir 1. júlí 1982,
fengið íslenskt ríkisfang, enda gefi móðir barnsins um
það skriflega yfirlýsingu til dómsmálaráðuneytisins eigi
síðar en 30. júní 1985. Skilyrði þessa er að móðir barnsins
hafi verið íslenskur ríkisborgari við fæðingu þess og sé
það þegar yfirlýsingin er gefin, og að barnið sé þá innan
18 ára aldurs. Barn, sem orðið er 15 ára þegar yfirlýsingin
er gefin, þarf að lýsa samþykki sínu svo að hún sé gild.
Samkvæmt þessu getur íslensk móðir skilgetins barns,
sem fætt er fyrir 1. júlí 1982 og ekki er orðið 18 ára, gefið
skriflega yfirlýsingu til dómsmálaráðuneytisins um að hún
óski þess að barnið fái íslenskan ríkisborgararétt.
i yfirlýsingu móður skal koma fram að hún hafi verið ís-
lenskur ríkisborgari við fæðingu barnsins og að hún sé
það þegar yfirlýsingin er gefin. Yfirlýsingin skal og greina
ríkisborgararétt barnsins. Yfirlýsingu þarf að fylgja hjú-
skaparvottorð móður og fæðingarvottorð barnsins, svo
og samþykki þess, ef það er orðið 15ára.
Athygli er vakin á því að frestur til að gefa yfirlýs-
ingu þessa efnis til dómsmálaráðuneytisins rennur
út 30. júní 1985.
Dóms- og kirkjumólaróðunoytið,
18. apríl 1985.
FRAMBRETTI
Audi 100 '77-'85
BMW 316/320'75-'82
Citroén GS/GSA '71-'85
Datsun 120Y '74-78
Lada Sport '78—'85
Lada 1200 ST.
Mazda 323'77-'85
MMCColt '79 —'85
Peugeot 504 '70—'85
Subaru '78-'83
Toyota Corolla '75—78
Volvo '69-79
Ford Cortina 77-79
Mini '68-'85
VW Golf '74-'83
100 gerðir til viðbótar á lager
SKEIFAN 5 - 108 REYKJAVÍK S (91) 33510 - 34504
Póstsendum.