Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1985, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUK 22. APRÍL1985.
9
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Tveir Norö-
menn klifu
Everest
Tveir Norðmenn, Breti og þrír sjeip-
ar frá Nepal komust upp á tind Ever-
estfjalls í gær. Einn sjerpanna, Pert-
emba að nafni, kleif þama Everest í
þriðja sinn, en það hafa aðeins tveir
aðrir gert (sjerpinn Sugdare og Yasuo
heitinn Kato frá Japan).
Sexmenningamir eru hluti af
„norska leiðangrinum” svonefnda,
sem kleif þetta hæsta fjall heims eftir
hinni heðfbundnu suðurleið, sem Ed-
mund Hillary og Tenzing Norgay klifu
fyrst 1953.
Norðmennirnir heita Björn Myrer-
Lund (33 ára stúdent frá Osló) og Odd-
Þessi mynd er af einum elsta leið-
angrinum á leiö upp á Everest í
Himalayafjöllum en síðan Edmund
Hiliary og Tenzing sigraðu tindinn
fyrstir, 1953, hafa 167 til viðbótar
komist upp á hæsta tind heims. 1
norska leiðangrinum er sjerpi sem
er einn þriggja manna er komist
hafa þrisvar upp 6 hæsta tind Mont
Everest.
ur Eliassen (fertugur trésmiður frá
Ostenotad). Bretinn er hinn kunni klif-
urkappi, Chris Bonington, sem fimmt-
ugur að aldri er einn sá elsti þeirra 169
manna sem klifið hafa Mount Everest.
Hann stýrði hópi sem 1975 komst upp á
tindinn eftir þá nýrri leið upp suður-
hlíðina en sjálfur fór hann ekki á tind-
inníþaösinn.
Mikil mótmæli gegn
kirkjugarðsheimsókn
Gyðingasamtök í Bandaríkjunum
hafa skorað á Reagan, forseta Banda-
ríkjanna, að aflýsa heimsókn sinni til
Bitburg-kirkjugarðsins þar sem eru
grafnir hermenn sem létust í seinni
heimsstyrjöldinni. Mikiö fjaðrafok
varð í Bandaríkjunum eftir að upplýst-
ist að þar eru einnig grafnir 20 til 30
menn úr SS sveitum nasista.
Til að lægja öldumar ákvað Reagan
að heimsækja einnig útrýmingarbúðir
nasista. En mótmælin hafa haldið
áf ram þrátt f yrir það.
Samey
forseti
eftir
Neves
Jose Samey varð í gær forseti
Brasilíu í óþökk flestallra samflokks-
manna sinna.
Stjórnmálaferill Sameys hefur tekið
stökkbreytingum undanfarið ár. Hann
var forseti Jafnaöarmannaflokksins
sem var við völd og hafði stuöning
hersins. 1 júní í fyrra sagði hann af sér
og gekk í lið með Lýðræðishreyfingar-
flokknum. Sá flokkur bauð Sarney
varaforsetaembættiö sem venjulega er
valdalaus virðingarstaða, til að
tryggja Neves sigurinn í forsetakosn-
ingunum.
Samey fékk hikandi stuðning flokks-
manna þegar hann tók við starfi for-
seta þegar Neves varð veikur rétt áður
en hann átti að taka við embætti. En
sumir þingmenn segja að hann sé
óhæfur til að verða forseti. Hve lengi
hann heldur völdum veltur á þvi hve
fær hann er að lægja öldumar í eigin
flokki.
Samey verður 55 ára gamall á mið-
vikudag. Hann hóf stjórnmáiaferil sinn
í flokki sem var á móti herstjórn
Getulio Vargas 1945. Hann varð vara-
formaður flokksins 1959. Eftir bylting-
una 1964 fór hann í Arena flokkinn sem
herstjómin setti á fót. Hann varð for-
seti flokksins 1979, stuttu áður en nafni
flokksins var breytt í Jafnaðarmanna-
flokkurinn.
Sarney er af valdamikilli fjölskyldu í
fátækrahéruðum Maranhao. Þar
stjómar hún blööum og útvarps- og
sjónvarpsstöðum.
Samey er þekktur sem ljóöskáld.
Þekktasta bók hans er „Vespur eld-
sins.” Hann er meðlimur rithöfunda-
akademíu Brasilíu og hefur skrifað um
stjórnmál, fiskveiðar og einnig ættar-
sögur. Hann er kvæntur. Kona hans
heitir Marly. Þau eiga tvo syni. Annar
var eitt sinn stjórnmálaandstæðingur
föður síns. Dóttir þeirra er stjórnmála-
fræðingur við Brasilíuháskóla.
Nýtt og vandað
myndbandstæki frá Thomson
á aðeins 37.539 kr. stgr.
Nú er tækifærið til að eignast nýtt og vandað
myndbandstæki frá Thomson. Þar með ert þú
orðinn þinn eiginn dagskrárstjóri og getur
stjórnað því hvernig þú ráðstafar kvöidinu.
Þetta tæki er framhlaðið og hefur að geyma
allar helstu tækninýjungarnar eins og til
Gæðatæki á góðu verði
Góð greiðslukjör
THOMSON
dæmis þráðlausa fjarstýringu, sjö daga
upptökuminni, tölvustýringu með snerti-
tökkum, myndspólun fram og aftur á tíföldum
hraða, góða kyrrmynd, sjálfvirka bakspólun,
og tólf rásir svo að nokkuð sé nefnt.
n m qnwn
fíHiuúa
SAMBANDSINS
ÁRMÚLA 3 SÍMAR 68 7910-812 66