Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1985, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1985, Síða 3
DV. FÖSTUDAGUR19. JULl 1985. 3 Dottið í Norðurá i veiðitúrnum frœga. DV-mynd G. Bender. Laxveiðitúrinn íNorðurá: Veiddum hundrað laxa — en engum kemur við hver borgaði túrinn, segirSverrir Haukur Gunnlaugsson „Ég vil ekki svara því hver greiddi fyrir þessa ferð en það var hvorki skrifstofan hér né ríkissjóður,” sagði Sverrir Haukur Gunnlaugsson, for- stöðumaöur varnarmáladeildar í sam- taliviðDV. Eins og kunnugt er af fréttum DV var hópur íslenskra embættismanna ásamt Bandaríkjamönnum og fleiri Is- lendingum í veiðiferð viö Norðurá um síðustu helgi. Var veitt á 12 stangir í þrjá sólarhringa og kostaöi ferðin um 700 þúsund krónur. — Hversu margir voru þið? „Við vorum á þriðja tug.” — Því hefur verið haldið fram að þið hafið ekki nýtt ailar stangirnar allan tímann? „Það er ekki rétt við gerðum það.” — Þú segir að hvorki skrifstofa þín, það er varnarmáladeild, né ríkissjóður hafi greitt fyrir ferðina. Var það þá einkaaðili? „Því vil ég ekki svara.” — En hvað fenguð þið marga? „Við fengum rúmlega hundrað laxa,” sagði Sverrir Haukur Gunn- laugsson. -KÞ. Tannlæknar: Hvorki „Við erum ánægðir með að niöur- staöa skuli hafa fengist i málinu. En meö niðurstöðuna sjálfa erum við tannlæknar hvorki ánægðir né óánægðir,” sagði Sverrir Einarsson tannlæknir um útreikninga Hag- stofunnar á launum tannlækna. Niðurstaða Hagstofunnar var sú að laun tannlækna skyldu hækka um 16,2% frá 1. mars síðastliðnum. Ut- reikningamir byggja á 10 ára samningi tannlækna við Trygginga- stofnunina, samningt sem gerður var árið 1975. „Við erum ákaflega óhressir með hve seint þessi mál hafa gengið, hvað þetta hefur allt tekið langan tíma frá því máiiö kom til kasta Trygginga- stofnunar,” sagði Sverrir. Hann bætti viö: „Eg tel að þaö sé kominn tími til að samningurinn við Tryggingastofnun verði endurskoð- aður, hann er orðinn 10 ára og margar forsendur hans hafa breyst á þeim árum.” Þetta mun hafa verið í fyrsta skipti sem upp kom ósamkomulag á milli tannlækna og Tryggingastofnunar um það hver launin ættu að vera. Þess vegna var málinu vísað til Hag- stofunnar og nú er niðurstaöan komin. Sverrir sagði að hann vildi ítreka að skólatannlæknar hefðu aldrei reiknað sér nein laun eins og margir héldu. „Við erum í rauninni eins og hverjir aðrir borgarstarfsmenn og fáum greidd laun sem aðrir taka ákvörðun um.” Ríkið greiðir eina og hálfa milljón til Tjamarskólans næsta skólaár: Sparar300þúsund Næsta skólaár mun ríkið greiða eina og hálfa milljón til Tjamarskólans. Ef um „venjulegan” skóla væri að ræða bættust við um 300 þúsund krónur. Eins og kunnugt er af fréttum ætlar ríkið að greiða föst laun kennara við Tjamarskólann en ekkert annað. Við skólann veröa tæplega fimm heilar kennarastöður en það er reiknaö út eftir ákveðnum staöli menntamála- ráðuneytis um grunnkennslukostnað á bam. Meðallaun kennara voru í mars síöastliðnum um 300 þúsund krónur á ári en samkvæmt upplýsingum Sólrúnar B. Jensdóttur, skrifstofu- stjóra menntamálaráðuneytisins, verða árslaunin nærri 350 þúsundum næsta skólaár. Samkvæmt þvi mun ríkið þvi greiða um eina og hálfa milljón til Tjamarskólans. En hvað greiðir ríkið fleira til „venjulegra skóla”? „I venjulegum grunnskóla þurfum við að greiða, auk fastra kennara- launa, forfallakennslu, orlof kennara, sérkennslu, stuðningskennslu og yfir- vinnu,” sagði Sólrún. „Þetta er á bilinu 15 til 254 prósent af þeim föstu kennaralauniun sem við greiðum til skólans. Ef við værum með hundrað manna skóla, sambærilegan Tjamarskólanum, myndum við því greiða um 300 þúsund krónur í þetta. Annað greiðum við ekki til skóla í þétt- býlifrááritilárs.” Sólrún sagði ennfremur að ef byggður hefði verið skóli yfir hundrað nemendur hefði hann kostað 25 milljónir fullbúinn. Af því greiddi ríkið helminginn, sveitarfélagið hinn. Sú tala væri og fengin eftir ákveðnum staðli. Þannig væri gert ráð fyrir 10 fermetrum á nemanda og fullfrá- genginn með tækjum og öllu tilheyr- andi væri kostnaður á nemanda um 250 þúsund. Framlag borgarinnar Það sem Reykjavíkurborg leggur til skólahalds Tjarnarskólans eru fjórar kennslustofur í Miöbæjarskólanum. „Það hefur ekki verið endanlega samiö um hver aðild okkar verður að þessu skólahaldi að öðru leyti,” sagði Ragnar Georgsson, hjá Skólaskrif- stofu Reykjavíkurborgar. „Hins vegar er ljóst að ýmsir rekstrarliðir verða léttbærari borginni á hvem nemanda í Tjamarskólanum en almennt gerist.” Ekki var unnt að fá neinar tölur þessu til staðfestingar vegna sumar- leyfa þeirra sem utan um þessi mál halda hjá borginni. Hinsvegar sagði Ragnar að meöal þess sem Reykjavik- urborg greiddi við skólarekstur „venjulegra” skóla væri viðhald hús- næðis, laun ritara, húsvaröa, ræstinga- fólks og kaffikvenna. Auk þess út- vegaði borgin efni til handavinnu og fleira í þeim dúr. I viðtali, sem birtist í DV við annan stofnenda Tjarnarskólans á dögunum, kom fram að skólagjöldin viö skólann, þessar 3.176 krónur, færu meðal ann- ars í „rekstur húsnæðisins, heimsóknir fagfólks í skólann, ferðakostnað nem- enda í fyrirtæki, skrifstofurekstur, tækjakaup, yfirvinnu kennara og fleira.” -KÞ M JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI 2 KÓPAVOGI SÍMI 42600 Vegna mikillar sölu á þeim danska aö undanförnu höfum viö fengiö aukasendingu af þessum eftirsóttu bílum á aldeilis frábæru veröi. Nú er aö hrökkva eöa stökkva, því óvíst er hvort viö fáum fleiri. -JGH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.