Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1985, Blaðsíða 4
4
DV. FÖSTUDAGUR19. JULI1985.
Duus:
5,6/4,4%
„Það er 4,5 prósent"
ölver:
4,9/4,6%
„Það er 4,5—5,0 prósent"
Hrafninn:
2,3/4,1%
„Það er 5,2—5,3 prósent"
„Það er 4,8—5,0 prósent.
Jóhannes F. Skaftason, deildarstjóri alkóhóldeildar rannsóknarstofu í lyfjafrseði, með bjórlíkissýni í
hendi.
Bjórlíkið íReykjavík:
Miklar sveiflur
í styrkleikanum
— hæst 5,8%»lægst 2,3%
Töluveröur munur er á styrkleika
bjórlíkisins í Reykjavík eftir stöðum,
samkvæmt nýrri könnun DV á
dögunum. Samkvæmt því sem bar-
þjónar segja á þeim sjö bjórkrám/veit-
ingastööum sem viö könnuöum, er
styikleiki bjórlíkisins (þess ljósa) frá
4,0% til 5,3%. En samkvæmt nákvæmri
rannsókn sem unnin var af rannsókna-
stofu í lyfjafræði í Háskóla Islands,
reyndist sterkasta sýniö innihalda
5,8% alkóhóls en hiö veikasta aðeins
2,3%! Þvíerumaðræða3,5%mun.
Fyrri könnun DV var gerð
síðastliðinn vetur og voru þá fengin
sýni af alls átta veitingastöðam eða
krám sem selja bjórliki. Veitinga-
staöurínn Hellirinn var með í þeirri
könnun en vegna mistaka reyndist
ekki unnt að taka þann stað með í út-
reikninginn nú. Aö þessu sinni var
brugöiö á þaö ráö aö hafa könnunina
tvöfalda og fór hún fram dagana 11. og
13. júli sl. Því hefur verið haldið fram
að bjórlíkið sé mismunandi eftir
dögum og voru fyrri sýnin tekin á
fimmtudagskvöldi en hið síðari á
laugardagskvöldi. I ljós kom að mikill
munur var á sumum stöðum í þessi
tvö skipti, eins og meðfylgjandi tölur
sýna.
Sem kunnugt er blanda menn bjór-
líki úr pilsner og sterkum vínum,
oftast vodka og viskíi. Sakir verkfalls
dönsku bjórverksmiðjanna hafa þau
hús, sem nota Tuborg og Carlsberg
pilsner, fengið í staðinn sænskan
pilsner, Pripps, sem að sögn er ekki
eins sterkur og sá danski. Einnig var
okkur tjáö aö alltaf gæti munaö
einhverjum prósentubrotum eftir
dögum, jafnan eru þaö fleiri en einn
sem blanda bjórlíkið á hverjum stað.
Einnig gæti hafa komið eitthvert rót á
málin við skiptinguna yfir í sænska
pilsnerinn.
Töiumar úr könnuninni birtast hér á
síöunni, en rétt þykir að hafa nokkur
orð um hvem stað fy rir sig.
Á Fógetanum, þarsem gefiö var upp
4,5%, reyndist bjórinn í seinni könnun-
inni sterkari, eða nálægt 5,0%.
Þeir Duus-menn segja bjórlíkið sitt
vera 4,5% en í fyrri könnuninni reynd-
ist sýnið rúmu heilu prósenti áfengara.
Gaukur á Stöng virðist stöðugastur
staðanna, alkóhólmagnið reyndist í
mælingunni í allgóðu samræmi við það
semupp vargefið.
Það var hins vegar annað uppi á ten-
ingnum hjá Pöbbnum. I seinni könnun-
inni var alkóhólmagnið aðeins 0,3%
meira en upp var gefið, en í þeirri fyrri
var það undarlega lágt, aðeins 2,5%.
Ekki kunnum við skýringu á þessu, en
hugsanlega er pilsnerinn,sem notaður
er, mismikiö áfengur eða þá þaö að
sterkari efnin í honum setjast til.
Veitingastaöurinn Bixið reyndist
hafa talsvert sterkara bjórlíki en upp
var gefið, þar af nær heilu prósenti
meira í fyrri könnuninni.
Á Hrafninum var gefiö upp hæsta
alkóhólmagnið, rúm 5%, en í
könnunum okkar reyndist þaö lægra í
bæði skiptin, þar af aðeins 2,3% í það
fyrra.
A ölveri var sagt að styrkleikinn
væri á bilinu 4,5—5,0%. Niðurstöður
kannananna reyndust nokkurn
veginn innan þeirra marka.
Við Iátum lesendur um að leggja mat
á niðurstöðurnar, en tökum með hér í
lokin styrkleika nokkurra annarra
drykkja, sem fæstir eru seldir á ofan-
greindum stööum.
Heineken (Fríhöfnin) 5%
Pólar-bjór 5,6-5,7%
Viking-bjór 5,2%
Viking Quality-bjór 6,5%
Thule-bjór 5,4%
Pilsner 2%
Maltextrakt 1%
-pá.
DV-myndir S.
Niöurstööur fyrri könnunar í jan. '85
Samkvæmt nýlegri könnun DV er stöðunum og þess sem nákvæm mæl-
umtalsverður styrkleikamunur á ing sýndi, en þó ekki alltaf.
bjórnum eða bjórliki sem selt er á hinum ýmsu krám í höfuðborginni. Könnun DV fór fram dagana 11. og
Af þeim sýnum sem tekin voru á sjö 13. júlí og fengust því tvö sýni af
stöðum og síðan mæld af rannsókna- hverjum stað. Niöurstöður bjórlíkis-
stofu í lyfjafræði, sést að munurinn könnunarinnar birtast í blaðinu í
getur verið 2—3% milli staða. Yfir- dag, ásamt niðurstöðunum úr fyrri
leitt er samræmi milli þess styrk- könnun DV um þetta efni frá í vetur.
leika sem gefinn er upp á veitinga-. -pá.
Fógetinn Styrkleiki: 4,58%
Duus 6,55%
Gaukurá Stöng 4,65%
Hellirinn 4,50%
Pöbbinn 4,67%
Bixið 4,58%
Hrafninn 3,95%
úlver 4,90%
Verðið á bjórnum
0,251 0,331 0,41 0.51
Fógetinn Duus 110 kr. 125 kr. 160 kr. 165 kr.
Gaukur á Stöng 125 kr. 150 kr. 170 kr.
Pöbbinn Bixið 125 kr. 120 kr. 160 kr. 160 kr.
Hrafninn 120 kr. 160 kr.
ölver 90 kr. 150 kr.
Styrkleiki bjórsins Bannsókn- in segird og 2): Barþjónn- inn segir:
Fógetinn 4,5% 4,5/4,9%
Duus 4,5% 5,6/4,4%
Gaukur ó Stöng 4,5% 4,3/4,4%
Pöbbinn 2,5/5,1%
Bixið 5,0 5,3% 5,8/5,4%
Hrafninn 2,3/4,1%
Ölver 4,9/4,6%
Fógetinn:
4,5/4,9%
„Það er 4,5 prósent"
Gaukur
á Stöng:
4,3/4,4%
Það er 4,5 prósent"
Bixið:
5,8/5,4%
„Þaðer 5,0-5,3%"