Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1985, Blaðsíða 6
6
DV. FÖSTUDAGUR19. JULI1985.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á Sölva Bjarnasyni, BA-65, þingl. eign Tálkna hf., fer
fram eftir kröfu Fiskveiðasjóðs islands og Arnmundar Backman hdl.
þriðjudaginn 23. júli 1985 kl. 14.00 á skrifstofu embættisins, Aðalstræti
92, Patreksfirði.
Sýslumaður Barðastrandarsýslu.
„Brúnn án sólar”
mjólk með Monoi fró Tahiti, sem inniheldur D.H.A.
(dihydroxyacetone) en enginn litarefni. Þar að auki er þettr
mjög góður nærandi vökvi fyrir andlit og líkama.
07101
BRESSANE
DES
COSMETIQUES
Heildsala-smásala.
Sími 27310.
Laust embætti er
forseti íslands veitir
Prófessorsembætti í tilraunaeðlisfræði við eðlisfræði-
skor verkfræði- og raunvísindadeildar Háskóla íslands er
laust til umsóknar. Einkum er óskað eftir umsækjendum
með verulega reynslu í rannsóknum á sviði þéttefnisfræði
(condensed matter physics) eða Ijósfræði.
Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 1985.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkis-
ins.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega
skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar
og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Með um-
sókninni skulu send eintök af vísindalegum ritum og rit-
gerðum umsækjenda, prentuðum og óprentuðum. Enn-
fremur er óskað eftir greinargerð um rannsóknir sem um-
sækjandi hyggst stunda, verði honum veitt staðan.
Menntamálarððuneytið, 15. júli 1985.
Auglýsing um aðalskipulag
Kópavogskaupstaðar 1982—
2003
Samkvæmt 17. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er hér með
lýst eftir athugasemdum við tillögu að aðalskipulagi
Kópavogskaupstaðar 1982—2003.
Skipulagstillaga þessi nær yfir núverandi byggð og fyrir-
hugaða byggð á skipulagstímabilinu og austur að Elliða-
vatni og Heiðmörk.
Tillaga að aðalskipulagi Kópavogskaupstaðar 1982—
2003, ásamt greinargerð og öðrum skýringargögnum,
liggur frammi á tæknideild Kópavogskaupstaðar að
Fannborg 2, 3. hæð til 31. júlí 1985, frá kl. 9.30-15.00
alla daga nema laugardaga og sunnudaga.
Athugasemdum við skipulagstillöguna skal skila til bæjar-
stjórans í Kópavogi fyrir 15. ágúst 1985 og skulu þær vera
skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskil-
ins frests teljast samþykkir tillögunni.
Kópavogi, 6. júní 1985,
Bæjarstjórinn í Kópavogi,
Skipulagsstjóri rikisins.
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Eggjahækkun er á leiðinni, sú þriðja á þessu ári.
KJARNFOÐURSKATTURINN:
Þriðja eggjahækkun
ársins á leiðinni
— hækkun um a.m.k. 10%
Nýjum 130% kjarnfóðurskatti fylgir
hækkandi eggjaverð og verður það í
þriðja skipti sem egg hækka i verði á
þessu ári.
Eggjabændur vonast þó til að aðeins
verði lagður á hinn svokallaði Alberts-
skattur sem er 50% og rennur í ríkis-
sjóð. 80%, sem eftir eru, eru ákveðin af
landbúnaðarráðherra, að tillögu fram-
leiðsluráðs, og virðist vera almenn von
að sá skattur verði ekki lagður á. „Við
vonum að ekki verði farið að gera fé-
þúfu úr landbúnaðinum,” sagði Jón
Gíslason, formaður sambands eggja-
bænda, í samtali við DV.
Jón sagði að ef aöeins Alberts-
skatturinn yrði lagður á kæmi til 10%
hækkunar eða þ.u.b. Þetta þýðir að egg
munu kosta um 170 kr. kg, stærsta
gerð, en verð á eggjum er mjög
Opið alla
daga nema
íReykjavík
Opnunartími matvöruverslana á
höfuðborgarsvæðinu er ekki sá sami í
sumar og yfir vetrarmánuðina og eins
er ekki samræmi milli bæjarfélag-
anna. Stystur er tíminn í Reykjavík en
þar er lokað á laugardögum og sunnu-
dögum, opið fimmtudaga til 20.00,
föstudaga til 21.00, en aðra virka daga
til 18.30.
1 Mosfellshreppi er verslunin Kjör-
val opin til 19.00 á laugardögum og
16.00 á sunnudögum, fyrir utan venju-
legan opnunartíma virka daga. Kópa-
vogur hefur gefið sumum leyfi til að
hafa opið frá 8.30 til 22.00 alla virka'
daga nema sunnudaga og á Seltjamar-
nesi er verslunin Nesval opin til 23.00 á
kvöidin. Hafnfirðingar hafa ýmsa kosti
eins og til dæmis verslunina Alfaskeið
sem er opin til 21.00 öll kvöld. Héma er
aðeins örlítið upp talið af kostum fyrir
þá sem verða að versla utan venjulegs
vinnutíma og ljóst er að íbúar Reykja-
víkur verða að sækja slíka þjónustu að
mestu til nágrannasveitarfélaganna.
baj
hlaupandi. Þetta þýðir um 50%
hækkun á eggjum síðan í haust en ekki
var oalgengt að hægt væri að fá kílóið á
110 kr. þá.
Dæmi um afrakstur norska fúavarnarefnisins.
Akrýl í
fúavörn
hefur gefist vel íNoregi
Efnamiðstöðin hefur hafið inn-
flutning á norsku fúavarnarefni frá
hinu þekkta fyrirtæki Jotun. Fúa-
vamarefnið Demidekk, sem er
akrýlefni, hefur gefist mjög vel í
Noregi, þar sem það er notað á
fjórða hvert timburhús, að sögn inn-
flytjenda þess. Framleiðendur segja
að ending efnisins sé 6—8 ár. Þó að
reynslan af efninu hér á landi sé ekki
víðtæk, þá hefur það verið notað í 10
ár á viðlagasjóðshúsunum. Demi-
dekk, sem er hálfþekjandi bæs, má
setja beint yfir önnur efni. Verð á
lítra er 212 krónur.
Efnamiðstöðin flytur einnig inn frá
sama framleiðenda þéttiefnið Vin-
dekk, sem kemur í veg fyrir að móða
myndist milli rúða í tvöföldu gleri,
auk þess sem fyrirtækið flytur inn
fúavarnarefnið C—Tox. Umboðs-
menn eru um allt land. SigA