Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1985, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1985, Síða 16
16 DV. FÖSTUDAGUR19. JULl 1985. Spurningin Hvernig líst þér á að hafa alþjóðlegt verkfall kvenna 24. október í ár? Jóhannes Jóakimsson, atvinnu- laus: Þaö er nú nóg af verkföllum þó þetta bætist ekki við. Ég held aö konumar ættuaösleppaþvi. Guflni Kjartansson nemi: Mér líst bara vel á það, en samt held ég aðþaöhafi litiöuppásig. Jóhanna Aradóttir allilifeyrisþegi: Þaðveitégekki. Elin Ágústsdóttir húsmóðir: Því get ég ekki svarað. Hef ekki heyrt neittumþetta. Bryndís Bragadóttir kennari: Ég færi líklega ekki í verkfall ef af þessu yrði. Ásgerflur A. Friflbjarnardóttir, nemi og barnapía: Veit ekki. Ég færi líklega í verkfall. Laxveáðibruðl Rödd úr fjöldanum hringdi: Ég vil lýsa yfir ánægju minni með það góða framtak DV aö fletta ofan af eyðslu starfsmanna hins opinbera og annarra fyrirtækja í landinu. Þetta er hræðilegt bruðl með almannafé og mér þykir það grunsamlegt ef fyrirtæki hafa efni á því að eyða hálfri milljón króna á einum sólarhring í laxveiði. Þetta er hreinasta svívirða við hinn almenna borgara. Við erum náttúrlega öll sammála um að þetta verði að stöðva en þaö virðist nú oft verða svo1 aö þessi mál deyja drottni sínum stuttu eftir birtingu þeirra í fjölmiðlum. Því skora ég á allan almenning sem þetta les að láta í sér heyra. TIL LESENDA Þeir losandur, sem áhuga hafa ó afl skrifa lesendasiðunni, eru vinsamlegast beðnir afl gefa okkur fullt nafn og heimilisfang. Ef þeir óska ekki eftir afl nafnifl verfli birt verður þafl afl sjáifsögflu tekifl til greina. Þetta er Drengimir sem ekki mega „Whamm” sitt vita fengu enn eitt að- dáendabréf ið um helgina: S.E. skrifar: Ég er ein af þeim mörgu sem finnst sjónvarpið láta allt eftir Duran Duran áhangendum. Það virðist vera nóg óréttlátt fyrir þá að skrifa í eitthvert dagblaðið og fá óskir sínar uppfylltar um endur- sýningar á þáttum með þeim félögum. En ef einhver biður um eitthvað meö Wham þá er horft algjörlega fram hjá því. Nú eru búnir að vera a.m.k. þrír þættir með Duran Duran í sjónvarpinu í ár — þetta er óréttlátt! Glaðir laxveiðimenn afl lokinni fengsælli veiði. Lækkun á símakostnaði Símnotandi hringdi: Mig langar til að spyrja um þessa verðlækkun sem átti að taka gildi hjá Pósti og síma af símgjöldum. Mér sýnist að verðið hafi staðið í stað, allavega fæ ég jafnháan reikning og áður. Samkvæmt þeim upplýsingum sem blaöið aflaði sér, þá lækka síma- gjöldin frá og með 1. júlí, þannig að reikningarnir sem berast í lok mánaðarins ættu að vera eitthvað lægri en áður. Verð hvers skrefs lækkar úr 1,35 kr. í 1,20 kr. Afnota- gjald fyrir hvern ársfjórðung lækkar úr 575 kr. í 530 kr. Þeir notendur sem greitt hafa afnotagjöld fyrirfram munu fá leiðréttingu á næsta reikningi frá Pósti og síma. Skemmtileg kjarabarátta hjá Pósti ogsíma ÉÉrsSS múlur til þcss * ,,B«a mcno l veriímWítU^iau tallll UglKtagum Iram I Wttum .» .tatrrillw íKSáíís ga£S-»»;=.- UW ingöufsson n.iHWBftYI"KJA00 klK.b«l*to‘“to”d8,*rlS!ÍU' boölneWauösétt. Afataöa Félag* tBlmnskra simamanna Tþó -ur Ui ^umtar X** IrMusýnlr, (remsttr e talsmatwr alm- 8enum « fStSl slmsmitm. Þeir riUra og h*ttu er laun- koc,„ í^r .uga ‘ ^ SSSífe Sumir ráðgjafar verri en ekki neinn FÚSK 5926-3560 skrifar: I DV þ. 20. júní sl. birtist viðtal við Kristján Kristjánsson ráðgjafa þar sem hann hælir allri ráðgjafaþjónustu og finnst ekki mikið þótt greiddar séu 1.400 kr. fyrir útselda vinnu ráðgjafa því hún sé fljót að borga sig. Mig minnir að hann heiti Kristján Kristjánsson sem fékk greidda milljón fyrir nýtt leiðakerfi fyrir Strætisvagna Kópavogs sem var gjörsamlega ónot- hæft og bæjarfélagið varð að hætta við eftir stuttan tíma þegar tapið á því 1 var orðið tvær milljónir. Ekki veit ég hvort hér er um sama Kristján að ræða. 1 þessu tilviki hefði verið ódýrara fyrir Kópavogskaupstað að greiða ráðgjafanum um 2.500 kr. á tímann í 1000 klst. fyrir að gera alls ekki neitt. Undanfarið hefur fjármála- ráðuneytið birt auglýsingar í dag- blöðum sem beint er gegn sfluskatts- svikum en virðast um leið aðvaranir gegn fúskurum sem fyrst og fremst eru taldir meöal þeirra sem stunda alls konar iðnað og viðgerðir. Þaö sem einkennir fúsk er aö menn eru að fást við hluti sem þeir hafa hvorid þekkingu né getu til að sinna. Dæmi um slík vinnubrögð eru t.d. sprunguviðgerð sem endist mánuðinn, samskeyti sem leka, boltar sem eru hnoðaðir, togaðir, forskrúfaðir eða hertir með meitli, hornskakkir veggir og innréttingar o.s.frv. Dæmi um fúsk á ráðgjafasviðinu eru einnig mýmörg. Hér eiga opinberir aðilar oft hlut að máli með því að ráða ráðgjafa til starfa sem eru ekki starfi sínu vaxnir vegna vanhæfni eða fá- fræði um staöhætti. Á þetta jafnt við um innlenda sem erlenda ráðgjafa. Miklu púðri er oft eytt í skýrslur sem eru tómt rugl eöa hlutir sem allir vita. Á mörgum sviðum hefur verið unnið gott starf þótt annars staðar sé mis- brestur. Opinberir aðilar ættu því alls ekki að ráða aðra ráðgjafa til starfa en þá sem hafa sýnt og sannað aö þeir hafa getu og þekkingu til aö leysa þau verkefni sem þeir taka aö sér. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Misskilin kjara- barátta hjá íslensk- um símamönnum Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaflur Fólags ísl. simamanna skrrfar: I kjallaragrein frá Leó Ingólfssyni, yfirdeildarstjóra hjá Pósti og síma, sem birtist í DV12. júlí sL, gætir mis- skilnings sem stafar trúlega af þekk- ingarleysi. Það er því margt sem sagt er í greininni mjög villandi. Mér þykir rétt að fram komi til að leiðrétta þennan misskilning að sam- kvæmt nýgerðum breytingum á sér- kjarasamningi FIS og fjármálaráöherra, f.h. ríkissjóös og vegna samkomulags um fram- kvæmd bókunar I með sérkjara- samningi sömu aðila frá 10. janúar sl., hækka sumir tæknimenn hjá Pósti og síma um það sem nemur þremur launaflokkum. Þetta stafar' af því aö i bókuninni eru ákvæði sem gefa eins til tveggja launaflokka 4 hækkun vegna námskeiða sem tæknimenn þurfa aö sækja erlendis. Það fer síðan eftir lengd námskeið- anna hve mikla hækkun þeir fá. Þeir tæknimenn sem vinna við nýjan tæknibúnað fá einn launaflokk að loknu fjögurra ári starfi við þessi tæki. Rangt er haft eftir að félaginu hafi verið boðnir 3 launaflokkar (betur að satt væri) og því hafi verið hafnað. Það tilboð kom aldrei á samningaboröið. Fullyrðingar um aðila í samninganefnd FlS, sem koma fram í greininni eru rangar og til þess eins fallnar að vekja tor- tryggni sem er engum til góðs og helst þeim til vansa sem rækta hana með sjálfum sér og bera á borð fyrir aðra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.