Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1985, Blaðsíða 14
14
DV. MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGUST1985.
Spurningin *
Þykja þér pylsur góðar?
Ingvi Guöjónsson kjötiönaðarmaöur:
Mér finnast þær ákaflega góöar, enda
bý ég þær til allan daginn.
Rúnar Hilmarssson kjötiönaöarnemi:
Mjög góöar, helst í brauði með öllu.
Guörún Gestsdóttir kjötiönaöarnemi:
Já, mjög góöar. Mér finnast þær best-
ar grillaöar. Ég veit aö hráefniö er
gott.
Jóhann Elías Ólafsson verkamaöur:
Já, mér þykja þær ágætar með öllu
nema hráum lauk.
Björn L. Jónsson borgarstarfsmaður:
Nei, þetta er léleg fæða.
Steinunn Jónasdóttir saumakona: Nei,
mér dettur aldrei í hug aö bjóöa
neinum upp á þær heima,
| DV hefur boi
ÍLrnar hjá P6s
kann vitnar i I
'Antontsowir út
lipum frá Akur
Lm koetnaö á
tm segir Mar
Spurt um
útimarkaði
9260-2524 hringdi og bar fram þessar
spumingar:
Hvaða leyfi þurfa útimarkaöir aö
hafa, er þaö verslunarleyfi eöa e.t.v.
eitthvert annað leyfi?
Eru þessir sömu útimarkaöir ekki
söluskattsskyldir eins og aörar
verslanir?
Samkvæmt upplýsingum sem blaöiö
aflaöi hjá borgarfógetaembættinu og á
Borgarskrifstofunum þarf sama leyfi
fyrir útimarkaösbás og venjulega
smásöluverslun. Söiuskattsskylda er
einnig sú sama og hjá öðrum slíkum
verslunum. Borgin selur þessa aöstööu
á götum úti gegn vægu veröi.
Fleiri breska
myndaflokka
Sjónvarpsáhugamaður hringdi:
Væri ekki ráð fyrir sjónvarpið aö
kaupa fleiri breska framhaldsþætti í
staö þess að endursýna gamla lummu
eins og Dallas. Ég veit, þar sem ég hef
dvalið nokkuð á Englandi, aö þaö er til
nóg af virkilega góöum þáttum fram-
leiddum þar í landi. Ég vil þakka sjón-
varpsmönnum fyrir aö taka til sýn-
ingar jafnskemmtilegan flokk og Hver
greiðir ferjutollinn? Þar er spunninn
skemmtilegur söguþráöur samfara
góöum leik allra sem þátt eiga að.
Dallas viröist alltaf vera eins, sama
tuggan í hverjum þætti, einhver
grætur, JR glottir o.s.frv. Þaö eru því
miöur til margir sem áhuga hafa á
þessari endaleysu.
HRINGIÐ
í SÍMA
68-66-11
kl. 13 til 15
eða
SKRIFIÐ
Óhóf leg hækkun kostnaðar
vegna gjaldeyrisyfirfærslu sfmleiðis
Brófritari er óhress mefl kostnað vifl gjaldeyrisyfirfærslur.
Viðskiptamaöur skrifar:
Það fer engum ofsögum af því,
hversu hið opinbera blóömjólkar
neytendur vegna hvers konar þjón-
ustu. Fólk lætur sér þetta almennt
vel lynda, aö því er virðist.
Þaö eimir lengi eftir, gamla lang-
lundargeöið, síöan á dögum einok-
unarinnar dönsku. Fólk tautar í
.barm sér, í mesta lagi, eöa yppir
öxlum.
En einokunin er enn viö lýöi og sést
þaö best á öllum þeim stofnunum,
sem kenna sig viö hiö opinbera og
hafa forystu um aö skrá taxtana yfir
’ þjónustu, sem einkaaðilar gætu vel
veitt, ef þeim væri ekki bolað frá.
En þaö sem verra er þó, er aö
sumir aðilar í einkarekstri eru
stundum ekki betri hvaö varöar okur
og ósvífni. Þeir fylgja gjarnan
töxtum, sem hiö opinbera kerfi
skráir, þótt leyfilegt sé aö verðleggja
frjálst, hvaö svo sem þaö þýðir nú.
En þetta er nú bara venjulegt raus,
er þaö ekki? Best aö koma sér aö efn-
inu.
Fyrir nokkru þurfti ég, sem oftar,
að yfirfæra peninga til útlanda,
vegna dvalarkostnaöar og náms-
kostnaðar.
Viö slíkar yfirfærslur er reiknaður
kostnaöur og þóknun. Þóknun fer, að
ég held, eftir upphæö, sem yfirfærö
er og lítið viö það aö athuga. Slikt
tíökast alls staöar.
Kostnaöur er svo mismunandi,
eftir því, aö ég held einnig, hvort um
er aö ræöa símsendingu eða yfir-
færsluaf öðrutagi.
Símkostnaöur hefur lengi veriö kr.
283,00, sama hver upphæðin er. —
Fyrir stuttu síöan var þessi
kostnaöur oröinn kr. 479,00!! —
hækkun um eöa yfir 70%!
Afgreiðslufólk haföi litla aðra
skýringu en þá að þessi kostnaður
heföi hækkaö nýlega, og var auðvitað
ekki við þaö aö sakast eða spyrja
frekar.
En nú spyr ég: Hvenær hækkaði
þessi kostnaður svona gífurlega? —
Hvernig eru svona yfirfærslur
sendar, — símleiðis — eöa meö
telexi? — Var ekki telexkostnaður
eöa afnot þess að lækka stórlega
fyrir skömmu?
Það er út af fyrir sig hægt aö
skilja, aö eitt og annað hækki í veröi,
þ.m.t. þjónusta — en aö slíkar stökk-
breytingar geti veriö eðlilegar, er í
raun af og frá — eöa hvað?
Haft var samband við Jón
Ivarsson í gjaldeyrisdeild Lands-
bankans. Hann sagöi aö þau gjöld
sem viðskiptamaöur ræðir um, séu
skeytagjöld til viðkomandi lands og
er reiknað meö 20 oröum. Þessi
gjaldskrá er því Pósts og síma.
Bankarnir hafa ekki fylgt hækkunum
þeirrar stofnunar fyrr en nú 15. júlí
en þá haföi hún ekki hækkað síðan
september 1983. Hann sagöi aö boðið
væri upp á aðra möguleika við
sendingu peninga sem væru ódýrari
en aö sama skapi ekki eins fljótlegir.
iRS5dköPhaðÚrí
Gervitunglið
Kostaði
5.000 á klst.
-ekki 100.000
*.«. ■— “gfflssaissa-
virpsrtjórm vlölyrir farið meö rétt mil þv
3»WSt %£»•
kis aö aöalkostnaöur 2S.000 Kronu
Utvarpsstjóri
leiðréttir
Markús örn Antonsson, útvarps-
stjóri, hafði samband vegna Live-
Aid tónleikanna:
Sá sendingarkostnaður sem ég hef
nefnt áöur, 100 þúsund krónur, felur í
sér kostnað viö uppsendingu gervi-
tungla erlendis og viö móttöku
gegnum Skyggni hérlendis. Þaö er
f jarskiptasambandið sem er dýrasti
liðurinn í þessu og þessir peningar
renna því ekki aðeins til Pósts og
síma hér á landi heldur aö miklu
leyti til fyrirtækja erlendis. Þessar
100 þúsund krónur á klst. eru
náttúrlega stór upphæð fyrir sjón-
varpstöö sem hefur þetta fáa áhorf-
endur.
Veitinga-
menn—varið
ykkurá
vondu hráefni
Magnús hringdi:
Ég ætlaði að fá mér aö boröa á
veitingahúsi. Pantaði djúpsteikt-
an fisk og fékk tvö stykki. Annað
stykkiö reyndist úldiö. Veitingamaöur-
inn sagðist hafa fengiö fiskinn sama
dag og aö viö ættum bara aö gleyma
þessu. Mér finnst aö veitingahúsa-
menn ættu aö passa sig betur og mat-
reiða ekki hráefni sem er mögulega
skemmt. Málalok uröu þau að ég
borgaði ekki reikninginn en mér var
ekki boðiö neitt annaö í staðinn.
Hvar er
bíllinn minn?
Þóröur V. Magnússon hringdi:'
Bílnum mínum var stoliö fyrir
nokkrum dögum frá Grettisgötu 96 í
Reykjavík. Lögreglan vill ekki auglýsa
hvarf hans eöa annarra bíla fyrr en á
fimmta degi frá því þeim er stoliö og
þykir mér þaö slæmt. Ef einhver
skyldi rekast á hvítan BMW 2002
árgerö 1969, númer R-10637, þá vin-
samlegast hafið samband viö lög-
regluna.
Unglinga í hring-
borðsumræðurnar
Marta Dögg, 15 ára, hringdi:
Eg vildi benda á þaö í sambandi
við hringborðsumræðurnar sem eru
á rás 2 sunnudögum aö unglingar
fái líka aö taka þátt í þeim eins og
fullorðna fólkiö. Viö höfum líka ýmis-
legt til málanna aö leggja um þaö
sem þar er rætt.
Sigurður Einarsson, verðandi um-
sjónarmaöur þáttarins, sagöi aö á
döfinni væri aö hafa fulltrúa frá
yngri kynslóðinni meö í einhverjum
þeirra þátta sem hann myndi
stjórna. Fyrsti þáttur hans, ásamt
Magnúsi Einarssyni, verður á dag-
skrá 10. ágúst.
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Lesendur