Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1985, Blaðsíða 29
DV. MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST1985.
Peningamarkaður
Innlán meö sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyr-
ir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Innstæður
þeirra yngri eru bundnar þar til þeir veröa
fullra 16 ára. 65—75 ára geta losað innstæður
með 6 mánaða fyrirvara. 75 ára og eldri með
3ja mánaða fyrirvara. Eeikningarnir eru
verðtryggðir og með 8% vöxtum.
Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár. Reikningarnir eru
verðtryggðir og með 9% vöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lif-
eyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar.
Vextir eru 29% og ársvöxtun 29%.
Sérbók fær strax 27% nafnvexti, 2% bætast
síðan við eftir hverja þrjá mánuði sem
innstæða er óhreyfð, upp í 33% eftir níu
mánuði. Arsávöxtun getur orðið 33,5%.
Innstæöur eru óbundnar og óverðtryggðar.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sérvöxtum
er óbundin með 34% nafnvöxtum og 34% ársá-
vöxtun sé innstæða óhreyfð. Vextir eru færðir
um áramót og þá bornir saman við vexti af
þriggja mánaða verðtryggðum reikningum.
Reynist ávöxtun þar betri er mismuninum
bætt við.
Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda
vaxtaleiðréttingu. Sparibókin skilar hærri á-
vöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju
innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða
lengur.
Iðnaðarbankinn: A tvo reikninga i
bankanum fæst IB-bónus. Overðtryggöan 6
mánaða reikning sem ber þannig 32% nafn-
vexti og getur náð 34,5% ársávöxtun. Og
verðtryggðan 6 mánaða reikning sem ber
3,5% vexti. Vextir á reikningunum eru bornir
saman mánaöarlega og sú ávöxtun valin sem
reynist betri. Vextir eru færðir misserislega
30. júní og 31. desember.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
34% nafnvöxtum. Vextir eru færðir um ára-
mót. Eftir hvern ársfjórðung eru þeir hins
vegar bornir saman við ávöxtun á 3ja mánaða
verðtryggðum reikningum. Reynist hún betri
gildir um umræddan ársfjórðung.
Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda
vaxtaleiðréttingu. Kjörbókin skilar hærri
ávöxtum en almenn sparisjóðsbók á hverju
innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða
lengur.
Samvinnubankinn: Innlegg á Hávaxta-
reikning ber stighækkandi vexti. 22,0% fyrstu
2 mánuðina, 3. mánuðinn 23,5%, 4. mánuðinn
25%, 5.mánuðinn 26,5%, 6 6. mánuðinn 28%.
Eftir 6 mánuði 29,5% og eftir 12 mánuði 31,0%.
Sé tekið út standa vextir þess tímabils þaö
næsta einnig. Hæsta ársávöxtun er 33,4%.
V extir eru bornir saman við vexti á 3ja og 6
mánaða verðtryggðum sparireikningum. Sé
ávöxtun þar betri er munurinn færöur á há-
vaxtareikninginn. Vextir færast misseris-
lega.
Útvegsbankinn: Vextir á reikningi meö
Ábót eru annaðhvort 1% og full verðtrygging,
eins og 3ja mánaða verðtryggðum spari-
reikningi eða ná 34,6% ársávöxtun, án verð-
tryggingar. Samanburður er gerður
mánaðarlega, en vextir færðir í árslok. Sé
tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir, 22% þann almanaksmánuð.
Verslunarbankinn: Kaskó-reikningurinn er
óbundinn. Um hann gilda f jögur vaxtatímabil
á ári, janúar-mars, apríl-júní, júlí-september,
október-desember. t loks hvers þeirra fær
óhreyfður Kaskó-reikningur vaxtauppbót
sem miðast við mánaðarlegan útreikning á
vaxtakjörum bankans og hagstæðasta á-
vöxtun látin gilda. Hún er nú ýmist á
óverðtryggðum 6 mán. reikningum með
31,0% nafnvöxtum og 34,8% ársávöxtun eða á
verðtryggðum 6 mánaöa reikningum með 3%
vöxtum.
Sé lagt inn á miðju tímabili og innstæða
látin óhreyfð næsta tímabil á eftir reiknast
uppbót allan sparnaðartímann. Ein úttekt er
leyfð á hverju timabili án þess að vaxta-
uppbótin skerðist.
íbúðalánarcikningur er óbundinn og með
kaskó-kjörum. Hann tengist rétti til lántöku.
Sparnaður er 2—5 ár, lánshiutfall 150—200%
miöaö við sparnaö með vöxtum og
verðbótum. Endurgreiðslutími 3—10 ár.
Utlán eru með hæstu vöxtum bankans á
hverjum tíma. Sparnaður er ekki bundinn við
fastar upphæðir á mánuði. Bankinn ákveður
hámarkslán eftir hvert sparnaðartímabil. Sú
ákvörðun er endurskoðuð tvisvar á ári.
Sparisjóðir: Trompreikningurinn er óbund-
inn, verötryggður reikningur, sem einnig ber
3,0% grunnvexti. Verðbætur leggjast við
höfuðstól mánaöarlega en grunnvextir
tvisvar á ári. A þriggja mánaöa fresti er
gerður samanburður við sérstaka Tromp-
vexti. Nýtur reikningurinn þeirra kjara sem
betri eru. Trompvextirnir eru nú 32% og
gefa 34,36% ársávöxtun.
Ríkissjóður: Spariskírtcini, 1. flokkur A
1985, eru bundin í 3 ár, til 10. janúar 1988. Þau
eru verðtryggð og með 7% vöxtum,
óbreytanlegum. Upphæðir eru 5.000, 10.000 og
100.000 krónur.
Spariskírteini með vaxtamiðum, 1. flokkur
B 1985, eru bundin i 5 ár, til 10. janúar 1990.
Þau eru verðtryggð og með 6,71% vöxtum.
Vextir greiðast misserislega á tímabilinu,
fyrst 10. júlí síðastliöinn. Upphæðir eru 5,10 og
100 þúsund krónur.
Spariskírteini með hreyfanlegum vöxtum
og vaxtaauka, 1. flokkur C 1985, eru bundin til
10. júlí 1986, í 18 mánuði. Vextir eru
hreyfanlegir, meðaltal vaxta af 6 mánaða
verðtryggðum reikningum banka með 50% á-
lagi, vaxtaauka. Samtals 4,8% nú. Upphæðir
eru 5,10 og 100 þúsund krónur.
Gengistryggð spariskírtcini, 1. flokkur SDR
1985, eru bundin til 10. janúar eða 9. apríl 1990.
Gengistrygging miðast við SDR-reiknimynt.
Vextir eru 9% og óbreytanlegir. Upphæðir eru
5.000,10.000 og 100.000 krónur.
Spariskírteini ríkissjóös fást í Seðla-
bankanum, hjá viðskiptabönkunt, spari-
sjóðum og verðbréfasölum.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóöur, ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lána-
upphæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að
lánsrétti er 30—60 mánuðir. Sumir sjóðir
bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og
áunnin stig. I-án eru á bilinu 144.000—600.000
eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru
verðtryggð og með 5—8% vöxtum. Iánstimi
er 15—35 ár eftir sjóðum og lánsrétti.
Biðtími eftir lánum er mjög misjafn,
breytilegur milli sjóða og hjás hverjum sjóði
eftir aðstæðum.
Hægt er að færa lánsrétt þegar viðkomandi
skiptir um lífeyrissjóð eða safna lánsrétti frá
fyrrisjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í
einu lagi yfir þann tíma. Reiknist vextir oftar
á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin
verður þá hærri en nafnvextirnir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 22%
nafnvöxtum verður innistæðan í lok þess tíma
1.220 krónur og 22% ársvöxtun í þvi tilviki.
Liggi 1.000 krónur inni í 6+6 mánuði á 22%
vöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir sex
mánuöi. Þá er innstæðan komin í 1.110 krónur
og á þá upphæð reiknast 11% vextir seinni sex
mánuðina. Lokatalan verður þannig 1.232,10
og ársávöxtun 23,2%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru 3,5% í mánuði eða 42% á
ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því
0,1166%.
Vísitölur
Lánskjaravísitalan í júli er 1178 stig en var
1144 stig í júní. Miðað er við 100 í júni 1979.
Byggingarvísitalan 1. júlí 1985 var 216 stig
25%, 5. mánuðinn 26,5%, 6. mánuðinn 28%
eldri grunn. I janúar var vísitalan 185 stig á
móti 2745 á eldri grunni. Og í apríl var hún 200
stig á móti 2963 á eldri grunni.
VEXTIR BflNKfl OG SPARISJÚDA |%)__________________________________0108.85
INNLAN með sérkjörum SJA sérusta ilil, iliiiiillilili ll
innlAn úverotrvggð
SPARISJÚÐS8ÆKUR Úbundm innstaóa 22,0 22,0 22.0 22.0 22.0 22,0 22.0 22,0 22.0
SPARIREIKNINGAR 3ja mánaða uppsögn 254) 25.0 25.0 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0 23.5
6 nránaða uppsögn 314) 28.0 28.0 32,0 30.0 29.0 31,0 27.0
12 minaða uppsögn 32J 30,0 31.0 32.0
18 ménaða uppsögn 36,0 36.0
SPARNADUR - LANSRÉTTUR Sparað 3-5 minuöi 25 J) 23,0 25.0 23.0 25.0 23.5
Sparað 6 min. og meira 29,0 26.0 23,0 29.0 27.0
INNLANSSKlRTEINI T16 minaða 29,5 28.0 29.5 28.0
tékkareikningar Avtsanareðtningar 17,0 17.0 8.0 8.0 10.0 8.0 8.0 10,0 10.0
Htouparaitningar 10.0 10.0 8.0 8.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0
INNLAN verðtryggo
sparireikningar 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0
6 minaða uppsögn 3.5 3.5 3,5 3.5 3.0 3.0 3.0 3.5 34)
innlAn gengistryggð
gjaldeyrisreixningar Bandarikjadolarar 8.0 8.0 7,5 8.0 7.5 7.5 7,5 7.5 8.0
Sterlngspund 11.5 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5
Vestur þýsk rnörk 5.0 4.5 4.5 5.0 4.5 4.5 4.5 5.0 5.0
Danskar krónur 10,0 9.5 8.75 8.0 9.0 9.0 9.0 10,0 9.0
útlAn úverðtryggð
alhennir VIXLAR (forvexta) 30.0 29.0 30,0 30,0 30,0 30.0 30.0 30.0 29.0
VIÐSKIPTAVIXLAR 31,0 314) 31,0 314) 30,5
almenn skuldabrEf 32,0 31.5 32,0 32,0 32.0 324) 32.0 32.0 32.0
VIÐSKIPTASKULDABRÉF 33,5 33.5 33,5 33,5
HLAUPAREIKNINGAR Yfvdrittur 31,5 30.0 31,5 31,5 31,5 31.5 31,5 31.5 304)
útlAn verðtryggð
SKULDABRÉF Að 2 1/2 iri 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
Lengri en 2 1/2 ir 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 54) 5.0
útlAn til framleiðslu
VEGNAINNANLANDSSOLU 26,25 26,25 26.25 2625 2625 2625 2625 2625 2625
VEGNA UTFLUTNINGS SDR reðtramynt 9.75 9,75 9.75 9.75 9.75 9.75 9.75 9,75 9,75
’tr.
29
Sandkorn Sandkorn
Þeir sem hafa
nóg af
peningum
Á meðan sumir lepja
dauðann úr skel virðast
aðrir vaða i seðlum. Sand-
korn frétti nýlega af einum
sem virðist eiga nóg af pen-
ingum. Þeirra hefur hann
m.a. aflað meö öldurhúsa-
rekstri. Og í öldurhúsin
koma að sjálfsögðu gestir
sem eru að drekkja sorgum
sínum í dýrtíð og verðbólgu.
Mann þennan langaði tii
að eignast glæstan BeHz.
Hann fór og pantaði sér
einn slíkan. í ljós kom aö
biðin var nokkur. Ekki
hafði vinur okkar tíma til að
bíða eftir vagninum. Hann
brá sér því til Þýskalands
og keypti sér vagninn góða
og skellti í skip. En fyrst
hann var nú kominn til
Þýskalands og nýbúinn að
kaupa sér glæsla höll á höf-
uðborgarsvæðinu, þá tók
hann með sér arkitektinn.
Sá fékk síðan að benda í all-
ar áttir í fallegum verslun-
um í Þýskalandi á hluti sem
gott væri að hafa í höllinni.
Síðan var öllu stungiö í gám
og sent heim með fyrsta
skipi.
„Bankastjórð"
Og fyrst við erum byrjað-
ir að slúðra, þá er best að
bæta einni við. Saudkorn
Svona gæti huröin litið út hjá
„bankastjóranum".
frétti nýlega af einum uý-
ríkum sem lætur sér hvergi
bregða. Að minnsta kosti lét
hann sér ekki bregða þegar
hann frétti af því að hann
væri skattakóngur. Hann
sagði ekki í örvæntingu
sinni: „Ég skýt mig”, held-
ur kvað hann þetta vera í
samræmi við reksturinn hjá
sér. Hins vegar veit skatt-
urinn ekki af því að þessi
kóngur er með aukabú-
grein. Oft á tíðum eru lang-
ar biðraðir fyrir utan skrif-
stofuna hjá houum, sem
gerði hvern bankastjóra
grænan af öfund. Okkar
maður rekur nefniiega
láuastarfsemi. Bíða menn
nú bara eftir því að hauu
setji upp grænt, gult og
rautt ijós við dyrnar hjá
sér. . .
Tannlæknarnir
týndir?
Frá Suðurnesjum berast
þær fréttir að tannpíndir
eigi ekki sjö dagana sæla
þar. Ástæðan mun vera sú
að allir tannlæknar á nesinu
eru farnir í sumarfrí. „Er
til of mikils ætlast að þeir
samræmi fríin sín?” segir
ein með tannpínu sem
kvartar yfir tannlæknaleys-
inu i blaði þeirra Suður-
uesjamauna, Víkurfréttum.
Klámbylgjan í
Vest-
mannaeyjum
Nú virðist klámbylgjan
loksins hafa skollið á Vest-
mannacyiugum. Þaöau ber-
ast uú fréttir af mönuum
með þrýstikúta fulla af
málningu sem þeir krota
með á veggi þar í bæ. Segir í
frétt þaöau að þeir máli lín-
ur og klámyrði. Mælst er til
þess að hvunndagsheljur
grípi þessa menu ef þær sjá
þá að verki og færi þá til
lögreglunnar. I blaðiuu
Fréttir eru þessir málarar
nefndir subbur.
Snúruþjófar
Glansgallar eru nú í tísku
á Suðurnesjum. Ungur
sveinn þar í sveit fékk eiun
slíkan fyrir skömmu. Eftir
vígslunotkun var gallinu
þveginn og hengdur upp á
snúru. En því miður var
iiuuum stoliö þaðan. Sveiun-
inn ungi situr nú heima með
sárt ennið og gallalaus.
„Ef þjófnum líöur illa i
gallanum er honum bent á
að skila honum á sömu
suúrur. Best væri fyrir
liann aö gera þaö einnig yfir
bláiióttina svo ekki sjáist til
lians,” segir i frétt Víkur-
frétta um málið.
Oddur Sigurðsson við eina af sýningar vélum sem fengnar voru úr Tjarnarbíói í Reykjavík.
Bíósýningar á Hvammstanga:
Kolbogaljós í sýningar-
vélunum og ekkert popp í hléi
„Vélarnar hérna eru eldgamalt
drasl, fengnar úr Tjarnarbíói þegar
það hætti rekstri. Birtan kemur til
dæmis frá kolbogaljósum,” sagöi
Oddur Sigurösson, rafeindavirki á
Hvammstanga, en hann sér ásamt
öörum um bíósýningar tvisvar í viku, á
fimmtudögum og sunnudögum. Aö-
sókn er mjög misjöfn, rokkar frá 10 til
250 manns.
„Videóvæðingin hefur sett svolítiö
strik í reikninginn,” en áhrif hennar
hafa þó veriö minni en efni stóðu til því
aö viö fáum alltaf nýrri og nýrri
myndir. Þegar best lætur koma þær til
sýningar hér tveimur mánuöum eftir
aö hætt er að sýna þær í Reykjavik en
sá timi getur dregist upp í tvö ár.”
Olíkt flestum kvikmyndahúsum hér
á landi er ekki selt popp til bíógesta i
félagsheimilinu á Hvammstanga.
Oddur sagöi aö flest í sambandi viö
sýningarnar væri unniö í sjálfboöa-
vinnu og þaö væri ekki leggjandi á þá
sem sæju um þrif að sýningum loknum
aö hreinsa poppmylsnu. „Þaö var popp
hérna fyrsta áriö en svo var hætt aö
vera meö þaö.” Eins og áöur sagöi er
Oddur Sigurðsson rafeindavirki og
rekur hann eigiö verkstæði á Hvannns^-
tanga. Þjónar þaö báöum Húnavatns-
sýslunum og Strandasýslu. Sagði hann
að fólk kæmi einkum meö útvörp og
sjónvörp í viðgerö til sín en auk þess
tæki hann á móti flestöllum rafeinda-
tækjum. „Þaö er til í dæminu aö fólk
komi um miöjan dag meö biluð
sjónvörp lengst utan úr sveit og ætlist
til aö þeim sé komið í lag fyrir kvöldið**
Þaö bíöur svo á meöan,” sagöi þessi
geöþekki Húnvetningur aö lokum.JKH.