Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1985, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIЗVÍSIR 176. TBL. -75. og 11. ÁRG. - MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985. VIÐ HÖFUM EKKIÁÐUR FENGIÐ SVONA ÓGNUN — segir forstjóri Flugleiða um flug People Express milli Briissel og New York Bandarískt flugfélag, People Ex- press, ógnar flugi Flugleiöa milli Lúxemborgar og New York. I byrjun september næstkomandi byrjar People Express daglegt flug milli Briissel í Belgíu og New York. Odýr- asta fargjaldið verður til að byrja með helmingi lægra en ódýrasta far- gjaldFlugleiða. „Þetta þýðir mjög aukna sam- keppni við okkur því að Briissel er mjög nálægt Lúxemborg,” sagði Sig- urður Helgason, forstjóri Flugleiða. „Við erum ekki búnir að taka end- anlega ákvörðun um hvernig við bregðumst við. Við erum að bíða og sjá hvað önnur flugfélög gera. Viö tökum mið af ákvörðunum þeirra. Við sjáum innan nokkurra vikna hvað við gerum.” — Er ástæða til að óttast að Flug- leiðir missi mikil viðskipti til People Express? „Við vitum það ekki ennþá. Við höfum miklar áhyggjur af þessu. Það er þó ekki víst að þeir taki far- þega frá okkur. Þaö gæti veriö aö þeir nái í nýja farþega — farþega sem annars hefðu ekki flogið.” — Hafið þið fengið aðra eins ógnun eins og þetta flugfélag í gegnum ár- in? „Við höfum ekki fengið svona ógn- un inn á meginlandið. Laker og eins People Express hafa flogið inn á London. En inn á meginlandið held ég að það sé óhætt að segja að það hafi ekki komiö aðilar í áætlunar- flugiö með fargjöld svona langtum lægri en við. Leiguflugfélög hafa undanfarin ár verið með fargjöld þó nokkuð mikið lægri en við en þó aðallega bara yfir sumartímann,” sagöi Sigurður. Lægsta fargjald Flugleiða milli New York og Lúxemborgar og til baka er 399 dollarar. Lægsta far- gjald People Express báðar leiöir milli Briissel og New York verður 198 dollarar en hækkar 1. október upp í 298 dollara. Til flugsins notar People Express eingöngu Boeing 747 breiðþotur. -KMU. Slökkviliðinu tókst fljótlega að ráða niður- lögum eldsins en mesta mildi var að ekki fór verr. DV-mynd S. Kveikt í hjá Málningu 1 Rannsóknarlögreglan kannar málið Nærri lá við stórslysi þegar eldur kom upp hjá fyrirtækinu Málningu hf. í * Kópavogi síðdegis í gær. Þykir sýnt aö urh íkveikju hafi verið að ræða og JÉ kannar nú Rannsóknarlögreglan niálið. Það var upp úr klukkan 18 í gær að slökkviliðinu barst tilkynning um að eldur logaði upp úr þaki á húsi sem til- heyrir fyrirtækinu. Er hús þetta notað við blöndun á þynni. Tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldsins þannig að hann breiddist ekki út. Skemmdir urðu þó á húsinu. Að sögn Rannsóknarlögreglunnar var mesta mildi að ekki fór verr. Mun hafa veriö kveikt í pappakössum í einu horni hússins. Enginn var inni í húsinu þegar eldurinn kom upp. -KÞ. Flugogbíll áf'ógnm sumardegi — bls.2 Friðun' Paradís? Þórir Guðmundsson skrifarfrá Indlandi - bls. 10 Ostakaka Oddnýjar Tilraunaeldhús DV - bls. 9 „Mérlístekki illaátilboö Birkis” — bls. 4 Skemmtiferð a/draðraí Langholtssókn íSviðsljósi bls. 28 „Myndihugsa migvelum áðurenég tæki tilboðr — segir Þorgrímur Þráinsson í Val — íþróttir bls. 17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.