Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1985, Blaðsíða 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR 7. ÁG0ST1985. Útlönd Útlönd Útlönd Utlönd Af tamflum og sinnhölum á Sri Lanka: Fríður Parádís? Þórir Guðmundsson skrifar f rá Indlandi ■■■*& mamm ■ Paradísareyjan Sri Lanka er friö- sæl þessa dagana. Þaöan berast ekki fréttir af fjöldamorðum, hermenn halda sig aö mestu í bækistöðvum sínum og skæruliðar tamila bíða óró- legir eftir fréttum frá Bhútan. Því þaö er í Bhútan sem fulltrúar skæru- liða, Sri Lanka-stjórnar og Indlands- stjórnar funda um framtíð friðar á þessari indælu eyju undan suðurodda Indlands. Miklar vonir Hér í Nýju-Delhí binda menn mikl- ar vonir við fundina í Bhútan. Hin nýja stjórn sem Rajiv Gandhi mynd- aði eftir þingkosningarnar í fyrra hefur látið tamílavandamálið á Sri Lanka mjög til sín taka. Stjórn hans hefur þegar reynst miklu viljugri til að beita tamilaskæruliða þrýstingi heldur en stjórn móður hans, Indiru Gandhi. Leiðtogar tamíla kvarta yfir því að leiðtogar indversku leyniþjón- ustunnar hafi skipað þeim að færa bækistöðvar hryðjuverkahópa sinna lengra inn í land, þaðan sem erfiðara er aö ráöast y f ir sundiö til Sri Lanka. Og það var þrýstingur Indlands- stjórnar er fékk skæruliðana til að taka þátt í viðræöunum í Bhútan. Utlitið fyrir frið á Sri Lanka er betra nú en nokkru sinni áöur eftir að deilur hófust á milli hinna tveggja þjóðarbrota á eyjunni er Sri Lanka fékk sjálfstæði árið 1948. Stjórn Júníusar Jaywardane segist vera reiðubúin tii að auka mjög sjálfstæði tamila í eigin málum, ef hægt er að gera það án þess að breyta stjórnar- skránni, og ef tamílskir skæruliðar hætta hryðjuverkum sínum og skæruhernaði. Óbreyttir fyrir barðinu Það er ekki eintóm góðvild er ligg- ur þar að baki. Nú undanfarið hafa skæruliöar tamila ráðist á óbreytta sinnhalíska borgara, en áöur beindu þeir aðgerðum sínum aðallega gegn hemum. Öbreyttir sinnhalar hafa í staðinn beint reiði sinni að stjórninni en ekki að skæruliðum. „Stjórn, sem getur ekki variö eigin borgara fyrir morðingjaárásum, veröur annað- hvort að finna leið til aö leysa vand- ann eða segja af sér,” segja sinnhal- ar á Sri Lanka. Þannig hugsa marg- ir, og Jaywardane hefur ekki efni á að láta hlutina danka eins og margir saka hann um að hafa gert allt of lengi. Þess vegna sneri hann sér til Rajiv Gandhi og hjá honum fékk Jaywardane góðar móttökur. Rajiv Gandhi hafði sigrað í þing- kosningunum á Indlandi með meiri yfirburöum en jafnvel Nehru og Indíra móðir hans gátu státaö af. Eitt meginviðfangsefni stjómar hans er baráttan gegn aðskilnaöar- öflum á Indlandi. Rajiv Gandhi skildi vandamál Jaywardane og hann var reiðubúinn að treysta tamílskum skæruliðum — sem lifa á Indlandi — til að setjast viö samningaborðið. Skæruliðar tregir Þeir einu sem ekki eru fyllilega ánægðir með framvindu mála eru Kappi að nafni Prabhakaran, leið- togi eins skæruliðahóps tamíla ó Sri Lanka. skæruliðarnir sjálfir og erlendir hjálparkokkar þeirra. Þeir hafa hingað til barist fyrir sjálfstæðu ríki og þeim er ekki vel við að leggja nið- ur vopn fyrr en þeir fá sitt eigið heimaríki og kröfum sínum fullnægt. Skæruliðarnir hafa ekki hugsað sér neitt annað en mikinn þátt í stjóm fyrirhugaðs ríkis. Tamílar hafa feng- ið mikinn stuðning frá indverskum hjálparkokkum er stutt hafa við bak- iö á þeim með vopnum og þjálfunar- búöum fyrir stríðsmenn sína. Vitað er að skæruliðar hafa einnig fengiö þjálfun í þjálfunarbúðum PLO í Líbýu og hugsanlega víðar. Sinnhalar til valda Ástæðu þessa brambolts á Sri Lanka má rekja aftur til þess tíma er Bretar réðu yfir eyjunni, eins og svo margt er miður fer í Suður-Asíu. Bretar notuðu gjarnan tamíla sér til aðstoðar við stjórnun eyjunnar. Þannig myndaðist eins konar yfir- stétt tamíla er meirihluti sinnhala öf- undaði og hataði. Þegar landið fékk sjálfstæði, nokkru eftir síðari heimsstyrjöldina, og farið var að kjósa stjórn eyjunnar í almennum kosningum, komust hins vegar sinnhalar til valda. Áöur en Solomon Bandarainake komst til valda í kosningunum 1956 lofaði hann að gera sinnhalísku að eina opinbera tungumálinu í landinu áður en 24 tímar væru liðnir frá eiðtöku hans. Nú þurftu tamílar, er völdust til opin- berra embætta, að sýna fram á kunn- áttu í sinnhalísku, ef þeir vildu halda embættum sínum. Næsta stórátakið gegn tamilum kom á stjórnartíma ekkju Bandar- ainakes. Hún innleiddi árið 1972 stjórnarskrá er treysti enn forrétt- indi þeirra er töluðu sinnhalísku og gerði búddatrúna að hálfgerðri opin- berri trú landsins. Þetta gerði hún, jafnvel þó aö um 18 prósent íbúanna — tamílarnir — væru hindúatrúar. Menntamál En verst var vegið að tamílum í menntamálum. „Staðalkerfi” frú Bandarainake leiddi til þess að tamílar þurftu hærri einkunnir til aö komast í háskóla en sinnhalar. Fjöldi tamíla, er komst í háskóla, minnkaði geysilega og í fyrsta skipti voru tamílsk ungmenni farin fyrir alvöru Teframleiðsla er einn fjögurra undirstöfluatvinnuvega eyjarskeggja. Fró vinstri: Jaywardane, forseti Sri Lanka, og Rajiv Gandhi, for- sætisróflherra Indlands. að velta fyrir sér hugmyndum um stofnun sjálfstæðs ríkis tamíla á Sri Lanka. Eftir að Júníus Jaywardane komst til valda árið 1977 hefur hagur tamíla farið örlítið batnandi. Þeim er ekki mismunað eins ofboöslega í mennta- málum og áður, og tamílska hefur verið gerð að „þjóðartungu”, þó sinnhalíska sé enn hin opinbera tunga. Jaywardane hefur einnig tek- ist að koma á auknu sjálfræði tamíla í eigin málum, mun meira sjálfræöi en þeir höfðu fyrr. Jay- wardane hefur þó þurft að feta stigu sáttfýsinnar með mikilli varúð, enda er þrýstingur á hann mikill, bæði frá eigin samherjum í stjórn og frá búddamunkum, er hafa mikil áhrif á Sri Lanka. Sættir nauðsynlegar Nú er svo komiö að sættir eru orðn- ar nauðsynlegar. Efnahagur Sri Lanka getur ekki lengur borið ok skæruhernaðarins innanlands. Feröamannaiönaðurinn hefur nær stöðvast. Á háferðamannatímanum eru hótel á Sri Lanka ekki nema með um 30 prósent herbergisnýtingu. Á öðrum tímum er nýtingin nánast engin. Stjórn Jaywardane verður að reiða sig mikið á erlendar lántökur. Þessi lán er erfitt að fá nema eölilegt stjórnmálaástand ríki í landinu. En það þarf tvo til að dansa tangó. Friður mun ekki ríkja'á paradísar- eyjunni nema skæruhðar séu reiðu- búnir til að slá af kröfum sínum, gegn loforðum stjórnvalda um ein- hvers konar sjálfræði og aörar end- urbætur. Mikið ber enn á milli deilu- aðila. Jaywardane er ekki reiðubú- inn tU að gera neina samninga er Ieiða tU breytinga á stjórnarskránni eða sem neyöa hann tU að bera þá undir dóm þjóðarinnar. Það þýðir til dæmis að hann er ekki tU viðtals um að sameina hinar tvær sýslur á austur- og noröurhluta eyj- arinnar, þar sem tamílar eru í meiri- hluta. Skæruliðar krefjast þess að þessar sýslur verði sameinaðar. Skæruliðar vilja gerbreytingu Mjög erfitt verður aö fá skæruliða til að fallast á nokkurt samkomulag sem felur ekki í sér stórbreytingu á öllum stjórnarháttum á Sri Lanka. Skæruliöar hafa komið efnahags- lífi eyjunnar á brún hengiflugsins og það er á þeirra valdi aö koma því þaöan aftur. Það gefur þeim vald er þeir eru ekki fúsir til að láta af hendi nema þeir fái eitthvað verulegt í staðinn. Á móti kemur að tamílskir skæru- liðar eru ekki lengur eins öruggir meö aðstöðu sína á Indlandi og áöur. Indlandsstjórn getur kippt undír- stöðunni undan þeim hvenær sem hún vill. Til þess þarf hins vegar póli- tískan vilja, og það er undir pólitísk- um vilja Rajiv Gandhi og Júníusar Jaywardane komiö hvort tekst að fá skæruliöa tamila til að leggja niöur vopn sín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.