Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1985, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1985, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu efla vitneskju um frótt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Vifl tökum við fréttaskotum allan sólachringinn. MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985. „Bjórsmyglið’' íKeflavík: Bjórkaup- andinn yfirheyröur ídag I dag á Einar Ingimundarson, aö- stoöarverslunarstjóri í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, að mæta til lög- reglustjórans á Keflavíkurflugvelli til yfirheyrslu vegna þess að hann reyndi að „smygla” bjórkassa út af Vellinum eftir heimkomu frá Grænlandi í gær. Það var Kristján Pétursson, deildar- stjóri tollgæslunnar á Keflavíkurflug- velli, sem lét til skarar skríða í málinu. Hann telur sölur bjórs vera ólöglega og ætlar með þessari kæru að láta á reyna. „Eg vona aö saksóknari láti kanna þetta mál,” segir Kristján. Hann kærði reyndar fyrr í vor verslunarstjóra Fríhafnarinnar og lög- reglustjórann þar fyrir sölu og eftirlit meö bjór. Þeirri kæru vísaði sak- sóknari frá. Halda mætti að þessi bjórtaka í gær hefði verið sviðsett því hlutaðeigandi vinna undir sama þaki. Fyrir það þver- taka þeir. Þeir eru á öndverðri skoöun umsöluá bjór. „Eg vil bara fá minn bjór eins og ‘••'aðrir. Eg hef ekkert við þessa reglu- gerð að athuga,” segir Einar sem er að búa sig undir að hitta lögreglustjórann og hugsanlega réttarhald sem mun leiða allan sannleikann í ljós um hinn umdeilda bjór. -APH. Drengur fyrir bíl Sex ára gamall drengur á reiöhjóli varð fyrir bíl um miðjan dag í gær við Torfufell í Breiðholti. Var sá stutti fluttur á slysadeild en reyndist lítiö meiddur og fékk að fara heim að rann- sókn lokinni. -KÞ Hestamaðurinn sem beið bana Maöurinn sem lést er hann féll af hestbaki í nágrenni Halldórsstaða við Sauðárkrók, hét Sigmar Benediktsson og var 36 ára gamall. Sigmar bjó aö Víöigrund 14 á Sauðárkróki. Hann læt- ur eftir sig eiginkonu og tvö börn. -EH. ómissandi LOKI Geir mun hafa gefið Kananum regnbogasilung í hádeginu! Síríus væntanlegur í lok vikunnar: „Komum hingaö í frið- samlegum tilgangi” — segir talsmaður Greenpeace samtakanna Sírius, skip Greenpeacesamtak- anna, er væntanlegt hingað til lands- ins á föstudag eða laugardag. I gær var skipiö statt við Orkneyjar. Búist var við að það kæmi hingað fyrr, en vegna veðurs seinkar skipinu. Einn forsvarsmaður samtakanna er þegar kominn til landsins. Hann er danskur og heitir Miehael Nielsen. Hans hlutverk er að undirbúa komu Síríusar til landsins og væntanlegar aðgerðir hér. „Við komum hingaö í friðsam- legum tilgangi. Viö ætlum að reyna aö hefja jákvæðar viöræður viö ís- lensk stjórnvöld. Ef það tekst ekki veröum viö að íhuga hvað er hægt að gera. Viö vonum að sjálfsögðu að viöræður okkar verði jákvæðar,” segir Nielsen. Hann segir aö engar ákvarðanir hafi verið teknar um að- geröir aðrar en að ræða við menn hér á landi til að kynna sjónarmið Green- peace. „Ástæðan fyrir því að við komum hingaö til landsins eru hval- veiðar Islendinga í vísindaskyni sem eiga aö hefjast á næsta ári. Við teljum að þessar veiöar eigi ekkert skylt við vísindi. Vísindin séu aöeins yfirskin til að halda þessum veiðum áfram. Þess vegna komum við hingað. Við ætlum aö ræða við stjórn- völd, stjórnmálamenn og aimenning og reyna að sannfæra Islendinga um að ekki sé rétt að hefja þessar veiðar, ” segir Nielsen. Hann og annar Dani, sem er væntanlegur til landsins á næstu dögum, munu ganga á fund Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráö- herra. Ekki hefur verið ákveöiö hve- nær sá fundur veröur. Þá er ráögert aö halda blaða- mannafund um borð í Síríusi þegar skipið kemur hingaö. Einnig er búist við erlendum biaðamönnum til landsins vegna þessara aðgerða. Um 10 blaðamenn koma frá Englandi, Belgíu, Frakklandi og Banda- ríkjunum. APH Hvalveiðimenn á leiðinni í 10 daga frí: Búnir með lang- reyöarkvótann Síðasta langreyðurin var flensuð i Hvalstöðinni í gær. Þar meö er lang- reyðarkvótinn búinn hjá Hval hf. Kvótinn hljóðaði upp á 161 langreyði. Tveir bátar fóru út í gær og sá þriöji hefur veriö á miðunum 1 nokkra daga. Bátarnir eru að svipast um eftir sandreyðum. Kvótinn á þeim er 38 dýr. Þegar lokiö er að veiða þau er vertíðinni lokið. Oft er það þannig aö sandreyðarnar ganga ekki hingað fyrr en í lok ágúst og byrjun september. I gær höfðu hval- báiarnir ekki orðiö varir við sand- reyöar. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., sagði aö bátarnir yröu að svipast um eftir sandreyðum fram aö helgi. Ef þeir yrðu ekki varir við neitt fyrir þann tíma yrði ekki leitaö á miðunum fyrr en eftir 25. ágúst. Allir starfsmenn hvalstöövar- innar fara í frí 15. til 25. ágúst og leggst þá öll starfsemi niöur þar. Þess skal getið að ákvörðun um að fara í frí var tekin fyrir löngu. APH — segirfulttrúi Bandaríkjastjómar „Eg er hingað kominn til að finna lausn og get ekki annað en verið bjartsýnn,” sagði Edward Derwinsky, fulltrúi í bandaríska ut- anríkisráðuneytinu, í samtali við DV í morgun. Derwinsky kom til landsins í gær- kvöldi ásamt aðstoðarmönnum til aö ræða viö Geir Hallgrímsson utanrík- isráðherra um deilu þjóöanna vegna þungaflutninga til varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Hann vildi ekk- ert um það segja hvort hann væri með tilboð til íslensku ríkisstjórnar- innar um aö bjóöa flutningana út á frjálsum markaði, eins og uppi hafa verið getgátur um aö undanförnu. Derwinsky átti fund með utanríkis- ráöherra í Ráðherrabústaðnum klukkan tíu í morgun. Gert er ráö fyrir að Derwinsky og föruneyti haldi af landi brott á morgun. EA/DV-mynd VHV Fundaðum Rainbow-máiið: „Verð að vera bjartsýnn” Lélegurtúr Snorra Sturlusonar: Áttatíu tonn af aflanum dæmdóhæf — tilfrystingar Togarinn Snorri Sturluson gerði nokkuð undarlegan túr í lok síðasta mánaðar. Af 170 tonna afla fóru hvorki meira né minna en 80 tonnn í annan og þriðja flokk, það er voru dæmd óhæf til frystingar. Þessi afli var því saltaður. „Ég get ekki neitað því að þetta kom fyrir, þarna áttu sér stað mannleg mistök, þau geta ailtaf skeð,” sagði Bjarni Thors, útgerðarstjóri Bæjarút- gerðar Reykjavíkur, í morgun. Bjarni sagði að þeir hjá Bæjarút- gerðinni væru aö vonum mjög óánægð- ir þegar svona kæmi fyrir, sem.væri sem betur fer sjaldan. „Það er enginn maður ánægöur með aö fá fisk í annan og þriðja flokk.” „Við reynum aö frysta eins og við lif- andi getum, en sá fiskur sem ekki er hægt að frysta er saltaöur,” sagöi Bjarni. „Eg tel að það eigi ekki að gerast aö meira en 10 prósent afla hvers togara fari í annan og þriðja flokk. Annað er ákaflega slæmt og óviðunandi.” Bjarni sagði að málin heföu verið rædd hjá Bæjarútgerðinni vegna þess arna. „Við höfum rætt þetta mál við skipstjóra og áhöfn og ég tel að þetta komi ekki fyrir af tur í bráð. ” Þessi veiðiferð Snorra Sturlusonar tók sjö daga, hún hófst 24. júlí og lauk 31. júlí. Aflinn fékkst undan Vest- fjörðum. -JGH. Hestar á göngutúr Tveir hestar voru teknir í vörslu lög- reglunnar í nótt þar sem þeir voru tveir einir á göngutúr á Grandagarði, nánar tiltekið við Kaffivagninn. Var hestunum komið fyrir hjá vörslumanni bæjarlandsins þar sem þeir dvelja nú í góðu yfirlæti þar til eigendurnir vitja þeirra. -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.