Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1985, Blaðsíða 6
DV. MHMKUDAGUR 7. ÁGUST1985.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Ofsarok, flóð, skriður og snjór
í suðurhluta Evrópu
Margir björguðust á hlaupum
undan stórbrimi við
Miðjarðarhafsströndina
Ein f jölfarnasta landleiöin í Evrópu,
Brennerskaröiö, lokaöist af skriöu-
föllum og tugir fjallgöngugarpa sitja
fastir í svissnesku ölpunum vegna
hvassviöris í Miö- og Suður-Evrópu.
Orlofsgestir viö Miöjarðarhafs-
strönd Frakklands hafa flúið tjald- og
hjólhýsastæöin vegna mikils brims af
völdum sama veðurs.
Brennerskaröiö lokaöist þegar aur-
skriða féll yfir allar fjórar akreinar
vegarins og járnbrautarlínuna frá
Italíu til Innsbruck. Um Brennerskarð
fara daglega tugir flutningabíla aö
jafnaði.
Tvö dauösföll urðu í Austurríki og
víöa hlaust af mikiö tjón vegna hvass-
viörisins. Áin Inn flæddi yfir bakka
sína og varð lögreglan aö loka hverfum
í miðborg Innsbruck vegna flóösins. I
Salzburg, þar sem krökkt er af að-
komufólki þessa dagana vegna sumar-
tónleikanna þykir hætta á að áin
Salazach flæöi einnig yfir bakka sína.
Sami stormurinn hefur geisað yfir
Noröur-Italíu og-valdiö tjóni á húsum
auk truflana í vegasamgöngum.
I Zermatt í Sviss hafa björgunar-
sveitir haft ærinn starfa viö að bjarga
fjallgöngufólki en þar hafa úrhellis-
rigningar og jafnvel snjókoma (sem er
óvenjulegt á þessum tíma árs) fylgt
KJARNORKUVOPNALAUST
SVÆÐI í SUÐUR-KYRRAHAFI
Astralía, Nýja-Sjáland og ellefu
önnur sjálfstæð ríki í Suður-Kyrrahafi
lýstu í gær yfir kjarnorkuvopnalausu
svæði á Suður-Kyrrahafi. Á fundi er1
viðkomandi ríki héldu í Rarotonga,1
höfuöstaö Cook eyja, var skrifaö undir
samning þar sem þátttökuríkin skuld-
bundu sig til aö banna aila meðhöndlun
og geymslu slíkra vopna á svæðinu auk
þess sem öll notkun þeirra var bönnuö.
Þátttökuríki lögðu einnig mikla
áherslu á aö berjast gegn því aö kasta
geislavirkum úrgangsefnum í haf-
svæði Suður-Kyrrahafs en nokkur
brögö hafa verið að slíku á liðnum
árum. Forsætisráöherra Nýja-
Sjálands, David Lange, var í forsæti á
ráðstefnunni og opinberaði niöur-
stöður og samþykktir aö ráöstefnu lok-
inni.
Arangursríkri ferð
skutlunnar lokið
Bandaríska geimskutlan Challenger
lenti í gær á Edwards flugstööinni í
Kaliforníu eftir átta daga sögulega
ferð í geimnum. „Þessi ferð geimskutl-
unnar er án efa mikilvægasta ferð í
þágu geimrannsókna er nokkru sinni
hefur verið farin,” sagöi háttsettur
fulltrúi bandarísku geimferða-
stofnunarinnar aö aflokinni feröinni.
Ferðin byrjaði ekki vel því við flug-
tak frá Caraveralhöfða stöövaöist
annar aðalhreyfill geimskutlunnar auk
fleiri bilana í tækjabúnaöi. Að sögn Dr.
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
og Hannes Heimisson
Burton Edelson, er yfirumsjón hafði
meö vísindarannsóknum geimskutl-
unnar í þetta sinn, tókust yfir 80
prósent þeirra rannsókna er voru á
verkefnaskrá áhafnarinnar á eins full-
kominn hátt og mögulegt var.
Tæknimenn eru þegar farnir aö
undirbúa næsta flug geimskutlunnar
er áætiað er innan þriggja vikna. Búist
er við hugsanlegum töfum á þeirri ferð
vegna bilana þeirra er komu fram í
síöasta flugtaki og vísindamenn
keppast nú við að rannsaka.
Mikilvægasta ferðin til þessa,
segja vísindamenn um nýaf-
staðna ferð Challenger.
hvassviðrinu. Einn hópurinn, 13 Spán-
verjar, 4 Austurríkismenn, 2 Bretar og
1 V-Þjóðverji, hírist í litlu sæluhúsi rétt
neðan við 4.777 metra háan tind
Matterhoms.
Tíu voru hætt komnir og 19 ára
stúlka drukknaði í einni orlofsparadís
Frakka við Miðjarðarhafið þar sem
brimöldurnar komust yfir tvo metra á
hæð. Margir urðu að skilja eftir bíla
sína, tjöld og hjólhýsi og áttu fótum
fjöraðlauna.
Um leið hafa skógareldar kviknað að
nýju í Suður-Frakklandi og á Korsíku
og ræðst ekkert við eldana í rokinu.
Sex slökkviliðsmenn hafa farist í
viðureignum við skógarelda siöustu
viku.
Veðrin, sem stundum ganga yfir
Suður-Frakkland með flóðum og
öðru, geta gert mikinn usla eins og
þessi mynd ber með sór.
Gamlir
nasistará
varöbergi
Nú er taliö fullsannað að bein þau er
fundust við uppgröft í Brasiliu fyrr í
sumar og talin voru líkamsleifar
stríösglæpamannsins Jósef Mengele
voru það í raun og veru.
Rúmum 40 árum eftir aö stríðinu
lauk í Evrópu virðast suður-amerísk
yfirvöld enn lita með tortryggni á hluta
þeirra þúsunda þýsku innflytjenda er
flúðu Þýskaland í striðslok. Nú er uppi
allsherjaráætlun yfirvalda í Argen-
tínu, Chile, Paraguay, Bólivíu og
Urugay um að komast í eitt skipti fyrir
öll að raunverulegum uppruna þeirra
Þjóðverja er settust að í löndum þeirra
eftir stríðslok. Búist er við að rann-
sóknin verði gerð i samvinnu við vest-
ur-þýsk yfirvöld og standi í nokkur ár.
Útsending-
arBBC
stöðvaðar
ídag
BBC-útvarpið breska þaggaði niður í
öllum fréttasendingum sínum, sem
beinast út fyrir landsteinana, og er þaö
í fyrsta skipti á 53 ára löngum ferli sem
þetta gerist. Fréttamenn BBC seg ja að
það sé gert í mótmælaskyni við ritskoð-
unartilburði bresku ríkisstjórnarinn-
ar.
Þarna er um að ræða fréttaútsend-
ingar á 37 tungumálum, sem stöðvast í
heilan sólarhring. Er það liður í mót-
mælavinnustöövun vegna bannsins við
því að BBC-sjónvarpið sýndi kvik-
mynd með viðtali við einn helsta for-
ingja Irska lýðveldishersins.
Þessar fréttaútsendingar BBC eru
taldar ná til um 100 milljóna hlustenda
viðs vegar um heim. — En í dag verður
einungis send út tónlist.
1 mótmælunum er stjóm BBC gagn-
rýnd fyrir þýlyndi við ríkisstjórnina
sem hafði mælst til þess að hætt yrði
við að sýna viðtalið við Martin
McGuinness. Fréttamennimir segja
að það álit, sem BBC hafi notið fyrir
hlutleysi í fréttaflutningi, hafi mjög
spillstaf þessu.