Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Síða 10
10
DV. FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER1985.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Franska stjórnin er ráöin í aö
halda áfram kjarnavopnatilraunun-
um í Suöur-Kyrrahafi þrátt fyrir
vaxandi andstööu yfirvalda á ná-
grannaeyjum, leyniþjónustuhneyksl-
ið og svo hitt, aö kóraleyjarnar (til-
raunasvæöiö) hafa molnað jafnt og
þétt niöur eftir nær 20 ára sprenging-
ar.
Hún ætlar ekki aö láta deiluna sem
sprottiö hefur upp út af meintri hlut-
deild frönsku leyniþjónustunnar í
skemmdarverkinu á einu skipi
Grænfriöunga, sem ætlaði í mót-
mælaleiöangurinn til Mururoaeyj-
anna, slá sig út af laginu. Veröur ekki
hróflaö viö áætlunum um nýjar til-
raunir alveg á næstunni.
Eyjarnar molna
niður og síga í sæ
Franskir fjölmiölar greina frá
því aö skerjaklasinn sé aö molna
niöur og síga í sæ undan rúmlega
hundrað sprengingum. Vitna þeir í
heimildir í varnarmálaráðuneytinu
um aö því komi til greina aö flytja til-
raunirnar á næstu eyjár. Vísinda-
menn vara hins vegar viö afleiðing-
um þess — þegar lengra líöi frá — aö
forseti á sínum tíma að hafist. skyldi
handa um kjamorkusprengjutilraunir
(í andrúmslofti jarðar ) áriö 19H6. Þetta
er 63 km lengja kóralrifja sem liggur
lágt og er breiöust 22 km (utan um lón-
iö). Sumpart eru eyjamar skógi klædd-
ar og sumpart ekkert annaö en kóral-
hraun. Raunar eru þær leifar af gíg-
brún eldfjalls sem sokkiö er í sæ og
hefur ekki gosið í sex milljón ár.
Meöalhæð yfir sjávarmáli er 2,5
metrar svo aö eyjarnar færast á kaf í
stórstraumsflóði og hvassviðri.
Samkvæmt lýsingum franskra blaða-
manna, sem heimsótt hafa eyjamar,
hafa kjamorkusprengingamar fariö svo
meö berglagiö (basalt) aö það er marg-
sprungið og holótt eins og svissneskur
gataostur. Hættan á leka geislavirks
úrgangs í sjóinn hefur því aukist.
Frönsk blöö bera sérfræöinga fyrir
því aö eyjaklasinn hafi sigiö sum-
staðar 1,5 m í sjó síðan almennings-
álitið knúöi Frakka til aö hætta
kjarnorkuspreningum ofanjaröar.
Þeir byrjuðu 1975 aö sprengja neðan-
jaröar. — Vitaö er um eina sprungu
neðan sjávarmáls, sem er 800 metra
löng og 30—60 sentimetra breið.
• Loftfoelgur svífur yfir Mururoaeyjum með kjamorkusprengju hangandi neflan í sér. Myndin var tek'm meðan
Frakkar gerflu tilraunir s'mar enn ofanjarðar.
Frakkar þumbast áfram við til-
raunimar á Mururoaeyjum
geislaefnin leki í Kyrrahafiö frá til-
raunum þar sem undirstaöan sé
svona léleg.
Meðal kjamavopna, sem reyna skal
þetta árið, em TN71 kjamaoddamir
fyrir nýjar tegundir eldflauga sem kaf-
bátar veröa búnir meö og fyrir meðal-
dræg flugskeyti flugvéla (fyrir skot-
mörk á landi) og önnur vopn sem tekin
veröa í þjónustu hersins 1992 ef áætlanir
standast. Heyrist einnig haldiö fram aö
franskir visindamenn séu aö gera loka-
tilraunir með nifteindasprengju. (Þessa
hágeislaeitruðu sem ætluö er til aö
granda fólki en á aö skilja mannvirki
eftirlítiösnortin.)
Þaö er sem sé til þessara tilrauna-
slóöa sem mótmælafloti grænfriöunga
siglir þrátt fyrir hótanir Mitterrands
Frakklandsforseta um að mótmælendur
veröi fjarlægöir meö valdi ef þeir viröi
ekki bann viö umferö nærri hættusvæð-
Gígbarmur
gamais eldfjalls
Mururoaeyjaklasinn er í frönsku
Polynesíu. Þar fyrirskipaði De Gaulle
Deilur um
mengunarhættuna
Varnarmálaráðuneytiö franska
hefur jafnan boriö þessar fréttir af
breytingum eyjanna til baka en 1981 lét
þaö flytja tilraunimar af rifinu og niður
í gryfju sem er þúsund metrum neðar
en botn lónsins. Hækkaöi þaö þó til-
raunakostnaöinn um 30%. — I október í
fvrra lét franskur embættismaöur eftir
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
og Þórir Guðmundsson
sér hafa aö innan þriggjn ára yröu ekki
geröar öðruvísi tilraunir en undir lóninu.
Deilurnar um mengunarhættuna
blossuöu upp 1981 þegar leiötogum
starfsmannasamtaka borgaralegs
starfsliðs á Mururoaeyjum leist
ekki oröiö á blikuna vegna stórauk-
innar geislavirkni. Leiddi þaö til
rannsóknar virts vísindamanns sem
nú er formaður stórslysavarnar-
nefndar Frakklands en hann komst
aö þeirri niðurstööu aö ekki væri í
bráö stórhætta vegna geislameng-
unar. Lagöi hann samt til aö kerfis-
bundiö eftirlit yröi haft meö meng-
uninni með tilliti til áhrifa þegar frá
liöi.
Geislun minni
en í París
Hópur vísindamanna frá Ástralíu,
Nýja-Sjálandi og Nýju Guineu, sem
heimsótti eyjarnar í fyrra, komst
aö svipaðri niöurstööu um geisla-
mengunarhættuna en varaði viö því
aö frekari spjöll á landgrunninu
mundu gera alvarlegt strik í þróun-
Franskir embættismenn á
Mururoaeyjum fullyröa þó aö
geislamengun á eyjunum sé ekki
nema þriöjungur þess sem finna
megi í andrúmsloftinu í París. Ekki
hafa um 3000 franskir dátar, tækni-
menn og pólynesískir verkamenn á
eyjunum látið sannfærast af því.
Þeir neita að drekka vatniö úr
afseltunarverksmiðju staöarins.
Herinn veröur að flytja til daglegr-
ar neyslu um 6 þúsund lítra af
lindarvatni til eyjanna flugleiöis.
Slysahætta
Þaö er ekki vitaö um mörg slys á
Mururoaeyjum. Þaö eru aðeins tvö
sem opinberlega hafa veriö staö-
fest. Bæöi í júlí 1979. I fyrra óhapp-
inu fórust tveir menn í kósangas-
sprengingu í neöanjaröartilrauna-
stofu. Þrem vikum síöar festist
sprengja á miöri leið niöur í 800
metra djúpa sprengigryfju og
sprakk vegna flóðöldu. Tveir
meiddust.
Meiri hætta stafar af hvirfilvind-
um og „tsunami”, risaflóööldum,
sem neöansjávarjaröskjálftar ýfa
upp á Kyrrahafinu. Fyrir fjórum
árum plægöu stormar upp malbiks-
lag sem þakti geislamengaöan úr-
gang frá sprengitilraunum 1975.
Rusliö barst í lónið. Síðan hafa
dátar útlendingaherdeildarinnar
frönsku reist fjögurra metra háan
steinsteyptan flóðgarö, tólf kíló-
metra langan, umhverfis lónið.
Einn af frönsku generálunum,
sem yfir þessar tilraunir eru settir,
sagöi í fyrrasumar aö eftir um þaö
bil 20 ár mundu Mururoaeyjar
óhæfar til frekari tilrauna og þegar
væri hafin leit aö öðrum tilrauns-
svæöum. Engar tilgreindi hann
ástæöurnar en franskt tímarit haföi
eftir öörum sérfræöingi á dögunum
aö kóraleyjarnar þyldu ekki öllu
meira af 100 kílótonna kjarna-
sprengjum (sem samsvarar 100
þúsund smálesta TNT-sprengingu).
I Ástralíu og á Nýja-Sjálandi hafa
menn horn í síöu Frakka fyrir til-
raunirnar. Sérstaklega vakti 150
kílótonna sprengjan í maí síöasta
mikla gremju þar um slóöir. En Frakk-
arþumbastvið.
Bflnúmer merkt til að
torvelda njósnir
""" ■ '"é' ''***“ ::: . ^
■ ' *íí. ' <
• Diplómatar hafa önnur
skrásetningarspjöid é bilum
sinum en almúginn en þafl er til
þess afl auðvelda eftirlit mefl
þeim sem grunaðir eru um
njósnir.
Óskar Magnússon, DV, Washington:
Númeraspjöld í íslenskum fánalit-
um á diplómatabílum hér í
Washington þjóna tvíþættum til-
gangi. Eins og títt er þá þjóna þau
fyrst og fremst hinum heföbundna
skrásetningartilgangi en hér er til
siös aö erlendir sendimenn hafi sér-
stakar númeraplötur á bílum sínum.
Þær eru frábrugönar númeraspjöld-
um almúgans. Dulinn tilgangur
þeirra stafa og tákna sem birtast á
númeraplötunum er að auövelda
eftirlit með njósnurum eða þeim sem
grunaðir eru um slíkt athæfi.
Tveir stafir auðkenna frá hvaða
sendiráði bifreiðin er. Síöan er dreift
litlum spjöldum, sem rúmast í seðla-
veskjum, og á þeim lista yfir þau
sendiráö sem helst eru grunuö um að
stunda njósnir hér í Washington.
Starfsmenn alrikislögreglunnar hafa
ávallt slíka lista í fórum sínum og
geta því flett upp á staðnum hvort
bifreiöin fyrir augum þeirra er úr
einhverju slíku sendiráöi. — Alls
munu vera átján lönd á þessum lista.
Hæst á listanum ber auövitað
Sovétríkin og önnur austantjaldsríki.
Auk þeirra eru á listanum Kúba,
Nicaragua, Kína, Víetnam og
Norður-Kórea. Þá eru einnig á
listanum sendiráö fjögurra landa
annarra, en þau eru grunuö um
stuðning viö hryöjuverkaöfl: Iran,
Irak, Líbýa og Sýrland. Stafir Suöur-
Afríku eru einnig á lista þessara litlu
veskisspjalda en kunnugir segja aö
þaö sé fyrst og fremst svar viö því
hve vandlega mun fylgst með banda-
rískum diplómötum í S-Afríku.
Þúsund sovéskir
diplómatar
Vinaþjóðir eins og Bretland,
Frakkland og Kanada eru vitaskuld
ekkiáþessumlista.
Númeraspjöldin fyrir diplómata
eru fengin í utanríkisráöuneytinu en
ekki í bifreiöaeftirlitinu eins og önn-
ur skrásetningarnúmer. I utanríkis-
ráöuneytinu var ekki miklar upplýs-
ingar að fá þegar leitað var svara
viö því hvaö til þyrfti aö koma til aö
lenda á þessum sérstaka lista.
Reagan forseti hefur sagt aö þetta
sé einungis lítil aðgerö af mörgum
til þess aö draga ögn úr þeirri ógn
sem Bandaríkjunum stafar af óvin-
veittum leyniþjónustum.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem blaðamaöur DV hefur aflaö sér,
munu starfsmenn Sovétríkjanna í
Bandaríkjunum vera um þúsund
talsins. Taliö er aö um 30—40%
þeirra stundi njósnir í þágu Sovét-
ríkjanna. Allir hafa þessir menn rétt-
indi stjórnarerindreka, diplómata.
Um 300 þessara sovésku diplómata
hafa aösetur hér í Washington. Ef
fjölskyldur þeirra eru meðtaldar
reiknast sovéskir þegnar meö búsetu
hér í Washington vera um 750.
Samkvæmt þeirri kenningu að um
30—40% sovéskra diplómata stundi
njósnir sýnist ljóst aö ekki séu færri
en hundraö sovéskir njósnarar hér í
höfuöborginni.
40 kílómetra
radíus
Ýmsar hömlur eru settar á feröa-
frelsi sumra erlendra sendiráös-
manna í Washington. Þá er oft miöað
viö Hvíta húsiö og ferðafrelsið tak-
markað viö 40 km radíus út frá því.
Gallinn er bara sá að innan þessa
hrings eru viökvæmir staðir eins og
Pentagon og bækistöðvar leyniþjón-
ustunnar, CIA.
Raunar hafa Sovétmenn veriö
staönir aö verki á bílum sínum á
þjóövegi 123, sem liggur aö stöðvum
CIA. Þar hafa þeir setið í bílunum og
skráö niöur númer á bifreiöum
starfsmanna CIA þegar þeir komu til
starfa aö morgni dags.
Þaö var einnig rétt innan þessa
hrings sem alríkislögreglan kom
auga á Aleksey Tkachenko, varakon-
súl viö sovéska sendiráðið, í maí síö-
asta. Varakonsúllinn var þar á ferö í
þeim erindum að sækja skjalleg
gögn sem njósnarinn John Walker
haföi skiliö eftir í sakleysislegum
bréfpoka viö vegbrún.
Menn búast ekki við því aö nýtt
kerfi á númeraspjöldum leysi allan
vanda en þau eru talin hjálpa ótrú-
lega mikiö til þegar fylgjast þarf
meö grunuöum njósnurum.