Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Síða 12
12
DV. F í MMTUDAGUR 5. SEPTEMBER1985.
Sgpi Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöurog útgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
AOstoðarritstiórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND
JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14, SÍMI 686611.
Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
AfgreiOsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI
27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: ÁRVAKUR HF„
Áskriftarver.ð á mánuöi 400 kr.
Verö í lausasölu virka daga 40 kr.
Helgarblað45kr.________________________________________
Umfjöllun olli umbótum
Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráöherra hefur falið
bankaráðum ríkisbankanna að endurskoða bílafríðindi og
eftirlaun bankastjóra. Einnig hefur hann beðið ráðin um
að fá að vita um allar fyrirhugaðar breytingar á starfs-
kjörum bankastjóra og raunar annarra bankastarfs-
manna.
Mál þetta er gott dæmi um, að opinber umf jöllun getur
leitt til umbóta. Það er ekki lengra síðan en í apríl, að
mikill hvellur varð í dagblöðum og á Alþingi út af banka-
stjórakjörum, sem haldið hafði verið leyndum. Þótti
mörgum sem ýmislegt væri vafasamt í þeim kjörum.
Uppljóstrun þessi leiddi til, að Albert Guðmundsson aft-
urkallaði bílafríðindi ráðherra. Þau fríöindi fólust í niður-
fellingu aðflutningsgjalda. Bankastjórafríðindin voru
hins vegar þau, að þeir fengu jafnháa upphæð til aö
styrkja sig til kaupa á bílum.
Hin nýja reglugerð fól í sér afturhvarf til þess fyrir-
komulags, er gilti fyrir 1970, að ríkiö og bankarnir áttu
bílana og veittu ráðherrum og bankastjórum afnot af
þeim. Eftir á aö hyggja sýnist þetta vera eölilegri og ein-
faldari aðferð við fríðindi af þessu tagi.
Um þetta leyti fól viðskiptaráðherra Baldri Möller,
fyrrum ráðuneytisstjóra, að gera skýrslu um starfskjör
bankastjóra. Sú skýrsla var lögð fram í síðasta mánuöi og
hefur nú leitt til aðgerða ráðherrans. Sýnist mál þetta
hafa verið og vera í réttum farvegi.
Skýrsla Baldurs staðfestir fyrri uppljóstranir um, að
bankastjórar hafa ekki greitt nein iðgjöld til lífeyrissjóða,
en fá samt eftirlaun og þaö með ævintýralega skjótum
hætti. Þeir safna á 12—15 árum rétti til eftirlauna, sem
nema 90% af launum þeirra í starfi.
Bankaráð og bankastjórar hafa í þessu vafalaust haft í
huga eftirlaun ráðherra. Sá samanburður er hins vegar
ekki eðlilegur, því að ráðherrar eiga alltaf á hættu að
missa starf sitt og gera það óspart. Algengt er, að menn
séu ráðherrar í aðeins nokkur ár, til dæmis eitt kjörtíma-
bil.
Bankastjórar eiga hins vegar ekki á hættu, að pólitískir
vindar feyki þeim úr sessi. Þeir geta vænzt þess að fá aö
sitja starfsævina á enda. Þeir þurfa ekki að safna eftir-
launarétti eins hratt og ráðherrar. Enda verður þetta nú
væntanlega endurskoðað.
1 skýrslu Baldurs kemur fram, að laun bankastjóra
hafa löngum verið miðuð við hæstaréttardómara og fríð-
indi þeirra við ráðherra. Erfitt er að sjá, að þessi hefö eigi
sér stoð í óhlutdrægu mati á þessum störfum og mikil-
vægi þeirra í þjóðfélaginu.
Ráðherrar og hæstaréttardómarar fara með æðsta
framkvæmdavald og dómsvald í landinu, tvo þriðju hins
æðsta valds. Bankastjórarnir eru hins vegar forstjórar
fyrirtækja, sem hér á landi eru í eigu ríkisins, en væru
hrein einkafyrirtæki í nágrannaríkjum okkar.
Hitt er svo líka rétt, að bankastjórar sinna afar mikil-
vægu starfi í þjóðfélaginu. Nauðsynlegt er að fá til þess
hina hæfustu menn og launa þá svo vel, að þeir séu vel
stæðir og þurfi ekki að vera upp á viðskiptamenn komnir,
— þurfi til dæmis ekki að láta bjóða sér í laxveiði.
I máli þessu skiptir mestu, að stjórnvöld hafa brugðizt
rétt við hvellinum, sem varð í vor. Þau hafa látið brjóta
málið til mergjar og lagt grundvöll að auknu aðhaldi í ná-
inni framtíð. Betur væri, að þannig væri haldið á málum í
kjölfar annarra uppljóstrana. Jónas Kristjánsson.
Hvemig nýjar
stöðvar?
Augu margra beinast nú að þeim
breytingum sem væntanlega verða
í fjölmiðlun hérlendis á fyrri hluta
næsta árs þegar einkaréttur ríkis-
ins á útvarpi og sjónvarpi fellur
niður. Það verður að ýmsu leyti
gaman að fylgjast með þeim við-
burðum og þeim átökum sem þá
verða í fjölmiðlaheiminum. Að
vísu verður ekki alveg sársauka-
laust að fylgjast með því vegna
þess að margur góður drengur
mun eiga um sárt að binda um það
leyti sem þeim átökum lýkur og
málin komast í fastar skorður að
nýju. Það munu nefnilega ýmsir
komast að því að auðveldara er
að reka slík fyrirtæki á pappír, á
meðan ekki má reka þau öðruvísi,
heldur en láta þau bera sig í harðri
samkeppni meðal rúmlega 200
þúsund sálna.
Hvernig stöðvar?
Útvarpsréttamefnd, eða hvað
Kjallari
á fimmtudegi
MAGNÚS
BJARNFREÐSSON
„Um útvarpssendingar gilda að ýmsu leyti sömu spurningar. Þar er
byrjunarkostnaðurinn að visu mun minni vegna þess aö komast má
af meðmiklu minni tækjakost . . ."
munum, yrði álitinn nægilegur
hagnaður.
Heldur þykir mér ólíklegt að
hérlendis verði lagt í að koma á fót
sjónvarpsstöðvum upp á þessi býti
en hugsanlegt er að einhver reyni
slíka útvarpsstöð.
Og hvernig ríkisútvarp?
Það er svo önnur spuming sem
ósvarað er hvemig Ríkisútvarpið
verður þegar það fær samkeppni.
Ég hefi margoft sagt hér í greinum
að ég teldi samkeppni það besta
sem fyrir þá ágætu stofnun gæti
komið og ég verð æ sannfærðari
um það. Á því er enginn vafi að
dagskrá þess mun breytast vem-
lega á næstu mánuðum og um það
munu leika frískari vindar en
menn hafa lengi átt að venjast.
Að vísu kemur þar fleira til en
afnám einkaréttarins, en það ýtir
undir menn og neyðir þá til átaka.
Því má ekki gleyma að innan
Ríkisútvarpsins starfar fjöldi fólks
með mikla reynslu í störfum og
enda þótt mörgum hafi þótt fara
lítið fyrir frumlegheitum þar á bæ
um nokkra hríð þá er þar engu að
síður fólk sem kann vel til verka
og er reiðubúið til átaka ef það fær
aðbeitasér.
Rás 2 í útvarpi hefur tekist ákaf-
lega vel og fer enn batnandi eftir
því sem starfsfólki er leyft að
spreyta sig og afnumdar hafa verið
fáránlegar reglur um að þar megi
aðeins spila dægurtónlist. Gamla
„gufuradíóið”, rás eitt, mun
ábyggilega einnig breytast veru-
lega og það sem mest er um vert
fyrir Ríkisútvarpið: Vegna
reynslu sinnar á starfsfólkið auð-
velt með að svara þeim leikjum
sem keppinautarnir koma til með
að leika.
Hver verður þá þróunin?
Því getur auðvitað enginn svar-
að svo óyggjandi sé. En mig
grunar fastlega að eftir tiltölulega
skamma hríð verði starfrækt ein
sjónvarpsstöð í samkeppni við
^ „En kannski verður markverðasta
breytingin sú að við eignumst
fyrsta flokks ríkisútvarp vegna sam-
keppninnar.”
hún á nú að heita nefndin sem
úthluta á leyfum til útvarpsrekstr-
ar, tekur væntanlega til starfa um
áramótin þegar nýju útvarpslögin
taka gildi. Enn er ekki ljóst hvaða
reglur hún fær í veganesti frá
ráðherra, hvaða almennar kröfur
verða gerðar ti) nýrra stöðva.
Verður til dæmis gerð krafa um
ákveðið hlutfall innlends efnis í
sjónvarpi? Verður gerð krafa um
að efni verði þýtt? Verður gerð
einhver lágmarkskrafa um tækni-
leg gæði útsendingar eða verður
látið nægja að einhver mynd sjáist
á skjá? Verður gerð krafa um
ákveðið hlutfall menningar- og/
eða fræðsluefnis í útsendingu og
hver á að meta menninguna og
fræðsluna?
' Slíkar kröfur geta skipt sköpum
um það hverjir telja sig hafa bol-
magn til þess að hefja útsendingar.
Og hvernig verða útsendingarn-
ar? Verða þær byggðar á auglýs-
ingum og aðgengilegar öllum
áhorfendum, eða verða þær seldar
í áskrift? Augljóst er að auglýs-
ingamarkaðurinn ber ekki margar
stöðvar til viðbótar Ríkisútvarp-
inu því enda þótt mörgum finnist
vafalaust forvitnilegt að prófa
auglýsingamátt hinna nýju stöðva
og vilji gjama styðja við bakið á
þeim þá eyðir enginn auglýsandi
fé sínu til langframa í kærleiks-
verk ein og sér.
Talsvert hefur verið rætt um
áskriftarsjónvarp, annaðhvort um
kapla eða senda, þar sem sending
er bjöguð svo sérstök tæki þarf við
sjónvarpstæki á heimilum svo
unnt sé að taka við sendingu. Vera
kann að þetta sé mögulegt en
reynsla frænda okkar í Danmörku
af Kanal 2 er ekki hvetjandi.
Sú stöð fór á hvínandi hausinn
vegna þess að það reyndist of
auðvelt að fá slík tæki án þess að
borga fyrir þau leigu til sjónvarps-
stöðvarinnar og svipað verður
uppi á teningnum hér nema þeim
mun dýrari og vandaðri tæki verði
notuð, og hver tekur áhættuna af
slíkum tækjum?
Um útvarpssendingar gilda að
ýmsu leyti sömu spumingar. Þar
er byrjunarkostnaðurinn að vísu
mun minni vegna þess að komast
má af með miklu minni tækjakost,
en margar verða nú greiðslumar
sem slíkar stöðvar verða að inna
af hendi, bæði til eigenda höfund-
ar- og flutningsréttar.
Að vísu hefi ég ekki reiknað hér
með stöðvum sem reknar væm án
ágóðasjónarmiða, eða öllu heldur
án þess að vera ætlað að standa
undir sér. Slíkum stöðvum væri
þá ætlað að koma einhverjum
ákveðnum boðskap á framfæri og
afrakstur slíks „trúboðs”, hvort
sem það væri trúarlegs eðlis, pólit-
ískt eða þjónaði ákveðnum hags-
Ríkisútvarpið. Að vísu kann þar
að verða um að ræða einhverja
keðju sjónvarpsstöðva, ein verði
t.d. á höfuðborgarsvæðinu og síð-
an smærri staðbundnar stöðvar
úti um land, og þær myndi síðan
með sér samband og noti sameig-
inlegt dreifikerfi.
Ekki er gott að segja hverjir
verða eigendur slíkra stöðva.
Hugsanlegt er að einhverjir sam-
einist um þær úr þeim hópi sem
reynir fyrst fyrir sér á markaðn-
um, einnig er hugsanlegt að flestir
þeirra gefist hreinlega upp og
aðeins einn verði eftir.
Um útvarpið er miklu erfiðara
að spá vegna þess hve miklu
kostnaðarminni útvarpsstöð er.
Þar geta fleiri lifað af og þar verða
vafalítið alltaf að koma fram ein-
hverjir aðilar sem vilja þreifa fyrir
sér.
En kannski verður markverð-
asta breytingin sú að við eignumst
fyrsta flokks ríkisútvarp vegna
samkeppninnar. Þá verða nú
sumir langleitir í framan sem mest
andskotuðust við því að löngu
sjálfsagðar breytingar í frjáls-
ræðisátt kæmust á.
Magnús Bjarnfreðsson.