Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Síða 15
DV. FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER1985. 15 c Hugleiðsla — Sjálfsþekking ) Bandaríski jógakennarinn Ac. Mahaprajin- ananda heldur fyrirlestra i Aðalstræti 16. Fimmtudag 5. september: Efnið: + Heildrænn lifsstill. Áhrif jógaæfinga (asanasl, heilsufæðis og hugleiðslu á daglegt líf. Föstudaginn 6. september: Efnið: + Líkamanum stjórnað með einbeitingu hugans. Forn jógavisindi fá nýtt hlutverk. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 20.30. Aðgangur ókeypis. Námskeið í hugleiðslu, jógaheimspeki og tengslum innsæisvísinda viö þjóðfélagsheimspeki veröur haldiö nk. laugar- dag og sunnudag frá kl. 14.00 til 18.00 báða dagana. Leiðbein- andi Ac. Mahaprajinananda. Námskeiösgjald er kr. 150. Innritun og upplýsingar i síma 23588. Innritun I 4 kvölda hugleiðslunámskeið Hugræktarskólans er hafin. Innritun í sima 46821. Hugræktarskólinn, Aðalstræti 16. segir Jönas Jónasson, einn af stofnféiögum Hana-nú „Eg man bara ekki hvaö ég er gamall,” sagði Jónas Jónasson en hann er einn af stofnendum Frístundahópsins Hana-nú. Hann sagöist svo muna þaö skömmu seinna og í ljós kom aö hann er aöeins 78 ára gamall en vildi taka það fram að hann væri ungur enn. Jónas er í bókmenntaklúbbnum auk þess sem hann sagöist fara í náttúruskoðunarferöimar. Bók- menntaklúbburinn hittist reglulega og oft er fenginn einhver gestur á fundina sem eru annaðhvort í kjallara bókasafnsins eða í Félags- málastofnuninni. Jónas sagöi að 8— 10 hefðu mætt á fundina í fyrra og kannski yrðu þeir fleiri í vetur. Hvers vegna ertu í bókmennta- klúbbnum? „Nú, ég les mikið og ég tel nauðsynlegt að spjalla um þaö sem ég les, það gefur manni oft meiri innsýn í bækurnar og efnið sem maður er að lesa. Mér líkar mjög vel við þessa starfsemi, tel hana nauðsynlega.” Hvað gerirðu annað í tómstundum þínum? „Eg er nú hættur að rjá, ég er ekki fyrir neinum á vinnumark- aðnum lengur en í fyrra fór ég líka á námskeið í bókbandi,” sagði hann. Jónas vildi koma því á framfæri að það væri alltaf mikið líf og fjör hjá Hana-nú félögum og að í hópnum ættu bara heima andlega ungir menn. -SJ. • Jónas Jónasson en hann er virkur félagi í bókmenntaklúbb Hana-nú og fer líka í náttúruskoðunarferðirnar. DV-mynd PK. Hana-nú fólagar bíða eftir að komast í rúturnar sem áttu að flytja þá til Hafna. DV-mynd PK. Frístundahópinn Hana-nú — lausbeislaður félagsskapur fyrír eldri bæ jarbúa í Kópavogi Frístundahópurinn Hana-nú í Kópavogi er nokkuð sérstakur hópur því þar gilda þau aldurstakmörk að þátttakendur verða að vera orðnir fimmtugir. Hópurinn var stofnaður árið 1983 og nú munu vera nálægt 350 manns skráðir félagar. Markmið starfsemi Hana-nú felst í orðunum virkni, fræðsla, samvera og skemmtan, eftir því sem segir í skýrslu Ásdísar Skúladóttur félags- fræðings sem er starfsmaður hópsins. Hópurinn var stofnaður fyrir tilstuðlan Tómstundaráðs Kópavogs og eru starfsmanninum greidd laun frá bæjarfélaginu. Grunnhugsunin var að reyna að gefa fólki yfir fimmtugt kost á að taka þátt í einhvers konar tóm- stundastarfi til að stuðla að auðveld- ari aölögun að hækkandi aldri. I upphafi stóð til að hópurinn stundaði náttúruskoðun og göngu- ferðir en vegna mikils áhuga á starf- inu var fljótlega farið inn á fleiri svið 1 tómstundastarfseminni. Sl. vetur voru starfandi átta hópar á vegum Hana-nú og í sumar var stofnaður gönguklúbbur. Sem dæmi um hópana innan Hana-nú má nefna leikhúsferðahóp, bókmenntahóp, hljómplötuklúbb, náttúruskoðunar- klúbb og hljómsveit Hana-nú. Marg- vísleg starfsemi fer fram í tengslum við frístundahópinn, t.d. eru haldnir nýársfagnaðir og fullveldisfagnaðir. Hinir ýmsu klúbbar fá oft fræðimenn til að koma og kynna félögunum eitthvað tiltekið efni. I náttúru- skoðunarferðum hafa t.d. Gylfi Þ. Einarsson jarðfræðingur og Ámi Waag kennari slegist í hópinn. Engar kvaðir eru á félagsmönnum í Hana-nú og mun þetta vera mjög lausbeislaður félagsskapur, engin stjórn er í hópnum en félagar þurfa að greiða kostnað af því sem gert er. Einu sinni í mánuði gerir Frístundahópurinn Hana-nú eitthvað í sameiningu og er þá oft farið í ferðalög til nærliggjandi bæjar- félaga. Fyrir tæplega hálfum mánuði var einmitt ferð í Hafnir og var mjög góð þátttaka eða um 120— 30 manns. Til gamans má geta þess að íbúar í Hafnahreppi munu vera álíka margir en ferðalöngunum var öllum boðið í kaffi. Hana-nú þakkaði fyrir sig með því að bjóða öllum íbúum Hafnahrepps 50 ára og eldri til nýársfagnaðar. Við spjölluðum við nokkra félaga úr Hana-nú áður en lagt var upp í ferðina til Hafna. Fólk mætti stund- víslega en Jón Sigurðsson harmón- íkuleikari sá um að rífa upp stemmn- inguna áður en hópurinn fór af stað og notuðu sumir tækifærið og tóku nokkur létt spor á mölinni. °1 r»Tel þessa starfsemi nauðs ynlega” • Jöni SigurOssyni harmomkuloikara var afhont rós sem þakklœtisvottur fyrir að spia fyrir félaga I Hana- nú áflur en lagt var af stafl til Hafna. Ásdis Skúladóttir, starfsmaflur hópsins, afhenti honum rósina en Jói fylgdist mefl. DV-mynd PK. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL 1,1 —....—.—- 50 ára aldurstakmark í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.