Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Síða 21
20 DV. FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER1985. DV. FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER1985. •« 21 Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir íþróttir — er hann lék æf ingaleik með Giinsburg gegn franska landsliðinu Giinsburg, hið nýja íélag Atla Hilmarssonar í v-þýsku Bundes- ligunni í handboltanum, lék í gær- kvöldi æfingaleik við franska lands- liðið. Jafnt varð 21—21 og skoraði Atii sex af mörkum Giinsburg. „Mér list mjög vei á allar aðstæður og liðsandinn er mjög góður. Liðið er ungt og mjög efnilegt, ég er reyndar næstelsti leikmaður liðsins,” sagði Atli í stuttu spjalli við DV í gær. Þess má geta að Atli er ekki nema 25 ára. -fros. Stórtap hjá Sigurði G. — skoraði mark sem vardæmtaf Frá Atla Hilmarssyni, fréttaritara DV iV-Þýskalandi: Sigurður Grétarsson og félagar hjá svissneska 1. deUdar félaginu Luzern máttu þola stórt tap gegn Aarau, 5—1 á útivelli. Siguröur skoraði mark sem dæmt var af. Staðan var 1—0 fyrir Aarau í hálfleik en Luzern náði að jafna. Þá var líka allur vindur úr Luzern sem féU niður í fimmta sæti við tapið. -fros. Jafnt hjá Hercules Hercules, lið Péturs Péturssonar í spænsku knattspyrnunni, náðí i sitt fyrsta stig á þessu keppnistímabili er iiðið gerði 2—2 jafntefli við Atletico Madrid. -fros. Jafnt á KR-velli — þegarKRog Valur áttustvið í 1. deild kvenna Einn ieikur var háður í 1. deild kvennaknattspyrnunnar i gærkvöldi. KR og Valur gerðu jafntefli, 1—1, á KR-vellinum við Frostaskjól. Þaö var markadrottning þeirra Vaisstúlkna, Kristín Amþórsdóttir, sem opnaöi leikinn með marki á 17. minútu. Eftir markið tóku KR-stelpurnar við sér og voru betri aðilinn. Þær náðu að jafna meö marki úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu seinni hálfleiksins og var Arna Steinssen þar að verki. Það sem eftir lifði leiksins var boltinn mun meira á vailarhelmingi vesturbæjar- liðsins en Valsstelpunum tókst ekki að bæta við mörkum. KR hefur nú lokið leikjum sinum í deildinni en þær eru nú í fjóröa sæti, Valsmenn í því þriðja en bæði liðin hafahlotið20stig. -fros. fþróttir Kænska Stuttgart réð úrslitum — Ásgeir skoraði og var besti maður vallarins þegar Stuttgart vann útisigur á Hannover, 1-3 Frá Atla Hilmarssyni, fréttaritara DV í Þýskalandi: Ásgeir Sigurvinsson skoraöi eitt mark og átti sendingu sem gaf annað er Stuttgart vann góðan sigur á Hannover á útivelli, 1—3. Leikur lið- anna var allan tímann jafn en svo virð- ist sem reynsla og kænska Stuttgart leikmannanna hafi ráöiö úrslitum í leiknum, eins og sagði í v-þýska sjón- varpinu. Ásgeiri var mjög hælt og hann talinn besti maður vallarins. Það var Karl Allgöver sem kom Stuttgart í 1—0 og við það sat í hléi. Heimamenn jöfnuöu, 1—1, meö marki Schaub en Peter Reichert náði foryst- unni fyrir Stuttgart á ný er hann skor- aði með skalla eftir aukaspyrnu Ás- geirs. Þriðja markið skoraði Ásgeir sjálfur úr vítaspyrnu á 81. mínútu og þar meö voru úrslitin ráðin. Næsti leik- ur Stuttgart er á laugardaginn, gegn Saarbrucken. Aðalleikur kvöldsins hjá Þjóðverjum var viðureign Köln og Bremen. Kölnar- liöið náði stórgóðri byrjun. Norbert Dickel skoraði eftir aöeins hálfa mín- útu og varnarmaðurinn Paul Steiner bætti ööru marki viö tveimur mínútum seinna. Aðalmaður Bremen liösins, Rudi Völler, en það er nú í toppsæti deildarinnar, náði að minnka muninn á 14. mínútu með fallegu marki. Köln svaraöi tveimur mínútum seinna, nú Karl-Heinz Geilsmade og útlitið heldur dökkt hjá Bremenliðinu. Tvö mörk með tveggja mínútna millibili snemma Allt brást Heimsmetstilraunirfrjálsíþróttagarpa á stórmótinu í Rieti á ítalfu mistókust allar. Hlaup Said Aouita endaði með ósköpum Tilraunir fjögurra frjálsíþrótta- stjarna til þess að setja heimsmet á stórmóti sem háð var í Rieti á ítalíu brugðust allar. Ekkert heimsmet var sett á mótinu en árangur var mjög góður i mörgum greinum. Heimsmetstilraun Marocco-búans Said Aouita vakti mesta athygli en hún endaði með ósköpum. Aouita var að reyna við heimsmet Bretans Steve Cram í tvö þúsund metra hlaupinu. Hann náði reyndar fyrsta sætinu í hlaupinu en þjáöur af kvölum vegna tognunar og óvíst er hvort hann muni taka þátt á lokamótinu í Róm á laugar- daginn en þaö var talið frekar ólíklegt í gærkvöldi. Said Aouita er heimsmet- hafi í 1500 og fimm þúsund metra hlaupi. Það voru fleiri sem máttu sætta sig við misheppnaðar heimsmetstilraunir. Svíinn Patrick Sjöberg reyndi við nokkurra klukkutíma gamalt met Igor Pailin sem er 2,41. Svíinn var nokkuð langt frá því að stökkva þá hæð en hann fór yfir 2,35 og vann hástökks- keppnina. Búlgarska stúlkan Stefana Kostadinova var öllu nær heimsmetinu í kvennaflokki sem er 2,07, eign Ludmilu Andonovu. Stefana stökk 2,04 og var mjög nálægt því að fara yfir 2,08 í annarri tilraun sinni. Rúmenska stúlkan Maricia Puica reyndi við metið í tvö þúsund metra Maupi. Hún hljóð á 5:30,39 sem er næst- besti árangur sem náöst hefur í þessari grein. -fros. í síðari hálfleiknum jöfnuðu leikinn. Fyrst austurríski landsliðsmaðurinn Bruno Pezzey og síðan besti maður vallarins Rudi Völler. Urslitin því 3—3. Hamburger SV vann auðveldan sig- ur á Borussia Mönchengladbach. Felix Magath, Heinz Grundel og Ditmar Jakobs komu Hamburger í 3—0 forystu í fyrri hálfleik en í þeim seinni skoruðu liðin hvort sitt markið. Peter Olux skoraöi f jórða mark HSV áður en Hans Gunter náði aö laga stöðuna fyrir leiks- lok. Nýliðarnir Niirnberg hafa farið mjög vel af staö og í gærkvöldi unnu þeir sinn þriðja sigur í röð. Nú gegn Bayer Leverkusen, 3—2, og var það sann- gjarn sigur. Þá vann Fortuna Diisseldorf sigur á Borussia Dortmund, 4—2. Efstu lið eru nú þessi: WerderBreman 5 3 2 0 15—6 8 Niirnberg 5 3 11 11—6 7 Bor. Mönchengladbach 6 Waldhof Mannheim Bochum Bayer Uerdingen 5 3 1 1 10- 7 5 2 2 1 8-6 6 5 3 0 2 10-10 6 5 3 0 2 7-9 6 I kjölfariö fylgja sex lið meö fimm stig. Þau eru Stuttgart, Bayern Miinchen, Köln, Hamburger, Ein- tracht Frankf urt og Kaiserslautern. -fros Einarog Sjöberg — einir Norðurlandabúa eftir íEvrópuúrvalinu Fimm frjálsíþróttastjörnur hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í Evrópuliðið í frjálsum íþróttum sem keppir í heimsbikarkeppninni í nóvember. Það eru hlaupararnir Steve Cram, Sebastian Coe og David Redmund, allir frá Bretlandi, Ralf Lubke, V-Þýskalandi og norska hlaupadrottningin Thorid Kristiansen. Hollendingurinn Rob Druppers mun keppa í stað Coe í 1500 metrunum og Jose Luiz Conzal- es mun taka sæti Steve Cram. Þá mun portúgalska hlaupadrottningin Aurora Gunha koma i stað Ingrid Kristianssen í tíu þúsund metra hlaupinu. Ingrid Kristiansen var ein af þremur Norð- urlandabúum sem valin var í Evrópuliðið. Nú eru því aðeins tveir keppendur eftir frá Norð- urlönduuum en það er Svíinn Patrick Sjöberg ásamt Einari Vilhjálmssyni sem keppir í spjótkasti. íþróttir Asgeir Sigurvinsson hefur góða ástæðu til að brosa þessa dagana. Hann hefur náð sór vel af meiðslum þeim er hrjáðu hann og á nú hvern stórleikinn á fætur öðr.um með Stuttgartliðinu. Þessi mynd var tekin fyrir þremur árum er hann skálaði i lituðu Gvendarbrunnavatni i tilefni af giftingu sinni. Mikið um fjör og spjöld í Beveren — þegar Anderlecht gerði jafntefli við Beveren í belgísku 1. deildinni. Arnór á varamannabekknum jafnaði fyrir Standard. Annars urðu úrslitþessi: Mechelen—Waterschei AA-Gent—S eraing Standard Liege—Lokeren RWD Moleenbeek—Lierse Kortrijk—Charleroi Frá Kristjáni Bernburg, fréttaritara DVíBelgíu: Arnór Guðjohnsen var allan tímann á varamannabekk Anderlecht sem lék í gærkvöldi á útivelli gegn Beveren. Leikurinn var mjög fjörugur og skemmtilegur. Petrocovic náði foryst- unni fyrir Anderlecht snemma í leikn- um en eftir það réð Beveren að mestu leyti ferðinni. Tókst þó ekki að jafna fyrr en um fimm mínútur voru til leiks- loka og var Marinelli þar að verki. Beveren sýndi mjög sannfærandi leik og var óheppið að sigra ekki. Sex gul spjöld sáust í leiknum og fékk miðju- leikmaður Anderlecht, Enzo Scifo, að sjá eitt þeirra en hann átti einn sinn versta leik með Anderlecht liðinu frá upphafi. Það var einnig mikið f jör í Liege þar sem Standard og Lokeren áttust viö. Standard klúðraði víti strax í upphafi leiksins en skömmu seinna náði Darden forystunni fyrir þá. Johan Neeskens jafnaði fyrir Lokeren og Mubuyu náði forystunni en Raeven r Iþróttireru einnig ábls. 18 ogl9 „AK óráðið hvort ( Suðni Bergs kemur til okkar” | — segir Graham Turnei „Þetta mál er á byrjunarstigi. Það er þannig til komiö að þeir hjá Henson, sem sjá fyrir búningunum okkar, bentu okkur á einn eða tvo nothæfa íslenska Ieikmenn og úr því hefur orðið að við ætlum að líta frekar á Guðna Bergsson,” sagði Graham Turner, framkvæmdastjóri Aston Villa, í samtali við DV í gær. Komið hefur fram í blöðum að Guðni Bergsson sé á r, stjóri Aston Villa í viðtali v leið út til Aston Villa til æfinga. „Máliö er algerlega í höndum Henson-manna en það gæti farið svo að við bjóðum Bergssyni út að æfa með okkur og þetta gæti gerst innan mánaöar. Sjálfur hef ég aldrei séð til leikmannsins, né nokkur þjálfari Aston Villa. Það gæti farið svo að ég fari til íslands til aö kíkja á hann eða aö hann komi til okkar. Engin ákvörðun hefur ið DV. „Ég kem kannski til 1 verið tekin um að hann komi og leiki. með okkur,” sagði Turner. Mál þetta kom fyrst upp snemma í sumar og hefur verið að smágerjast síðan. Greinilegt er þó að þarna er ekkert ákveðið. Guðni Bergsson hefur Ieikið sem miðvörður hjá Val og staðiö sig meö miklum sóma. Miðverðir Aston Villa eru Alan Evans og íslands að horfa á hann” Brendan Ormsby. Evans er eini leik- maður félagsins sem varð Evrópu- og Englandsmeistari í upphafi þessa ára- tugar. Hann þykir mjög góöur leikmaður og starfi sínu vaxinn.i Ormsby kom inn í liðið er Ken McNaught fór til WBA og hefur verið úr og í liðinu á víxl og sæti hans engan veginn öruggt. SigA. 2-2 0-0 2-2 0-1 0-1 Beveren—Anderlecht 1—1 Cercle Brugge—Club Brugge 0—1 Club Brugge er nú í efsta sæti deildarinnar en tveir leikir fara fram í kvöld. Þá á Beerehot möguleika á að endurheimta efsta sætiö en liðiö leikur gegn Liege. -fros. Leitaftur til 1905! — til að finna jafngóða byrjun hjá Manchester United, sem vann Newcastle, 3-0. Tottenham að komast á skrið Ekkert lát virðist nú vera á sigur- göngu Manchester United. Liðið vann í gærkvöldi sinn sjötta sigur af sex mögulegum í ensku 1. deildar keppn- inni er það sigraði Newcastle örugg- lega, 3—0, á heimavelli sínum, Old Trafford. Það þarf að leita allt aftur til ársins 1905 til að finna jafngóða byrjun hjá liðinu en þá vann þaö einnig sex fyrstu leiki sína í deildinni. Nóg með það. Leikurinn í gærkvöldi var aðeins fimm mínútna gamall þeg- ar írski landsliösmaðurinn Frank Stapleton skoraði fyrsta markiö fyrir Unitedliðið. Sex mínútum seinna skor- aði Stabbi sitt annaö mark meö kröft- ugum skalla eftir aukaspyrnu Gordon Strachan. Hann varð síðan að yfirgefa leikvöllinn tuttugu mínútum seinna en Mark Hughes sá um aö fullkomna þrennuna. Tottenham virðist nú loks vera að finna sitt eina sanna form eftir hroöa- lega byrjun. Liöiö lék sér að nágranna- liöinu Chelsea. Vann, 4—1, eftir aö hafa haft yfir í hléi, 3—0. Miöveröirnir Graham Roberts og Paul Miller skor- uöu fyrstu tvö mörkin fyrir Spurs og aðeins 22 mínútur liðnar. John Chiedozie bætti því þriðja við nokkrum mínútum seinna og leikurinn einungis formsatriði. Kerry Dixon skoraði eina mark Chelsea á 66. mínútu en Mark Falco svaraði fyrir Tottenham fimm mínút- um seinna. Glenn Hoddle varð aö yfir- gefa leikvöllinn vegna meiðsla í nára eftir að hafa lagt upp öll fjögur mörk Tottenham. Ekki er þó talið að meiösli hans séu alvarleg og hann ætti að vera tilbúinn í slaginn aftur á laugardaginn. Fimm leikmenn voru bókaðir í leikn- um og einn rekinn af leikvelli. Það var fyrirliði Chelsea, Colin Pates, sem þurfti að bíta í þaö súra epli. Annars uröu úrslit þessi í Englandi: Leicester—Watford 2-2 W.B.A.—Aston Villa 0-3 Tottenham—Chelsea 4-1 Manchester United—Newcastle 3-0 2. deild Brighton—Leeds 0-1 Stoke—Grimsby 1—1 -fros Tveir erlendir þjálf- arar skoða Ragnar M — í leik IBK og Vals á laugardag. Willie Rainke kemur með þá Ragnar Margeirsson. Guðmundur íÞrótt Guðmundur Öskarsson, handknatt- leiksmaður úr Stjörnunni, liefur ákveð- ið að skipta yfir í lið Þróttar á þessu keppnistímabili. Guðmuudur er útileikmaður og lék með FH áður en hann gekk í raðir Stjörnunnar. -fros Eins og DV skýrði frá fyrir viku kynnir Willi Reinke, umboðsmaður knattspyrnuunnenda, nú þá Ragnar Margeirsson og Ömar Torfason fyrir knattspyrnufélögum í Evrópu. Til stóð að Reinke kæmi til landsins með knatt- spyrnuþjálfara ónefnds félags með sér til að horfa á Ragnar í leik Keflavíkur og Akraness um helgina. „Reinke hringdi í mig í vikunni og sagðist vera aö hugsa um að koma meö tvo þjálfara á leikinn viö Val á laugar- daginn. Hann sagði ekki frá hvaða liðum en mér skilst að þeir séu frá Belgíu og Þýskalandi,” sagöi Ragnar Margeirsson í samtali við DV í gær. „Ég sagði við hann að ég vildi frekar aö þessir menn sæju mig í síðasta leiknum gegn Víkingum. Ég er ekki ennþá búinn aö ná mér fullkomlega af meiðslunum. Þau eru þó að lagast og ég finn að ég er að komast í betra form. Þess vegna er betra að þeir sjái Vík- ingsleikinn því þessir menn koma til með aö dæma mig á einum leik og þá er eins gott að ég sé tilbúinn í slaginn,” sagði Ragnar. ■ ■ 2,411HASTOKKI Heimsmet Sovétmannsins Igor Pehlín í hástökki varð hápunkturinn á heimsleikum stúdenta sem lauk ígær „Eftir að ég hafði sett metiö var ég viss um aö ég gæti stokkið hærra en starfsmenn mótsins ýttu svo á eftir mér að stökkva að ég hafði ekki tíma til þess að einbeita mér nægilega,” sagði lítt þekktur 22 ára sovéskur raunvísindancmi, Igor Paklin, sem í gær setti nýtt heimsmet í hástökki, stökk 2,41 á heimsleikum stúdenta sem lauk í gær í Japan. Paklin setti metið í þriðju tilraun sinni við hæðina en hann fór vel yfir slána. Reyndi síöan þrisvar við 2,43 en felldi í öll skiptin. Fyrra metiö átti annar lítt þekktur Rússi, Rudolf Povarnitskin, en það var sett í Sovétríkjunum fyrir tæpum mán- uði. Hástökksmetið var hápunktur heimsleikanna sem lauk í gær. Kúbu- maðurinn Juan Centelles náði öðru sætinu, stökk 2,31 og V-Þjóðverjinn Gerd Nagel lenti í þriðja, stökk 2,26 metra. Sovétmenn voru mjög atkvæðamikl- ir á mótinu og sópuðu til sín langflest- um verðlaunum. I mjög skemmtilegu 800 metra hlaupi, sem fram fór í gær, misstu þeir þó óvænt af gullverölaun- unum eftir að hafa átt tvo fyrstu menn nær allan tímann. Sovétmennirnir Victor Kalinski og Anatoly Millin voru Málið er því ennþá í biðstöðu og sama má segja um mál Omars Torfa- sonar. Eins og fram kom í viðtalinu við hann í síðasta þriðjudagsblaði hefur hann takmarkaðan áhuga á að fara út og sagði viö DV í gær aö hann ætti ekki von á að neitt gerðist fyrr en eftir keppnistímabilið hér. Sama má segja um mál Ragnars því eins og kunnugt er mega leikmenn hér á landi ekki fara frá liöum sínum á meðan á leiktímabili stendur. SigA nær vísir um tvöfaldan sovéskan sigur en Pólverjinn Ryszard Ostrowski náði að komast úr sjötta sæti í hlaupinu yfir í það fyrsta á frábærum endaspretti. Pólverjinn tryggði sér gullið með því að kasta sér yfir marklínuna. Tími hans reyndist 44,38 mínútur. Annars varð verðlaunaskipting efstu þjóða þessi: g. s. b. Sovétríkin 44 21 19 Bandaríkin 22 21 25 Kúba 9 8 5 Kína 6 7 6 Japan 637 Rúmenía 5 10 6 -fros Sveinlaugur Kristjánsson. Sveinlaugur Þróttara — í handbolta. Öll l.deildarfélöginhafa nú ráðið þjálfara Sveinlaugur Kristjánsson hefur verið ráðinn þjálfari Þróttar í meistaraflokki karla en Þróttarar eru eina lið 1. deildarinnar sem átti eftir aö ganga frá ráöningu þjálfara. Sveinlaugur lék fyrir nokkrum árum ineð Þrótti í handboltanum og hefur setið í stjórn félagsins. Hann tekur við stöðunni af Páli Ólafssyni sem nú leikur með v-býska félaginu Dankersen. Handknattleiksdeild Þróttar ákvað aö Ieita innan félagsins að þjálfara eftir að hafa reynt að fá bæði Pál Björgvinsson og Hilmar BjÖrnsson til sm. -fros Skotar án Dalglish — er þeir leika við Wales í „íslandsriðli” HM Skoska landsliðið mun leika hinn þýðingarmikla leik gegn Wales án tveggja af sinum bestu mönnum. Kenny Dalglish, sem átt hefur við meiðsli að stríða í hné, tilkynnti skoska einvaldinum Jock Stein að hann yrði ekki orðinn góður fyrir leikinn á þriðju- dagskvöld sem fram fer í Wales. Leikur liðanna ræöur miklu um það hvort liðið kemst áfram í lokakeppnina úr Evrópuriöli sjö en auk Bretlands- eyjaliðanna leika í honum Spánn og Island. Landsliösfyrirliði Skota, Graeme Souness, mun heldur ekki getað leikið vegna gula spjaldsins sem hann fékk í leiknum við tsland í sumar. Það var annað spjald hans og merkti því leikbann. Skotar, Walesbúar og Spánverjar hafa öll hlotið sex stig úr leikjum sín- um, Skotar hafa besta markahlutfallið og yrði jafntefli þeim þvi mjög hag- stæð úrslit. Síöasti leikur riðilsins fer fram í Sevilla á Spáni þann 25. september, þá mæta Spánverjar ls- lendingum. -fros. Firmakeppni ÍK Firmakeppni IK í knattspyrnu utan- húss verður haldin á Vallargerðisvelli í Kópavogi dagana 28. og 29. september. Leikið verður á tveimur völlum, 7 menn í liði, og leiktími er 2xi5 mínútur. Þátttökugjald er 3.500 krónur áliö. Þátttaka tilkynnist til Sveins Kjartanssonar, sírni 641103, eða Víðis Sigurðssonar, sími 75209 og 81333, í síðasta lagi mánudaginn 23. september. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.