Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Blaðsíða 30
30 DV. FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER1985. J Menning Menning Menning Menning • Guðmundur Benediktsson Skúlptúr, gifslnr. 1). 13. sinn Sýning Septem að Kjarvalsstöðum Þótt aldurinn færist yfir þá Septem- bermenn og sumir heltist úr hópnum, láta þeir ekki deigan síga. Nú halda þeir sína þrettándu sýningu aö Kjar- valsstööum. Eitthvaö eru þeir samt farnir aö þreytast, því næstu sýningu ætla þeir ekki aö halda fyrr en aö tveimur árum liönum. Þeir hafa nú fengiö einn októbermann, Guðmund myndhöggvara Benediktsson, í liö meö sér, sömuleiöis ágætan danskan skreytilistamann, Jens Urup, sem er mörgum Islendingum að góðu kunnur. Að öðrum ólöstuðum eru það einmitt þeir Jens og Guðmundur sem halda uppi stemmningunni. Á undanförnum árum hefur Guðmundur smátt og smátt verið að breikka áhugasvið sitt, meöan margir jafnaldrar hans hjakka í sama farinu. Hinar þokkafullu brons- myndir hans þekkja flestir, og nú þeg- ar listamaöurinn má ekki lengur sjóða brons, heilsu sinnar vegna, vinnur hann í gifs. Askur og Embla Hingað til hafa flestar myndir hans byggst á samanlæstum, hvelfdum Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson formum, sem hefja sig hvert upp af öðru, uns þau mynda öndvegissúlur eöa tótem. Nýjustu verk Guðmundar eru mun einfaldari og byggjast á tveimur samstæðum sívalningum, opnum til endanna, sem gætu veriö forneskjuleg minni þeirra Asks og Emblu. Hér er listamaöurinn nálægt uppsprettu hins fígúratífa skúlptúrs, á sömu slóðum og Brancusi forðum. Jens Urup er bráðflinkur skreyti- * listamaður, eins og gluggar hans og ljósmyndir á sýningunni gefa glöggt til kynna. Ljósmyndirnar njóta sín samt ekki reglulega vel, sökum kauðalegrar upphengingar. Blærinn í laufi Nýrra takta gætir einnig í verkum þeirra Kristjáns Davíössonar og Haf- steins Austmann. I myndum beggja er eins og bein náttúruskynjun ráðí ferö- inni, en ekki fyrirfram gefin formgerð. Vatnslitamyndir Hafsteins gætu t.d. verið stúdíur af blænum í laufi. *"* Hin lauslega uppbygging málverka Kristjáns ber ýmis merki impressjónisma, þar sem náttúran er listamanninum sem gluggi, ekki speg- ill. Þau Valtýr Pétursson, Guðmunda Andrésdóttir og Jóhannes Jóhannes- son halda sínu striki. Nú ætti einhver að nýta sér skreytigáfur þess síðast- * nefnda og fá hann til að vinna í steint gler. AI „Jú, þetta er hluti af nýja málverk- inu, en eru ekki allir orðnir leiðir á því? Þetta er einhvers konar barokkstíll," sagði Daði Guðbjörnsson sem í Jag opnar sýningu í Gallerí Borg. Verk Daða eru óneitanlega sérstæð. Sagt hefur verið að í list hans rekist saman ólíkustu gildi evrópskrar myndlistar í nútíð og fortíð. Þegar tíðindamenn DV bar að garði var hann að leggja síðustu hönd á mynd af klukku sem unnendur góös súkkulaðis þekkja af umbúðum After eight. Daði dregur enga dul á samspil gamals og nýs í verkunum. „Nýja mál- verkið er að nokkru leyti af turhvarf til gamallar tækni. Myndefnið er gjarnan sótt til hversdagslegra hluta," segir Daði og leggur nú f rá sér pensilinn. „Verkið verður þannig til að fyrst fæðist hugmynd að mótífi," segir Daöi. „Síðan tekur við löngunin til að búa til úr því stefi eitthvað allt annað. Það má alveg eins líta á verkin sem afstrakt, mín vegna. Ég vil hins vegar ekki búa til eitthvað f yrir listf ræöinga eina til að ráða í og skýra. Fólk veröur að skynja myndirnarsjálft." Á það hefur verið bent aö í verkum þíniun beri mikið á áhrifum frá tónlist. Eins konar barokk — setur svip sinn á myndir Daða Guðbjörnssonar sem nú sýnir í Gallerí Borg Hvaö viltu segja um það? „Það er mikið af tónlist í kringum mig. Auðvitað hef ég orðið fyrir áhrif- um frá því. Eg verð líka fyrir áhrifum frá hlutum sem tengjast tónlist, t.d. gömlum hljóöfærum. Þetta er rétt eins og menningin í kringum okkur. Hún samanstendur af mörgum hlutum. Það hafa á síðari árum komið svo margar stefnur og gengið svo hratt yfir. Eg vona að það fargan sé búið og þetta tvístrist þannig aö engin stefna verði ráðandi. Það á hver aö leitast við aö rækta garðinn sinn," segir Daði. Og hvar hefur þú ræktaö garðinn þinn? „Ég feröast mikiö og skoða. Eg var bara eitt ár í skóla hér heima, í nýlista- deild Myndlista- og handíðaskólans. Þar var ekki kennd nein málaratækni. Þess í stað var lögð áhersla á mynd- byggingu og myndefni. Tæknin sem ég beiti er fengin með því að skoða verk görnlu meistaranna. Það er slæmt að ekki skuli vera til meira úrval hér af erlendum verkum. Annars eigum við mjög góða málara hér, t.d. Kjarval sem var eins og al- fræðioröabók í hvernig á aö teikna. Eftir námið hér fór ég til Hollands að læra grafík. Nú kenni ég grafík hér við Myndlista- og handíðaskólann. Það hefur verið óhemjuvinsælt að nema myndlist í Hollandi. Það ætti þó ekki endilega að vera. Þar ríkir mikill menningarsósíalismi sem fer í taugarnar á mér. Ríkið kaupir mjög mikið af verkum. Innkaupastjórarnir verða að spá í persónulegar aðstæður listamannanna og halda stundum uppi mönnum sem ekki gætu annars komið sér á framfæri. Þetta var hugsað í upp- hafi til að koma mönnum yfir erfið ár en er komið út í öfgar. Hér á landi kaupir almenningur verk myndlistarmanna. Það er ekki algengt erlendis. Sérstaklega er grafikin vin- sæl enda eru þau verk ódýrari en mál- verk." Á sýningu Daöa í Gallerí Borg er 21 verk, þar af 8 olíumálverk en hin eru grafíkmyndir. Sýningin hefst í dag kl. 14. og stendur til 16. september. GK * Daði Guðbjörnsson að Ijúka undirbúningi fyrir sýninguna í Galleri Borg. DV-mynd PK. LÍlIfíiY Á BLAÐSÖLUSTÖÐUM Upphaf sjónvarpsins Skemmtilegar myndir sem sýna aðýmislegt hefur breyst Get bæði unnið undir pressu og mjög mikið Viðtal við Sigrúnu Stefánsdóttur Líf sreynsla: Grímur lætur rigna hjá Gaddafí Grímur Jónsson á Isafirði vann eitt sinn við að búa til rigningu í Líbýu Golf: Dægradvöl almúgamanna sem auðkýfinga Kynning á íþróttinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.