Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Blaðsíða 31
DV. FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER1985.
31
Peningamarkaður
Innlán með sérkjörum
Alþýðubankiun: Stjörnureikningar eru fyr-
ir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Innstæður
þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða
fullra 16 ára. 65—75 ára geta losað innstæður
með 6 mánaða fyrirvara. 75 ára og eldri með f
3ja mánaöa fyrirvara. Reikningarnir eru;
verðtryggðir og með 8% vöxtum.
Þriggja stjömu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár. Reikningarnir eru
verðtryggðir og með 9% vöxtum.
Lifeyrisbók er fyrir þá sem fá lifeyri frá lif-
eyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar.
V extir eru 29% og ársávöxtun 29%.
Sérbók fær strax 27% nafnvexti, 2% bætast
síðan við eftir hverja þrjá mánuði sem
innstæða er óhreyfð, upp í 33% eftir níu
mánuði. Ársávöxtun getur orðið 33,5%.
Innstæður eru óbundnar og óverðtryggðar.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sérvöxtum
er óbundin með 34% nafnvöxtum og 34% ársá-
vöxtun sé innstæða óhreyfð. Vextir eru færðir
um áramót og þá bomir saman við vexti af
þriggja mánaða verðtryggðum reikningum.
Reynist ávöxtun þar betri er mismuninum
bætt við.
Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda
vaxtaleiðréttingu. Sparibókin skilar hærri á-
vöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju
innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða
lengur.
18 mánaðar sparireikuingur er með 36%
nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun. Misseris-
lega er ávöxtun á 6 mánaða verðtryggöum
reikningi borin saman viö óverðtryggða á-
vöxtun þessa. reiknings. Við vaxtafærslu
gildir sú ávöxtunin sem hærri reynist.
Iðnaðarbankinn: Á tvo reikninga í
bankanum fæst IB-bónus. Overðtryggðan 6
mánaða reikning sem ber þannig 32% nafn-
vexti og getur náð 34,5% ársávöxtun. Og
verðtryggðan 6 mánaða reikning sem ber
3,5% vexti. Vextir á reikningunum eru bornir
saman mánaðarlega og sú ávöxtun valin sem
reynist betri. Vextir eru færðir misserislega
30. júní og 31. desember.
Landsbankinn: Kiörbók er óbundin með
34% nafnvöxtum. Vextir eru færöir um ára-
mót. Eftir hvern ársfjórðung eru þeir hins
vegar bornir saman við ávöxtun á 3ja mánaða
verðtryggðum reikningum. Reynist hún betri
ér mismuninum bætt við.
Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda
vaxtaleiðréttingu. Kjörbókin skilar hærri
ávöxtum en almenn sparisjóðsbók á hverju
innleggi sem stendur óhreyft t tvo mánuði eða
lengur.
Samvinnubankinn: Innlegg á Hávaxta-
reikning ber stighækkandi vexti. 22,0% fyrstu
2 mánuðina, 3. mánuðinn 23,5%, 4. mánuðinn
25%, 5 mánuðinn 26,5%, 6. mánuðinn 28%.
Eftir 6 mánuði 29,5% og eftir 12 mánuði 31%.
Sé tekið út standa vextir þess tímabils það'
næsta einnig. Hæsta ársávöxtun er 33,4%.
Vextir eru bomir saman við vexti á 3ja og 6
mánaða verðtryggðum sparireikningum. Sé
ávöxtun þar betri er munurinn færður á há-
vaxtareikninginn. Vextir færast misseris-
lega.
Útvegsbankinn: Vextir á reikningi með
Ábót eru annaðhvort 1% og full verðtrygging,
eins og á 3ja mán. verðtryggðum spari-
reikningi eða ná 34,6% ársávöxtun, án verð-
tryggingar. Samanburður er gerður
mánaðarlega, en vextir færðir í árslok. Sé
tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
. sjóðsvextir, 22% þann almanaksmánuð.
Verslunarbankinn: Kaskó-reikningurinn er
óbundinn. Um hann gilda f jögur vaxtatímabil
á ári, janúar-mars, apríl-júní, júlí-september,
október-desember. I loks hvers þeirra fær
óhreyfður Kaskó-reikningur vaxtauppbót
sem miðast við mánaðarlegan útreikning á
vaxtakjörum bankans og hagstæðasta á-
vöxtun látin gilda. Hún er nú ýmist á
óverðtryggðum 6 mán. reikningum með
31,0% nafnvöxtum og 34,8% ársávöxtun eða á
verðtryggðum 6 mánaða reikningum meðS
3,5% vöxtum.
Sé lagt inn á miðju tímabili og innstæða
látin óhi-eyfð næsta tímabil á eftir reiknast
uppbót allan sparnaðartímann. Ein úttekt er
leyfð á hverju timabili án þess að vaxta-
uppbótin skerðist.
tbúðalánareikningur er óbundinn og með
kaskó-kjörum. Hann tengist rétti til lántöku.
Sparnaöur er 2—5 ár, lánshlutfall 150—200%
miðað við sparnað með vöxtum og
verðbótum. Endurgreiðslutími 3—10 ár.
Útlán eru með hæstu vöxtum bankans á
hverjum tima. Sparnaöur er ekki bundinn við
fastar upphæðir á mánuði. Bankinn ákveður
hámarkslán eftir hvert sparnaðartímabil. Sú
ákvörðun er endurskoðuð tvisvar á ári.
Sparisjóðir: Trompreikningurinn er óbund-
inn, verðtryggður reikningur, sem einnig ber
3,0% grunnvexti. Verðbætur leggjast við
höfuðstól mánaðarlega en grunnvextir
tvisvar á ári. Á þriggja mánaða fresti er
gerður samanburður við sérstaka Tromp-
vexti. Nýtur reikningurinn þeirra kjara sem
betri eru. Trompvextimir eru nú 32% og gefa
34,36% ársávöxtun.
Ríkissjóður: Spariskirteini, 1. flokkur A
1985, eru bundin í 3 ár, til 10. janúar 1088. Þau
eru verðtryggð og með 7% vöxtum,
óbreytanlegum. Upphæðir eru 5.000,10.000 og
100.000 krónur.
Spariskirteini með vaxtamiðum, 1. flokkur
B 1985, eru bundin í 5 ár, til 10. janúar 1990.
Þau eru verðtryggð og með 6,71% vöxtum.
Vextir greiðast misserislega á tímabilinu,
fyrst 10. júlí síðastliðinn. Upphæðir eru 5, 10
og 100 þúsund krónur.
Spariskírteini með hreyfanlegum vöxtum
og vaxtaauka, 1. flokkur C1985, eru bundin til
10. júlí 1986, í 18 mánuði. Vextir eru
hreyfanlegir, meðaltal vaxta af 6 mánaöa
verðtryggöum reikningum banka meö 50% á-
lagi, vaxtaauka. Samtals 4,8% nú. úpphæðir
eru 5,10 og 100 þúsund krónur.
Gengistryggð spariskírteini, 1. flokkur SDR
1985, eru bundin til 10. janúar eða 9. apríl 1990.
Gengistrygging miðast við SDR-reiknimynt.
Vextir eru 9% og óbreytanlegir. Upphæðir eru
5.000,10.000 og 100.000 krónur.
Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðla-
bankanum, hjá viðskiptabönkum, spari-
sjóðum og verðbréfasölum.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lifeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lána-
upphæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að
lánsrétti er 30—60 mánuðir. Sumir sjóðir
bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og
áunnin stig. Lán eru á bilinu 144.000—600.000
eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru
verðtryggð og með 5—8% vöxtum. Lánstími
er 15—35 ár eftir sjóðum og lánsrétti.
Biðtími eftir lánum er mjög misjafn,
breytilegur milli sjóða og hjá hverjum sjóði
eftir aðstæðum.
Hægt er að f æra lánsrétt þegar viðkomandi
skiptii um iifeyrissjóð eða safna lánsrétti frá
fyrri sjóðum.
IVafnvexfir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðirí
einu lagi yfir þann tíma. Reiknist vextir oftar
á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin
verður þá hærri en nafnvextirnir.
Ef 1000 krónur liggja inhi í 12 mánuði á 22%
nafnvöxtum verður iinn stæðan í lok þess tima
1.220 krónur og 22% ársvöxtun í því tilviki.
Liggi 1.000 krónur inni í 6+6 mánuði á 22%
vöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir sex
mánuði. Þá er innstæðan komin í 1.110 krónur
og á þá upphæð reiknast 11% vextir seinni sex
mánuðina. Lokatalan verður þannig 1.232,10
og ársávöxtun 23,2%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru 3,5% í mánuði eða 42% á
ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því
0,1166%.
Vísitölur
Lánskjaravísitala í ágúst er 1204 stig en hún
var 1178 stig í júlí. Miðað er við 100 í júní 1979.
Byggingarvísitala á 3. ársfjórðungi 1985,
ijúli-september, er 216 stig á grunninum 100 í
janúar 1983, en 3204 stig á grunni síðan 1975.
VEXTIR BflNKA OG SPftRISJÚÐft (%)
tNNLAN MEÐ SERKJÖRUM
SJA SÉRIISTA J I! 11
INNLÁN ÚVERÐTRYGGÐ
SPARISJÖOSBÆKUR Obundn nnstæóa 22.0 22.0
SPARIREIKNINGAR 3ja mánaóa uppsogn 25.0 26,6
6 mánaóa uppsogn 31.0 33,4
12 mánaóa uppsogn 32.0 34.6
18 mánaóa uppsogn 36.0 39,2
SPARNADUR LANSRÉTTUR Spaiaó 3 5 mánuót 25,0
Spacaó 6 mán. og meita 29.0
INNLANSSKlRTEINI Ti 6 mánaóa 20.0 30.0
TÉKKAREIKNINGAR Avisanareétrangar 17,0
Hkaupateikrangaf 10,0
INNLÁN VERÐTRYGGÐ
SPARIREIKNINGAR 3ja mánaóa uppsogn 2,0
6 mánaóa uppsogn 3.5
INNLÁN GENGISTRYGGÐ
GJALOEYRISREIKNINGAR Bandafíkfadotarar 8.0
Sterlmgspund 11.5
Vestur þýsk mork 5.0
Danskar krónur 10,0
ÚTLÁN ÚVERÐTRYGGÐ
ALMENNIR VlXLAR (lorvextw) 30,0
VIOSKIPTAVlXLAR (lorvextw) 30.011
ALMENN SKULDABRÉF 32.021
VIÐSKIPTASKULDABRÉF 33,51»
HLAUPAREIKNINGAR Yti dréttur 31.5
ÚTLÁN VERÐTRYGGO
SKULDABRÉF Aó 2 1/2 án 4.0
Lengn en 2 112 ár 5,0
ÚTLÁN TIL FRAMLEIÐSLU
VEGNA INNANLANDSSOLU 26.25
VEGNA UTFLUTNINGS SDR reikmmynt 9.75
1) Við kaup á viðskiptavixlum og viðskiptaskulda
bréfum er miðað við sérstakt kaupgengi hjá þeim
bönkum sem merkt er við með kg, einnig hjá
sparisjóðunum i Képavogi, Hafnarfirði og Keflavik
og hjá Sparisjóði Reykjavíkur.
01 08.BS
i| 1 = 11 * S 1 = 5 6 »l 11 il
cn 3 11 11 £ £ 11 í 1 1 *
22,0 22,0 22,0 22.0 22.0 22,0 22,0 22.0 .
25.0 25,0 23.0 23.0 25,0 23,0 25.0 25.0
30,0 28,0 32,0 30,0 29,0 31,0 28,0
32,0 36,0 31.0 32,0
23.0 23.0 23.0 23,0 25.0 25.0
26.0 23.0 29,0 28.0
28.0 28.0
17.0 8.0 8.0 10.0 8.0 8.0 10,0 10,0
10,0 8.0 8.0 10.0 8.0 8,0 10.0 10,0
1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0
3.5 3.5 3.5 3.0 3.0 3.0 3.5 3.0
8.0 7.5 8.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0
11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5
4.5 4.25 5.0 4.5 4.5 4.5 5.0 5.0
9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0
30.0 30.0 30.0 30.0 30,0 30.0 30,0 30.0
31,0 31.0 »<g 31.0 kfl kg kg 31.0
32.0 32.0 32.0 32,0 32.0 32.0 32.0 32.0
33.5 K0 33.5 kg kg kg 33.5
31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5
4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0
26.25 26,25 26,25 26,25 26,25 26 .25 26,25 26,25
9.75 9.75 9.75 9.75 9.75 9.75 9,75 9,75
2) Vaxtaálag á skuklabréf tl uppgörs vanskila-
lána er 2% á ári, baði á óverðtryggð og
verðtryggð lán, nema f Alþýðubankanum og
Verskinarbankanum.
Sandkorn Sandkorn
. Krumminn krunkaði ekki
bara úti, heldur líkaígestina
iSædýrasafninu.
Nöturleg
lífsreynsia
Gestir i Sædýrasafninu
urðu fyrir heldur öumrlegri
reynslu á dögunum:
Kona ein hafði brugðið
sér í Sædýrasafnið ásamt
tveim börnum, þriggja og
sex ára. Tilgangur ferðar-
innar var að sjálfsögðu sá
að skoða dýrin og ekki síst
að sjá þegar háhyrningun-
umyrði gefið.
Þegar matartiminn nálg-
aðist fór konan með börnin
upp á trépall við háhyrn-
ingapollinn. Þar sat þá
vígalegur hrafn, sem virtist
meinlaus í fyrstu.
En allt i einu réðst hann á
yngra barnið. Konan reyndi
að reka krumma í burtu
með öllum tiltækum ráðum.
Hann flögraði þá spotta-
korn, en réðst síðan aftur á
barnið sem nú var orðið
yfirkomið af hræðslu.
Fóru leikar þannig að
konan hljóp út af pallinum
með börnin í fanginu en
hrafninn gargandi á bakinu
á sér. Var það ekki fyrr en
konan var komin lang-
leiðina út »em hann hætti
eftirförinni. Ekki sá konan
neina eftirUtsmenn á svæð-
inu sem hún gæti leitað
hjálpar hjá. Lauk þar með
heimsókn hennar í Sædýra-
safnið.
Veiddi vel
Senn lýkur laxveiðitíman-
um, eða þann 20. september
næstkomandi. Annars er
það vist sjálfgert að menn
hætti að dorga því árnar
eru að þorna upp.
Menn eru misjafnlega
fisknir, eins og fjölmargar
veiðisögur herma. Sumir fá
alltaf eitthvað meðan aðrir
verða ekki varir viö neitt.
Slíkt átti sér til dæmis
stað í Hvolsá í Dölum ný-
lega. Þar hafði maður einn
keypt sér leyfið og skellti
sér síðan í veiðiskapinn.
Ekki hafði hann lengi dorg-
að þegar hann fann unaðs-
legan hnykk á stönginni.
• okkar maöur meft þann stéra
úrHvoisá.
DV-mynd SteinóIIur Bendpr.
Fór nú töluverður tími i að
þreyta fenginn og ná honum
siðan að landi.
Og viti menn. A önglinum
var myndarlegasti tré-
klossi, tiltölulega óslitinn!
Var það mál manna að
mikil velðivon hefði verið í
Hvolsá þennan dag þvíein-
hverjir þóttust hafa séð
svartan spariskó í einum
hylnum. Hann náðist þó
ekki...
Færir út
kvíarnar
Ríkisútvarpið virðist nú
leggja allt kapp á að hasla
sér völl úti á landsbyggð-
inni. Erþaðvel.
Nýjustu fregnir í þeim
efnum herma að nú sé búið
að ráða fréttamann í hluta-
starf og verður sá með að-
setur á Egilsstöðum. Sá
heitir Inga R. Þórðardóttir.
Munu hlustendur væntan-
lega heyra í henni á öldum
ljósvakans á næstunni.
Þá ræða forsvarsmenn
Ríkisútvarpsins ogPósts og
síma nú um þá möguleika
að koma upp litlu stúdíói
fyrir útvarpiö á Egils-
stöðum. Verður það til húsa
í kjallara húss Pósts og
síma fyrir austan, ef allt
gengurupp.
Sölumennska
og sálfræði
Á næstunni munu hef jast
námskeið sem einkum eru
ætluð fólki sem fæst við
sölustörf. Námskeið þessi
eru býsna forvitnileg, ef
marka má auglýsingu sem
birtlst eigi alls fyrir löngu.
Þar segir að á námskeið-
inu verði kennd „opin og
leynd samskipti og mikil-
vægi þeirra við kaup og
sölu”. Ennfremur „atferlis-
gerðir og áhrif þeirra á
kaup og sölu”. Loks „sölu-
binding og sálfræðileg bind-
ing samninga” og „per-
sónuleikaþættir og sam-
skiptagerðir, nýting þeirra
til áhrifa í sölu”.
Líklega myndi ljóti kall-
inn kaupa ömmu sína á
okurverði, ef sá sem seldi
væri búinn að ganga í gegn-
um svona hreinsunareld...
Umsjón:
Júhanna S. Sigþórsdðttir.
Fundur Norræna f járfestingabankans í Reykjavík:
Hlutur (slands orðinn
3,6 milljaröar króna
„Norræni fjárfestingabankinn hefur
miklu hlutverki að gegna í sambandi
við norræna samvinnu. I þau 9 ár sem
bankinn hefur verið starfandi hefur
hann lánaö um 60 milljaröa króna.
Hvert ár hafa svo lánveitingarnar auk-
ist. Um 80 prósent af heildarútlánun-
um frá upphafi hafa fariö til verkefna
innan Norðurlandanna og afgangurinn
til verkefna í öörum löndum. Þau verk-
efni eru þó háö því aö eitt-
hvert Norðurlandanna eigi hlut aö
þeim. Skilyrðin fyrir lánveitingu aö
ööru leyti er að viðkomandi verkefni
tengist hagsmunum fleiri en eins
lands,” sagöi Bert Lindström, banka-
stjóri Norræna fjárfestingabankans, í
viðtali viö DV.
Um þessar mundir stendur yfir fund-
ur eftirlitsnefndar bankans hér í
Reykjavík. I henni eiga sæti fulltrúar
frá öllum Noröurlöndunum. Stjórnar-
formaður bankans núna er Jón
Sigurðsson, forstööumaður Þjóðhags-
stofnunar.
Frá upphafi hefur bankinn veitt lán
til 300 verkefna á Noröurlöndunum.
„Til íslands hafa verið veitt 18 lán aö
upphæö um 3,6 milljarðar króna. Þaö
svarar til um 16 þúsund krónum á
hvern íbúa á Islandi. Þetta hlutfall er
mun stærra en til hinna Norðurland-
anna,” sagöi Bert Lindström.
Af heildarútlánaupphæð bankans
hafa um 9 prósent runnið til íslenskra
fyrirtækja. Hlutur Islendinga í stofnféi
bankans er hins vegar aðeins 1 pró-
sent.
Af lánum sem hafa verið veitt til Is-
lands má nefna aö Landsvirkjun hefur
fengið fjögur lán frá 1979 að upphæð 1,6
milljarðar króna. Þá hefur einnig
verið veitt lán til Iðnþróunarsjóðs
sem lánað var áfram til steinullar-
verksmiðjunnar. Fyrsta lán bankans
til íslendinga var til Járnblendifélags-
ins og var um 1 milljarður. Þá hefur
einnig verið lánað til fiskeldisstöðva
hér á landi. Fyrstu tvö lánin fóru til
Isno hf., um 25 milljónir. Þá hefur
Fiskeldi Grindavíkur hf., fengið um
30 milljónir króna og Islandslax 50
milljónir króna. Þessi tvö lán eru þó
ekki fullfrágengin.
„Lánveitingar til Islands hafa að
mínu mati haft mikla þýðingu fyrir Is-
lendinga,” sagði Poul Hansen sem hef-
ur yfirumsjón með lánveitingum til Is-
lands.
APH.
........................ \
Norræna trimmlandskeppnin fyrir fatlaða:
Fitjað upp á
einstaklingskeppni
Nú líður óðum að því að norræna
trimmlandskeppnin fyrir fatlaða hefj-
ist. Fyrsti keppnisdagur er á sunnu-
dag, 8. september, og stendur keppnin
í réttar tvær vikur, til laugardags 21.
september.
Eins og þegar hefur verið greint frá i
DV eiga allir sem eru félagsbundnir í
íþróttafélögum fatlaöra og einnig
ófélagsbundnir f atlaðir og aldraðir rétt
á þátttöku.
Keppnin sjálf er þríþætt. I fyrsta lagi
er hún milli Norðurlandaþjóðanna og
snýst þá um hvaöa land er með al-
mennasta þátttöku miðað við íbúa-
fjölda. I öðru lagi ersams konarkeppni
milli héraðssambanda og hlýtur það
héraðssamband sem sigrar silfur-
skreytt horn að launum sem DV gefur.
Loks er fitjað upp á þeirri nýbreytni að
hafa einstaklingskeppni. 10 einstakl-
ingar sem ná fullu húsi stiga fá verð-
laun. Ef fleiri en 10 ná þessum árangri
verður dregið um verðlaun úr hópi
þeirra. Þátttakendur geta fengið eitt
stig sérhvern dag ef þeir stunda ein-
hverja keppnisgrein þann daginn, en
keppnisgreinar eru hlaup, ganga,
skokk, hjólreiðar, hestamennska,
hjólastólaakstur og róður. Lágmarks-
vegalengd sem þarf að trimma er 2,5
km. Fólk merkir árangur sinn inn á
þar til gerð kort sem verða meðal ann-
ars prentuð í DV á laugardag. f>au
liggja einnig frammi víðs vegar um»
land. -JKH.