Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1985, Síða 35
DV. FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER1985.
35
Viðskipti og efnahagsmál Viðskipti og efnahagsmál
Nýstárlegasta bankaauglýsingin heppnaðist fullkomlega:
Unglingar kyrja
J « Ján ótunui n”
d la gi I # mn u ít og ir in
—„tókum ákvörðun um að auglýsa á allt annan hátt en aðrir bankar og reyna að ná til unglinga”
„Iönaöarbankinn er meö á nótun-
um.” Þetta nýja auglýsingalag kyrja
unglingar á Islandi nú hver í kapp viö
annan, meira aö segja í bíó, því varö
undirritaöur vitni aö í síðustu viku.
Lagið er úr nýrri sjónvarpsauglýs-
ingu Iönaðarbankans, örugglega þeirri
nýstárlegustu sem einn banki hefur
komiö meö til þessa á Islandi. Auglýs-
ingin hefur slegiö í gegn, nýtur mikilla
vinsælda.
Auglýsingin hefur líka vakiö athygli
fyrir þá dirfsku forráöamanna bank-
ans aö þora aö koma meö svona aug-
lýsingu. I henni dansar starfsfólkiö,
syngur og sjálfur bankastjórinn slær
taktinn, hlustandi á vasadiskó. Þetta
er dirfska því bankar eru jú ímynd
viröuleikans.
„Ég neita því ekki aö þetta er ný-
stárleg auglýsing. En viö tókum
ákvörðun um aö auglýsa á allt annan
hátt en aörir bankar og reyna sérstak-
lega aö ná til unglinga,” sagði Bjarni
Hannesson, bankastjóri Iönaðarbank-
ans.
Til gamans má skjóta því hér inn aö
þaö er ekki Bragi sem fer með hlutverk
bankastjórans í auglýsingunni heldur
var leikari úti í bæ látinn taka aö sér
hlutverkið.
Bragi sagöi aö bankinn væri ekki aö
breyta út af neinni sérstakri línu.
Iönaðarbankinn væri alhliöa banki
seni sinnti öllum, ungum sem öldnum.
„En við erum framsækinn banki og
þaö erum viö að undirstrika. V:iö erum
í fararbroddi meö tækninýjungar eins
og tölvubankann og Té-kortiö (tán-
ingakort). Fleiri nýjungar koma á
næstunni sem ég get ekki sagt frá á
þessari stundu.
Þaö eru geysilegar framfarir í
bankamálum í nágrannalöndunurn.
Viö fylgjumst grannt meö þeim og
segjum því í auglýsingunni aö Iönaöar-
bankinn sé meö á nótunum. ’ ’
Bragi sagöi ennfremur aö svo virtist
sem ungt fólk kynni aö meta auglýs-
inguna. „Té-kortiö er nýkomið hjá okk-
ur, og unglingar eru þegar farnir aö fá
sér kortiö. Meö því geta þeir tekiö út af
sparireikningum hvenær sem er en
unglingar eru oft bundnir í vinnu og
skóla á þeim tíma sem bankarnir eru
opnir.”
Þaö var hljómsveitin Stuömenn sem
bjó til auglýsinguna í samvinnu viö
markaðsdeild bankans. Upptökur
hófust kvöld eitt fyrir skömmu og
stóöu fram á nótt.
Eitt stykki auglýsing var þar meö til-
búin. Og hkt og Stuðmenn sjálfir hefur
hún slegiö í gegn. Ekkert mál. Og nú
spyrja menn í bankaheiminum hvort
Iðnaðarbankinn eigi eftir aö hirða
allan unglingamarkaöinn innan nokk-
urra ára. -JGH.
— ekkiaðsetur
forseta
Bandaríkjanna
heldur ný verksmið ja
Krístjáns
Siggeirssonarhf.
Bandaríkjanna heldur fullkomin hús-
gagnaverksmiöja Kristjáns Siggeirs-
sonar hf.
„Vinnsla hófst hér þann 12. ágúst
síðastliðinn,” sagði Bjarni Ragnars-
son, verksmiöjustjóri hjá Kristjáni
Siggeirssyni hf., í gær.
Hann sagöi aö verksmiðja fyrir-
tækisins heföi áöur veriö til húsa í Lág-
múlanum. „Viö byrjuðum aö flytja
þaðan 4. júlí, er sumarfrí hófust. Þegar
starfsmenn komu svo úr fríi var allt til-
búiö hér í nýja húsinu.”
Flatarmál hússins er um 6 þúsund
fermetrar. Þar af er sjálf verksmiðjan
ásamt sinni eigin verslun með um 4
þúsund fermetra. Aöalskrifstofur
fyrirtækisins munu einnig veröa þarna
til húsa.
Aö sögn Bjarna veröur Kristján Sig-
geirsson áfram með verslun viö
Laugaveginn þar sem fyrirtækið hefur
haft aösetur í áraraðir. Habitat veröur
þar einnig, aö minnsta kosti fyrst um
sinn.
Nýja verksmiðjan er til húsa að
Hesthálsi 2 til 4. I verksmiðjunni er
beitt allri nýjustu tækni viö gerö hús-
gagna. Þar eru til dæmis fullkomnar
rúllubrautir þannig aö hlutum verður
ekki lengur „trillað” á milli.
Einnig mun fyrirhugað að veröa með
sérstaka þróunardeild. Þar munu
mmn þreifa sig áfram með uppfinn-
ingar og þróa þær. Jafnframt er gert
ráö fyrir að taka tölvustýrða lakk-
sprautuvél í notkun í október ásamt
ofnþurrkara. Þetta þýöir að hand-
sprautun hverfur aö mestu.
En þaö er aðeins verksmiöjan sem
tekin er til starfa, skrifstofurnar og
verslunin koma innan skamms.
-JGH.
Umsjón:
Jón G. Hauksson
..Hvíta húsið”
hefur oonað
„Hvíta húsiö” uppi viö Vesturlands- velt fyrir sér hvaöa hús sé, hefur veriö
veg, sem margur vegfarandinn hefur opnað. Þetta er ekki aösetur forseta
* Verksmiðja Kristjáns Siggeirssonar hf. við Vesturiandsveg. Húsið er
mjög glæsilegt. Margir vegfarendur hafa velt því fyrir sér hvaða „hvita
hús" þetta sé eiginlega.
* Verkstœðið er eitt hið fullkomnasta hér á landi. Tœknin við völd. Engar
trillur þekkjast innandyra, allt er nú flutt á þossum rúllubrautum. Sérstök
þróunardeild verður einnig í verksmiðjunni, menn þreifa sig áfram með
uppfinningar og þróa þœr. DV-myndir PK.
. Hinrik Ólafsson heitir hann þessi og ku bróðir Egils Ólafssonar
Stuðmanns, en Stuðmenn gerðu auglýsinguna.
• Sporin létt og dans stiginn. Hressilegt viðmót.
• Og enn er haldið áfram að dansa og hressleikinn er við völd.
. Þessar vinna i Iðnaðarbankanum og syngja Með á nótunum. Tökur
auglýsingarinnar hófust eitt kvöldið og stóðu fram á nótt. Þar með var
auglýsing tilbúin.
Haukur
til Krist-
■ r
jans
Haukur Haraldsson hefur verið
ráðinn markaðsstjóri framleiðslu-
deildar hjá Kristjáni Siggeirssyni
hf. Haukur vann áöur i markaðs-
deild NT, þar áður var hann um
árabil hjá Hagvangi. Haukur er
fseddur árið 1949. -JGH
• Haukur Haraldsson, annar
tveggja markaðsstjóra hjá
Kristjánl Siggeirssyni hf.
k
I
*