Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1985, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR11. OKTOBER1985. Og þingmonnirnir og fylgdarlið gengu til Alþingis eins og svo oft áfiur. skammt af kökum og stórt mjólkurglas. Þetta er ekki I fyrsta skipti sem hann faðmar konurnar á Alþingi. Einn sagði að hann vœri vanur að faðma1 þœr með jöfnu millibili. DV-myndir KAE Alþingi sett: OG MNGMENNIRNIR MÆTA ENDURNÆRÐIR TXL STARFA Að lokinni guðsþjónustu í Dóm- kirkjunni gengu þingmenn með for- seta Islands og biskupinn yfir Islandi í broddi fylkingar til Alþingis. Eftir að þingmenn höfðu komiö sér fyrir í sætum sínum fylgdi skrif- stofustjóri Alþingis, Friðrik Olafs- son, forseta Islands inn í þingsalinn. Forsetinn las, eins og venja er, for- setabréfið og sagði 108. löggjafar- þing Islendinga sett. „Heill vorri fósturjörð,” hrópaði forsætisráð- herrann og þingmenn hrópuðu fjór- falt húrra. Aö þessu loknu tók aldurs- forseti þingsins, Stefán Valgeirsson, við fundarstjóm. Hann minntist Axels Jónssonar, fyrrverandi al- þingismanns, sem lést í sumar. Þá var ekki annað á dagskrá þingsins þennan fyrsta starfsdag og frestaði Stefán fundi þar til nk. þriðjudag. „Og þá byrjar þetta aftur." Þingmenn, starfsfólk Alþingis og fréttamenn heilsuðust innilega eftir sumarfríiö sitt. Einn ónefndur frétta- ritari andvarpaði eftir sólríkt sumar og sagði: ,,Og þá byrjarþetta aftur.” Sjálfsagt hefur honum verið hugsað til seinasta þings. Þá var mikiö að gera og mörg þingskjöl voru prent- uð, svo mörg að í lok þingsins sást varla í þingmennina fyrir þing- skjalabunkum á borðum þeirra. Heiðursvörðurinn stóð treinréttur eins og raðað hefði verið upp ekta tindátum. Þingmennirnir voru greinilega endurnærðir og tilþúnir í slaginn. Þeir voru hressir í bragði og höfðu margt að segja hver öðrum. Svo mikil voru fagnaðarlætin í þeim að ölafur G. Einarsson þurfti að taka á honum stóra sínum til að hóa saman sinum flokksmönnum til þingflokks- fundar sem átti að hef jast strax eftir þingsetninguna. Að lokum hurfu stjómarflokkarnir inn i sín herbergi og fóru aö skeggræða skipan nefnda og þvíumlíkt. Stjórnarandstaðan tók lífinu með ró og brá sér í kaffi. Flokksmenn hennar sögðust þó ætla að hittast eftir kaffidrykkjuna. Bandalag jafnaðarmanna hafði tekið forskot á sæluna og haldið sinn þingflokksfund ummorguninn. APH „Nei, því miður, Geir minn, nú get ég ekki staðið upp fyrir þér þvi ég hef ákveðið að sitja á þingi i vetur," gœti Ellert B. Schram verið að segja við Geir Hallgrímsson. Þingkonur Sjálfstæðisflokksins þjarma að Ólafi G. manni þingflokksins, sem verst af hörku. Einarssyni, for- Ölafur G. Einarsson heilsar Dóru Þórhallsdóttur, prestsfrú á Þingvöil- um, og Þorsteinn Pálsson og Pétur Sigurðsson horfa hugfangnir á. Matthias Bjarnason segir Guðmundi J. einn góðan og Árni Johnsen brosir breitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.