Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1985, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR11. OKTOBER1985. gæsum og hreindýrum” — segir Páll Dungal, formaður Skotveiðif élags íslands Þótt rjúpnaveiöitíminn sé ekki haf- inn hafa borist fréttir af ólöglegum veiðum. Skotveiöimenn sumir hverj- ir virðast ekki kippa sér upp viö þetta og fara til veiða miklu fyrr en má. Fréttir hafa borist af skotveiði- mönnum sem fóru til rjúpna fyrir skömmu á Holtavöröuheiði og höfðu upp úr krafsinu töluvert af rjúpum. Skotveiðifélag Islands hefur sent áskorun til lögregluyfirvalda og seg- irþarorðrétt: „Að gefnu tilefni vill Skotveiðifé- lag Islands vekja athygli yöar á ólög- legum rjúpnaveiðum á afréttum og almenningum. Árlega berst okkur vitneskja um verulegar veiðar á rjúpum, áður en löglegur veiðitími gengur í garð. Rétt er að vekja sér- staka athygii á stöðum eins og Hveravöllum á Kili og Holtavörðu- heiði. Skipuleg veiði rjúpna á friðun- artíma er ólögleg og siðlaust athæfi, sem Skotvís leggur áherslu á að verði stöðvuð. Það eru því eindregin tilmæli okkar að embætti yðar fylgist grannt meö þessum hlutum í haust — sérstaklega á fyrrgreindum svæð- um.” DV hafði samband við Pál Dungal, formann Skotveiðifélags Islands, og spurði hvaða fréttir þeir hefðu um ólöglega rjúpnaveiði. „Undirrótin að þessu eru fréttir af skotveiðimönnum af Holtavöröuheiði og Hveravöllum. Viö höfðum spurnir af mönnum nýlega sem voru að skjóta uppi á Holtavörðuheiði og voru þeir búnir að hafa töluvert upp úr krafsinu. Eins voru fréttir af Hveravöllum síðasta haust og þar voru skotveiðimenn fyrir veiöitím- ann og voru þeir búnir að skjóta 150—200 rjúpur. Þetta er hlutur sem gerst hefur í mörg ár aö skotveiði- menn sumir hverjir byrji fyrir tím- ann.” — Gerist þetta líka með gæsir og hreindýr, Páll? „Já, við höfum fréttir úr Breiða- fjarðareyjum og þar hafa menn tekið mikið af gæsum í sárum og skipta þær hundruðum.” — Hve mikið? „Við höfum heyrt um 500 gæsir þar og ætli það séu ekki drepnar um 2000 gæsir í sárum á hverju ári. Við höf- um fréttir af að hreindýr séu skotin eftir pöntunum og eru þau ekki í kvótanum sem má skjóta.” — Nú byrja veiðimenn að skjóta rjúpur fyrir tímann, gæsir í sárum og hreindýr meira en má. Þýöir þetta ekki að þessum málum sé eitt- hvað ábótavant? „Það er engin spurning, löggæslan þarf að vera vakandi og þá sérstak- legaútiálandi.” G.Bender Erlendir ferðamenn: Nær9% fjöfeun frá síöasta ári Komum erlendra ferðamanna til Is- lands fjölgaöi um 8,7 prósent á tímabil- inu frá áramótum til septemberloka miöað við sama tíma í fyrra. Þessar upplýsingar má lesa úr tölum útlend- ingaeftirlitsins nú þegar aðalferða- mannatiminn er liöinn. Alls komu hingað til lands 83.773 út- lendingar f rá áramótum til september- loka. Á sama tíma í fyrra komu 77.093 útlendingar til landsins. Það stefnir því í að árið 1985 verði mesta ferða- mannaár í sögu landsins og að metið frá því í fyrra verði slegið. Ferðalögum Islendinga til útlanda hefur einnig fjölgað, þó ekki eins mikið og ferðalögum útlendinga til Islands. Frá áramótum til septemberloka í fyrra voru skráðar 72.113 komur Is- lendinga til landsins. Á sama tíma í ár voru skráðar 76.128 komur Islendinga eða um 5,6 prósent fleiri en í fyrra. -KMU. Tiu prósent erlendra ferðamanna til islands koma með skemmtiferða- skipum. Yf ir tíu þúsund með skemmtiferðaskipum Fjöldi farþega sem kom með skemmtiferðaskipum til Islands í sum- ar var 10.823. Er það nokkru meiri fjöldi en hefur verið undanfarin ár. I fyrra komu til dæmis 7.297 farþegar með skemmtiferðaskipum. Fimmtán komur slíkra skipa voru skráðar árið 1984. Farþegafjöldi með skemmtiferða- skipum til Islands hefur ekki farið upp fyrir tíu þúsund síðan árið 1979. Þá komu með 25 skipum alls 16.350 ferða- menn. Á undanförnum árum hafa komur skemmtiferðaskipa verið milli 15 og 20 talsins. Nærri lætur að tíundi hver erlendur ferðamaður hafi komið til Islands með skemmtiferðaskipi síðustu árin. -KMU. Víkingslækjarættin: Kynningarmót Víkingslækjarætt efnir til kynningar- móts í Háskólabíói á sunnudaginn, 13. október, kl. 14. Þar mun koma fram margt tónlistarfólk af ættinni, svo sem söngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir og Július Vífill Ingvarsson, sellóleikar- inn Inga Rós Ingólf sdóttir og píanóleik- ararnir Lára Rafnsdóttir, Þóra Fríða Sæmundsdóttir og Helga Laufey Finn- bogadóttir. Flutt verða m.a. lög sem tónskáldið Gunnar Reynir Sveinsson hefur samið við kvæði Tómasar Guðmundssonar, eins af ljóðskáldum ættarinnar. Golfleikararnir Ragnhildur Sigurð- ardóttir og Steinunn Sæmundsdóttir munu reyna golfþrautir með sér á svið- inu. Ámi Johnsen flytur gamanþátt og stýrir f jöldasöng. Kynnir verður Kristinn Hallsson. A samkomunni verður kynnt hin nýja útgáfa Niðjatalsins er Pétur Zop- honíasson samdi á sínum tíma, en 2. bindi þess kemur út um þessar mundir á vegum bókaútgáfunnar Skuggsjár. Það bindi mun liggja frammi á sam- komunni ásamt 1. bindi er kom út fyrir tveimur árum. Að lokinni dagskránni veröur kaffi á boðstólum í anddyrinu og gefst þá tími til að hittast og blanda geði. Höfn í Hornafirði: Framkvæmdir við byggingar fyrir aldraða Nýlega tók Oskar Helgason, fyrrver- andi oddviti Hafnarhrepps, fyrstu skóflustunguna að byggingum fyrir aldraða á Höfn. Þaö eru Hafnar- og Nesjahreppur sem standa að þessum byggingum. Smíðastofa Sveins Sighvatssonar sér um byggingu húsanna og á að skila þeim fokheldum fyrir 30. apríl 1986. Er gert ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar í lok árs 1986. Um er að ræða fjórar einstaklingsíbúðir og fjórar hjónaíbúðir. Félag aldraðra hefur „opið hús” í safnaðarheimili Hafnarkirkju á laugardögum. Eru ungir og aldnir hvattir til að mæta þar sér og öðrum til ánægju. Júlía/Höfn. Fyrsta skóflustungan að bygging- um fyrir aldraða é Höfn tekin. DV-mynd Ragnar Imslad.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.