Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1985, Blaðsíða 16
16
DV. FÖSTUDAGUR11. OKTÖBER1985.
Spurningin
Hefur þú farið á listahátíð
kvenna?
Brynja Guömundsdóttir: Nei. Ég hef
nú bara ekki hugsað út í það.
;Friðrika Pálsdóttir: Nei, og ég býst
varla við því að fara þó mér lítist ágæt-
lega á hana.
Pálmar Ingimarsson: Já, ég fór á
sýningu úr verkum Jakobínu Sigurðar-
dóttur. Það var alveg ágætt. Ég ætlaði
á leikritið eftir Ástu en það var
uppselt.
Páll Guðjónsson: Nei, en það getur
verið að ég fari því mér líst vel á þetta.
Heiðar Guðjónsson: Nei, en ég geri
frekar ráð f yrir því að ég fari.
Erna Sigurjónsdóttir: Nei, og ég ætla
ekki aö fara því ég er ekki meðmælt
öllu þessu kvennabrölti.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
VIUA OLÍUFELÖGIN
EKKISEUA BENSÍN?
Það eru ekki margir sem koma brosandi á bensinstöðvar eins og arabinn á myndinni. Þeim myndi þó
e.t.v. fjölga ef greiðslukortaviðskipti yrðu tekin upp á bensínstöðvum.
FÍB-félagi skrifar:
Enn eru bensínfélögin að auglýsa
þjónustu sína — eða öllu heldur þjón-
ustuleysi. Nú auglýsa þau nýjan
samkeppnisliö: að bensínstöðvarnar
séu lokaöar í hádeginu á sunnudög-
um — á steikartímanum.
Það er alveg einstakt hvaö sam-
keppnin er hörð hjá bensínfélögun-
um. Þau selja öll á sama verði, á
sama tíma og meö sömu kjörum.
Sumar bensínstöövarnar eru þó meö
eins konar sjálfsafgreiöslu á þeim
tíma sem samkeppnisaöilarnir hafa
lokað allir samtímis sem byggist á
því að maður hafi safnaö að sér
hundraðköllum í búntum, því fyrir
hvern hundraðkall fær maður aðeins
2,86 lítra. Til þess að fylla tankinn
hjá mér þarf ég aö eiga 16 hundrað-
kalla eða þar um bil, sem ég á yfir-
leitt aldrei af því aö ég foröast að
ganga með mikla peninga á mér,
hvað þá marga peninga. Mitt
greiðsluform er að nota greiðslukort
en það gengur ekki þegar maöur þarf
aö kaupa bensín. Meira aö segja þeir
aöilar sem reka bensínstöðvarnar
sjálfir fyrir eigin reikning og rísíkó
mega ekki taka viö greiöslukortum.
Það banna bensínfélögin, svo sem
dæmið frá Húsavík sannar. Hins veg-
ar mega þeir skrifa upp á gamla
mátann eins og kaupfélögin og láta
arka að auðnu hvernig gengur að
innheimta.
Um síðustu mánaðamót varö bíll-
inn hjá mér tómur þann 27. Pyngjan
líka. Þá var bílnum einfaldlega lagt
fram til þess fyrsta. Hreint tap sam-
keppnisfélaganna — og Alberts.
Hefði ég getað greitt meö greiðslu-
korti hefði ég fyllt á bílinn 27. þegar
hann tæmdist. Vilja bensínfélögin
ekki selja bensín?
Ég var á dögunum aö skoða skóla-
skírteini hjá framhaldsskólanema.
Ýmis fyrirtæki bjóða námsfólki af-
slátt, frá þremur prósentum upp í
fimmtán. Það bensínfélaganna sem
fyrst yrði til að bjóöá afslátt, þótt lít-
ill væri, út á slík skírteini, myndi
sópa til sín viöskiptavinum. Ég spyr
forráðamenn samkeppnisfélaganna:
Hafið þið ekiö fram hjá Fjölbrauta-
skólanum í Breiöholti á skólatíma,
dag eða kvöld? Eða Háskólanum?
En líklega þýöir ekki að benda
samkeppnisfélögunum á neitt. Allt
innbyrðis sprikl þeirra í milli myndi
nefnilega bara enda meö samkeppni.
Afnemiö styrki til listamanna
Bréfritari telur að listamenn verði að vinna fyrir sér sjálfir og nefnir Erró
sam dæmi um listamann sem vinnur fyrir sér.
E.S.S. skrifar:
Astæðan fyrir því að ég sest niður og
skrifa þetta bréf er reiði og skilnings-
leysi á „kerfinu”. Best er að taka það
fram að ég er bara heimsk og fáfróð
stelpupjása sem hefur hvorki skoðanir
til hægri né vinstri, heldur bara
skoðanir.
Einn morguninn var borin fram
spurning í morgunþætti á rás 2 um
hvernig mætti bjarga ríkiskassanum
og voru ráð hlustenda mörg. Ég hef
hér nokkrar spurningar í þessu
sambandi, og er vonandi aö ég veröi
ekki eins fáfróð eftir á, ef einhver vill
svara mér.
Hvers vegna borgar ríkið lista-
mönnum? Ég á við styrki og þess
háttar. Ef þessir menn eru í raun og
veru listamenn þá ættu einhverjir að
kunna aö meta Ust þeirra og lista-
mennirnir ættu þannig að geta unnið
fyrir sér sjálfir. Dæmi Erró. En því í
ósköpunum á aö borga mönnum fyrir
Ust sem enginn kann að meta? Ætti ég
að geta náð í striga og skipamálningu,
sletta á strigann og fá styrk?
Og af hverju í ósköpunum fá skák-
menn laun frá ríkinu? Hvers vegna
ekki að hækka laun þeirra verka-
manna sem berjast við að halda
sjávarútveginum gangandi? Hvers
vegna eru laun kennara ekki hækkuð
frekar en að greiða „listamönnum” og
skákmönnum laun?
Hvers vegna eiga þingmenn og
bankastjórar að hafa einhver fríðindi?
Eru laun þessara manna ekki nógu há?
Þessir menn ættu að líta í kringum sig
og bera sín laun saman viö laun hins
almenna verkamanns. Gera þessir
menn sér grein fyrir því aö verka-
maður er rúmt kortér aö vinna fyrir 1
lítra af mjólk?
FÆKKUN ÞINGMANNA ER NAUÐSYNLEG
Pétur Ingólfsson skrifar:
Sennilega mun meirihluti hinna
almennu kjósenda vera meömæltur
fækkun þingmanna, en ekki f jölgun, og
mætti DV gjarnan láta fara fram
skoöanakönnun á því máli. Að öllum
líkindum gengi allur máiarekstur
greiðlegar og betur fyrir sig ef fulltrú-
um í karphúsinu við Austurvöll yröi
Helgi Vigfússon skrifar:
Nú fer fram söfnun fyrir tilveru
Norræna hússins í Winnipeg í Kanada.
Brýn nauðsyn er að treysta bræðra-
böndin við Vestur-Islendinga meö því
að efla sambúöina við þá. Það gerum
við best með því að taka nú höndum
saman og efla Norræna húsið í
fækkaö um allt aö þrjá tugi, en ekki
fjölgaö um þrjá menn, eins og nú er
efst á baugi, innan raöa þessara
manna. Þá væri hausatala kjósenda á
hvern þingmanna nær því að vera
svipuð því sem gerist hér í nágranna-
löndum okkar. —
Fækkun þingmanna myndi einnig
spara okkur ríkisútgjöldin. Viö þurfum
Winnipeg með fjárframlagi. Þörf er
fyrir 5—10 þúsund Kanadadali sem
allra fyrst.
Framlög sendist inn á
trompreikning nr. 403500 í Sparisjóði
Reykjavíkur og nágrennis.
Fyrirfram þökk fyrir stuðning í
þessu mikilvæga máli.
nú svo sannarlega að spara ofan
frá, í allri yfirbyggingu þjóðfélagsins
og minnka flottræfilsháttinn sem víða
sýnir sig hér — Sennilega gætum við
Winnipeg er fögur borg og þar er
Norræna húsið í Kanada.
einnig komist af með færri ráðherra-
stóla.
Vinir litla mannsins eru mér
vonandi sammála í þessum málum.
Ánægður
með helgar-
blaðDV
Hannes Tómasson hringdi:
„Ég vil þakka DV fyrir gott blað,
sérstaklega er þaö gott um helgar. Það
er þá í léttum dúr, alveg eins og helg-
arblöö eiga að vera. Krossgátan er
mjög skemmtileg og einnig hef ég sér-
staklega gaman af pistlum þeirra
Benedikts Axelssonar og Olafs B.
Guðnasonar. Vona ég að blaöið haldi á-
framásömu braut.”
Söfnun fyrir Norræna
húsið í Winnipeg