Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1985, Blaðsíða 10
10
Útlönd
Útlönd
Útlönd
DV. FÖSTUDAGUR11. OKTOBER1985.
ER TÍMIKRAFTA-
VERKANNA EKKI
ALVEG LIÐINN?
Útlönd
Margir leggja leið sína að litla skútanum þar sem Mariulikneskið hefur
sést hreyfa sig (og sést hér á miðri mynd), en það hefur leitt til mikillar
umræðu é írlandi og viðar siðustu mánuði.
Sveitaþorpið Ballinspittle í suð-
vesturhluta Irlands er smápláss af
því tagi sem enginn tók eftir frekar
en flugnaskít á landabréfinu. Þaö
varð aldeilis breyting á því í sumar,
þegar þorpiö komst í heimsfréttirn-
ar, og síðustu mánuði hefur þaö verið
miðdepill mikillar umræðu sem jafn-
vel þeir í Páfagarði hafa orðið aö
látatil síntaka.
Það skeði nefnilega kraftaverk í
Ballinspittle. Einn af þessum yfir-
skilvitlegu viðburðum sem jafnvel
hinum kaldrifjuðustu raunsæis- og
efnishyggjumönnum gengur engan
veginn aö skýra.
Það var þriðjudag í endaðan júlí í
sumar að tvær konur úr þorpinu
spásséruðu undir aftaninn út fyrir
þorpiö og lögöu leiö sína þar um sem
stytta af hinni heilögu mey hefur
staðið í hellisskúta í hartnær þrjátíu
ár. Allt í einu virtist þeim styttan
hreyfa sig. Þær stóöu sem negldar
við jörðina og einblíndu á styttuna og
það var engu líkara en hún hefði ver-
ið gædd lífi.
Þótt konurnar þættust frá stórtíð-
indum kunna að segja, þegar þær
komu aftur í þorpið, voru ekki allir
ginnkeyptir fyrir sögunni. Samt var
afráðið að fjörutíu glöggskyggnir og
hégómalausir menn úr þorpinu færu
næsta kvöld á staöinn til þess að vita
hvort nokkuö bæri fyrir þá. Þessir
fjörutíu sneru svo aftur og báru því
samhljóöa vitni að þeir hefðu einnig,
allir sem einn, séö styttuna hreyfa
sig, greinilega og lengi — og þaö án
nokkurrar sjáanlegrar ástæðu. Leiö
auðvitaö ekki á löngu þar til allir í
Ballinspittle höfðu upplifað það
sama.
Þúsundir pílagríma
heimsækja staðinn
Og hvalsagan flaug. Irar eru mjög
opnir fyrir sögum af álfum og
huldufólki og öllum yfimáttúrlegum
fyrirbærum. Þar aö auki eru margir
þeirra rammkaþólskir með bjarg-
Franska sósíalistaflokknum er nú
almennt líkt við skip sem stefnir á
stórsker og getur ekkert gert sér til
bjargar. Meðlimir flokksins, sem
mæta á flokksþing í dag, vita vel af
skerinu framundan og að skerið er
þingkosningarnar í mars.
Þriggja daga ráðstefnan í
Toulouse hófst í dag. Hún markar
síðasta tækifæri sósíalista til að
breyta stefnu skips síns en það tæki-
færi verður að öllum líkindum mis-
notað. Ekkert virðist geta komið í
veg fyrir sigur íhaldsmanna í kosn-’
ingunum.
Naflaskoðun
Nú fer fram mikil naflaskoðun
meðal sósíalista. Fremstur í flokki
endurskoðunarsinna er Michel Roc-
ard, fyrrum landbúnaðarráðherra.
Rocard er líka helsti andstæðingur
fasta trú á dýrlinga og kraftaverk.
Eftir því sem sagan spurðist út tók
að streyma fólk til Ballinspittle, sem
var á allra vörum, forsíöum allra
blaöa og í sjónvarpinu. Hundruð
heimsóttu hina heilögu mey daglega
og allt upp í tíu þúsund á einu kvöldi.
Þegar hér er komið sögu lætur nærri
að um helmingur landsmanna hafi
komiö þangað til þess að sjá Maríu
guðsmóður hreyfa sig.
Margir sáu ekkert óvenjulegt, en
æði margir segjast hafa séð Maríu-
Iikneskið hreyfast. Madonnan sást
hreyfa höfuðiö. Hún sást hreyfa
handleggina, hún sást vinda upp á
Umsjón:
Þórir Guðmundsson
og
Guðmundur Pétursson
allan kroppinn hægt og rólega frá
vinstri til hægri og aftur til baka.
Þetta átti hún að hafa endurtekið
kvöld eftir kvöld og jafnvel í fullri
dagsbirtu.
Fyrir hina frómu kaþólikka á Ir-
landi eru þetta teikn um það aö
heilög María, verndardýrlingur
þeirra, sýni þeim mátt sinn og sé
þeim nær. — Efasemdarmenn hafa
auðvitað aðrar hugmyndir.
Þessar hreyfingar líkneskisins
hafa blásið nýjum krafti í athafnalíf
staöarins. Gat hugsast að þetta væri
útspekúleraö bragð til þess aö lífga
upp á deyföina um feröamannatím-
ann? Var útilokað að þarna væri um
að ræöa fjöldasefjun hjátrúarfulls
fólks, sem æsti hvaö annaö upp í aö
sjá það sem það vildi helst sjá?
Var eitthvert samband á milli
opnunartíma ölkránna og þess aö hin
heilaga mey sást oftast hreyfa sig
umaftaninn?
En það einkennilega var að margir
næsta forsetaefnis sósíalista, hvort
sem þaö verður Mitterrand eða ein-
hver dáta hans.
Rocard er leiðtogi miöjuafla
flokksins sem vilja gera sósíalista-
flokkinn aö sósíaldemókrataflokki.
Hann hafnar samkrulli viö kommún-
ista og vill nú að stjórnin og flokkur-
inn viöurkenni fyrri mistök sín.
Rocard vill koma í veg fyrir að
flokkurinn segi eitt en stjórnin ann-
að.
„Þaö sem er kallað óvissa um ein-
kenni flokksins er vitundin um gjána
á milli orða gærdagsins og gerða
dagsins í dag, á milli tillagna flokks-
ins og stefnu stjórnarinnar,” segir
Rocard.
Margir sammála
Og það eru margir sem eru sam-
mála honum. Ályktunartillögu hans
tortryggnustu efasemdarmenn, sem
tókust á hendur heimsókn á krafta-
verkastaðinn til þess að fletta ofan af
hindurvitnunum og hæða staðar-
menn sundur og saman fyrir hjá-
trúna, sneru aftur meira eða minna
sannfærðir. Þeir viðurkenndu, og
sumir mjög treglega, aö þeir hefðu
séð hreyfingar á líkneskinu. Þannig
fór fyrir myndatökumanni BBC-
sjónvarpsins sem kom á staðinn með
háðsglott á vörum og bjargfasta
vissu um aö tími kraftaverkanna
væri löngu liöinn og einhver hefði lát-
ið hjátrúna hlaupa með sig í gönur.
— Það fór svo að hann tók sér sjálfur
stöðu fyrir framan myndavélina til
þess að vitna um að hann hefði eigin
augum séð heilaga mey hreyfa sig.
Enginn minnsti vafi á því þótt hann
kynni engar skýringar þar á.
Vandræðamál
fyrir kirkjuna
Ekki nóg með þaö. Bæði efa-
semdarmenn og trúandi bera það aö
í nálægð við styttuna hafi þeir fundið
einhvera óútskýranlegan kraft, eins
og eitthvaö væri á sveimi sem þó
væri þeim dulið. Sumir sögðust hafa
fyllst ótta af.
Það var eins og þetta smitaði víðar
um landið. Sögur bárust af allskonar
viðburöum hér og þar um landið. Á
einum stað hafði einn heyrt dýrlinga-
líkneski mæla til sín. A öðrum staö
hafði einhverjum opinberast andlit
Krists. Og á enn einum stað þóttist
einhver hafa séð madonnulíkneski
hreyfa sig nákvæmlega eins og í
Ballinspittle. — Enginn þessara
staða hefur þó orðið slíkur píla-
grímastaður og Ballinspittle er orð-
inn.
I hópi þeirra, sem vppta öxlum yfir
þessu öllu saman, er myndhöggvar-
inn sem gerði líkneskið fyrir þrjátíu
árum. Það hefur alla hans tíö verið
atvinna hans og hann heldur því
áfram. Ekki minnist hann þess aö
um þetta efni styðja 28 prósent
flokksjálka. Þessir flokksmenn segja
að stjórnin eigi að reyna aö fá aftur
trúnað almennings með því að viöur-
kenna hreinlega mistök sín.
Margir telja nauðsyn á að stjórnin
komi fram af hreinskilni, sérstak-
lega eftir Rainbow Warrior-málið.
Friðrik Rafnsson, fréttaritari DV í
París, bendir á að fyrir marga
Frakka hafi þaö verið viss siðgæðis-
vitund sem greindi sósíalistastjórn-
ina svolítið frá fyrri stjórnum og að
þeir hafi jafnvel fyrirgefið henni önn-
ur mistök vegna þessarar vitundar.
Eftir Rainbow Warrior-málið hvarf
jafnvel þessi sérstaöa stjórnar
sósíalista.
Flestir styðja Mitterrand
En flestir helstu leiðtogar flokks-
ins styðja ekki Rocard heldur Mitter-
neitt hafi óvenjulegt boriö fyrir þeg-
ar hannbjótilþetta.
Kirkjunnar yfirvöldum á Irlandi er
þetta vandræðamál. Annars vegar
geta þau ekki afneitað kraftaverk-
um, og hins vegar vilja þau ekki efla
hjátrú. Michael Murphy, biskup í
Cork, er einn þeirra fáu sem ekki
hafa viljað heimsækja staðinn og
hann hefur synjað um leyfi til þess að
haldin verði guðsþjónusta hjá hellis-
skútanum sem geymir líkneskið.
Páfagarður ráðleggur að ekki skuli
hlaupið til ályktana og að öllu sé far-
ið meö gát.
Miklar umræður
Upp úr þessu spretta síðan um-
rand. Lionel Jospin, sem Mitterrand
valdi sem aðalritara flokksins, segir
að flokkurinn verði aö halda sósíal-
ískum einkennum sínum, frekar en
aö breyta yfir í sósíaldemókratí.
Hann segir það vera hið mesta
glapræði að ætla sér að fara að
breyta flokknum núna, rétt fyrir
kosningar. Naflaskoðunartímar geti
komið eftir kosningarnar.
Jospin vill halda dyrum opnum
fyrir kommúnista en vill ekkert guð-
spjallatal um samstarf meö hægri-
flokkum.
Jospin helsti andstæðingur-
inn
Jospin hefur ekki bara stuðning
Mitterrands, heldur líka allra ann-
arra flokksforkólfa en Rocards, þar
með taldir leiðtogar annarra flokks-
fylkinga. Tveir slíkir mikilvægir for-
kólfar eru Pierre Mauroy, fyrrver-
andi forsætisráðherra, og Jean-
Pierre Chevenement menntamála-
ráðherra.
Mauroy, sem nú er borgarstjóri í
Lille, er persónugervingur verka-
lýðsheföar flokksins. Chevenement
var hins vegar helsti leiðtogi vinstri
ræðurnar og jafnvel deilur. Kaþólska
kirkjan hefur alla tíð verið mjög
voldug meðal Ira en þó kannski ekki
eins áhrifamikil í dag og áður. Boð
hennar og bönn eru mörgum ekki
jafngildandi lög sem fyrr. Mörgum
kaþólikkum af gamla skólanum úar
ekki sú þróun. Þeir vara fólk'VÍö aö
bregöast kirkjunni því aö henni
megi þakka það að írska þjóðin hafi
þraukað margra alda þrengingar.
Einmitt þegar þannig stendur á
taka madonnumyndirnar upp á því
aö hreyfa sig. Sumum finnst sem
þarna hljóti aö vera samhengi á
milli. Jafnvel þótt guðsmóðir hreyfi
sig jafnt fyrir trúandi sem efa-
semdarmenn.
kreddukh'kunnar í sósíalistaflokkn-
um áður en hann fór að verða uppá-
hald hægrimanna þegar hann stóð
fyrir byltingu í skólakerfinu sem
ihaldsmönnum líkaði einkar vel.
Rocard vinsælastur
Þaö kemur Rocard vel að hann hef-
ur verið fyrir utan ríkisstjórn í nokk-
urn tíma. Ef sósíalistar komast í
minnihluta á þinginu eftir kosning-
arnar í mars getur hann þvegið
hendur sínar af ósigrinum. Það setur
hann í þægilega stöðu fyrir forseta-
kosningarnar 1988.
Rocard hefur gefið sterklega til
kynna að hann muni ekki hliðra til
fyrir öðrum frambjóðanda sem
sósíalistaflokkurinn kynni aö út-
nefna í framboð. Frekar muni hann
bjóða sig fram á eigin spýtur.
Það kemur Rocard til góða að þó
hann njóti ekki meirihlutastuðnings
innan flokksins er hann vinsæll með-
al almennings. Skoðanakannanir
sýna aö hann er vinsælasti stjórn-
málamaður Frakklands. Ef hann
nær að halda þeim sessi er erfitt að
sjá hvernig sósíalistar geta afneitað
honum fyrir næstu forsetakosningar.
Þing f ranskra sósíalista hef st f dag:
Rocard vill stýra
f lokknum á miðjuna