Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1985, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
efia vitneskju um
frétt — hringdu þá í
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Frjálst, óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1985.
Aðstoðarmenn:
DAVÍÐ
HÆTTIR
- Geir Haarde áfram í
fjármálaráðuneytinu
Fjórír ráöherrar sjólfstæöismanna
hafa haft sér við hlið aðstoðarmenn.
Nú þegar þessir róðherrar taka við
nýjum róðuneytum verða nokkrar
breytingar i hópi aöstoðarmann-
anna.
Geir Haarde hefur verið aðstoðar-
maöur Alberts Guðmundssonar. Aö
sögn Alberts mun Geir halda áfram
sem aðstoðarmaöur fjórmálaróö-
herra, eða verðandi fjórmólaráð-
herra, Þorsteins Pálssonar. I viðtali
við DV sagði Albert að hann væri
ekki enn búinn að velja sér aöstoðar-
mann í iönaöarráðuneytið. Hann ætl-
aði þó að finna sér einhvern sem
heföi vit á þessum málum.
Davíö A. Gunnarsson hefur veriö
aðstoðarmaður Matthiasar Bjarna-
sonar. Hann muií hætta störfum og
hverfa til fyrri starfa sem forstjóri
Eíkisspítalanna.
Inga Jóna Þóröardóttir hefur verið
aöstoðarmaöur Ragnhildar Helga-
dóttur. Ragnhildur sagði við DV að
ekki væri ráðið hvort hún yrði að-
stoðarmaöur hennar i heilbrigöis-
ráöuneytinu. Inga Jóna er nú stödd á
þingi UNESCO í Búlgaríu.
Hreinn Loftsson hefur verið aö-
stoðarmaður viðskiptaráðherra. Lík-
lega mun hann hætta störfum sem
slíkur um leið og Matthias Á.
Mathiesen tekur sér frí frá ráðherra-
störfum fram til áramóta.
Sverrir Hermannsson hefur ekki
haft aðstoðarmann í sínu ráðuneyti.
Hann sagðist ekki hafa ákveðið hvort
hann fengi sér slíkan þegar hann
settist að i menntamálaráðuneytinu.
APH
NT íTímann?
„Það er ýmislegt sem ég er að skoða
og kanna í sambandi viö hagkvæmni í
rekstrí blaðsins — þ.á m. útliti blaðs-
ins,” sagði Helgi Pétursson, ritstjóri
NT. „Það er ýmislegt sem betur má
fara, eins og t.d. nafn blaðsins. Eg og
margir aðrir höfum aldrei fellt okkur
viö nafn biaðsins, sem ég tel aö hafi
aldrei komist til skila. Tíminn er besta
nafn sem dagblaö getur borið,” sagði
Helgi. -SOS
EINANGRUNAR
GLER
66 6160
LOKI
Af hverju er alltaf verið
að plata hann Denna?
Albert Guðmundsson um misskilningformanna stjórnarflokkanna:
„Bara að þeir mis-
skilji sem oftasf
„Ef það er leiðin til þess að fólkið
fái kjör sín bætt að þjóðarleiðtogar
misskilji hlutina þá er bara að þeir
misskilji sem oftast,” segir Albert
Guðmundsson fjármálaráðherra.
Þeir Steingrímur Hermannsson og
Þorsteinn Pálsson telja sig hafa
haldið Albert ætla að semja um
hækkun launa fyrir tilteknar stéttir
innan BSRB, ekki alla BSRB menn
hjá ríkinu.
„Þetta er leiðrétting sem við
gerum, til allra sem ekki höfðu þegar
fengiö slíka leiðréttingu, til 4.000 eða
4.500 manns. Viðbrögðin eru síðan
dæmigerð. Þeir sem eru með betri
kjör þola aldrei að hinir dragi á þá,
að litli maðurinn nálgist þá. Viö
erum að leiörétta fyrir okkar fólk, fá
því þaö sem aðrir hafa þegar fengið.
Ef frjálsi markaöurinn ætlar siðan
að byggja nýjar kröfur á því er hann
að hafna því að okkar fólk njóti þess
sem þar varfyrir.
Eg vona að menn leggi sig ekki
niður við að fara þannig aftan að
hlutunum," segir Albert.
HERB
Sjá viðtal við
Steingrim á bls. 40.
Það óhapp varð við Þjóðminjasafnið að mikið af ölkössum og tómum ölflöskum féll ofan af
bil og brotnaði é götunni. Hér é myndinni fyrir ofari sést lögregluþjónn hreinsa til é staðnum,
þannig að umferðin gœti gengið groitt é hægri akreininni. Skömmu síðar komu borgarstarfs-
menn é staðlnn og komu ölkössunum og flöskunum í burtu. DV-mynd KAE.
Securitas:
Viðræður
sprungu
Upp úr samningaviðræðum Securit-
as og Dagsbrúnar slitnaði laust fyrir
klukkan níu í morgun. Er óttast að
mikil harka sé hlaupin í deiluna og að
langt verði í samkomulag.
Krafa Securitas um að fyrirtækið
mætti ætíð halda úti lágmarksöryggis-
gæslu og neyðarþjónustu í vinnudeil-
um varð að lokum ásteytingarsteinn-
inn. Samkomulag hafði náðst um flest
önnur atríði og lítið bar á milli í launa-
liðnum.
Sprengingin í morgun kom flatt upp
á marga því að bjartsýni ríkti í gær-
kvöldi um að stutt væri í samkomulag.
Samningaviðræður stóðu nær látlaust
yfir frá því síðdegis á miðvikudag þar
til í morgun, fyrst óformlegar milli
framkvæmdastjóra Securitas og
starfsmanna en hjá ríkissáttasemjara
frá klukkan 13 í gær.
„Þessi deila er orðin miklu erfiðari
og harðari eftir þá mynd sem hún tók á
sig í morgun,” sagði Þröstur ólafsson
hjá Dagsbrún. Bjóst hann við að langt
yrði í næsta samningafund.
„Sá möguleiki að loka fyrirtækinu
virðist vera nærtækastur. Eg á ekki
annarra kosta völ en að meta hann,”
sagði Jóhann OIi Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóriSecuritas. -KMU.
Ef 3% hækkunin fer til allra:
KOSTNAÐUR EYKST
UM EINN MILUARD
— segir f ramkvæmdastjóri VSI
„Þaö kostar atvinnureksturinn
yfir milljarð ef þessi hækkun flæðir
yfir allan vinnumarkaöinn,” sagði
Magnús Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Vinnuveitendasambandsins,
við DV er leitaö var afstööu hans til
3% launahækkunar opinberra starfs-
manna.
„Það er ljóst að samningarnir frá í
vor eru atvinnurekstrinum þungir í
skauti. Þeir voru gerðir til að tryggja
starfsfrið og kaupmáttinn fram að
þessu. Samhliöa þeim samningum
hafa orðið miklar breytingar, sem í
heild sinni koma sér illa fyrir at-
vinnugreinarnar. Þar aö auki eru
menn aö ræða auknar skattaálögur.
Með þessari hækkun til ríkisstarfs-
manna er vakin upp krafa hjá öðrum
aðilum á vinnumarkaðnum, hvort
sem þaö eru bæjarfélög eöa atvinnu-
reksturinn. Sams konar breytingar
og þessi launahækkuri þýða aukinn
kostnaðarauka fyrir atvinnulifið, 1,2
milljarða króna á ársgrundvelli.
Það sér hver maður að það er
enginn grundvöllur fyrir atvinnu-
reksturinn að taka þennan
kostnaöarauka á sig. Við hljótum að
leita svars hjá ríkisstjóminni um
hvernig hún hafi hugsað sér að
bregðast við þessu,” sagði Magnús
Gunnarsson.
Fundur með Steingrími
Hermannssyni og Þorsteini Pálssyni
og forystumönnum VSI var ákveöinn
nú rétt fyrir hádegi.
Magnús Gunnarsson sagði að
flæddi þessi hækkun yfir „þá þarf að
hækka skatta eða opinbera þjónustu
sem nemur 5—6 þúsund krónum á
hverja meðalfjölskyldu.”
-ÞG