Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1985, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR11. OKTOBER1985.
13
Á Islandi eru menn eilíft að reisa
hús. Hús handa sjálfum sér, hús
handa guði, hús undir peninga, hús
handa fuglum himinsins — já, guð
má vita hvers konar hús. Menn hafa
jafnvel reist sérstök hús undir list,
bæði leiklist og myndlist og að sjálf-
sögðu kvikmyndalist. Menn þykjast
meira að segja hafa efni á að rífa
niður elsta biograftheater í heimi.
En ein er sú grein listarinnar, og það
sú sem af mörgum er talin standa
með hvað mestum blóma hér á landi
um þessar mundir, sem ekki hefur
eignast þak yfir höfuðið utan Hljóm-
skálann sem lúðrasveitarmenn
byggðu í Reykjavík fyrir rúmum
sextíu árum. Þá átti tónlistin hvað
veglegast hús allra lista á landi hér
og í þessu eina húsi, sem tónlistinni
hefur verið reist á Islandi, stóð
vagga hennar um árabil.
Ur röðum lúðurþeytaranna komu
líka strengleikarar sem fylltu raöir
Utvarpshljómsveitarinnar og síðar
Symfoníuhljómsveitarinnar sem
seinna átti eftir að breytast í
Sinfóníuhljómsveit. Úr músík-
vöggunni við Tjörnina komu líka
ailir helstu dansiballaspilarar og
sveiflugeggjar landsins til skamms
tíma. Reyndar voru þetta gjarnan
sömu mennirnir í öllum hlut-
verkunum. En þaö sem ég vildi nú
sagt hafa var aö á árum kreppu og
annarrar óáranar tóku stórhuga
menn sig til og reistu tónlistinni hús.
Hús, sem reist var fyrir einn anga
tónlistarinnar, en átti rúm til aö
fóstra tónlist af hverju tagi sem
nefndist og er kannski besta dæmið
um það að þar var Tónlistarskólinn í
Reykjavik til húsa um árabil.
Ef þjónusta
á listina ofan frá
Annaö mál er svo að þegar staðar-
ráðendur í Hljómskálanum báru upp
erindi við borgarfeður og lögðu drög
aö útvíkkun hússins til útitónleika-
sviðs, eða músíkpavilljóns þá fengu
þeir þvert afsvar. Bentu borgarfeður
á að búið væri að teikna skeifu eina
mikla á nýuppskírðu Klambratúni og
að þangaö ætti víðavangstónlist
borgarinnar bara aö flytja. Allir vita
hver jar efndirnar urðu. En þetta var
nú bara útúrdúr rétt til að sýna dæmi
um hvað gerist ef þjónusta á listina
ofan frá.
Landsins fyrsta og
stærsta bílskúrsband
En þótt eina hús tónlistarinnar
væri af stórhug byggt gat það fráleitt
HVAÐA HÚS FYRIR
HVAÐA TÓNLIST?
0 „En þótt eina hús tónlistarinnar
væri af stórhug byggt gat það frá-
leitt hentað til músíkflutnings fyrir
áheyrendur, enda ekki hugsað til
slíks.”
hentað til músíkflutnings fyrir á-
heyrendur, enda ekki hugsað til
slíks. Það ríkti enn kreppa þegar
Páll Isólfsson dreif saman lið til að
flytja Sköpunina í bílaskemmu
Steindórs vestur í Selsvör. Síðan er
liöin hálf öld og enn ríkir sama á-
stand og þegar doktor Páll stofnaöi
landsins fyrsta og stærsta bílskúrs-
band. Hún hefur fyrir góöan vilja,
misgóðan þó, fengið inni á öllum
mögulegum stöðum. Ekki svo að
skilja aö tónlistin eigi ekki heima á
ýmsum stöðum, strætum og torgum,
smiðjum, togurum, frystihúsum eða
kaffistofum, en það er aðeins hliðar-
grein eða rótarskot eins og skóg-
ræktarmenn mundu nefna það. Þeg-
ar öllu er á botninn hvolft þá veröur
tónlistin aldrei nema skugginn af
sjálfri sér nema í viðeigandi húsi af
bestu gerð. Eg minnist þess gjarnan
(og ég var langt því frá sá eini sem
fyrir því varð) hvernig vorkunnar-
brosið færðist yfir kollega hér heima
þegar maður lýsti fyrir þeim hljómg-
un Musikvereinsalarins og hvernig
tilfinning það væri að spila í þeim
sal. Nú, Sinfóníuhljómsveitin okkar
upplifði þaö svo að spila þar í
Þýskalands- og Austurríkisförinni og
síðan hef ég margsinnis veriö sleginn
út í fjálglegu tali um þann
dýrðarinnar sal.
EYJÓLFUR MELSTED
KENNARI
Við discoglymjanda
og mótorhjóladrunur
Upp úr þeirri för held ég að tónlist-
arfólk okkar hafi fyrir alvöru fundið
þörfina fyrir það að byggja hús
fyrir tónlistina á Islandi. Það er
greidd himinhá leiga fyrir að mega
kúldrast í steinsteyptum harm-
ónikubelg vestur á Melum.
Menn eru að fá inni fyrir heims-
klassa kammerkonserta í kirkju þar
em discoglymjandinn berst neðan úr
kjallara og mótorhjóladrunurnar
berast utan af götunni. Það er lika
verið að reyna að flytja tónlist inni í
steindauöu gallerii með loftskrauti
sem drepur bæði ljós og hljóð, nema
drunurnar í loftræstikerfinu, bara af
því að borgarfeður fengu mann með
viti til að velja úrvalsslaghörpu í
húsið. Og ekki breytist myndin eigi
poppararnir í hlut. Þeim falla
kannski frekar íþróttahús og
veitingastaðir í skaut og upp á sömu
býti reka jazzgeggjarar sína starf-
semi.
Enginn einkaréttur
Allt á sinn vitjunartíma og nú hafa
tónlistarmenn og unnendur úr öllum
greinum þess mikla meiðs tekið
höndum saman um að reisa
tónlistinni hús. Þessi samtök sitja
ekki með hendur í skauti sér heldur
hafa þau þegar sent út forsögn fyrir
norræna samkeppni um hönnun tón-
listarhúss. Það atriöi aö takmarka
keppnina við Norðurlöndin finnst
mér eini vottur þröngsýni sem þessi
samtök hafa sýnt. Sé plaggið lesið
kemur skýrt fram að þar skuli vera
aðsetur Sinfóníuhljómsveitar Is-
lands, en það er langt því frá að hún
eigi neinn einkarétt á húsinu.
Skýrum störfum stendur að húsið
skuli opiö öllum tegundum tónlistar,
enda eiga allar þær greinar tónlist-
arinnar, sem félög hafa veriö stofnuð
um, fulltrúa í nefndum og ráðum
samtakanna. Gleggst held ég að
þessi fjölbreytileiki aðstandendanna
hafi speglast í útvarpstónleikunum á
sunnudagskvöldið. Eg held að sér-
trúarmenn úr hvaða tónlistarsöfnuði
sem er þurfi ekki neinu að kvíða og
geti óhræddir stutt fyrirtækið upp á
það. Eftir að hafa kynnst þeim'
kröfum sem settar eru fram í for-
sögninni kvíði ég heldur ekki að viö
eigum eftir að sitja uppi með
geysifallegt en hljómdauft hús eins
og Stavangerbúar byggðu fyrir
oliupeningana sína. Og þú sem nennt
hefur að lesa þennan pistil, þorir
vonandi óhrædd(ur) að styðja
framtakið og spyrð ekki (hafirðu þá
nokkurn tíma verið í vafa) — Hvaöa
hús fyrir hvaða tónlist?
Eyjólfur Melsted.
Gangbrautir og umferðarljós
4) „Gangandi maöur, oft fullorðinn,
getur því aðeins komist á miðja
götu og er þar innlyksa.”
Fyrir nokkrum mánuðum talaði ég
við fjóra menn um gangbrautir.
„Notar þú gangbraut til að komast
yf ir götu?” spurði ég.
„Nei, ég vil ekki verða undir bíl,”
var svarið. Viðmælandi var kona á
sextugsaldri sem vinnur á Land-
spítalanum.
„Nei,” svaraði ung kona, „ekki ef
akreinarnar eru tvær. Einn bíll
myndi stansa en hinn keyra áfram —
ámig.”
„Gangbraut?” spuröi kona sem er
ágætur bílstjóri „meinar þú ekki
gangstétt?” Svar mitt var „gang-
braut, hún er merkt með
sebrastrikum og oft, t.d. við Mjólkur-
stöðina á Laugavegi, er skilti, sem
sýnir gangandi mann, og er skiltið
festáljósastaur.”
„Nei,” var svarið „ sebrastrikin
sjást ekki ef snjóar og skiltið er svo
hátt uppi að ég get ekki séð það.”
Næst var þaö leigubílstjóri sem var
spurður hvort hann stansaði við
gangbraut. Svariðvar: „Nei, ef éger
nærri gangstétt manns, sem ætlar að
ganga yfir, stansa ég ekki. Eg vil
ekki lokka hann út á akbrautina,
enda mun maður á annarri akrein
keyra framhjá.” Skv. rannsóknum
Guörúnar Briem voru 18,6% slysa á
gangandi fólki gangbrautarslys
1981-1982.
011 þessi svör voru, því miður, rétt.
Hvað á að gera? Merkja gangbrautir
og taka til greina að um vetur sést
Kjallarinn
EIRÍKAA.
FRIÐRIKSDÓTTIR
HAGFRÆÐINGUR
ekki á sebramerkingar, þess vegna
eru skilti aðalmál. Nauðsynlegt er að
staðla staðsetningu skilta. Eitt skilti
við hvora hlið á að vera með
upplýsingum um hve langt er að
gangbrautinni og ætti þessi f jarlægð
að vera stööluö — nægilega til að
draga úr hraða. Þetta er reglan
annars staðar á Norðurlöndunum.
Skiltin ættu að vera tvöföld með
lýsingu að innan. Einfaldast væri að
hafa „ljóskassa” sem skilti. Kassi úr
harðplasti með neti að utan, til að
foröast eyðileggingar, og, sem skýrt
er frá, meö ljósi að innan, allan
sólarhringinn. Hæð staursins verður
einnig að vera stöðluö. En gangandi
menn verða einnig aö læra að nota
gangbrautina — athuga hvað er
framundan. Þetta gildir jafnt fyrir
börn og fullorðna. Umferöarkennsla
barna verður aö vera raunhæf, á
götum úti — ekki aöeins á
pappírunum. Skv. upplýsingum hjá
Guðrúnu voru á árinu 1981 og 1982
alls 94 slys á börnum undir 15 ára í
umferðinni þar af 11 á gangbrautum,
alls 11,7% gangbrautarslys. Er talan
undir meðaltali enda er þaö oftast
gamalt fólk sem verður fyrir
umferðarslysum. Nauðsynlegt er að
kenna börnum aö ganga, EKKI
hlaupa yfir gangbrautina.
Ökumaðurinn veröur einnig að fá
tækifæri til að sjá hvort börn ætla að
ganga út á gangbraut eða hinkra á
gangstétt. Á hinn bóginn má öku-
maður aldrei fara fram úr bíl sem
numið hefur staðar. Við gangbraut
verður að vera annað skilti, einnig
staölað. Stöðlun hjálpar að átta sig
og muna. Áríöandi er að fylgjast meö
skiltum. Sem dæmi má nefna að við
Glæsibæ, þar sem hafa orðið mörg
alvarleg slys, jafnvel dauðaslys, er
skiltið á ljósastaurunum en ekki
sýnilegt bílum sem aka eftir Álf-
heimum, í norðurátt, vindurinn
hefur snúið skiltinu við fyrir
mörgum mánuöum. Nauösynlegt er
að athuga skilti, í snjókomu sést
ekkert, sé engin ljósapera í skiltinu.
enda vantar sebrastrikin hjá mjög
mörgum og það sem eftir er, er
aðeins villandi. Loksins munu hraöa-
mælingar hjálpa en sektir hafa ekki
áhrif, aðeins svipting á ökurétt-
indum.
Umferðarljósin eru einnig
ófullkomin. Sem dæmi má nefna
ljósin við Vogaskóla. Skeiðarvogur
er álitinn aöalumferðaræð og því
gert ráð fyrir að hafa umferðarljós
til að stjórna akstri á Skeiðarvogi án
tillits til þess aö mjög margir bílar
aka Gnoðarvog. Ljósasamstæöa er á
tveimur háum ljósastaurum um 6—7
m yfir jöröu. Þar eru skiltakassar,
tvöfaldir og ljósaperur ættu að vera í
þeim. 1 mörg ár, að því er ég hef veitt
athygli, hafa engar perur verið í
skiltunum. Undir skiltunum voru
einu sinni blikkandi gul ljós. VORU
en eru nú aðeins á austurstaurunum.
Umferðarljós á götuhornum gefa
„langt ljós” fyrir umferð á aðal-
brautinni, t.d. fyrir bifreiðaakstur á
Laugavegi, en mjög stutt ljós fyrir
umferð frá hliðargötum. Gangandi
maður, oft fullorðinn, getur því
aðeins komist á miðja götu og er þar
innlyksa. Efíir breytingar á
umferðareyjum (sjá grein birt 9.
október sl.) er hann óvarinn milli
bifreiða og getur hvorki komist til
baka né áfram. Breytingar á ljósbili
verður að athuga og leiðrétta.
Mér var bent á að ljósin eru oft
mjög óhrein og illsjáanlegt hvort um
rautt eða grænt ljós er að ræða. A
þetta sérstaklega við um fólk sem er
sjónskert. Áberandi er að slík óhrein
umferðarljós eru á Laugavegi við
hús fatlaðra (Hátún 10,10 A, 10 B og
12). Annaö mjög alvarlegt er að á
mörgum stöðum er ekki lengur rautt
ljós í notkun, sem bendir á að
keyrslan sé bönnuð á móti ljósi, nú
eru blikkandi gul ljós sem segja
aðeins „Varúö” í báðar áttir. Ohöpp
eru því tíð.
Eiríka A. Friðriksdóttir.