Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1985, Blaðsíða 11
DV. FÖSTUDAGUR11. OKTOBER1985. 11 Hér ar verið að hengja upp Kjarvalsmálverk frá 1934 sem er annað tveggja sem Þorvaldur Guðmundsson kom með frá Þýskalandi nýverið og sýnd verða á afmælissýningunni „Meistari Kjarval 100 ára", sem opnuð verður i Háholti í Hafnarfirði 19. október nk. Myndirnar tvær, sem hér um ræðir, voru gefnar úr landi skömmu eftir að þær voru málaðar og hafa aldrei verið sýndar hér á landi fyrr. Á myndinni með Þorvaldi eru t.v. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur og Gunnar Hjaltason gullsmiður, sem unnið hafa að undirbúningi sýningarinnar. „Meistari Kjarval 100 ára” Þorvaldur í Sfld og fisk sýnir á annað hundrað Kjarvalsmálverk I októbermánuði eru hundrað ár liðin frá fæðingu eins mesta listamanns íslensku þjóöarinnar, Jóhannesar S. Kjarvals. Margt verður gert til að heiðra minningu þess manns sem er einn helsti buröarstólpi íslenskrar myndlistar og menningar fyrr og síðar. I eigu Þorvaldar Guðmunds- sonar, forstjóra í Síld og fisk, er stærsta einkasafn Kjarvalsmynda, sem hann hefur eytt stórum hluta ævi sinnar til að safna. I tilefni afmælisins undirbýr Þorvaldur þessa sýningu á á annaö hundrað myndum, sem opnuö verður 19. október nk. í sýningarsal hans í Háholti í Hafnarfiröi. Sýningin ber yfirskriftina „Meistari Kjarval 100 ára” og hafa flest málverkin aldrei fyrr komið fyrir sjónir almennings. Nokkrar myndir hafa áratugum saman verið erlendis og eru tvær t.a.m. nýkomnar heim frá Þýskalandi, eftir að hafa verið þar frá því skömmu eftir að þær voru málaðar 1934. Elsta myndin á sýningunni er hand- málað jólakort frá 1905. Mesta verkið á sýningunni er hið margfræga „Lífs- hlaup Kjarvals”, sem er í raun vegg- fóðrið úr vinnustofu meistarans í Austurstræti. I litprentuðu afmælisriti, sem Þorvaldur gefur út í tilefni tíma- mótanna, segir Aðalsteinn Ingólfsson iistfræðingur í lokaorðum m.a.: „Á þessu afmælisári Kjarvals verða sýningar haldnar honum til heiðurs víða um land. Þó er ég sannfærður um aö engin þeirra megnar að sýna hinn fjölþætta og útreiknanlega feril hans með eins hnitmiðuðum og sannfærandi hætti og þessi sýning í Háholti. ’ ’ Hér á myndinni sjást vinningshafar i verfllaunagetraun Ferðafélagans, ásamt fulltrúum þeirra fyrirtækja og stofnana sem gáfu verðlaunin. DV-mynd S. Ferðafélaginn veitir verðlaun Iþróttasamband lögreglumanna hefur tvö sl. ár gefið út Ferðafélagann, rit sem kemur út í 50 þús. eintökum og er dreift ókeypis um allt land. Umferðarráð hefur verið ráðgefandi í þessari útgáfu og einnig FlB. Efni rits- ins fer inn á þau atriði sem skipta máli í akstri úti á vegum. Þannig að ritið er miðill til ökumanna — þar sem áhersla er lögð á öryggisatriöi í keyrslu og allt sem viðkemur umferð. Blaðið efndi til verðlaunagetraunar. I gær var átján vinningshöfum veitt verðlaun sem voru afar glæsileg. Fyrstu verðlaun voru t.d. utanlands- ferð og sumarhús í Hollandi, önnur verðlaun voru utanlandsferð. Það voru Arnarflug, FlB, Rauöi kross Islands og Frón hf. sem lögðu til verðlaunin. Tillaga BSRB-stjómarinnar um úrsögn kennara: SKIPTAR SKODANIR UM FYLGIVID TILLÖGUNA Stjórn BSRB hefur sent öllum þingfulltrúum, sem væntanlega sitja þing BSRB 22.-26. okt. nk., þing- gögnin. I þeim gögnum er m.a. til- laga frá stjórninni sem borin verður upp til atkvæðagreiðslu á þinginu. Sú tillaga styðst við 17. gr. laga banda- lagsins og er um endurtekningu á at- kvæðagreiðslu kennara um úrsögn úrBSRB. „Allsherjaratkvæðagreiðsla hefur farið fram og ég sé enga ástæðu til að endurtaka hana,” sagði Valgeir Gestsson, formaður Kennarasam- bands Islands, í viðtali í DV. Hann sagöist telja það gerræðislegt af stjórn BSRB að leggja þessa tillögu fram. Við ræddum við nokkra þing- fulltrúa, sem munu sitja þingið, um þessa tillögu og afstöðu þeirra. „Persónulega finnst mér ekki hægt að skikka neinn tU að vera í félagi sem ekki viU vera með. Það er meiri- hlutinn í kennarasambandinu sem viU fara” sagði JarmUa Hermanns- son hjá Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins. Hún mun sitja sitt fyrsta BSRB-þing nú. „En mér þykir heldur sárt að missa kennarana úr BSRB,” bætti hún við. „Mér fannst mikið tU um samstöðu manna í verk- fallinu og sérstaklega kennara sem vorumjög virkir.” „Eg efast um það,” svaraöi Tómas Sigurðsson hjá Vita- og hafnarmála- stjórn þegar hann var spurður hvort tiUaga stjórnar BSRB næði fram að ganga á þinginu. „Eg held að það sé ákaflega erfitt aö halda félagi inni sem hefur ákveð- iö að fara úr bandalaginu,” sagði hann. „Svona félög, eins og eru í BSRB, verða ÖU aö fara að þeim lögum sem félagarnir hafa sjálfir sett,” sagði Guðlaugur Einarsson hjá Geislavörnum ríkisins aðspurður umtiUöguna. Viö fleiri þingfulltrúa var rætt og flestir voru á þeirri skoðun að erfitt væri úr þessu að „neyða” kennara tU áframhaldandi veru í BSRB og að tU- lagan næði ekki fram að ganga á þinginu. -ÞG Tillagaað deiliskipulagi Skúlagötusvæðisins Sölvhólsgata Lindarcata Auglýsing um deiliskipulag og breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur Með vísan til 17. og 18. gr. laga nr, 19/1964, er hér með auglýst deiliskipulagstillaga Skúlagötusvæöisins sem af- markastaf Sætúni, Snorrabraut, Hverfisgötu og Ingólfsstræti. Tillagan felur í sér landnotkunarbreytingu og breytingu á umferðarkerfi á staöfestu Aðalskipulagi Reykjavíkur. Uppdrættir, ásamt líkönum og greinargerö liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofutima í Byggingaþjónust- unni, Hallveigarstíg 1, frá og með föstudeginum 11. okt. til 22. nóv. 1985. A miövikudögum milli kl. 16.00 og 18.00 munu höfundar og/eða fulltrúi Borgarskipulags mæta á staöinn og svara fyrirspurnum varöandi tillöguna. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skal skila skriflega á sama stað eigi síðar en kl. 18.00, föstudaginn 6. des. 1985. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir breytingunni. R<,¥kjavík 11 oktúber 1985 Borgarskipulag Reykjavikur Þvarholti 1S, 105 Raykjavik. ÚRVAL AF BLÓMAPOTTUM, HLÍFUM OG FLEIRA ÚRVAL AF GLER-GJAFAVÖRUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.