Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1985, Blaðsíða 8
8 DV. ÞHIÐJUDAGUR15. OKTÖBER1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Breytingar á sænsku stjórninni: Lennart Bodström var svo góður utanrikisráðherra að það varð að setja hann i menntamálaráðuneytið, segja Sviar og brosa. „Ég lít ekki á þetta sem neitt nei- kvætt, til þess álít ég menntamálin of mikilvægan málaflokk,” sagði Lenn- art Bodström í gær er fréttamenn þjörmuðu að honum eftir að Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, hafði tilkynnt um nokkrar breytingar á ríkisstjórn sinni. Langmesta athygli vakti að Bod- ström var látinn hætta sem utanríkis- ráðherra, gerður að menntamálaráð- herra í staðinn. Utanríkisráðherra verður nú Sten Anderson, fyrrum fé- lagsmálaráðherra, sem þar áður gegndi um árabil embætti fram- kvæmdastjóra Jafnaðarmannaflokks- ins. Lennart Bodström hefur oft átt í vök að verjast sem utanríkisráðherra og verið gagnrýndur mjög. Hámarki náði gagnrýnin í fyrra eftir að sex f jölmiðl- ar skýrðu frá því að Lennart Bodström hefði á óformlegum kvöldverðarfundi með nokkrum blaðamönnum haldiö því fram að ekki lægi fyrir nein vissa um að sovéskir kafbátar hefðu rofið sænska landhelgi þrátt fyrir að sænski sjóherinn hefði skömmu áður lagt fram „sannanir” fyrir slíku. Bodström neitaði því að hafa látið sér þetta um munn fara og gaf í skyn blindur maður verður ráðherra aö fulltrúar fjölmiðlanna hefðu gert samsæri gegn sér. Atvikið leiddi smám saman til þess að stjórnarandstaðan bar fram van- trauststillögu á Bodström sem var felld. Blöð stjórnarandstöðunnar gera í morgun grín aö skýringum Palme á breytingunni, kjarni hennar sé ákaf- lega mótsagnakenndur, nefnilega aö Bodström hafi staðið sig svo vel sem utanríkisráðherra að það hafi reynst nauðsynlegt að láta Sten Anderson taka við. Af öðrum breytingum á stjórninni má nefna að Anders Thunborg lætur nú af embætti varnarmálaráöherra en Thunborg hafði farið fram á það sjálf- ur í fyrra. Blindur maður tekur nú sæti ráð- herra í fyrsta sinn, Bengt Lindquist, hann verður aðstoðarfélagsmálaráð- herra. NOBELSLAUNIN í HAGFRÆÐI TILKYNNT f DAG Tveir sérfræðingar í blóðfifu og kransæðastíflum fengu læknisfræðiverðlaunin í gær Sænska vísindaakademían mun kunngera í dag hverjum hlotnast nóbelsverðlaunin í hagfræði. — Tveir Abbas farínn frá Júgóslavíu bandariskir prófessorar hlutu í gær nóbelsverðlaunin í læknisfræði. Þeir Michael S. Brown og Joseph L. Goldstein fengu verðlaunin í læknis- fræði fyrir framlag sitt til rannsókna sem þykja líklegar til þess að draga úr dauðsföllum af völdum hjartakrank- leika. Var sagt að starf þeirra hefði gjörbylt meðferð sjúklinga, sem hefðu fyrir erfðir óvenjumikla blóðfitu í æð- um, en eins gögnuðust rannsóknir þeirra vel öldruöu fólki í hættu á krans- æðastíflu. Margir giska á að hagfræðiverðlaun- in verði látin ganga til hagfræðings fyrir eldri framlög, eins og gerðist í fyrra. Ella hagfræðinga sem rannsak- að hefðu leiðir til að leysa vanda þró- unarlandanna. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Þórir Guðmundsson Bodström spark- að f menntamálin Grimmir PLF segir Klinghofer hafa dáið úr hjartaslagi honum til að tengja hann sjóráninu í síðustu viku. Ekki er vitað hvar Abbas er niður- kominn nú. Bandaríska utanríkisráðuneytið sagði í gær að lík gamals manns hefði rekið á land nálægt Tartous í Sýrlandi. Ef þetta er lík Klinghofers, sem sjó- ræningjarnir eru sagðir hafa drepið, þá er hægt að skera úr um hvort dánar- orsökin er morð. I tilkynningu sem gefin var út í Túnis hélt PLF því fram að Klinghofer hefði dáið úrhjartaslagi. Heimildir innan ítalska dómskerfis- ins sögðu í gær að sjóræningjarnir fjór- ir neituðu að hafa átt nokkurn þátt í dauða Klinghofers. Tilkynning PLF staðfesti í fyrsta sinni að mennimir fjórir hefðu verið um borð i skipinu til að ráðast á ísra- elsku höfnina Ashdod, sem var næsti viðkomustaður skipsins. Sjóræningjarnir fjórir eiga að hafa sagt yfirvöldum á Ítalíu að þeir hafi tekið 'skipið eftir að þjónustumaður kom að þeim með vopn sín í höndum sér í káetu þeirra. Hosni Mubarak Egyptalandsforseti hefur krafist afsökunarbeiðni frá bandarískum yfirvöldum fyrir að hafa neytt egypska farþegavél til að lenda á Italíu. Abu Abbas, er nú sloppinn frá Júgóslavíu, en enginn veit hvert. Bauda- ríkjamenn eru hoppandi vondir. Hætta Bretar í Unesco? Bretland hefur hótað að draga sig út úr starfi Menningarstofnunar Samein- uðu þjóðanna (UNESCO) um næstu áramót nema meiriháttar breytingar verði gerðar á starfsemi stofnunarinn- ar á komandi vikum. Hafa þó mörg samveldislandanna lagt að bresku stjóminni að halda Bretlandi áfram í UNESCO og vinna að breytingum inn- an frá. Timothy Raison þróunarráðherra sagði á fundi UNESCO í Sofía í gær að Bretland leitaði gagngerðra umbóta á stofnuninni á yfirstandandi þingi (næstuð vikur). Lokaákvörðun Breta verður að lík- indum kunngerð í desemberbyrjun. Þykir hugsanlegt að fleiri Vesturlönd, sem verið hafa gagnrýnin á starfshætti UNESCO, kunni að fylgja Bretum. Bandaríkin gengu út úr UNESCO í fyrra eftir að hafa sakaö stofnunina um pólitískar afgreiðslur mála og fjandsemi við Vesturlönd en þó mest um óreiðu í rekstri og fjáraustur í lítt gagnlegar rannsóknir. — Með Banda- ríkjunum missti UNESCO 1/4 af tekj- umsínum. sjimpansar Skjóta varð tvo sjimpansa í dýra- garðinum í Köln eftir að þeir höfðu ráöist á forstjóra dýragarðsins. Meiddu þeir forstjórann illa og varð hann að gangast undir skurö- aðgerð auk þess að sauma varð saman sum bitsárin. Forstjórinn hafði verið kallaður að apabúrunum, eftir að sjimpans- arnir, sem báðir eru komnir yfir þrítugt, höfðu sloppið úr búrum sín- um. Leiðtogi palestínska skæruliöahóps- ins, sem sjóræningjar Achille Lauro heyrðu undir, hefur nú sloppiö út úr Júgóslavíu. Þetta er í annað sinn sem hann gengur úr greipum bandarískra yfirvalda. Brotthvarf Abu Abbas, yfirmanns PLF, frá Belgrað olli nýjum reiði- köstum í Washington þar sem embættismenn eru enn í loftinu yfir því að Egyptaland og Italía neituðu að framselja Abbas. Þeir lýstu yfir að þeir hefðu beöið Júgóslavíu að fram- selja Abbas. En sendiherra Júgóslavíu í Washing- ton endurtók orð Itala þegar hann sagði að stjóm hans gæti ekki haldið Abbas vegna ónógra sannana gegn Hundadrápfíran Borgaryfirvöld í Teheran lóguöu 40 þúsund hundum á síöasta ári sem var í fyrsta árið í heilmikilli herferð gegn óhollustu í borginni. Borgarblaðið Islamska lýðveldið segir að aflifunin hafi fylgt heil- brigðisreglum í hvívetna og hund- arnir verið urðaðir utan þéttbýlis. — En einn sauðahirðir, sem hafði sofnað í gömlu rútubílsflaki, var skotinn til bana i misgripum þegar hundafangarar gerðust of ákafir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.