Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1985, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1985, Blaðsíða 26
^ 26 DV. ÞRIÐJUDAGUH15. OKTOBER1985. Ásgeir M. Ásgeirsson, fyrrverandi skipstjóri og kaupmaöur í Sjóbúðinni viö Grandagarö, lést mánudaginn 14. október. Ásgeir var fæddur 20. febrúar 1910 aö Tröð í Álftafiröi í N-lsafjarðar- ýslu. Hann stundaði sjómennsku í tæp 30 ár á iinuveiöurum, togurum og flutningaskipum og sigldi hann t.d. öll stríösárin til Englands sem stýrimað- ur og skipstjóri. Ásgeir lét af_skip- stjóm 1950 vegna heilsubrests og rak * eftir þaö Sjóbúöina viö Grandagarð í Reykjavík sem er flestum sjómönnum kunn. Eiginkona Asgeirs, Sigríöur Soffía Guðmundsdóttir lést árið 1965. Síðustu mánuði átti Ásgeir viö van- heilsu að stríöa. Eyjólfur Ben Sigurðsson lést 5. október sl. Hann var fæddur 15. september 1964 og uppalinn í Keflavík. Hann var sonur hjónanna Siguröar Ben Þorbjörnsson- ar og Maju Sigurgeirsdóttur. Eyjólfur útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Suö- urnesja nú í vor á iönaðarbraut blikk- smiöa, læröi blikksmíði hjá Islenskum aöalverktökum og hugöist taka sveins- próf í iðninni í þessum mánuöi. Eyjólf- ur starfaöi einnig í Björgunarsveitinni Stakki í Keflavík. Otför hans verður gerö frá Keflavíkurkirkju í dag kl. 14. Guörún Guöbrandsdóttir andaöisT í Landakotsspítala aö kvöldi laugar- dagsins 12. október. Höröur Thor Morthens, sem lést mánu- daginn 7. október, veröur jarðsunginn frá Háteigskirkju miövikudaginn 16. október kl. 13.30. Vilberg Sigfús Helgason, HoltageröL78 Kópavogi, andaöist í Landspítalanum föstudaginn 11. þessa mánaöar. Eyjólfur Þórarinn Jakobsson, Hraun- bæ 50, er lést laugardaginn 12. október, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 21. þ.m. kl. 13.30. Hannes Þóröur Thorsteinsson, Fram- nesvegi 61, lést aöfaranótt fimmtu- dagsins á heimili sínu. Elísabet Anna Guðnadóttir, Sæbóli, Ingjaldssandi, veröur jarðsungin frá Sæbólskirkju miövikudaginn 16. októb- erkl. 14. Sigríöur Pétursdóttir, síðast vistkona Hrafnistu, Hafnarfiröi, hefur veriö jarðsungin í kyrrþey að ósk hennar. Ólöf Valgerður Diðriksdóttir, Gaut- landi 11, sem lést í Borgarspítalanum 9. október, veröur jarðsungin frá Bú- staöakirkju fimmtudaginn 17. október kl. 13.30. Fjóla Borgfjörð, Þverbrekku 4 Kópa- vogi, verður jarösett í Gufuneskirkju- garði á morgun miövikudaginn 16. október. Athöfnin hefst í Fossvogskap- ellukl. 13.30. Olöf Guðmundsdóttir, Efstasundi 57, verþur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 16. október kl. 15. Hanna K. Gisladóttir, Engihlíö 7, lést í Borgarspítalanum þann 12. október. Helga Benónýsdóttir frá Haukabergi í Dýrafiröi, lést í Borgarspítalanum í Reykjavík sunnudaginn 13. október sl. Sólveig Júlíusdóttir, Grundarstíg 5 B Reykjavík, fyrrum húsmóöir aö Grind- um í Skagafirði, lést í Borgarspítalan- um þann 13. október. Valgerður Guðmundsdóttir hjúkrunar- kona, lést á Droplaugarstööum laugar- daginn 12. október. Kristín Steingrimsdóttir, Eyrarbraut 6 Stokkseyri, áður búsett á Siglufiröi, lést föstudaginn 11. október. Halldóra Guömundsdóttir, síöast til heimilis i Akralandi 3 Reykjavík, léstí Borgarspítalanum aðfaranótt mánu- dagsins 14. október. Tilkynningar Almanak Háskólans Ot er komiö Almanak fyrir Island 1986 sem Háskóli Islands gefur út. Þetta er 150. árgangur ritsins sem komiö hefur út samfeUt síðan 1837. Dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjarnfræðingur hjá Raunvísindastofnun Há- skólans, hefur reiknaö almanakið og búið þaö til prentunar. Ritið er nú 96 bls. að stærð og hefur þvf fjórfaldast að blaðsiðutali á síðustu 20 árum. Auk dagatals með upplýsingum um flóð og gang himintungla flytur almanakið margvíslegan fróðleik. I heild er yfirbragð ritsins svipað og undanfarin ár en ýmsar töflur og teikningar hafa verið endurskoðaðar með hliðsjón af nýjustu upplýsingum. Af nýju efni má nefna grein um halastjömu Halleys, sem gæti orðið sýnileg hér á landi um ára- mótin (reyndar fyrr í sjónauka), og tölvufor- rit sem nota má tU ýmiss konar dagatals- reikninga. Eins og síðastliðið ár mun HáskóUnn sjálfur annast sölu almanaksins og dreUingu þess til bóksala en það verkefni var áður í höndum Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. Eftir sem áður mun Þjóðvinafélagið hafa heimild til að gefa út Almanak Háskóians sem hluta af eigin almanaki, enda löng hefð fyrir þvi. Iceland — Yearbook of Trade & Industry '85 Hjá Iceland Review er komin út árbókin Iceland — Yearbook of Trade & Industry ’85. Bókin er á ensku og í henni er fjallað um allt það helsta er varðar fiskveiðar, fiskvinnslu, útflutningsiðnað og markaðsmál Islendinga á sl. ári. Iceland Review hefur gefið út ritið Iceland Fisheries Yearbook árlega síðan árið 1981 og hefur sú útgáfa gefið mjög góða raun. Þess -vegna var nú ákveðið að auka útgáfuna þannig að hún næði einnig yfir aðrar greinar framleiðslu og útflutnings okkar. Bókin í ár hefur því að gcyma alla þá þætti sem Fisheries Yearbook hefur hingað tU sinnt, auk hliðstæðrar umfjöUunar um aörar framleiðslugreinar. Sem dæmi má nefna yfir- litsgreinar eftir fjölmarga frammámenn og sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum sjávarút- vegs, iðnaðar og viðskipta. Fjallað er um stóriðju, vikurútflutning, loðdýra- og fiskirækt, húsgagna-, fata- og sælgætisút- flutning og margt fleira mætti nefna. Auk þessa eru i ritinu töflur yfir afla, vinnslu, framleiðslu og útflutning, listar eru yfir opinberar stofnanir, tengdar sjávarútvegi og iönaði, framleiðendur, útflytjendur og sölu- skrifstofur erlendis. Matthías A. Mathiesen viðskiptaráðherra ritar inngang að bókinni. Iceland — Yearbook of Trade & Industry ’85 er 80 blaðsíður að stærð og prýdd fjölda mynda. Verö bókarinnar, án söluskatts er kr. 315. Ritstjóri er Haraldur J. Hamar. Rauði krossinn gefur endurskinsmerki Stjóm Rauða Kross Islands hefur ákveðið að festa kaup á eitt hundrað þúsund endurskins- merkjum og verður mestum hluta þeirra dreift ókeypis til skólabarna. Þessi endurskinsmerki, sem væntanleg eru til landsins á næstu dögum, eru talin þau bestu sem völ er á og þau fullnægja að sjálf- sögðu öUum þeim skilyrðum sem umferðar- yfirvöld gera tU sh'kra merkja. Endurskin þessara merkja er meira en þekkst hefur hér á landi tU þessa. Rauði krossinn og Umferðarráð munu hafa samvinnu um dreifingu merkjanna og enn- fremur verða gefnir út bæklingar með upplýsingum um rétta notkun þeirra og hafður verður uppi áróður um notkun þeirra, bæði meðal barna, unglinga og ekki síður full- orðinna — því við verðum að geta treyst full- orðna fólkinu í umferöinni. Geðhjálp — þjónusta Geðhjálp verður með opið hús á mánu- dögum og föstudögum frá kl. 14—17 og laugardögum frá kl. 14—18 í félagsmið- stöðinni að Veltusundi 3b. Símaþjón- usta er á miðvikudögum frá kl. 16—18: s. 25990. Símsvari allan sólarhringinn gefur upplýsingar um starfsemi fé- lagsins. Vetraráætlun verður auglýst síðar. Bókasafn Kópavogs Breyting á opnunartímum. Frá og meö 1. október verður bókasafniö opið sem hér segir. Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, föstudaga kl. 11—21. Laugar- dagakl. 11—14. Sögustundir fyrir 3—6 ára börn verða á miðvikudögum kl. 10—11 og kl. 14—15. Bókasafnavika verður dagana 14.—20. október nk. I tilefni hennar verða Sektir felldar niður fyrir vanskil á bókum og eru allir hvattir til að losa sig viö gamlar syndir. Til þess gerður kassi verður í safninu þessa daga fyrir vanskilabækur. Þá verður brúðu- leikhús með sýningu á Rauðhettu i sögustund 18. október kl. 14 og sýndar verða auk þess gamlar ferðabækur um Island. Myndbönd. Bókasafn Kópavogs býður nú lánþegum auk bóka, tímarita og blaða upp á heimlán á hljómplötum, snældum og nú síöast myndböndum. Strætisvagnar Reykjavíkur Frá og með 23. september 1985 verða fargjöld SVRsemhérsegir: Fullorðnir: Einstök fargjöld kr. 25. Farmiðaspjöld með 4 miðum kr. 100. Farmiöaspjöld með 26 miðum kr. 500. Farmiðaspjöld aldraðra og öryrkja með 26 miðum kr. 250. Fargjöldbarna: Einstök fargjöld kr. 7. Farmiðaspjöld með 20 miðum kr. 100. Knattspyrnudeild Víkings Æfingar í Réttarholtsskóla 1985: Sunnudagur: 5. fl. kl. 9.40-11.30. 6. fl. kl. 12.10-13.00. mfl. kv. kl. 13.00-13.50. 3. fl. kl. 13.50-15.30. 2. fl. kl. 15.30-17.10. e.fl. kl. 17.10-18.50. Laugardagur: 4. fl. kl. 13.50-14.40. Miðvikudagur: m.fl. k. kl. 21.20-23.00. Fundir Húsmæðrafélag Reykjavíkur Fundur veröur í félagsheimilinu Ðaldursgötu 9 fimmtudaginn 17. október kl. 20.30. Spiluö veröur félagsvist. Kaffiveitingar. Konur, fjöl- menniö. Vélprjóna- samband íslands Aöalfundur félagsins veröur haldinn 19. október að Hótel Hofi, Rauöarárstíg 18, kl. 14 e.h. Tónlist „Fimm tónleikar á sex dögum" Fjórða starfsár Islensku hljómsveitarinnar hefst með tónleikum i Bíóhöllinni á Akranesi laugardaginn 19. október kl. 15. Tónleikamir verða endurteknir í þjóðkirkjunni Hafnarfirði sunnudaginn 20. október kl. 16, í Selfosskirkju þriðjudaginn 22. október kl. 20.30 í Kefla- víkurkirkju og loks í Langholtskirkju í Reykjavík fimmtudaginn 24. október kl. 20.30. I ár verða haldnir tíu áskriftartónleikar á hverjum áöurnefndra staða, alls fimmtiu tónleikar, og eru þessir tónleikar þeirra fyrstir. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Bandaríski hljómsveitarstjórinn Marc Tardue stjómar hljómsveitinni. Söng- konan Ella Magnúsdóttir kemur fram á tónleikunum. Þór seldur á 1.000 kr. Fjármálaráðuneytið seldi Slysa- varnafélagi Islands varðskipið Þór í gær. SVFI hyggst nota skipið til æfinga fyrirsjómenn. I fyrra var skipið selt fyrir um 10 milljóiiir. Þeir sem keyptu skipið stóðu ekki við kaupsmaning og rifti fjár- málaráöuneytið kaupsamningnum í sumar. I gær stóð siöan til að fara með skipið í niðurrif. Slysavarnamenn sáu sér leik á borði og keyptu skipið fyrir 1.000 krónur. ADU Gómaður með f jórar freyðivíns- flöskur Brotist var inn í veitingahúsiö Lækjarbrekku í nótt kl. 2. Menn frá Securitas tilkynntu lögreglunni að rúða væri brotin í húsinu. Lögreglan var fljót á staðinn og rétt á eftir gómaði hún mann í nágrenni hússins. Hann var með fjórar freyði- vínsflöskur og ferða-, útvarps- og segulbandstæki. Maðurinn viður- kenndi að hafa brotist inn í Lækjar- brekku. Hann var fluttur á lögreglu- stöðina þar sem hann fékk að gista í nótt og í morgun fékk RLR málið til meðferðar. -SOS. Kveðja til frænda og vina. Það fer ekki á milli mála, hver vonbrigdiþad voru mér ad geta ekki sakir lasleika sótt nidjamót það, sem nglega fór fram — fgrst ad Hásatóftum en sídan í félagsheimilinu t Grindavík. Ég haföi að sjálfsögðu fréttir af öllu, sem gerðist, og fgllti það mig stolti fgrir hönd œttingja minna og vina. í tilefni af þessum tímamótum langar mig til þess að senda frœnd- liði mínu eftirfarandi vísu, sem ort var á sínum tima af foðurlands- vininum Jóni Ólafssgni ritstjóra og skáldi: Við skulum eiceðrast, þó inn komisjór og endrum og sinn gef’ á bátinn. Að halda sitt strik, ver’í hœttunni stór og horf' ekki um öxl — það er mátinn. Þessi er kveðja mín og herhvöt til allra vina og vandamanna af Húsatóftacett. ÓlafurE. Einarsson. Nauðungaruppboð annaö og síöasta á hluta í Skólavöröustíg 18, þ.e. 1. hæö, þingl. eign Péturs Gunnlaugssonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns A. Jónssonar hdl. og Jóns Magnússonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. október 1985 kl. 15.15. Borgarfógetaembættiö í Reykjavlk. Nauðungaruppboð sem auglýst.var i 71., 75. og 81. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta I Sóleyjargötu 19, þingl. eign Björns Loga Björnssonar, fer fram eftir kröfu Ásgeirs Thoroddsen hdl., Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Lands- banka Islands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. október 1985 kl. 16.15. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 71., 75. og 81. tbl. Lögbirtingablaös 1985 á hluta í Ööinsgötu 20 B, þtngtreign Önnu Karenar Sverrisdóttur, fer fram eftir kröfu Veödeildar Landsbankans, Jóns Þóroddssonar hdlT og ijjaid- heimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. október 1985 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 105. tbl. Lögbirtingablaös 1984 og 10. og 13. tbl. þess 1985 á Safamýri 18, þingl. eign Martins Petersen, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka Islands, Guðjóns A. Jónssonar hdl., Landsbanka Islands og Jóhannesar L.L. Helgasonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. október 1985 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 53., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Seljugeröi 8, þingl. eign Ölafs Sigurþórs Björnssonar, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavik, á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. október 1985 kl. 13.30. Borgarfógetaembættiö í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Skólavöröustig 18, 2. hæö, þingl. eign Leigumála, fer fram eftir kröfu Gjaldheirmunnar í Reykjavik, Baldurs Guölaugssonar hrl., Þorfinns Egilssonar hdl., Guðmundar Jónssonar hdl., og Árna Vilhjálmssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. október 1985 kl. 15.00. Borgarfógetaembættiö í Reykjavik. Nauðungaruppboð 2. og siöasta á veitingastofu á Vatneyri, þingl. eign Eyrargrills sf., fer fram eftir kröfu Ásgeirs Thoroddsens hdl. og Sigríöar Thorlacius hdl. á eigninni sjálfri miövikudaginn 16. október 1985 kl. 16.00. Sýslumaöurinn i Baröastrandarsýslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.