Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1985, Page 14
14
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. OKTOBER1985.
Spurningin
Hefur þú orðið var við bættan
akstursmáta fólks í tilefni
umferðarviku?
Bjarni Helgason: Ég á nú heima úti á
landi og hef því ekki orðiö svo rnikið
var viö breytingu. Þetta er þó mjög
jákvætt fyrirbæri og hvetur fólk t.d. til
að spenna beltin.
Kirk Marteinsson: Ég veit nú ekki. Ég
hef verið á Akureyri og lítið fylgst með
þessu.
Henry Henrikssen: Ég er ekki frá því
að mörgu leyti. Menn taka meira tillit
til annarra í umferðinni og veitti ekki
af, þetta var í mesta ólestri eins og það
var.
Helgi Þórarinsson: Nei, ég hef ekki
orðið var við það. En þetta er þó
jákvætt, þ.e.a.s. þessi herferð. Ég hef
t.d. bætt mig.
Sigríður Arngrímsdóttir: Eg hef ekki
veitt því mikla eftirtekt ennþá en þetta
verður þó trúlega til bóta.
Guðjón Kristinsson: Ég get nú varla
séð það en þetta hlýtur þó að verða til
bóta.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Starfsmenn rásar 2 njóta mikilla vinsœlda hjá bráfritara. Hór eru þeir fyrir utan útvarpshúsifl vetrarlegir á svipinn.
RÁS 2 OG SJÓNVARPtÐ
AGÆTT EINSOGÞAÐER
Einánægö skrifar:
Mig langar að segja nokkur orð um
sjónvarpið og rás tvö.
Margt hefur verið ritaö undan-
farnar vikur um þetta en mig langar
að segja frá mínu sjónarmiði. Ungl-
ingarnir kvarta yfir of litlu unglinga-
efni en mér finnst vera nóg af því.
Skonrokk hálfsmánaðarlega og nú
FAME sem ég hef beðið eftir lengi.
Nú svo og þættir á laugardögum t.d.
Hver er hræddur við storkinn? Mér
finnst óþarfi að kaupa Top of the
Pops, þaö væri betra ef sjónvarpið
tæki upp innlenda þætti fyrir ungl-
inga og þá um framhaldsskóla, lengd
náms og atvinnumöguleika eftir það
og hver inntökuskilyrði eru og fleira
mætti telja. Og svo mætti halda
áfram að heimsækja skóla og kynn-
ast félagslifinu í þeim, sér I lagi
heimavistarskólum. Af nógu er að
taka. Og svo mættu þeir náttúrlega
halda áfram að taka til sýningar einn
og einn þátt um einn hljómlistar-
mann eöa hljómsveit(ir) samanber
Bitlaþáttinn, Montreux tónleikana,
þáttinn um Agnethu án ABBA o.fl.
Unglingarnir hafa verið að biöja um
vinsældalista rásar tvö í sjónvarpið.
Eruö þið búin að missa vitið? Hver
haldið þið aö nenni að sitja við sjón-
varpið og horfa á Pál Þorsteinsson
eða Gunnlaug Helgason, lesa af blaði
1 eða 2 klukkutíma? Og ef til væri
myndband með lögunum sem flutt
væru kannski þátt eftir þátt, þá
myndi það einungis spilla fyrir
Skonrokki og þiö mynduð fá hundleið
á vinsældalistanum og heimta
annað. Hvað þá? Við skulum heldur
þakka fyrir það sem við höfum. Mér
finnst rás tvö góð eins og hún er og
sjónvarpiö ágætt þegar ég horfi á
það (sér í lagi fréttir og músíkþætti).
Fréttirnar á rás tvö eru sumar
hverjar öðruvísi en við eigum að
venjast en það er bara betra. Starfs-
menn rásar tvö eru margir og mis-
munandi en flestir þættir sem ég hef
hlustaö á finnast mér góðir. Nú á að
vera barnaþáttur á rásinni, á mánu-
dögum og þriðjudögum, mig langar
að spyr ja hvað verði þá af hinum f rá-
bæra þætti Páls á þriðjudögum,
þessum meö símatímann? Þar eru
umræðuefni fjölbreytt og
skemmtileg, t.d. þegar fólk syngur
barnalög í símann bara til aö vinna
sér inn plötu. Tónlistarkrossgátan,
Lög og lausnir, Frístund, Pósthólfið,
Línur, Krydd í tilveruna, Dægur-
flugur, I fullu fjöri, Rökkurtónar,
Bögur, Kringlan, Vinsældalistinn og
síðast en ekki síst föstudagsnætur-
vakt eru allt vel gerðir þættir og mér
finnast þeir skara fram úr. Laugar-
dagsnæturvakt er ekki góð, það
þyrftu að vera tveir stjómendur til
aö hún stæðist samanburð við
föstudagsvaktina.
Þetta læt ég vera nóg í bili.
Ekkó er góð sýning fyrir alla
Unglingur skrifar:
Ég fór um daginn í leikhús sem ég
geri örsjaldan vegna þess að yfirleitt
finnst mér fátt vera í leikhúsunum
fyrir mig. Svo heyrði ég auglýst að
verið væri að sýna leikritið Ekkó,
guðimir ungu hjá Stúdentaleikhúsinu.
Við drifum okkur nokkur saman og
líkaði stórvel, mér finnst að það ætti að
sýna þetta leikrit í skólum eða þá að
bjóða skólafólki að komast á þessar
sýningar.
Tónlistin hennar Ragnhildar Gísla-
dóttur er frábær og mörg atriöin eru
stórgóö og íiýna einmitt vel hvernig
klíkur geta haldið saman þegar eitt-
hvað bjátar á. Ég held að allir hefðu
gott af því aö sjá þessa sýningu, sama
áhvaðaaldri þeireru.
Stúdentaleikhúsið hefur sýnt sig
vera árseflifl og skemmtilegt
leikhús. Nýjasta verkið ætlar ekki
afl breyta þar neinu um.