Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1985, Síða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. OKTÖBER1985.
15
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Tannlæknar:
Endurgreiða
þeirsjúkl-
ingum
sínum?
Jóuína Sveinsdóttir skrííar:
Fyrir sköiranu sendi ég DV til
birtingar fyrirspum um hvort ég
ætti ekki rétt á endurgreiðslu frá
tannlækni er ég greiddi fjörutíu
þúsund krónur á þeim tíma er tann-
læknar tóku sér leyfi til aö hækka
stórlega gjaldskrá sína. En meö þá
hækkun uröu þeir aö bakka — og
endurgreiöa „opinbera geiranum”
stórfé.
Þar sem tannlæknar vöröu í
fyrstu gerðir sínar meö vísun til
lögfræöinga sinna, beindi ég fyrir-
spum minni einkum til hlutaðeig-
andi lögfræðinga, en þar sem
nokkur tími er nú liðinn frá því aö
fyrirspum mín birtist í DV og svar
hefur ekki birst enn, svo aö mér sé
kunnugt, hlýt ég aö gera hér stutt-
an stans — og spyrja nánar — og
nefnanöfn:
Sagt er mér aö lögfræðingar þeir,
sem hér um ræðir, séu þeir Guö-
mundur Ingvi Sigurösson og Bene-
dikt Sigurjónsson. Ef hér er rétt
fariö með nöfn hlýt ég aö spyrja
fyrmefnda menn, en að öörum
kosti beini ég fyrirspum um þaö til
Tannlæknafélagsins, hverjir um-
ræddir lögfræöingar séu. — Því
hlýtur félag tannlækna aö geta
svarað þótt tannlæknir minn hafi
engu svarað mér um það hvort ég
eigi rétt á endurgreiöslu.
Hjá Guðmundi I. Sigurössyni
fengust þau svör aö þetta mál væri
ennþá á samningastigi og þar með
einnig þátturinn um endurgreiöslu.
En það væri sjálfstæöur þáttur í
samningunum.
Ráðherrastóll:
Þorsteinn leysir
engan vanda
5891—7583 hringdi:
„Þaö er mín skoðun aö þaö sé
veriö aö spila með Þorstein
Pálsson í þessari ráöherrastóla-
deilu. Ég spyr bara, hverju í
ósköpunum á hann aö bjarga?
Stráklingur sem var fundinn á Sél-
fossi og settur í formannsstólinn af
því aö enginn betri fannst. Ég hef
líka heyrt ráöherra segja aö hann
leysi engan vanda þó hann setjist í
ráöherrastól. Viö úti í þjóðfélaginu
höfum heldur enga trú á honum.”
Vantargangbraut
á Njálsgötuna
Móöir hringdi:
„Þaö vantar alveg nauðsynlega
gangbraut á Njálsgötuna en hún er
tvístefnugata og ákaflega erfið
yfirferðar. T.d. eiga börn oft mjög
erfitt með að komast yfir hana. Er
mesta furöa aö ekki hafa orðið stór-
slys þar. En nú á miðvikudaginn
geröist þaö aö gömul kona varö
fyrir bíl hér. Þaö er því orðin brýn
nauðsyn að gera eitthvaö í málinu
en okkur hér finnst við oft vera ansi
afskipt í þessu hverfi. Væri nú ekki
ráð að hefjast handa í tilefni um-
ferðarviku, og gera eitthvað í
málinu?”
■II
Hringið
kl. 13-15 eða
Sjónvarpið:
Sýnið amerísk-
an fótbolta
Áhugamaður um amerískan fótbolta
skrifar:
„Ég vil skora á Bjarna Fel., þann
ágæta sjónvarpsmann, aö leyfa okkur
Það er engin miskunn sýnd i
ameríska fótboltanum og ekki fyrir
veifiskata að vera þar.
hér á skerinu aö líta augum ameriskan
fótbolta (American Football). Þessi
leikur er mjög áhugaverður og er ég
viss um aö haröir Islendingar heföu
gaman af honum.
Þessi leikur nýtur töluverðra
vinsælda hér og margir fylgjast með
úrsiitum leikja svo nú er bara aö fá aö
sjá þá!
ÁÖLLUM BLAÐSÖLUSTÖÐUM
13VTK4ÍV
er
bladið!