Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1985, Blaðsíða 16
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR15. OKTOBER1985. fþróttir Sigurbjörg Kjartansdóttir. Kraftlyftingamót f æfingastöðinni: Þrjú íslandsmet hjá Sigurbjörgu Sigurbjörg Kjartansdóttir setti þrjú íslands- met i 67,5 kg flokki á móti í kraftlyitingum, sem háð var i æfingastöðinni á laugardag. 1 hné- beygju iyfti hún 115 kg og 130 í réttstöðulyftu. Hvort tveggja islandsmet og í bekkpressu var hún með 75 kg. Setti islandsmet samanlagt 320 kg. Þá setti Svanur Smith íslenskt unglingamet í hnébeygju í 60 kg flokki. Lyfti 145 kg. Hann var þar með 380 kg samanlagt, 75 í bekkpressu og 160 í réttstöðulyftu. önnur úrslit á mótinu urðu þau að Agnar Steinsson sigraði í 85 kg flokki, með samtals 475 kg (165 —120 og 190), Michael Kusmark sigraði í 100 kg flokki með 350 kg samtals (65 — 185 — 100). 1110 kg flokki sigraði Jóhann Möller meö 570 kg samtals (150 —150 og 270). Valbjörn Jónsson var þar í öðru sæti með 342,5 kg og Birgir Viðarsson þriðji með 295 kg sam- tals. hsím. Kalli vill ekki til Liverpool Frá Sigurbirni Aðaisteinssyni, fréttamanni DV á Englandi. Paul Waish, sem leikið hefur með enska lands- iiðinu, er nú á sölulista hjá Liverpool að eigin ósk þar sem hann er ekki fastamaður hjá Liver- pooi. Umræður áttu sér stað milli Liverpool og Arsenal um aö skipta á Waish og Charlie Nichol- as, jafnvel á jöfnu. Hins vegar er það mál nú úr sögunni vegna þess að Kampavíns-Kalli iýsti því yfir að hann hefði ekki áhuga á að fara frá Arsenal til Liverpool, jafnvel þó sá leikmaður, I sem hann dóir mest, Kenny Dalglish, sé stjóri | Liverpool. hsím. Scifo meiddist á æfingu í gær — og Leo Van der Elst tók sæti hans f belgfska landsliðinu Frá Kristjáni Bernburg, fréttaritara DV í Belgíu: Enzo Scifo, binn ítalskættaði miðjumaður sem leikið hefur stórt hlutverk hjá bæði Anderlecht og belgíska landsliðinu, mun ekki geta leikið landsleik Belga gegn HoUendingum á morgun. Scifo siasaðist á æfingu með landsUðinu í gær. Sæti hans í liðinu mun taka Club Brugge leik maðurinn Leo Van der Elst sem er sonur fram kvæmdastjóra Anderlecht, Francois. -fros Puskas þjálfar Ungverjinn snjalU, Ferenc Puskas, sem gerði | garðinn frægan með Real Madrid á seinni hluta j sjötta áratugarins og byrjun þess sjöunda, hef- ur ákveðið að þjálfa 1. deUdar Uð frá Paraguay, j Soi de America. Þess má tU gamans geta að fé- | iagi Puskas hjá Real, AUredo di Stefano, er j einnig við þjáUunarstörf. Hann sér um þjáUun j argentínska Uðsins Boca Juniors. „Ég geri engin kraftaverk en ég mun nota j minn áhuga og reyuslu tU að bjálpa liðinu tU að vinna titilinn,” sagði Puskas er hann tók við lið- | inu. -fros fþrótt fþrótt fþróttir fþró Olympískar lyf tingar að deyja út á íslandi? Garðar og Gylfi Gfslasyn sækja um sænskan ríkis „ Auðvitað elskum við ísland en það er ekkert gert fyrir lyf tingar á íslandi. Við erum mjög sárii „Við erum búnir að hugsa lengi um þetta og við höfum báðir mikinn áhuga á að gerast sænskir ríkisborgarar. Þaö er nær alveg öruggt að af þessu verður. Auðvitað elskum við báðir okkar land og aUt það. Við erum bara orðnir leiðir og sárir yfir því að það er ekkert gert fyrir lyftingamenn ó Islandi,” sögðu þeir Garðar og Gýlfi Gíslasynir lyft- ingamenn í samtaU við DV í gærkvöldi. Þeir hafa báðir verið búsettir í Svíþjóð undanfarið. Báðir hyggjast þeir sækja um sænskan rikisborgararétt. Gylfi Gíslason. „Hér í Svíþjóð er bókstaflega allt gert til að hjálpa lyftingamönnum. Sænskir lyftingamenn sem viö æfum með fá greiddan kostnað á ÖU mót og einnig uppihald og allan mat. Jafnvel föt líka. Það er ekkert gert fyrir okkur á Islandi. Það verður allt vitlaust heima ef við biöjum um styrki. Lyftingasambandið átti ekki einu sinni galla á okkur þegar viö vorum að keppa fyrir Islands hönd um daginn. Við erum orðnir mjög sárir yfir þessu. Við erum búnir að fórna okkur alger- lega fyrir lyftingarnar frá því við vorum fimmtán ára gamlir. Við höfum æft sex tU sjö sinnum í viku síðan þá. Við erum enn mjög ungir og þjálfarar hér segja við okkur að við getum náð mjög langt. Það hefur meira að segja verið sagt við okkur að við færum beint inn í sænska landsliðið ef við gerðumst sænskir ríkisborgarar. Svíar eru strax farnir að undirbúa sig fyrir ólympíu- leikana 1988 í Kóreu. Við eigum báðir besta aldurinn eftir og viljum reyna aUt til að ná sem bestum árangri. Sér- staklega er það uppörvandi þegar búiö Leikmenn WBA vilja fá Stiles — sem stjóra liðsins. Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- manni DV á Englandi. Leikmenn WBA hafa lagt mjög hart að Nobby StUes, fyrrum leikmanni Man. Utd og heimsmeistara 1966, að gerast framkvæmdastjóri WBA. Hann hefur stjórnað þar síðan mágur hans, Johnny GUes, lét af störfum, hann var áður aðstoðarmaður GUes. Nobby, sá tannlausi harðjaxl í leikj- um hér á árum áður en einhver sá skemmtUegasti maður utan vaUar sem þekkst hefur í enskri knattspyrnu, segist ekki treysta sér til þess. Slæm reynsla hans sem stjóri Preston fyrir nokkrum árum er höfuðástæðan. Það kemur á óvart hjá manni sem sir Alf Ramsey valdi í enska HM-hópinn í Mexíkó 1970 aðeins tU að halda uppi réttum húmor í hópnum. En það er önnur saga og WBA heldur áfram leit að nýjum stjóra. Félagið hefur rætt við Ian Greaves, einnig fyrrum leikmann Man. Utd, sem náð hefur góðum árangri hjá ýmsum félögum sem stjóri. Hann er nú stjóri Mansfield og þar með langan samning, Mansfield hefur gert þá kröfu að WBA greiöi 300 þúsund sterl- ingspund fyrir samning Greaves. Talsvert er nú rætt í blöðum hér á Bretlandseyjum að BiUy McNeill, stjóri Man. City, verði næsti landsliðs- einvaldur Skotlands í knattspyrnunni.' Joe Royle til Man. City? Forráðamenn City hafa gert sér grein fyrir því aö McNeiU hefur áhuga á starfinu enda erfitt að vera stjóri Man. City nú. Áhugi stjórnar Man. City bein- ist að Joe Royle, fyrrum leikmanni félagsins, sem náð hefur mjög athyglisveröum árangri sem stjóri Oldham. hsim. IMobby Stiles án framtannanna, eins og hann sást á knattspyrnu- völlum, og svo grinistinn snjalli, sem alla hrifur. er að segja við okkur að við getum náð ennþá lengra.” „Ekkert fengið út úr þessu heima" Tvíburarnir Garðar og Gylfi halda áfram: „Viðhöfumekkertfengiðútúr lyftingunum heima á Islandi. Þeir einu sem reynt hafa að hjálpa okkur eru foreldrar okkar og bræður. Við metum aðstoð þeirra mikils. Sænskir vinir okkar sem við æfum með fá nánast allt ókeypis. Þeir eru í æfingabúöum í tvo mánuði fyrir stórmót og fá allt borgað. Við höfum auðvitað orðið mjög sárir yfir því að hafa ekki slika aöstööu. Með því að gerast sænskir ríkisborgarar myndum við opna allar leiðir til mun betri árangurs og við vitum báðir að við getum náð mjög langt. Við eigum kannski eftir aö vera nokkur ár enn í Einar Vilhjálmsson. Sá áttundi besti í spjótkasti i ár. Einar í 8. sætinu í ár Uwe Hohn, A-þýskalandi, bestur íspjótkasti eins og 1984 fremstu röð. Meiösli settu hins vegar Einar Vilhjálmsson náði áttunda besta árangri í ár í spjótkasti. Kastaði 91,84 m snemma árs og var þá í al- strik í reikninginn hjá honum þegar leið á keppnistímabilið. Bestum árangri náði Austur-Þjóðverjinn Uwe Hohn, kastaði 96,90 m. Var því langt frá hinu fræga heimsmeti sínu árið áð- ur, 104,80 m, en Hohn er eini maðurinn í heiminum sem kastað hefur spjóti yf- ir 100 metrana. Tíu bestu í spjótkastinu í ár voru 96,90 — Uwe Hohn, A-Þýskalandi 95,10 — Brian Crouser, USA, 94,06 — Duncan Atwood, USA 93,70 — V. Jewsjukow, Sovét. 92,94 — Zdenek Adamec, Tékk. 92,42 — D. Negoita, Rúmeníu 92,20 — Dag Wennlund, Svíþjóð 91,84 — Einar Vilhjálmsson, Isl. 91,70-BobRoggy.USA 91,56 — Tom Petranoff, USA I fyrra, 1984, var Einar með fimmta besta heimsárangurinn. Kastaði þá 92.42 m og það er Islandsmet hans. Þá var Hohn fremstur með 104,80 m — síðan kom landi hans Detlef Michel með 93,68 m. Atwood varð í þriðja sæti eins og í ár, þá með 93,44 m og f jórði varð Raimo Manninen, Finnlandi, með 93.42 m. Næstur á eftir Einari, í sjötta sæti, varð Finninn Arto Harkönen, sem varð ólympíumeistari. Næstu daga munum við birta afreka- skrána í frjálsum íþróttum í ár í heild og byrjum á spretthlaupunum að venju. hsím. Im íi m + - ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.