Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1985, Blaðsíða 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR15. OKTOBER1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd inF'”? Ketilbjörn Tryggvason, fréttaritari DV, skrifar frá Berlín Vestur-þýskur lögreglumaður tekur óþyrmilega á unglingi sem var að mótmæla NPD-flokknum. Það eru svona sprautubilar sem Þjóðverjar nota gegn mótmælendum, og reyndar nota Pólverjar þá líka gegn sinum óeirðaseggjum, eins og sést á myndinni. Mikil alda uppþota hefur geisaö um borgir Vestur-Þýskalands und- anfarnar tvær vikur. Ástandinu hefur sums staðar verið líkt við borg- arastyrjöld af yfirvöldum og styðja tölur um tjón og slasaöa þá staðhæf- ingu. Upphafiö að þessari mestu óeirða- öldu, sem komið hefur upp í Þýska- landi í mörg ár, var dauði 36 ára gamals manns, Giinther Sara að nafni. Sú staðreynd að þessi maður dó vegna afskipta lögreglu af mót- mælaaðgerðum hefur virkað eins og bensín á eld þeirra borgara sem telja lögregluna í Þýskalandi hafa sýnt of mikla hörku i afskiptum sínum af málefnum samborgara sinna. Hver var ástæðan? Laugardaginn 28. september hafði NDP (National Demokratische Partei Deutschland) flokkur öfga- sinnaðra hægri manna, boðað til framboösfunda vegna kosninga sem framundan eru hér í Þýskalandi á næsta ári. Flokkur þessi, sem meðai annars hefur það á stefnuskrá sinni að reka allan þann fjölda útlendinga, sem hér starfar, úr landi, hefur allt frá stofnun sinni áríö 1964 vakið mik- il mótmæli almennings. öll þau ár sem flokkurinn hefur starfaö hafa fundahöld hans verið fordæmd og mótmæli á auglýstum fundarstöðum verið mikil. Eins var þennan dag í Frankfurt en þar var fundurinn haldinn í hverfi þar sem 35 prósent íbúa eru útlend- ingar. Söfnuðust á mótmælafund, sem skipulagöur var meðal annars af sósíaldemókrötum og flokki græn- ingja, um 800 manns sem vitanlega fordæmdu fundahöld NDP. Talið er að sú mikla lögregluvernd sem meðlimir NDP hlutu til að kom- ast óáreittir til síns fundar, hafi æst upp mótmælendur og þannig verið valdur að þeim óeirðum sem seinna meir blossuðu upp. Um 400 manns urðu eftir þegar skipulögöum mót- mælafundi var slitið og þróaðist milli þessa fólks og sífellt vaxandi fjölda lögreglu hálfgert stríð sem varaði töluverða stund eða þar til kallaðir voru til svokallaðir sprautubílar til að tvístra mannf jöldanum. Viö þetta henti þaö slys (orðalag lögreglunnar) að einn mótmælend- anna, Gunther Sara, varð undir ein- um af þessum sprautubílum með þeim afleiðingum aö hann dó. Eftirköst málsins Laugardagskvöldið sem Giinther Sara lést héldu óeirðirnar í Frank- furt áfram langt fram á næsta morgun. Þær einkenndust af skærum smærri hópa við rúöubrot, íkveikjur og innbrot. Næsta dag gerðust málin alvarlegri eftir að fréttin um dauöa Sara hafði borist um allt land. Það var eins og þessi atburður leysti úr læðingi leynda árásargirni margra borgara því óeiröir blossuðu upp í mörgum af stærri borgum. Þýska- lands. Á flestum stöðum höfðu verkalýðs- félög og stjómmálaflokkar boöað til fundar til að mótmæla aðgerðum lög- reglunnar í Frankfurt. Eftir að hin- um friðsamlegu fundahöldum lauk tóku hins vegar við hin ótrúlegustu hryðjuverk sem stóðu langt fram á nætur. Svona stóð þetta út fyrstu vikuna í október þar til lögreglan náði með ótrúlegum liösafla stjórn á málun- um. Eftir það var sett á almennt bann við mótmælafundum eða þá að viöbúnaður var slikur að óeirðir voru óhugsandi. Siöustu dagar hafa því einkennst af smáskærum sem lög- reglan hefur engan möguleika á að hamla gegn. Afleiðingarnar Tjónið sem átti sér stað þessa daga er ómetanlegt. Auk manntjóns (yfir 100 slasaðir lögreglumenn) er tjón af völdum rúöubrota og íkveikju ótrúlegt. Tjónþolar eru flestir stór- fyrirtæki á borð við banka, opinberar stofnanir og stórverslanir. Einnig voru alþjóðafyrirtæki vinsæl skot- mörk og var til dæmis kveikt í mörg- um sendibílum frá fyrirtækinu IBM á ýmsum stöðum i Þýskalandi, kveikt í lagerhúsi Mercedes Benz bílaverksmiðjunnar í Frankfurt og brotist inn í hús eins stærsta blaöaút- gefanda Þýskalands og þar unnin skemmdarverk. Hátt í 1000 manns voru handteknir fyrstu daga óeirðanna en flestir voru fljótlega komnir út á götuna aftur. Safn lögreglunnar af ýmiskonar handvopnum og öðrum tólum óeirðarseggja stækkaöi álitlega þessa daga. Lýsingamar á þessum gripum eru oft ótrúlegar. Maður einn var til dæmis stöðvaöur í bíl sínum í Berlín með tvo brúsa af bensíni og mikinn fjölda af litlum flöskum, eflaust til að framleiða mólotoff- kokkteila. Kona með stóra neyðar- blysabyssu var handtekin í Frank- furt og mikið af rörtöngum, jám- stöngum og ýmsum öðrum verkfær- um var gert upptækt um land allt. Hver ber ábyrgðina? Þegar mál sem þessi koma upp er fljótt farið aö leita að ábyrgðar- aðilum. Beinast spjótin oftast strax að yfirvöldum. Fjölmiðlar hafa gagnrýnt stjómvöld í Hessen (sem er sambandslandið þar sem Frank- furt er höfuðborg), svo og borgar- stjóm Frankfurt, fyrir að leyfa NDP að halda fundi þar sem vitað væri að OVINSÆUR SPRAUTUBILAR Fyrir þá sem aldrei bafa séð fyrirbæri eins og þessa sprautubíla er rétt að koma hér með nánari skýringu á þessum hjálpartækjum stórborgarlögreglu. Sprautubill er á stærð við meðal- slökkvibifreið og á í sjálfu sér ýmislegt sameiginlegt með henni, nema hvað vatnið sem hann dælir er notað til annarra þarfa. Nýtísku- legustu sprautubilamir eru allt að 20 tonn að þyngd og geta borið um 10.000 litra af vatni. Þessu vatni geta þeir dælt út úr sér með krafti sem samsvarar 16 bara þrýstingi, eða um 2.200 iitrum á mínútu. Getur þá vatnsbunan orðið allt að 65 metrar að lengd. Atburðurinn í Frankfurt er sá fyrsti þar sem dauðsfali hlýst af völdum þessara tækja, en listi yfir likamleg melðsli fólks af völdum vatnssprautunar er æði langur og hefur gert þessi tæki mjög óvinsæl meðal gesta sem venja komur sinar á mótmælafundi. Umsjón: Þórir Guðmundsson til uppþota kæmi. Ráðherra innan- rikismála í Hessen, Horst Winter- stein, svaraði þessari gagnrýni á þá leið að flokkurinn héldi sig innan ramma lýðræðislegra laga sem sannast hefði í öll þau 14 skipti sem reynt hefði verið af yfirvöldum að banna fundi flokksins. Ekki væri nægjanlegt að halda því fram að nokkrir úr flokknum væru hugs- anlega viðriðnir ólöglega starfsemi nýnasista. Betri lög þyrfti eða þá lagabreytingu sem myndi þýða skerðingu lýðræðis. Ráðherra benti einnig á að ekki væri hægt að banna mótmælafundi eins og þann sem haldinn var vegna funda NDP í Frankfurt því það væri einnig eitt af lýðræðislegum rétt- indum borgara að mega halda mót- mælafundi. Það væri ekki fyrr en ótvírætt væri að mótmælafundur myndi leiða af sér óeirðir að banna mætti slíkar samkomur, eins og sannaöist í þessu máli. Fjölmiðlar hafa hins vegar einnig verið ásakaðir, sérstaklega af lög- reglu, um slæm áhrif á gang mála með upplestri frétta og birtingu mynda sem oft væru ýktar með alls kyns tækni. Að lokum má geta þess að mál þetta hefur haft í för með sér póli- tíska erfiðleika því samningavið- ræöur milli sósíaldemókrata og græningja í Hessen, um væntanlegt samstarf þeirra í milli, fór út um þúf- ur. Voru það ummæli græningja, um að Giinther Sara hefði verið myrtur af lögreglunni, sem höfðu úrslit þar um. Hvort þessi ummæli græningj- anna eiga viö ri8c að styðjast er erfitt að dæma um, en eitt er víst að mót- mælandi minnihluti borgara hér í Þýskalandi er þessu sammála og sannast það á fjölda þeirra veggja- krota sem segja „Mord in F! ”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.