Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1985, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1985, Blaðsíða 29
!i":v' ' 1 :j.: ' DV. ÞRIÐJUDAGUR15. OKTOBER1985. Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþý&ubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæöur þeirra yngri eru bundnar þar til þeir veröa fullra 16 ára. 65—74 ára geta losað inn- stæður með 6 mánaöa fyrirvara, 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikning- arnir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxt- um. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbék er fyrir þá sem fá lífeyri frá líf- eyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn- vextir eru 29% og ársávöxtun 29%. Sórbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 27%, en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán- uði án úttektar upp í 33%. Arsávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 33,5% á fyrsta ári. Búnaöarbankinn: Sparibók með sérvöxt- um, Gullbókin, er óbundin með 34% nafnvöxt- um og 34% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggös reikn- ings reynist hún betri. Af hverri úttekt drag- ast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 18 mánaöa reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaöarbankinn: Bónusrcikningar eru annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30% árs- ávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxt- um. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaöa tímabili án þess aö vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 34% nafnvöxtum og 34% ársávöxtun eða ávöxtun 3ja mánað verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 22%, eftir 2 mánuði 23,5%, 3 mánuði 25%, 4 mánuði 26,5%, 5 mánuði 28%, eftir 6 mánuði 29,5% og eftir 12 mánuði 31,6%. Árs- ávöxtun á óhreyfðu innleggi er 34,1%, eða eins og á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum reikning- um reynist hún betri. Vextir færast tvisvar á ári. Ctvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankan- um, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings með 1% nafnvöxtum sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðar- lega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir sparisjóösvextir, 22%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun ann- aðhvort 34,8% eða eins og á verötryggðum 6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila árs- fjórðung. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 32% með 34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ársf jóröungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera trompvexti sé reikningurinn eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs Islands eru seld í Seðlabankanum, viöskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýj- ustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur. 1) Við kaup á vióskiptavíxlum og viðskiptaskulda bréfum er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum i Hafnarfuði, Képavogi. Keflavik, Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára en inn- leysanleg eftir þrjú ár, 10.09.88. Nafnvextir 7%. Vextir, vaxtavextir og verðbætur greið- ast með höfuðstól við innlausn. Með vaxta- miðum, skírteini til mest 15 ára, innleysanleg eftir 5 ár, 10.09.90. Vextir eru 6,71% á höfuð- stól og verðbætur, reiknaðir misserislega og greiddir út gegn framvísun vaxtamiða. Verð- bætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Með hreyfanlcgum vöxtum og 50% vaxta- auka, til 18 mánaða eða 10.03. 87. Vextir eru meðaltal vaxta á 6 mánaða verðtryggðum reikningum bankanna og með 50% álagi. Vextir, vaxtavextir, vaxtaauki og verðbætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Gengis- tryggð skirteini eru til 5 ára, 10.09.90. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR og bera 9% vexti. Vextir og vaxtavextir greiðast við inn- lausn með höfuðstól, í samræmi við stöðu SDR. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð- tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12-18% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán , Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 3. ársfjórðungi 1985: Til einstaklinga 677 þúsundum króna, 2—4 manna fjölskyldna 860 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.004 þúsundum, 7 manna og fleiri 1.160 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 3. ársfjórðungi 1985: Tilkaupa í fyrsta sinn er hámark 320 þúsund krónur til einstaklings, annars 130—160 þúsund. 2—4 manna fjöl- skylda fær mest 400 þúsund til fyrstu kaupa, annars 160—200 þúsund. 5 manna fjölskylda eða stærri fær hámark 470 þúsundir til fyrstu kaupa, annars 190—235 þúsund. Lánstími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, láns- upphæðir, vextir og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30—60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150—700 þúsund eftir sjóðum, starfstima og stigum. Lánin eru verðtryggð og með 5—8% vöxtum. Lánstími er 15—35 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. IMafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tima. Séu vextir reiknaðir og lagðir viö höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tím- ans 1.220 krónur og ársávöxtunin þannig 22%. Liggi 1000 krónur inni í 6+6 mánuði á 22% nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6 mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur. Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6 mán- uði. Þannig verður innstæðan í lok tímans 1.232 krónur og ársávöxtunin 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,5% á mánuði eða 42% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 0,1166%. Vísitölur Lánskjaravisitala í október 1985 er 1.266 stig, en var 1.239 stig í september. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 4. ársfjórðungi 1985 er 229 stig á grunninum 100 frá janúar 1983 en 3.392 stig á grunni 100 f rá 1975. Sparisjóði Raykjavikur og Sparisj. vélstj. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema i Alþýðubankanum og Verslunarbankanum. VEXTIR BAWKA OG SPÁRISJOÐA (%) ________________ 1t.-20.1D.198S. INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM SJA sérlista 5 ll % II g É 11 11 £ & 11 ií 1 1 | -8 «3 S I! ll ú INNLÁN ÖVERÐTRYGGO sparisjOosbækur Obundai rwislæóa 22.0 22.0 22.0 22.0 22,0 22.0 22.0 SPARIREIKNINGAR 3fa mánaóa uppsogn 25.0 26.6 25.0 25.0 23.0 23.0 25.0 23,0 25,0 6 mánaóa uppsogn 31.0 33.4 30.0 28.0 28,0 12 mánaöa uppsogn 32.0 34.6 32.0 31,0 32,0 SPARNAOUR lANSRÉTTUR Sparsð 3-5 mánuði 25.0 23.0 23.0 23,0 23.0 25.0 25.0 Spatað 6 mán. og me*a 29.0 26.0 23,0 innlAnsskIrteini Ti 6 mánaða 28.0 30.0 28.0 28,0 TÉKKAREIKNINGAR AvisanareArangai 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 8.0 8.0 10,0 Htaupareiirangar 10.0 10.0 8.0 8.0 10.0 8.0 8.0 INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mánaða uppsogn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0 6 ménaða uppsogn 3,5 3.5 3.5 3.5 3.0 3.0 3.0 3.5 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGO GJAIOE YRISREIKNINGAR BandaríVfadolaiar 8.0 8.0 7,5 7.0 7,5 7.5 7.5 7.5 8.0 Slerlingspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11,5 11.5 11.0 11.5 11.5 Veslur þýsk m«k 5.0 4.5 4,25 4.0 4.5 4,5 4.5 5.0 4.5 Oanskar krónur 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0 ÚTLÁN ÚVERÐTRYGGÐ AIMLNNIR VlXLAR Iforvextx) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30,0 30.0 30,0 30.0 VIOSKIPTAVlXLAR (lorvexte! 32.5111 kge 32.5 kge 32,5 kge kge kge 32.5 ALMENN SKULOABRÉF 32.0(21 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 VIÐSKIPTASXULOARRLF 33,5 11 kge 33,5 kge 33,5 kge kge kge 33.5 HLAUPAREIKNINGAR Ytírdráttur 31,5 31.5 31,5 31,5 31.5 31,5 31.5 UTLÁN VEROTRYGGÐ SKULDABRÉF Að 2 1/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengn en 2 1/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 UTLÁN TIL FRAMLEIDSLU VEGNA INNANLANDSSÖIU 27.5 27.5 27.5 27.5 27.5 27.5 27.5 27,5 27.5 VEGNA UTFLUTNINGS SDR re*ramynt 9.5 9.5 9.5 9.5 9.5 9.5 9.5 9.5 9.5 29 Sandkorn Sandkorn Ingóffur forstjóri i eitt át ti! viðbótar. Ingótfur forstjóri í eht ár Eins og kunnugt er hefur ferðaskrifstofunni Utsýn verið breytt í hlutafélag. Sagt er að i samningum, sem gerðir voru í þessu sambandi, hafi verið ákveð- ið að lugólfur Guðbrands- son muni sitja í forstjóra- stóli í eitt ár til viðbótar. Hins vegar liggur ekki ljóst fyrir hver mun taka við af honum. Magnús Gunnars- son, framkvæmdastjóri VSt, einn af hinum nýju hluthöfum, hefur verið orð- aöur við forstjórahlutverk- ið en hefur opinberlega neit- að því. Það þykir þó nokkuð ljóst að Magnús sé aö bugsa sér til hreyfings. Ef svo er þá er líklega tímabært að fara að spá í arftaka hans. Sandkorn ætlar þó ekki að spá að svo stöddu. Steingrímur með aðrahönd ástýri Á fundi sem Fram- sóknarfélag Reykjavíkur hélt hér fyrir skömmu var nokkrum fundarmönnum tíðrætt um að nauðsynlegt væri að gera eitthvað með umferðarmenninguna. Steingrimur Hermanns- son var sammála þessu. Hins vegar benti hann á að umferðarmenningin væri mun betri nú á dögum en hér áður fyrr þegar hann var ungur. Þá hefði oft ver- ið gefið liraustlega i og hefði hann ekki verið barnanna bestur í þeim efnum. Nú væri eftirlitið mun betra. Hann hefði t.d. veriö stopp- aður af lögreghmni fyiir skömmu á leið til vinnu einn morguninn. Hann hefði þó sloppið meö skrekkinn því hraðinn reyndist aöeins vera um fimm kilómetra yfir leyfilegum hraða. ... og meira um hraðakstur Fyrst við erum byrjuð að tala um hraðakstur fréttum við af vörubilstjóra sem var á leið til borgarinnar. Verðir laganna sátu í leyni og stöðvuðu hann fyrir að aka of geyst. Þegar verið Steingrímur slapp með skrokkinn. var að skrifa sektina kom bffl og skaust frambjá á ofsa hraða. Það skipti engum togum, laganna verðir skut- ust af stað og stöðvuðu þennan þrjót. Eftir stutt samtal við bilstjórann veff- uðu verðtrnir auðmjúkir á svip án þess að sekta þenn- an ökufant. Samkvæmt heimildum Sandkorns mun þarna hafa verið á feröinni einn af ráðherrum okkar sem ók hratt í æsku. Rítstjórinn sagði upp Það hafa ekki allir rit- stjórar jafnfrjálsar hend- ur. Því fékk ritstjóri frétta- blaðsins Frétta i Vest- mannaeyjum að kynnast fyrir nokkru. Hann var í þann mund að skrifa frétt um deilur farandverka- fólks og vinnuveitenda i Vestmannaeyjum þegar einn eigenda blaðsins sagði honum hreint út að ekki yrðu skrifaðar neinar frétt- ir um þessa dellu i blaðiö. Ritstjórlnn sætti sig ekki við þessa valdniðslu og sagði umsvifalaust upp starfi sinu. Það kom sér vel að vera einn af eigendum blaðsins fyrir þann sem neitaði rit- stjóranum um að skrifa fréttina því sá hinn sami er nefnilega formaður samn- inganefndar vinnuveitenda í Ves tmannaeyjum. ekki leyst Annars er það mál manna i Vestmannaeyjum að þessi deila sé í raun ekki leyst enn. Það eina sem gerðist var að hópur far- andverkafólks sagöi upp störfum og hvarf til ann- arra verstöðva. Formæl- andi hópsins sagði upp störfum en fregnir herma að þegar hafi verið búiö að ákveða að reka hann. Umsjón: Arnar Páll Hauksson Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir BÍÓHÖLLIN - HEIÐUR PRIZZIS ★ ★ ★ ★ ASTFANGNIR ATVINNUMORÐINGIAR Heiður Prizzis (Prizzi's Honor) Leikstjórí: John Huston. Handrít: Richard Condon eftir eigin akáldsögu. Kvikmyndun: Andrzej Bartkowiak. Tónlist: Alex North. Aöalleikarar: Jack Nicholson, Kothleen Tumer og Anjelico Huston. Sjötiu og átta ára gamall er hinn dáði kvikmyndaleikstjóri John Huston enn aö og á hann nú að baki fjörutíu kvikmyndir sem leikstjóri, auk þess sem hann hefur leikið í f jöl- mörgum kvikmyndum. Huston hefur með tveimur siðustu myndum sín- um, Under The Volcano og Heiður Prizzis, sýnt að hann hefur ekki verið í betra formi síðan á fimmta og sjötta tug aldarinnar. Því miður hef- ur íslenskum kvikmyndahúsagest- um ekki enn gefist kostur á að sjá Under The Volcaono, en Prizzi’s Honor kemur alveg ný til okkar og er svo sannarlega mikill fengur fyrir aðdáendur gamla mannsins. Heiður Prizzis er fjölskyldumynd í tvennum skilningi. Myndin fjallar um mafíuf jölskylduna Prizzi og John Huston hefur fengið til liðs við sig dóttur sína, Anjelicu Huston, til að leika mafíuprinsessu, sem er úti í kuldanum, og óopinberan tengdason sinn, Jack Nicholson, sem hér sýnir leik sem jafnast á við stórkostlegan leik hans í One Flew Over The Cuckoo’s Nest. Nicholson leikur Charley Partanna sem er atvinnumorðingi Prizzi-fjöl- skyldunnar númer eitt. Við giftingar- athöfn hjá fjölskyldunni sér hann stúlku eina sem hann hrífst af. Er þar komin Irene Walker (Kathleen Tumer) sem einnig er atvinnumorð- ingi þótt Charlie hafi ekki vitneskju um það í byrjun. Höfuð fjölskyldunnar er ævagam- all don, Corrado Prizzi. Stjómar hann ásamt sonum sínum. Hann hef- Kathleen Turner og Jack Nicholson leika tvo ástfangna atvinnumorð- ingja. ur ákveðiö að ræna bankastjóra ein- um sem ekki hafði verið nógu undir- gefinn fjölskyldunni og fær Charlie Partanna það verkefni. Hann og Ir- ene eru orðin alvarlega ástfangin og saman takast þau á við ránið. Það tekst bærilega, en þeim verður það á aö bana eiginkonu lögregluforingja í leiðinni og á það eftir að hafa alvar- legar afleiöingar fyrir mafíufjöl- skylduna. Meðan á þessu stendur er alls konar undirróðursstarfsemi í gangi gagnvart Partanna og Walker. Er fremst þar í flokki Maerosa Prizzi (Anjelica Huston). Stefnir í alvarlegt uppgjör milli Partanna og Prizzi-braÆra. Lögregl- an vill morðingjann og Prizzi-bræður vilja framselja Irene. Áður en til uppg jörsins kemur fær Charlie tilboð sem hann getur ekki hafnaö. Heiður fjölskyldunnar er í veði. Þrátt fyrir að söguþráðurinn sé hinn alvarlegasti er góður húmor í handritinu og tekst Jack Nidiolson sérstaklega vel að koma þessum húmor til skila án þess að gera persónuna fíflalega. Þetta er ekki ærslafyndni heldur hárfínn og lúmskur húmor sem fær áhorfand- ann hvað eftir annað til að hlæja með sjálfum sér. John Huston hefur hér tekist að gera kvikmynd sem festist vel í minni og hefur ekki svo lítið að segja eitt besta kvikmyndahandrit seinni ára. Richard Condon, hafundi sögu og handrits, hefur tekist það, sem fá- um hefði dottið í hug að reyna, að skrifa ástarsögu þar sem elskend- umir eru tveir atvinnumorðingjar. Tvær kvikmyndir gerðar eftir sögum Condons hafa áður vakið athygli og umtal. Eru það The Manchurian Candidate og Winter Kills, sem var, þegar hún var gerð 1974, svæfð í fæö- ingu en hefur á seinni árum notið umtalsverðrar athygli. Það kæmi mér ekki á óvart þótt Jack Nicholson yrði helsti keppand- inn um óskarsverðlaunin á næsta ári. Það er alveg ótrúlegt hvað hann nær góöum tökum á þessum ekki alitof gáfaða ítalsk-ameríska atvinnu- morðingja. Þá er leikur Anjelicu Huston í litlu hlutverki mjög góður. Kathleen Tumer kemst einnig vel frá sínu, fellur þó í skuggann af leik hinna tveggja. Hilmar Karlsson ★ ★ ★ ★ Frábær ★ ★ ★ Góð ★ ★ Miðlungs ★ Léleg O Afleit

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.