Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1985, Blaðsíða 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR15. OKTOBER1985. Ú'.gáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórriarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNÁS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlASSNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn: SÍÐUMÚLA12-14, SlMI 686611 Auglýsingar: SlÐUMÚLA33. SlMI 27022 Afgreiðsla.áskriftir.smáauglýsingarogskrifstofa: ÞVERHOLT111 ,SlMI 27022 Sími ritstjórnar: 686611 Setning.umbrot.mynda- ogplötugerð: HILMIR HF„ SlÐUMÚLA 12 Prentun: ÁRVAKUR H F. -Áskriftarverð á mánuði 400 kr. Verð I lausasölu virka daga 40 kr. - Helgarblað 45 kr. Vísindahugsjónin víkur Halldóri Ásgrímssyni sjávarútvegsráöherra hefur tek- izt aö sannfæra allan þorra þjóðarinnar um nauðsyn þess, að hvalveiðum verði haldið áfram við ísland. Fjórir af hverjum fimm íslendingum reyndust vera á hans bandi í skoðanakönnun, sem nýlega var skýrt frá í DV. Þetta er mikið afrek Halldórs. Ekki er ýkja langt síðan fólk var almennt búið að sætta sig við, að hvalveiðar yrðu lagðar niður hér við land í áföngum á nokkrum árum. Þá var allt í einu fundið upp, að samt yrði að veiða um hundr- að hvali á ári í svokölluðu vísindaskyni. Hin nýja vísindahugsjón varð fljótlega ofan á, mest fyrir einarðan málflutning ráðherrans, en einnig vegna hvatvísi launaðra grænfriðunga, sem bitu í skjaldar- rendur í Reykjavíkurhöfn í sumar. Þeir hafa játað hrak- för sína, en búast nú til gagnsóknar. Minni sögum fer af sannfæringarkrafti ráðherrans í út- löndum. Þó hefur honum tekizt að vekja áhuga ýmissa þeirra stjórnvalda, sem hagsmuni hafa af hvalveiðum, á að taka saman höndum í vörn fyrir hinni nýstárlegu hug- sjón vísindalegra rannsókna í mynd hvalveiða. Róður íslendinga og annarra hugsjónamanna um hvalarannsóknir mun vafalaust þyngjast á næstunni. I fyrsta lagi hafa grænfriðungar lært af mistökum sínum og munu í næstu sókn fara gætilegar en áður. Og í öðru lagi hefur þeim í öðru máli verið færð samúð á silfurfati. Hin hrapallega útreið Mitterrands Frakklandsforseta og manna hans í eftirleik hryðjuverksins á Nýja-Sjálandi hefur magnað stuðning við grænfriðunga um allan heim og ekki sízt í Bandaríkjunum. Þar hefur fjölgaö þeim, sem kæra sig ekki um að lenda í útistöðum við þá. Litlu máli skiptir, þótt skoðanakönnun hafi sýnt, að mikill meirihluti Bandaríkjamanna sé hlynntur hval- veiðum alveg eins og íslendingar. Það er að vísu huggun íslenzkum hugsjónamönnum um hvalarannsóknir, en að- eins huggun. Málið verður ekki afgreitt á slíkum vett- vangi. Það, sem máli skiptir fyrir okkur, er, hvort hinir stóru viðskiptavinir Islendinga, svo sem stjórnendur Long John Silver veitingahúsakeðjunnar, fá hland fyrir hjartað eöa ekki. tJrslitum ræður, hvort þeir telja grænfriðunga geta fælt frá sér viðskiptavini eða ekki. Forstjóri Long John Silver hefur raunar þegar sagzt ekki taka neina áhættu á þessu sviði. Hann hefur sagzt hafa takmarkaða trú á vísindahugsjón Islendinga í máli þessu. Augljóst er, að hann mun beygja sig um leið og fyrstu grænfriðungarnir birtast fyrir utan veitingahúsin. Þegar þar að kemur, munu vísindahugsjónir sjávarút- vegsráðherra okkar og samtök hans með starfsbræðrum frá ýmsum hvalveiðiþjóðum hverfa eins og dögg fyrir sólu. Hagsmunir okkar felast nefnilega í sölu á frystum fiski til Bandaríkjanna, en ekki í hvalveiðum. Auðvitað er gaman fyrir okkur Islendinga með ráðherr- ann í broddi fylkingar að vera stoltir og neita að beygja sig fyrir launuðum starfsmönnum þeirra, sem við teljum vera ríkar og tilfinningasamar kerlingar að baki græn- friðunga. En samt munu hagsmunir okkar ráða. Við skulum vera undir það búin, að fisksöluhagsmunir okkar í Bandaríkjunum kref jist þess frekar fyrr en síðar, að við látum af hvalveiðum, alveg eins og við vorum búin að sætta okkur við, áður en uppákoma hinna vísindalegu hugsjóna fór að rugla okkur í ríminu. Jónas Kristjánsson. Öhætt mun aö fullyrða aö Alþingi haf i ekki áður verið sett við kringum- stæður sem eru neitt í líkingu við það sem nú er. Búið er í einu vetfangi að kippa stólum undan ráðherrum Sjálfstæðisflokksins og setja undir þá nýja með þeim afleiðingum að ekki er pláss fyrir þann ráðherrann sem var í erindum erlendis. Honum er að vísu lofað því að hann komist í sæti um áramót. Eins má þó víst telja að þá verði komin önnur hring- ferð og óséö hver þá dettur út. Þetta er sett á svið til þess, að sagt er, að Þorsteinn Pálsson, formaður flokksins, fái sæti og geti síðan verið með í þessum einkennilega hring- dansi. Hitt mun þó sanni nær að svið- setning þessi sé til þess gerö að koma Albert Guðmyndssyni úr embætti fjármálaráðherra. Það er að vonum svo algerlega vanhæfur sem hann hefur reynst. Ástand ríkisfjármála hefur ekki í annan tíma verið verra, hvort heldur menn líta til skulda- halans, bæði innlendra og erlendra skulda, eða á stöðu viðskipta viö út- lönd. Fjárveitingar utan fjárlaga nálgast nú milljarð, sem er áður óþekkt hlutfall af heildarfjárlögum. Þar eru margir póstar einkennilegir, en svo er trúnaði embættismanna fyrir að þakka aö þær undarlegu fjárveitingar hafa ekki allar borið fyrir augu almennings. Þessar auka- fjárveitingar sýna þó mjög vel að ráðherrann er ekki fær um að fara meðféalmennings. Veik forysta flokksins Það sýnir svo veikleika formanns Sjálfstæðisflokksins að geta ekki skipt um menn í ráöherrastóli öðruvísi en með þessum skrípaleik sem nú hefur verið viðhafður. Eg hygg að það þætti ekki stjórnkænska hjá stofnunum eða fyrirtækjum að skipta um alla sína deildarstjóra á einu bretti um það bil sem ætla mætti að þeir væru sæmilega komnir inn í sín störf. Og ekki verður því trúað að svo illa hafi ráðherrarnir reynst í sínum fyrri embættum að fjarlægja yrði þá þess vegna alla með tölu. Þessar aðferðir ráðamanna Sjálf- stæðisflokksins nú, sem munu vera einsdæmi í evrópskri stjórnmála- sögu, eru ekki traustvekjandi. Þær Kjallarinn KARI ARNÓRSSON SKÖLASTJORI áhrif haft á hvernig til urðu. Slíkt skapar sundrungu bæði innan stjóm- ar sem utan. Framsóknarráöherr- arnir verða þá þeir einu sem vita að hverju þeir ganga. Sennilegt er að allt þetta brambolt verði til að lyfta þeim. Ekki mun það nú hafa verið ætlunin þó þeim veiti ekki af. Samningur við BSRB Fyrstu hefndarráðstafanirnar vegna aðgerða Þorsteins eru þegar komnar fram. Albert hefur hækkað laun opinberra starfsmanna innan BSRB á bakvið ríkisstjómina. Þetta færir sönnur á þá fullyrðingu að einn megintilgangur hringdansins var að koma honum úr embætti. Þetta er sami maöurinn og þröngv- aði BSRB út í mánaðarlangt verkfall sem var óþarft og skaðaði alla sem hlut áttu að máli. Nú er ekkert mál að hækka launin. Víst eru þessir A ,,Það sýnir svo veikleika formanns ^ Sjálfstæðisflokksins að geta ekki skipt um menn í ráðherrastóli öðruvísi en með þessum skrípaleik sem nú hefur verið viðhafður.” sýna miklu frekar veikleika for- ystunnar og draga úr trausti. Eðlilegast hefði verið að efna til nýrra kosninga. En Þorsteinn Páls- son hefur metið stöðuna á þann veg að sjálfs sín vegna yrði hann að vera oröinn ráðherra áöur en kosið yrði, annars ætti hann ekki möguleika á því að halda forystu í flokknum. Þetta mat er á margan hátt raunhæft. Hann varð að geta sýnt húsbóndavald. En þegar á hólminn kom var hann ragur að beita því, nema hann ætli sér að efna til kosninga mjög fljótlega. Sá leikur að ætla að endursemja fjárlagafrumvarpið í skjóli þess að ráðherrarnir beri ekki ábyrgð á verkum fyrirrennara sinna, sem þó eru samráðherrar, er ekki líklegur til að skapa samstöðu. Nýir ráðherr- ar eru settir upp við vegg hvað fjár- magn og framkvæmdir snertir og taka viö kvótum sem þeir hafa engin starfsmenn ekki ofhaldnir af þessum 3%. Og víst mun það vera sætt fyrir formann BSRB, nú rétt fyrir þing bandalagsins, að koma með þessa rós í hnappagatinu, þó svo hann væri að feta þar í fótspor kennara sem voru búnir að fá þessa hækkun frá 1. september. Sú hækkun var hluti af leiðréttingu á kjönun þessa hóps til samræmis við laun innan BHM. Kennarar innan BHM voru með 5% hærri laun en kennarar innan BSRB eftir síðasta kjaradóm svo enn standa eftir 2%. Þessi jöfnun var sótt með sérkjarasamningi en Albert gerir það af skömmum sinum að gera þetta að aðalkjarasamningi sem breytir öllum samningastrúkt- úmum í landinu. Hann hefur greini- lega hugsað nýja fjármálaráðherr- anum þegjandi þörfina. Hafa menn hugleitt hvernig samkomulagið verður í nýju/gömlu stjóminni? Kári Ámórsson. „Fyrstu hefndarráðstafanirnar vegna aðgeröa Þorsteins eru þegar komnar fram. Albert hefur hœkkað laun opinberra starfsmanna innan BSRB á bakvið ríkisstjórnina." Hríngdans vandnæöanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.