Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1985, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985. 59 SÓKNARFÉLAGAR Hin árlega úthlutun úr Vilborgarsjóði stendur frá frá mánudegi 9. desembertil 20. desember. Umsækjendur komi á skrifstofu félagsins, Skipholti 50a, eða hafi samband í síma 81150 eða 81876. Stjórn Sóknar. Dætur Nílar. Myndin er frá Omaha í Nebraska. Þær eru þarna að heilsa „æðstu drottn- ingu“ sinni sem situr i hásæti. „Dæturnar" eru í egypskum búningum og leggja hönd á öxl hver annarri til að röðin haldist bein. Þessir frímúrarar eru gyðingar og tilheyra stúku í Brooklyn sem er helguð hofi Salómons. Salóm- on (varla í eigin persónu?) situr fyrir miðri mynd með opna biblíu fyrir framan sig. Æðstiprestur gyðinga krýpur við örkina. TIL SÖLU ýxnsar gerðir af gjafa- og jólauittbúðapappír. Einnig dagatöl, mánaðatöl nq borðalmanók ivnt ið 1986. W Pantið tímaxtlega. F'Olritjsj)i 'nisini(^i< Spítalnstiq Í0, v/Óðin.'torq. S.mi npno. Á ÍÞRÓTTAFRÉTTiR HE 'NNAR „Bræðrabönd" nefndi Ulfar Þor- móðsson bók sína um íslenska frí- múrara. Sú bók kom út í tveimur hlutum og er nánast upptalning á félögum í þessari hreyfmgu. Og þar eð félagatal er jafnan brigðult er hætt við að „Bræðraböndin" séu ekki nein endanleg heimild um þessa hreyfingu þar sem sitja fundi ráða- menn þessarar þjóðar og minni spá- menn; karlar úr ýmsum starfsgrein- um; menn sem setja upp harðan flibba, pípuhatt og skarta sínum sjakkett þegar þeir fara út að hitta reglubræður. Við rákumst á áreiðanlegar heim- ildir um bandarísku frímúrarahreyf- inguna nú nýlega. Sú hreyfing er ákaflega öflug - eða hefur verið það. Það var einkum á fyrri helmingi þessarar aldar að áhugi ríkti meðal bisnessmanna vestra að vera með í þessum leynifélagsskap. Eitthvað mun sá áhugi hafa dofnað. Frímúrarahreyfing hvers lands er síður en svo kópía af einhverri ann- arri frímúrarahreyfingu. En grund- völlur þessa félagsskapar er þó hinn sami. Islenskir frímúrarar sækja sína fyrirmynd til Danmerkur. Hreyfingin var stofnuð hér á landi 1914 að fengnu leyfi kóngsins, en hið kon- unglega yfirvald hafði reyndar lengi þrjóskast við að veita frímúrurum leyfi til að starfa. Fyrstu forvígis- menn hreyfingarinnar hér voru Nathan Olsen, Kaaber og seinna Sveinn Björnsson - aðallinn, að sjálfsögðu. 270 ARA LEYNIFELAG Frímúrarahreyfingin er evrópsk að uppruna og mun nú vera um það bil 270 ára. Leynimakkið á þessari hreyfingu hefur stundum farið í taugarnar á yfirvöldum og einnig kirkjulegum yfirvöldum, einkum þó í kaþólskum löndum. Sjaldgæft mun vera að stjórnmálamenn í fremstu röð, eða valdamenn séu í frímúrara- hreyfingunni (hér vitnar blm. beint í heimild sína, sem er bandarísk auðvitað mun reyndin önnur víða, svo sem á íslandi) þótt dæmi séu um slíkt. Má t.d. nefna hertogann af Edinburg. Upphaf frímúrarahreyfingarinnar er rakið til ársins 1717. Þá var stofn- uð stúka i London. Frímúraranafnið mun þannig til komið að upp úr miðri sautjándu öld fór nokkuð að draga úr kirkjubyggingum á Englandi. Þar með varð atvinna múrara, eða grjót- höggsmanna, stopulli og þeir stofn- uðu með sér gildi. Þessi gildi voru nefnd „free masons“ eða frí-múrarar þar eð þeir voru frjálsir að því að fara borg úr borg í leit að vinnu. Þessir frímúrarar tóku svo stundum menn úr öðrum starfsgreinum í sínar raðir. Smám saman þróuðust þessi „múraragildi" Bretanna. Þeir stofn- uðu þessi iðnaðarfélög sín hvar sem þeir fóru. Og í öðrum Evrópulöndum, þar sem menn voru farnir að van- treysta eða rísa upp gegn stofnunum kirkjunnar, gengu menn gjarna í frímúrarastúku. Það gerðu t.d. menn eins og Voltaire og Mozart og Friðrik mikli Prússakóngur (þessi sem var svo elskur að hundi sínum). LÁGSTÉTTIRNAR HÖFÐU ILL- AN BIFUR Lágstéttir höfðu frá upphafi illan bifur á frímúrurum. Það stafaði eink- um af því hversu skrautlega þeir reyndu að klæða sig og sérkennilega. Þegar múrverksmenn fóru í skrúð- göngu í London voru þeir grýttir. Og þar eð múrverksmenn voru oft og tíðum andvígir kaþólsku kirkj- unni myndaðist fjandskapur þar á milli sem lengi var við lýði. Því var það að Klementínus 12. páfi sagði árið 1738: „Hefðu þeir ekki illvirkin i heiðri myndu þeir ekki...vera svo ljósfælnir." Þessi orð páfa hafa reyndar oft verið endurtekin - og haldið við þeirri trú manna að þetta leynifélag hafi fátt þokkalegt fyrir stafni úr því ekkert af gjörðum þess, siðum og venjum má gera opinbert. Þegar hreyfingin fór að festast í sessi í Bandaríkjunum kom hún sér upp ýmsum flóknum helgisiðum. Bandaríska hreyfingin tekur einnig inn konur í sérstaka deild. Þær eru kallaðar „Dætur Nílar“. Og synir elta feður inn í hreyfinguna - menn klifra upp virðingarstigann eftir flóknum reglum. Allt gengur þetta út á að innprenta „rétta“ siðgæðið, „rétt“ viðhorf til lífsins og mönnum er víst óhætt að trúa því að það viðhorf er hvorki frumlegt né nýstár- legt. ' -GG Ríkismat sjávarafuröa Ríkismat sjávarafurða vantar framtakssamt og drífandi fólk í eftirfarandi ábyrgðar- og stjórnunarstörf: REKSTRARSTJÓRA FORSTÖÐUMANN AFURÐADEILDAR TGRSTÖÐUMANN FERSKFISKDEILDAR FORSTÖÐUMANN GAGNAVINNSLU- OG UPPLÝSINGASVIÐS HREINLÆTISSÉRFRÆÐING Þeir sem ráöast í þessi störf munu vinna náið saman og með forstöðumanni stofnunarinnar við daglega stjórn og mótun starfshátta. Nánari upplýsingar eru veittar í símum 13866, 16858 eða 27533. Umsóknir skulu berast Ríkismati sjávaraf- urða, Nóatúni 17,105 Rfeykjavík, fyrir 10. desember nk. Hlutverk Ríkismats sjávarafurða er að stuðla að bættum hráefnis- og voru- vörugæðum islenskra sjávarafuröa. Stofnunin mun vinna náið með fyrirtækj- um i sjávarútvegi. Rikismat sjávarafurða mun fylgjast með stoðu islenskra sjávarafurða á mörkuðum erlendis með það aö markmiði að tryggja sem bestan orðstir þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.