Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Síða 3
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985.
3
Vottorðalaus jólatré
Jólatré, ætluð varnarliðsmönnum Síðdegis í fyrradag, þegar jólatrén gæslan .tilkynningu frá landbúnað- sín. sagði að heilbrigðisvottorðs hefði
á Keflavíkurflugvelli, voru stöðvuð höfðu legið í gámum á hafnarbakk- arráðuneytinu um að vottorð væri í Guðmundur Sigþórsson, skrifstofu- verið aflað þegar ljóst var að án þess'
á hafnarbakkanum í Njarðvík á anum í niman sólarhring, fékk toll- lagi. Varnariiðsmenn fá því jólatrén stjóri í landbúnaðarráðuneytinu, færu trén ekki i gegn. KMU.
miðvikudagsmorgun þar sem heil-
brigðisvottorð fylgdi þeim ekki. Trén
höfðu komið með hinu umdeilda
skipi Rainbow Hope til landsins frá
Kanada.
„Okkur vantaði heilbrigðisvottorð
á þetta að vestan. Það þarf undir-
skrift landbúnaðarráðuneytisins til
að flytja inn svona vöru,“ sagði
Zakarías Hjartarson tollfulltrúi.
„Skógræktin lætur sprauta þau tré,
sem hún flytur inn, með sóttvarnar-
efni áður en þau koma til landsins,"
sagði Zakarías.
Fjögur refa-
búíÞistil-
firðinum
Frá Aðalbimi Arngrímssyni,
fréttaritara DV á Þórshöfn.
Nýtt refabú hefur verið stofnað
til viðbótar þeim þremur sem
fyrir eru í Þistilfirðinum. Tæp-
lega eitt hundrað refir eru í þessu
nýstofnaða búi.
Þá eru alls settir á hátt á sjötta
hundrað refir á búunum fjórum.
Lokið er slátrun á eldri búunum
og var slátrað 575 refum samtals.
Flokkun skinna er í góðu meðal-
lagi. - ÞG
Vinnumiðlun Hafskips:
20 starfs-
menn hafa
ráðið sig
í vinnu
Nú hafa 20 starfsmenn Hafskips
ráðið sig i aðra vinnu. Ýmsir aðrir
standa í viðræðum vegna annarra
atvinnutilboða.
Þessar upplýsingar fékk DV hjá
Vali Páli Þórðarsyni, formanni
Starfsmannafélags Hafskips. Starfs-
mannafélagið og Hafskip hafa und-
anfarið rekið vinnumiðlun. Valur
sagði að miðluninni hefðu fram til
þessa borist 50 til 60 tilboð um vinnu.
- APH
Kveikt á
Kópavogs-
trénu
Á sunnudaginn, kl. 15.30, verður
kveikt á jólatré frá Norrköping í
Svíþjóð í Kópavogi. Trénu hefur
verið valinn staður austan Kópa-
vogskirkju.
Dr. Esbjörn Rosenblad sendiráðu-
nautur mun afhenda tréð en Ragnar
Snorri Magnússon, forseti bæjar-
stjórnar, veita því viðtöku. Skóla-
hljómsveit Kópavogs mun leika við
þetta tækifæri og jólasveinar koma
í heimsókn.
MA6J0ÐAÞER
SKAITFRIALSA
TEKIUHÆKKUN?
TEKIUHÆKKUN
Þú getur hœkkað tekjur þínar af innstæðum á bankareikningi með
þvíað fœra féð yfirá Öndvegisreikning með 18 mánaða bindingu.
Öndvegisreikningur gefur af sér hœrri vexti en allir aðrir
innlánsreikningar, nema um lengri binditíma sé að rœða.
SKATTFRElSi
Vaxtatekjur af sparifé eru skattfrjálsar skv. lögum.
Nýtt
símanúmer
Flugleiða
Flugleiðir taka í notkun nýtt og
fullkomið símakerfi á mánudaginn,
16. desember. Um leið breytist aðalsí-
manúmer félagsins úr 27800 í 690100.
Nýja símakerfið er keypt frá
Bandaríkjunum óg er hér um að
ræða fullkomnustu fyrirtækjasím-
stöð landsins, að því er segir í frétt
frá Flugleiðum. Stöðin er algjörlega
stafræn og verður afgreiðsla símtala
til fyrirtækisins, og frá því, mun
hraðari en áður.
Auk þess er kerfið búið sjálfvirku
innvali sem gerir kleift að hringja
beint í aðila innan Flugleiða án þess
að símtalið fari um skiptiborð.
Ráðgjafinn í Útvegsbankanum sýnir þér hvernig þú ferð að.