Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Side 6
6 DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985., Kiddarinn ekki í stíl Riddarinn er í gömlu húsi, sem hefur verið flutt í þyrpingu enn eldri húsa við Vesturgötu í Hafnarfirði. Húsin eru fimm og mynda rólegan ramma umhverfis eins konar torg, sem er vendilega skreytt sæbörðu erjóti. Ridearinn er Ijósblár að utan og sómir sér ágætlega í þessu um- hverfi, sem er eitt hið menningarleg- astahérálandi. Hið innra hafa viðir Riddarans verið málaðir nærfærnislega í hvítu og afar ljósbláu í stíl hússins. En þar með lýkur líka trúnaðinum við gamalt húsið og umhverfi þess. Húsbúnaðurinn er út í hött og mat- reiðslan er hversdagsleg. Verðlaunuðu klappstólarnir eru fallegir út af fyrir sig, en þeir eru í of mörgum litum og falla ekki að stíl hússins. Auk þess eru þeir geróir fyrir aðstæður, þar sem taka þarf þá saman eftir notkun til að rýma fyrir öðru. Þeir eru ekki sérlega þægilegir til setu, ekki fremur en aðrir klapp- stólar. Enn verri eru stálborðin með ljós- bláum plastplötum, kuldaleg og mötuneytisleg. Til að magna berang- ursstilinn er parkettið haft afar ljóst og notuð skandinavísk plastljós í lofti. Speglaverk er í anddyri og stigagangi, svo og börum uppi og niðri. Samanlagt gerir þetta Ridd- arann afar kaldranalegan og jafnvel óhugnanlegan, þrátt fyrir blóm á borðum, plöntur í gluggum og vatns- litamyndir á veggjum. Betra uppi I hádeginu var þetta kórónað með háværu gufuradíói, sem þuldi fréttir, veður og auglýsingar miskunnar- laust. Þeir, sem hafa ofnæmi fyrir slíku, geta þó vikizt undan með því að fara uppá loft. Þar er stíllinn líka ekki eins ósam- stæður. Klappstólarnir eru þar sam- litir og sófarnir að hálfu leyti í þeim' sama lit. Þar eru líka dúkar, sem hylja plastplötur borðanna, svo og fremur þægileg, niðursoðin tónlist á kvöldin. Riddarinn býður fastan matseðil, sem er ekki spennandi. Þar er flest þetta hefðbundna, sem íslenzkir matreiðslumenn éta hver upp eftir öðrum, svo sem graflax, frönsk lauk- súpa, glóðaðir humarhalar, pipar- steik, turnbauti ogdjúpsteiktirostar. Þannig virðist reiknað með afar íhaldssömum viðskiptavinum. Verðlagið á fastaseðlinum fylgir meðallagi íslenzkra veitingahúsa, þeim flokki, sem ég hef kennt við Torfuna. í hádeginu býður Riddarinn til viðbótar súpu og þrjá aðalrétti á mun lægra verði, 260 krónur að meðaltali. Það er vel boðið og á skilið betri aðsókn. Eittvín slarkfært Vínlistinn er með hinum lélegustu hér á landi og er þá mikið sagt. Ekkert hvítvín sá ég, sem ég mundi kæra mig um að drekka, og aðeins eitt rauðvín slarkfært, Santa Christ- ina. Mér er sagt, að íslendingar séu svo lengi búnir að vera illu vanir á Blandaður skelfiskur var líka frambærilegur réttur. Innihaldið var hið sama og í súpunni. Hörpufiskur- inn var áberandi meyr og krækling- urinn með hinum betri, sem fáanleg- ur er úr dós. Humarinn var hins vegar ekkjert sérstakur. Annar fram- bærileguri forréttur var sítrónugraf- inn hörpufiskur með karríhrísgrjón- um og gúrkuræmum. Eini aðalrétturinn, sem nálgaðist forréttina að gæðum, var léttristuð rauðspretta með rækjum og vínberj- um. Hún var þó ofausin bráðnu smjöri. Steikt rauðspretta hádegis- seðils var| mun lakari, þakin gífur- lega mikifii brauðmylsnuhúð, sem yfirgnæfði þunnt fiskflakið. Henni fylgdu hvítar kartöflur og óárenni- legar strengbaunir. En rauðsprettan var í báðum tilvikum óaðfinnanleg sem hráefni. Bragðið drepið Gegn betri vitund prófaði ég beik- onvafinn skötusel. Það kom líka á daginn, að ekkert bragð fannst ann- að en beikonbragð. Ég hef aldrei skilið rökfræðina í að hafa beikon með mildum sjávarréttum. Ef fólk vill drepa fiskbragðið, af hverju er það þá að borða fisk? Ekki bætti þykk steikarhúð úr skák í Riddaran- um, né fremur mikið soðnar gulræt- Hádegisseðill 110 Karrísúpa með kjúklingi iSo Eggjakaka með grœnmeti 260 Steikt rauðspretta með bvítvínssmjöri JIO Bixímatur með steiktu eggi Fastaseðill 2J0 Blandaður skelfiskur með kryddsósu 320 Keyktur lax með eggjahrœru 2p0 Grafinn lax með sinnepssósu 210 Hrár hörpuskelfskur isítrónu og dilli 230 Fiskiskelsúpa Kiddarans 190 Gratineruðfrönsk lauksúpa 890 Glóðaðir humarhalar með hvítlaukssósu 420 Djúpsteiktur, beikonvafinn skötuselur i/° Uttristuð rauðsprettuflók, rœkjur og vítther J9J Uttsteikt /yúklingabrjóst í tjómaappelsínusósu 670 Umbafilletsteik, marineruð í sítrónu og kryddi 8jo Nautapiparsteik með koníakssósu 830 Tumbauti meðferskum sveppum irjóma 670 Uimbasmábauti Kiddarans með rauðvínssósu 24J Blandaðir djúpsteiktir ostar með rifsberjahlaupi 210 Pónnukökur fylltar hnetuís, bœttar með Grand Marnier 180 Blandaður ís meðferskum ávöxtum Eini eftirrétturinn, sem var prófað- ur, voru pönnukökur, fylltar með hnetuís og bættar með Grand Marni- er. Pönnukakan var alltof þykk, bauð upp á lítið hnetubragð og enn minna líkjörsbragð. Kaffi var ágætt í bæði skiptin. Af grein þessari má ráða, að mikið verk sé óunnið í Riddaranum til að fá húsbúnað og matreiðslu til að hæfa húsakynnum og umhverfi þeirra. Þjónusta er hins vegar vin- samleg og góð. Miðjuverð þriggja rétta kvöld- máltíðar með kaffi og hálfri flösku af Santa Christina er 1285 krónur samkvæmt reikningsaðferð þessa greinaflokks. Fyrir það verð mætti búast við meiru af staðnum. veitingahúsum, að þeir þoli ekki annað en vond vín. Karrísúpa með kjúklingi var á hádegisseðlinum, vel heit hveitisúpa með mildu karríi og kjúklingabitum, borin fram með volgum heilhveiti- og ostflautum. Hún var ekki merki- leg. Betri var skelfisksúpa, afar þykk, en þó hveitilaus og hafði að geyma hörpufisk, rækjur, humar og krækling, allt hæfilega lítið eldað og því hvorki seigt né þurrt. Henni fylgdi veniulegt formbrauð. Þessi súpa var bezti rétturinn, sem prófað- ur var. Kjötréttirnir voru undantekning- arlaust hvorki góðir né vondir. Sítr- ónulegin lambasteik var borin fram í þunnum, of mikið steiktum og þurrum sneiðum, sem voru því ekki nógu meyrar. Rjómaappelsínusósan var hins vegar sæmileg, þótt hveiti- sósa væri. í fylgd með þessu var brokkál og bökuð kartafla. Nautakjötsréttirnir báru þess merki, að ekki væri nógu vandað til vals hráefnis. Kjötið var bragðlítið og ekki nógu meyrt, þótt það væri hæfilega lítið eldað. Piparsteikin var þar að auki með nánast engu pipar- bragði. Ferskir sveppir, sem fylgdu tuinbautanum, voru alveg kaldir í sósunni. Grænmetið var að öðru leyti hið sama og með lambakjötinu. Pip- arsteikinni fylgdi koníaksblönduð hveitisósa og turnbautanum bráðið kryddsmjör. Öllum aðalréttum fylgdi hrásalat. í hádeginu var það einfalt og gott, ísberg, seljustrimlar og ostasósa. Um kvöldið var það flóknara, ágætt að öðru leyti en því, að baunaspírumar voru farnar að gamlast. Þá var það klætt sýrðum rjóma. @ Kokkahúfur eru fyrir matreiðslu og blóm fyrir umhverfi og þjónustu, en krónupeningarnir tákna verðlagið. Jónas Kristjánsson skrifar um veitingahús hKH&B. ■jni Opið kl. 12-18 tra * .......j jog9in ggafia r.bu*ur .bo\tr-s^rWr' Útibúið, Laugavegi 95,2. hæð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.