Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Qupperneq 10
10
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985.
EGILSSON
0G
HARRISON
„Þetta er svona sambærilegt við
það að Kristján Jóhannsson fengi
að syngja með Pavarotti eða Róbert
Tveir íslendingar, sem reynt hafa
fyrir sér í Hollywood: Árni Egils-
son og Jakob Magnússon. Takið
eftir bassaleiknum í kynningar-
lagi Dallasþáttanna.
DV-mynd PK.
Amfmnsson fengi að leika á móti
Sir Lawrence Olivier," sagði þekktur
tónlistarmaður um aðra sólóplötu
Árna Egilssonar bassaleikara sem
út kom fyrir nokkrum dögum. Á
plötunni fær Árni til liðs við sig Ray
Brown sem er einhver þek'ktasti
bassaleikari veraldar og spilar ekki
með hverjum sem er. Þó með Árna
Egilssyni.
Gefum
Fötluöum bömum aukin tækifæri til
þroska og skemmtunar.
Ljúkum leikskálanum í Reykjadal. Hann er
föíluðum böriium nauðsyn.
KAUPUM MIÐA í SÍMAHAPPDRÆTTI
STYRKTARFÉLAGS LAMAÐRA OG
FATLAÐRA. DREGIÐ 23. DES.
Viimingar eru 8 Subarubflar, vinsælustu bflamir á íslandi.
6 Subaru Justy, fjórhjóladrifnir. 2 Subaru 1800 GL station, fjórhjóladrifnir.
í Reykjadal í Mosfellssveit rekur Styrktarfélag lamaöra og fatlaðra sumardvalarheimili fyrir
fötluð börn.
Nú er verið að reisa leikskála við heimilið þar sem börnin geta dvalið við leik og þjálfun í
sumarleyfum hvernig sem viðrar. Leikskálinn er ómissandi viðbót við núverandi aðstöðu og
rennur afrakstur happdrættisins til að ljúka verkinu.
STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA
OG FATLAÐRA
HÁALEITISBRAUT 11 -13. 105 REYKJAVÍK SÍMI 84999
200 kvikmyndir
Á plötunni, er nefnist Fascinating
Voyage, strýkur Árni bassann með
boga á meðan Ray pikkar strengina.
„Það er unun á að hlýða,“ sagði
sérfræðingur helgarblaðs DV í sam-
tali.
Árni Egilsson hefur verið búsettur
í Bandaríkjunum í 25 ár og leikið inn
á fleiri plötur og kvikmyndir en
nokkur annar íslendingur. Kvik-
myndirnar þar sem bassi Árna hefur
drunið munu nú vera um 200 talsins.
Síðast heyrðum við í honum í Be-
verly Hills Cops og á hverjum mið-
vikudegi sendir hann kveðju heim á
gamla hólmann þegar hann þenur
bassann í kynningarlagi Dallasþátt-
anna. Þá er Árni sjálfkjörinn í
strengjasveitir þær sem Michael
Jackson og Prince fá til liðs við sig
þegar mikið liggur við, svo dæmi séu
tekin.
Hollywood
Árni Egilsson býr í Hollywood
ásamt eiginkonu sinni, Dorette Eg-
ilsson, sem er kjarnorkuverkfræð-
ingur og hefur kennt skylmingar.
Eiga þau tvo syni. í Hollywood á
Árni ágætt einbýlishús og hafði í
vinnu smið nokkurn sem hét Harri-
son Ford. Ford var ágætur snikkari
og lagfærði ýmislegt í húsi Árna sem
aflaga fór. En svo var honum boðið
hlutverk í kvikmyndinni Star Wars
og í kjölfarið fylgdi Indiana Jones.
Þá hætti hann að smíða fyrir ís-
lenska bassaleikarann í Hollywood.
Svona getur lifið verið í Ameríku.
- -EIR.
Harrison Ford.