Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Side 19
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985. 19 Nýjar bækur Nýjar bækur BANEITRAÐ SAMBAND Á NJÁLSGÖTUNNI „Ja, undir einhverjum áhrifum er hann,“ þrefaði lögginn. „KONNráð," gaggaði kellingin, „hefurðu verið að ÞEFA af SOKKUNUM þínum?“ „Nei, ég er hættur því eins og ég lofaði," tautaði ég. „Herra lögreglu- þjónn," sagði mamma við hann i trúnaðartón, „ég hélt hann væri heima hjá prestssyninum að lita í litabókina sína.“ Ég starði á þá gömlu. Með hverjum hélt hún eigin- lega? MÉR? Þannig hljómar örstuttur útdrátt- ur í nýrri unglingabók eftir Auði Haralds sem nefnist Baneitrað samband á Njálsgötunni. Bókin fjallar um unglinginn Kon- ráð og samskipti hans við heiminn í kringum sig. Mætir Konráð skilningi hjá móður sinni? Nei. Hann finnur það nú bara best þegar hún rífur græjurnar hans úr sambandi á næt- urnar. Svo hittir Konráð huggulega stelpu úr Hafnarfirði. En skánar lífið við það? Nei, þvfLillu finnst ólíklegt að heimsendir komi fyrir jól og svo heldur mamma hans að Landleiðir gefi henni gullúr fyrir það eitt að fjármagna Konráð í strætó. Bókaútgáfan Iðunn gefur út. Oddi hf. prentaði. Kápa er hönnuð á Auglýsingastofunni Octavo. ELIAS A FULLRIFERÐ EFTIR AUÐI HARALDS Þriðja bókin um ELÍAS, fyrirmynd annarra barna í góðum siðum (eða hitt þó heldur!) eftir Auði Haralds er komin út. Flest börn muna eflaust eftir Elíasi úr barnatímum sjónvarpsins (leikn- um af Sigurði Sigurjónssyni) en sjón- varpið endursýndi þessa þætti í fyrra. Nýja bókin um Elías nefnist ELÍAS Á FULLRI FERÐ og eru Elías og foreldrar hans þegar hér er komið sögu enn í Kanada. Magga móða er gift Misja og sest að á hæðinni fyrir ofan í blokkinni. Og það, segir pabbi Elíasar, var ekki ■ það sem hann hugsaði sér þegar hann flúði frá Möggu alla leið til Kanada. Það sem pabba þykir best af öllu er friður. En það er aldrei friður. Fyrst skellur yfir þau gestaplága svo skæð að mamma og pabbi eru að hugsa um að flýja að heiman. Elíasi tekst að hrekja gestapláguna burtu, að vísu með nokkuð grófum ráðum. Fyrri bækurnar um prakkarann Elías nefnast ELÍAS og ELÍAS í KANADA og hafa þær báðr verið endurprentaðar. Brian Pilkington teiknaði mynd- irnar og hannaði kápu. Bókaútgáfan Iðunn gefur út. Bókin er prentuð í Odda hf. LÆKNAR HALDA HÁTÍÐ - í tilefni afhendingar friðarverðlauna Nóbels Samtök lækna gegn kjarnorkuvá gangast fyrir hátíðardagskrá á Hótel Borg laugardaginn 14. des- ember kl. 14 - 17. Tilefnið er af- hending friðarverðlauna Nóbels, en eins og kunnugt er þá voru verðlaunin í ár veitt Alþjóðasam- tökum lækna gegn kjarnorkuvá fyrir starf þeirra í þágu kjarnorku- afvopnunar. Á hátíðinni flytja læknar og eðl- isfræðingar nokkur örstutt fræðsluerindi. Auk þess koma fram Kjartan Óskarsson klarinettleik- ari, Guðrún Birgisdóttir flautu- leikari, Björn Th. Árnason fagott- leikari, Halldór Laxness rithöfund- ur, Þórarinn Guðnason læknir, Vilborg Dagbjartsdóttir ljóðskáld, Gísli Helgason vísnasöngvari, Þórarinn Eldjárn rithöfundur og að lokum leikur „Big Band“ jass- tónlist. Einnig verða afhent verð- laun úr teiknimyndasamkeppni barna sem haldin var á vegum Alþjóðasambands lækna gegn kjarnorkuvá, en eins og kunnugt er hlaut íslensk stúlka verðlaun í samkeppninni. Húsið verður opnað kl. 13.45. Aðgangur er ókeypis en kaffiveit- ingar verða seldar á staðnum. Éru allir hvattir til að líta inn á Borgina þó ekki væri nema stutta stund til að hlýða á frábæra lista- menr. yfir kaffibolla og sýna jafn- framt stuðning við mesta mann- réttindamál okkar tíma, en það er að fá að lifa án ógnunar gjöreyð- ingar af völdum kjarnorkuvopna. - (Fréttatilkynning.) Opið virka daga 9-18, Daihatsu-salurinn, laugardaga 13-17. Ármúla 23, símar 81733 og 685870. Fiat 127 árg. 1985, 3ja dyra, ekinn 11.000 km, silfurgrár, framhjóladrifinn, 5 gíra. Verd kr. 250.000,- Dctihatsu Charade XTE árg. 1979, litur blár met., gott lakk, ekinn 101.000 km, vetrardekk, sumardekk, silsabretti. Kr. 140.000,- Daihatsu Charade Runabo- ut XTE árg. 1981, litur blár met., ekinn 67.000 km, vetr- ardekk, útvarp og segul- band. Verð kr. 220.000,- Daihatsu Charade Runabo- ut XTE árg. 1980, litur blár met., ekinn 66.000 km, vetr- ardekk, útvarp og segul- band, gott lakk. Verð kr. 180.000. MMC Colt GL árg. 1981, litur vínrauður, ekinn 61.000 km, Pioneer útvarp og segulband. Verð kr. 230.000,- Einnig til sölu Colt GL árg. ’82. Verð kr. 260.000,- Daihatsu Charade CS árg. 1985, litur beis, ekinn aðeins 5.000 km, 4ra gira, með útvarpi og semnýrbðL Traust í viöskiptum Daihatsu — númer — 1 endursölu, JÓLAMYNDIR FRÁ ARNAR-VIDEOI BRÁÐSKEMMTILEGUR NÝR FJÖLSKYLDUMYNDAFLOKKUR Á TVEIM SPÓLUM. PRAKKARINN KALLI1-2 flú er mesti hrekkjalómur Svfþjöðar byijadur á nýjum Bráðskemmtilegar myndir fyrir alla fjölskylduna. Fylgjumst með Kalla og ótrúlegum ævintýrum hans og félaganna. Þetta eru myndir sem svo sannarlega kitla hláturtaugarnar og segja má að það sé dauður maður sém ekki hlær að uppátækjum prakkarans Kalla. Sögurnar um prakkarann Kaila njóta mjög mik- illa vinsælda um alla Skandinavíu. Með aðalhlutverk fara Tord Tjáderström sem ar bráðskemmtilegur I hlutverki Kalla og með önnur stór hlutverk fara Sickan Karlsson, Sten Áke Cederhök og Laila Westersund. ARNAR-VIDEO MYNDBANDAUMBOÐ SÍMI 82128 i ÚRVALI rúmteppi, tepPaPokar í barna- og fullorðinsstærðum og barnapúðar með trúða- og dýramyndum. Póstsendum. „Rúm,'-bezta verzlun laruJsins INGVAR OG GYLFI GRENSASVEGI 3 108 REYKJAVIK, SIMI 81144 OG 33530 Sérverzlan með rúm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.