Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Page 23
23
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985.
Menning Menning
og Lea verður manni að bana í
sjálfsvörn. Gyðingaofsóknir fá
einnig sína kafla í sögunni, einkum
gegnum gyðingakonuna Söru
Mulstein. Hún kemur til sögunnar
með frásögn af fyrstu kynnum sín-
um af ofsóknunum þar sem nasistar
fletta hana klæðum og hún stendur
berbrjósta og titrandi í fínu boði.
Óneitanlega minnir uppstillingin
öll á þriðja flokks reyfara.
Persónur Guðrúnar frá Lundi og
Snjólaugar frá Skáldalæk setjast
gjarnan niður yfir rjúkandi kaffi-
bolla en Régine Deforges býður
persónum sínum upp á staðgóðar
máltíðir á hverjum veitingastaðn-
um á fætur öðrum. Lea sporðprenn-
ir kjúklingum og öndum, kæfu og
brauði, súkkulaðibúðingi og sæl-
gæti. Höfundur lætur heldur ekki
hjá líða að gera klæðnaði hennar
úr silki og lérefti skil og hún ber
ýmist þunnar kápur eða ref á öxl-
um.
Ólíkt mörgum skemmtisagnaper-
sónum nær Lea nokkrum þroska
og breytist úr heldur leiðinlegri
stelpu í fullorðna konu sem les-
andinn getur vel haft samúð með.
Frásögnin er oftast nær hröð og
spennandi og þýðing Döllu Þórð-
ardóttur er á ágætri íslensku.
Stúlkan á bláa hjólinu færi vel
með kassa af góðu konfekti, en
bókmenntaviðburður er útkoma
bókarinnar ekki. -SKJ
Régine Deforges.
Deforges dregur upp mynd af
stríðsástandinu í Frakklandi á
sögutímanum 1939 til 1942 en lýsir
loftárásum á einkennilega yfir-
borðskenndan máta. Engu er lík-
ara en Lea horfi á ómerkilega of-
beldiskvikmynd þegar Sprengjur
afhöfða og aflima fólk fyrir augun-
um á henni. Ræningjar og geð-
sjúklingar yfirgefa prísundir sinar
Himmlers
milli feigs og ófeigs. í bókinni segir
og frá ýmsum öðrum íslendingum,
sem voru nákomnir Þjóðverjum:
Níels Dungal prófessor, dr. Alex-
ander Jóhannessyni, Jóhanni Þ.
Jóefssyni alþingismanni, Sigurði
Hlíðar dýralækni, Guðbrandi
Jónssyni og fleirum.
Framsóknarmenn í þjónustu
hanshátignar
Auðvitað áttu fleiri stórveldi
stuðningsmenn á Islandi en Þriðja
ríkið. Minna má í því sambandi á
íslenska sósíalista, sem bundist
höfðu Kremlverjum órofaböndum.
En dr. Þór segir frá því í skemmti-
legum kafla bókariiinar, að Lionel
Fortescue, kennari í hinum fræga
Eton-skóla breska og áhugasamur
laxveiðimaður á hverju ári uppi á
íslandi, hafi haft nokkrar áhyggjur
af ráðagerðum Þjóðverja hér á
landi og því skipulagt upplýsinga-
öflun fyrir breska heimsveldið í
samvinnu við þá Jónas Jónsson frá
Hriflu og Þórarin Þórarinsson,
þáverandi ritstjóra Tímans. Þeir
Fortescue, Jónas og Þórarinn
komu upp kerfi fjörutíu trúnaðar-
manna um allt land, sem skyldu
koma upplýsingum um kafbáta-
ferðir og önnur umsvif Þjóðverja
áleiðis til Breta.
Lýsingar Þórs á þessum tveimur
fulltrúum stórveldanna í styrjald-
arbyrjun, Fortescue og Gerlach,
eru merkilegar, svo ótrúlega vel
sem þeir samsvara báðir hefð-
bundnum hugmyndum manna um
óKkt eðlisfar Breta og Þjóðverja.
Fortescue var dæmigerður Breti
eins og ég þekki þá af fjögurra ára
dvöl i Oxford, kurteis heiðursmað-
ur, lotinn í herðum, frjálslyndur
lýðræðissinni og ættjarðarvinur,
Gerlach hins vegar gáfaður,
grimmur og kappsamur þjóðernis-
sósíalisti. Skýrslur Gerlachs og
minnisblöð eru fróðlegar heimildir
um hugmyndir þjóðernis-sósíasista
og koma að mínum dómi mjög heim
og saman við greiningu Friedrichs
Hayeks í bók hans Leiðinni til
ánauðar, en hún kom í heild sinni
út á íslensku árið 1980.
Hvað er að segja um hjálparmenn
þeirra Fortescues og Gerlachs hér-
lendis? Ég get satt að segja ekki
áfellst þá Jónas frá Hriflu, Þórarin
og samstarfsmenn þeirra fyrir hjál-
pina við Breta. Þeir voru sann-
færðir um það með gildum rökum,
að íslensku þjóðinni yrði miklu
affarasælla að vinna með Bretum
en Þjóðverjum, og þeir breyttu
samkvæmt því. En ég held einnig,
að við ættum ekki að hrapa að
dómum um þá íslendinga, sem voru
Bókmenntir
HANNESH.
GISSURARSON
í nokkru vinfengi við Gerlach. Þeir
höfðu margir meiri samúð með
þýsku þjóðinni en þjóðernis-sósíal-
ismanurn og þeir áttu ekki heldur
kost á sömu upplýsingum um eðli
þjóðernis-sósíalismans og við. En
óneitanlega sýndu þeir nokkurt
skeytingarleysi um þær staðreynd-
ir þýskra stjórnmála, sem hlutu að
liggja í augum uppi.
Viðskipti og mannúð
Sagður er einn heldur ófagur
kafli í sögu okkar íslendinga í bók
dr. Þórs. Þessi kafli er um það,
hversu .ófús við vorum (þrátt fyrir
allan okkar fagurgala á alþjóða-
þingum) til að taka á móti Gyðing-
um, sem flýðu undan þýskum þjóð-
ernis-sósíalistum, en við visuðum
jafnvel nokkrum þeim, sem tókst
að komast hingað, út aftur. Dr. Þór
segir meðal annars frá fátækum
þýskum Gyðingi, Hans Rottberger,
er hraktist hingað og stofnaði lítið
leðurvöruverkstæði. íslenskir iðn-
aðarmenn kærðu hann fyrir að
veita sér samkeppni, og var hann
rekinn úr landi. Fyrir heppni komst
hann til Danmerkur með fjölskyldu
sína, en ella hefði hann líklega lent
í gasofnum þjóðernis-sósíalista.
Hér voru frjálslyndir menn ósam-
mála íslenskum iðnaðarmönnum.
Þeir voru hlynntir óheftum flutn-
ingi fjármagns og vinnuafls á milli
landa. Þeir telja, að menn eigi að
fá að setjast að hvar sem þeir vilja,
að því auðvitað tilskildu, að þeir
geti sjálfir séð sér farborða. I þeirra
augum er sérhver innflytjandi efni
í framleiðanda er skapað geti verð-
mæti með hugviti sínu eða verks-
viti. Þeir líta hann ekki tortryggn-
isaugum sem hugsanlegan ómaga,
er þurfi að metta. Iðnaðarmaður
eins og Rottberger tekur ekki
brauð frá öðrum, eins og sumir
íslendingar héldu, heldur auðveld-
ar hann okkur bakstur fleiri
brauða, ef svo má segja.
Við skulum ekki gleyma því, að
Bandaríkin, auðugasta land í
heimi, er umfram allt innflytjenda-
land.
Hlutleysisstefna fékk ekki
staðist
Dr. Þór vinnur miklu vandlegar
úr heimildum sínum en margir
aðrir íslenskir sagnfræðingar.
Hann hefur þaulkannað skjalasöfn
hér á landi, í Bretlandi og í Þýska-
landi, gerir sér einnig far um að
skrifa skýrt mál, og er stíll hans
mjúklegur og myndrænn. Bókin er
höfundinum og útgefandanum,
Almenna bókafélaginu, til sóma.
Og eiria meginályktun dreg ég af
allri frásögninni. Hún er sú, að við
gátum ekki setið hjá í styrjöldinni,
hvort sem okkur líkaði betur eða
verr, eins og kom reyndar í ljós
hinn 10. maf 1940, er Bretar settu
lið á land í Reykjavík, en frá her-
námi þeirra segir væntanlega í
næsta bindi verksins. Vegna legu
landsins og allra aðstæðna fékk
hlutleysisstefna ekki staðist til
lengdar. Svo að frægum orðum
Trotskís um styrjaldir sé vikið við:
við höfðum ekki áhuga á stórveld-
unum, en þau höfðu svo sannarlega
áhuga á okkur.
MÖGNUÐ SPENNUSAGA
DAMD0SB0RN
SAMSÆRID
„ÞAÐ VEROUR EKKI GEFIN ÚT BETRI BÓK ( ÁR ...
. .. STÓRKOSTLEG SAGA" ALISTAIR MacLEAN
Husqvarna
ALDREI MEIRA
ÖRVAL HUSQVARNA
SAUMAVELA
9 GERÐIR
Verð frá kr. 13.285 StgK
nmmxÁ
MISTMIU WMATÉM
J ísumi
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suóurlandsbraut 16 Simi 9135200 (j£U~