Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Qupperneq 24
24
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985.
samvevu
SÍÐAN
Umsjón: Katrín Baldursdóttir
Ást og kynlíf eru hugtök sem eru
ofarlega í huga hverrar mann-
eskju. Sá kraftur sem heldur
okkur gangandi í andstreymi lífs-
ins er kynhvötin, segja sumir.
Mikið er hugsað en mínna rætt
um kynferðismál og vandamál
þeim tengd. Kynfræðsla unglinga
er i molum. Menn fara að hlæja
ef talað er um kynfæri karla og
kvenna, fara allir hjá sér ef
minnst er á kynlíf og ræða um
þau mál í skúmaskotum.
Hjón lifa saman í rúminu án orða
þótt bæði séu ef til vill hundóán-
ægð og ófullnægð. Margar konur
fá aldrei fullnægingu og trúa því
að það sé einfaldlega þeirra hlut-
skipti í lífínu og hugsa ekki um
það meira. Þegar unglingar
komast á gelgjuskeiðið og vilja
vita allt um gangverk kynlífsins
verða oft á tíðum hin mestu
vandræði á heimilinu. Þetta eru
feimnismál og foreldrar iðulega
tregir við að upplýsa unglingana
um þennan leyndardóm.
Ástin hefur hlotið meiri umfjöll-
un. Fólk hefur fengið sinn fróð-
leik um ástina úr ástarrómönum.
Konan verður ástfangin af hetj-
unni, aðalgæjanum með útlit og
allt annað á hreinu. Hún fellur í
hans sterka faðm og nýtur hans
verndar. Konan er yfirleitt mjög
falleg en færri sögur fara af gáf-
nafarinu.
Þetta ástand er engum að kenna.
Viðhorfum verður ekki breytt í
einni svipan. Á allra síðustu
árum hefur þó orðið nokkur
breyting á þótt enn séu siðgæðis-
postular til sem óska hverjum
manni vist í helvíti sem talar
hispurslaust og opinskátt um
kynlíf og vandamál því tengd.
Helgarblaðið mun af og til á
næstu vikum fjalla um samveru-
stundir kynjanna, ást og kynlíf
og fleira því tengt.
I upphafi verður sagan skoðuð,
hvernig viðhorfin voru og hvern-
ig þau hafa þróast frá síðustu öld.
Fyrir 1950: Kraftebing
TRÚBOÐASTELLINGIN
Eðlilegt kynlíf er fólgið í því að
karlmaðurinn setji getnaðarlim-
inn inn í kynfæri konunnar í
svokallaðri trúboðastellingu,
sagði þýski geðlæknirinn
Kraftebing. Skoðanir hans á
kynlífsmálum höfðu töluverð
áhrif á síðustu öld en hann dó
um síðustu aldamót.
Kraftebing skrifaði fræga bók,
„Psychopathia sexualis", þar sem
hann fjallaði um heilbrigt og
sjúkt kynlíf. Þar hafnar hann því
að konan fái fullnægingu. Allt
annað en hans eðlilega kynlíf
væri sjúkt kynlíf og tilgangurinn
með kynlífi einungis sá að við-
halda stofninum. Máli sínu til
stuðnings fyllti hann bók sína af
frásögnum af kynlífsglæpum sem
vöktu viðbjóð allra, allt frá lýs-
ingum á sjálfsfróun og yfir í
nauðganir á börnum sem síðan
voru biytjuð í spað.
Geðlæknirinn var barn síns tíma,
iðnbyltingin var komin vel á veg,
þéttbýlismyndun hafin og fram-
leiðslan í algleymingi. Vinnuaf-
lið mátti ekki klikka, allt sem gat
truflað iðnarframleiðslu var
bannað. Kirkjan lagði sitt af
mörkum í sköpun strangra við-
horfa sem höfnuðu möguleikun-
um til leikja og ásta. Lífið var
vinna. Allt annað en eðlilegt
kynlíf, eins og Kraftebing skil-
greinir það, var af hinu vonda.
T,rúboðastellingin, eðlilegt kynlíf samkv. kenningum Kiaftebing.
Eftir 1950:
KYNLÍFSSKÝRSLAN FRÆGA
Þegar hin fræga kynlífsskýrsla,
„Kinsley skýrslan" svokallaða,
var birt í Bandaríkjunum 1950
ætlaði allt um koll að keyra. Hún
var gjörsamlega í andstöðu við
þau borgaralegu viðhorf sem
ríktu um kynlífsmál eða það sem
menn vildu trúa um efnið. Sam-
kvæmt skýrslunni var almennt
að fólk stundaði kynlíf fyrir gift-
ingu, framhjáhald var algengt og
menn höfðu ótrúlegt hugmynda-
flug um aðferðir í rúminu. Fleiri
voru hommar en menn hafði
grunað eða höfðu „homosexual"
reynslu.
Kinsley-skýrslan staðfesti þær
breytingar sem voru að gerast. í
bandarísku þjóðlífi á þessum
tíma. Staða konunnar var að
breytast, velmegun eftirstríðsár-
ana í algleymingi og frjálsræði
að aukast, a.m.k. hjá yngri kyn-
slóðum.
Masters
og Johnson:
ar
KYN-
FRÆÐSLU-
FÉLAG í
REYKJAVÍK
í vikunni var stofnað í Reykjavík
Kynfræðslufélag íslands. Mark-
mið félagsins er að efla fræði-
S.-inina kynfræði (sexologi) á
landi og stuðla að samstarfi
fagfólks sem fæst við meðferð,
Ikennslu eða rannsóknir á sviði
! kynfræða. Félagið er ætlað fag-
fólki sem hefur menntun á sviði
heilbrigðis-, félags- eða sálar-
fræði, svo og öðrum sem fást við
; kynfræðslu í starfi sínu.
KYNLIF
VERÐUR
FRÆÐI-
GREIN
Masters og Johnson eiga stærst-
an þátt í því að gera kynlífsfræði
að viðurkenndri fræðigrein í
kringum 1970 í Bandaríkjunum.
Stunduðu þau meðferð á kynlífs-
vandamálum, rannsóknir á kyn-
lífi og kynsvörun. Þau rannsök-
uðu bæði líffræðilegar og lífeðlis-
fræðilegar hliðar á málinu. Mast-
ers og Johnson lögðu grunninn
að þeim meðferðarformum kyn-
lífsvandamála sem í dag eru stun-
duð.
Sigmund Freud:
FRJÓRÁHUGI
BARNA
A KYNLIFI
Freud, sem lengst af bjó í Austur-
ríki, ólst upp við svipuð viðhorf
og giltu annars staðar í Mið-
Evrópu, viðhorf svipuð þeim sem
Kraftebing setti fram. Freud fór
fljótt að fá áhuga á öllu sem
tengdist kynlífi og komst að
þeirri niðurstöðu að hægt væri
að finna merki um mjög frjóan
áhuga á kynlífi hjá börnum. Þau
fara fljótt að fá mikla ánægju af
eigin líkama og foreldra sinna og
fá ýmsar fantasíur um samneyti
foreldranna.
Freud þróaði þessar kenningar
sínar og komst að því hversu
djúpstæð áhrif kynhvötin hefur á
mótun og þroska sálarlífs manns-
ins. Hann hélt því fram að bæld
kynhvöt kallaði fram ýmis af-
brigði af taugaveiklun.
Kenningar Freuds ollu miklu
írafári á þeim tíma sem þær komu
fram eða rétt fyrir aldamót. Hann
var útskúfaður úr heimi lækna,
en siðan vita allir hve mikil áhrif
þessar kenningar hafa haft bæði
á sálarfræði, vissa þætti læknis-
fræðinnar, bókmenntir og listir.
Áhugi barna á líkama sínum og foreldra sinna vaknar mjög
snemma segir í kenningum Freud.
TIL LESENDA!
Ef þið hafið einhvern fróðleik
fram að færa, tengdan efni þess-
arar síðu, eða viljið fá upplýsing-
ar um tiltekin atriði varðandi
samverustundir kynjanna, ástir
og kynlíf vinsamlegast sendið
bréf til DV merkt: SAMVERU-
STUNDIR - DV, ÞVERHOLTI
|11,105 REYKJAVÍK