Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Síða 27
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985.
>g skýrði aðeins frá því sem gerðist.“
Srsson rítsfjórí
INGIN
PÆRIN"
heitir á ensku. Þeir voru mjög dyggir
þjónar síns fyrirtækis. Það reyndist
þannig mjög erfitt að fá upplýsingar
úr þeirri áttinni. En mér tókst svo,
haegt og rólega, að opna þar ýmsar
leiðir að upplýsingum. Skýringin á
erfiðleikunum við öflun upplýsinga
meðal starfsmanna er, held ég, aðal-
lega sú að forráðamennirnir voru
búnir að ljúga mannskapinn fullan.
Þar að auki vantaði mig upplýsingar
varðandi Útvegsbankann. Það
reyndist mér erfitt því að þar er
bankaleyndin í hávegum höfð sam-
kvæmt lögum.“
Einn á báti
- Þú varst lengi framan af einn á
báti í umfjöllun um Hafskip - varstu
undrandi á því hversu seint aðrir
tóku við sér?
„Ég var ekki tiltakanlega undr-
andi. Ég þekki nefnilega íslenska
fjölmiðla. I hópi ritstjóra og blaða-
manna er ríkjandi einhver hugsun-
arháttur sem gengur út á það að
vera ekki að fjalla um mál sem aðrir
fjölmiðlar hefja máls á. f blaða-
mannahópi er gjarna sagt að „þetta
blað eigi málið“. En ég held nú að í
þessu tilviki hafi margt annað ráðið,
t.d. pólitík. Ég var þannig ekki hissa,
en hins vegar er ég alltaf jafngáttað-
ur á þessari afstöðu blaða. Það er
eins og þeir sem standa að fjölmiðlum
á íslandi átti sig ekki á því að frétt
er frétt. Og hún er ekki einkaefni
neins blaðs, sérstaklega ekki ef hún
er af svo alvarlegu tagi sem þetta
mál. En mér fannst koma i ljós, strax
eftir mína fyrstu grein, að blöðin
voru hrædd. Það var einhver beygur
i blöðunum. Því er ekki að neita að
í greininni komu fram upplýsingar
sem hefðu átt að verða þess valdandi
að hárip risu á höfðum bankastjórn-
ar Utvegsbankans. En svo varð nú
ekki fyrst í stað.
Almennt séð eru blöð á lslandi
heldur ekki tekin mjög alvarlega.
Blöðin hér eru ekki það afl sem blöð
eru í öðrum vestrænum ríkjum. En
vissulega verður það ekki frá þeim
tekið að þau hafa áhrif, þó ekki væri
nema á gang umræðunnar í þjóð-
félaginu. En blöðin eru ekki afl - af
þessari ástæðu sem ég nefndi, að þau
eru hvert fyrir sig að krukka í sínu
horni og styðja ekki við bakið hvert
á öðru.
Við þetta vil ég bæta að Helgar-
pósturinn er, að því ég tel, eina
frjálsa og óháða blaðið sem gefið er
út á íslandi. Allt frá því að blaðið
byrjaði að koma út, árið 1979, hefur
það verið rekið með það fyrir augum
að láta gott af sér leiða með því að
kafa djúpt ofan í mál sem varða spill-
ingu, ranga embættisfærslu. misferli
í dómgæslu o.s.frv. Við segjum
gjarna hluti sem önnur blöð þora
ekki að segja. Við þurfum ekki grænt
ljós hjá neinum stjórnmálaflokki og
við erum djarfir. Og dirfska fer í
taugarnar á sjálfumglöðum vald-
höfum.“
Spillingin
- Er spillingin allsráðandi á ís-
landi, Halldór - nóg fyrir duglega
rannsóknarblaðamenn að gera?
„Kannski ekki allsráðandi, en
spillingin virðist ærin og það er allt
morandi í verkefnum. Ég held að DV
ætti að taka upp þann sið að hafa
einn mann eða tvo. helst heila deild,
sem ekkert gerði annað en rannsaka.
mál.“
Þin réttlætiskennd - er hún það
sem þú lætur stjórnast af?
„Það segir sig sjálft. Fái ég upplýs-
ingar um spillingu, misbeitingu pól-
itísks valds eða eitthvað sem flokkast
undir spillingu, þá tel ég það skyldu
mína að bregðast við því - tel það
raunar skyldu allra blaðamanna að
reyna að breyta samfélaginu til hins
betra.
Það er merkilegt við marga ís-
lenska blaðamenn, að -þeir virðast
álíta að blaðamaðurinn eigi að halda
sér fast í einhverja hlutlægni - sem
er fölsk. Það er ekki hægt að sinna
starfi og um leið að fljóta í tómarúmi.
Það er alltaf persóna á bak við frétt.
Blaðamennska á að vera hlutlæg, en
blaðamaður á ekki að hika við það
að hafa skoðun. Ég á ekki við að
þeir eigi að vera predikarar, það er
engin þörf fyrir það.
íslensk blöð búa reyndar svo illa
að sínum blaðamönnum að þeir geta
ekki sérhæft sig á ákveðnu sviði, s.s.
svokallaðri rannsóknarblaða-
mennsku. I Bandaríkjunum, þar sem
ég þekki best til utan Islands, er
nánast á hverju blaði sérstök rann-
sóknardeild. Þetta er auðvitað dýrt.
Og ætli það sé ekki hluti af skýring-
unni hvers vegna þessu er svo lítið
sinnt hér. En annar hluti er tregða
stjórnvalda og embættismanna við
að veita upplýsingar."
- Vantar ekki lög um upplýsinga-
skyldu stjórnvalda?
„Það kom nú fram frumvarp um
það efni fyrir nokkrum árum. Frum-
varpið var nánast brandari. Niður-
staða þess var að það hvíldi engin
upplýsingaskylda á stjórnvöldum -
undanþágurnar voru svo margar.
í íslenskum lögum eru vel yfir 100
þagnarskylduákvæði. í sumum til-
vikum er þetta auðvitað nauðsyn-
legt, eins og trúnaðarsamband lækn-
is og sjúklings eða lögfræðings og
skjólstæðings - en nokkrir tugir
þessara ákvæða eru mér a.m.k. ger-
samlega óskiljanleg eða til hvers þau
eru sett. Það er einhver leynifélagst-
ilhneiging i íslenskum lögum. En |
hvort lög um upplýsingaskyldu leysa 1
allan vanda er ég hreint ekki viss 1
um.“
Flóðgáttir opnast
- Haískip komið á hausinn - hvað j
tekur þá við hjá þér?
„Heldurðu að ég fari að segja þér j
það!
En það er eins og jafnan að takist j
blaði vel upp í svona verkefni þá j
opnast fióðgáttir. Starfið hefur borið j
árangur. Það er ekki nærri alltaf sem j
maður sér árangurinn eins ljóslega j
og varðandi þetta Hafskipsmál. Það j
var mjög nauðsynlegt að við skyldum j
taka svona á þessu. Úr því að enginn j
annar fjölmiðill gat gert það eða j
gerði það. Flóðgáttir hafa opnast. ;
Mitt borð er yfirfullt af ýmsum mál- i
um sem þangað hafa borist síðustu j
daga. Það er bara vegna þessa. Það
er fjöldi manns í okkar þjóðfélagi
sem veit um hluti sem eru athugun- i
arverðir. Yfirleitt þegir þetta fólk,
en það vaknar við svona skrif.
En það er rétt að taka það fram
að flest af þeim málum sem byrjað
er á reynast kannski engin „mál“
og það er einmitt það sem gerir
rannsóknarblaðamennskuna dýra og
tímafreka og þreytandi. Mér finnst
að aðrir blaðamenn ættu að fara að
taka eitthvað við sér. Og ekki bara
á okkar blaði. Menn verða að fara
að vinna af einhverju viti. Fjölmiðlar
eiga ekki eingöngu að vera móttöku-
stöðvar fyrir fréttatilkynningar.
Nú er rétt að taka það fram að
rannsóknarblaðamennska snýst ekki
bara um það að grafa í einhverju
spillingardíki. Hún getur eins snúist
um að kanna sannleiksgildi almenn-
ra staðhæfinga. Dæmi: Það hefur
verið borið uppá Davíð Oddsson
borgarstjóra að hann sé nánast ein-
ráður í borginni. Að meirihlutinn
samþykki það sem hann vill fá sam-
tykkt. Og að minnihlutinn sé alveg
áhrifalaus. Þetta hefur verið borið
upp á Davíð. Hann hefur neitað
þessú. Þarna er komið tilvalið verk-
efni fyrir góðan blaðamann. Er þetta
rétt eða rangt? Það má líta á stjórn-
unaraðferðir Davíðs sem einhvers
konar stil, ekki spillingu. En hvernig
er stjórnkerfi borgarinnar í raun
byggt upp? Þarna má spyrja margra
spurninga. Þær gætu líka verið liður
í að veita nauðsynlegt aðhald.
En það er erfitt að fóta sig á þessu
sviði, m.a. vegna þess að við hér erum
ekki vön nákvæmri, vísindalegri
blaðamennsku. Og embættismenn
eru ekki vanir því að „leka“. 1
Bandaríkjunum t.d. er kerfið hrip-
lekt. Og í fiestum tilvikum er það af
hinu góða. Bandaríkjamenn hafa
ríka réttlætiskennd og þeir horfa
ekki aðgerðalausir á.“
Árangur
Halldór heldur því fram að árangur
af starfi blaðamanns sé í fæstum til-
vikum sjáanlegur. Við stöndum upp
og ætlum að setja punkt þegar Halld-
ór kveikir eins og af tilviljun á sjón-
varpinu. Fréttaþulur skýrir frá
beiðni Alberts um rannsókn á af-
skiptum sinum af málefnum Útvegs-
bankans og Hafskips og fréttamað-
ur segir að sumir þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins krefjist afsagnar
ráðherrans. (Sú staðhæfing var
reyndar borin til baka næsta dag.
Enginn krafðist afsagnar Alberts.)
„Þarna er árangur,“ sagði Hall-
dór. „Það er komin pólitísk alvara i
málið. Ég man ekki eftir því í okkar
tið að nokkru sinni hafi ráðherra
sagt af sér - þótt þess hafi oft verið
krafist.
En þessi rannsókn - og hugsanleg
afsögn - er þó áreiðanlega árangur.
Ég lít svo á að rannsókn sé nauð-
synleg. En ég lít einnig svo á að þessi
ráðherra hafi lent i hagsmunatog-
streitu sem ein og sér dugi til að
hanneigiaðsegjaafsér.11 - -GG.