Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Side 29
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985.
29
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Nýjar bækur
fjárborgir, yfírgefin amboð, ferða-
búnað og steinatök þar sem þolrif
manna voru reynd og prófuð í
verstöðvunum.
I síðari hluta bókarinnar er lykill
að fyrri bindunum fimm. Svo sem
alkunna er þá er Landið þitt Is-
land í handbókarformi og upp-
flettiorðin eru staðanöfn. Upp-
flettiorðin eru alls um 4.600, en
staðanöfn i öllum bindunum eru
hins vegar 14.300. Þá eru í bókun-
um um 4.300 nöfn á mönnum, ver-
um og vættum. Það hefur því
stundum viljað vefjast fyrir mönn-
um að finna nöfn sem ekki eru
uppflettiorð, en með þessum lykl-
um, nafnaskrám bókarinnar, er úr
þessu bætt. Staðanafnaskráin er
tvímælalaust sú stærsta sem gerð
hefur verið hér á landi og á sína
vísu tímamótaverk sem stóreykur
notagildi einstakra binda og verks-
ins í heild. Auk heildarskrárinnar
eru svo skrár um staðanöfn í ein-
stökum sýslum sem auðveldar stað-
bundna notkun verksins. Ritstjórn
skránna önnuðust þeir Ásgeir S.
Björnsson og Helgi Magnússon.
Setning og umbrot lokabindisins
var unnið í Prentstofu G. Bened-
iktssonar. Litgreiningar vann
Prentmyndastofan í Súðarvogi.
Kápu hannaði Sigurþór Jakobsson
að fyrirsögn Örlygs Hálfdanarson-
ar. Kápumynd er eftir Jón Ögmund
Þormóðsson.
Andrés Björnsson:
Töluðorð
Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur
gefið út ritið Töluð orð eftir Andrés
Bjömsson, en þar eru prentaðar sautj-
án áramótahugleiðingar sem höfundur
flutti í útvarpi og sjónvarpi gamlárs-
kvöldin 1968-84 meðan hann var út-
varpsstjóri.
Á kápu segir á þessa lund í greinar-
gerð um höfund og bókarefni:
„Þjóð veit að Andrés Bjömsson er
mæltur vel. Áramótahugleiðingar
hans í útvarpi og sjónvarpi meðan
hann var útvarpsstjóri þóttu hið besta
fluttar. Nú koma þær bér á prenti og
sannfæra lesendur um að hann sé
einnig hagsmiður máls og stíls. Hug-
vekjur þessar sverja sig víða í ætt við
ágætar ritgerðir og fagrar bókmenntir.
Þær heflast yfir stað og dægur þó oft
sé lagt út af tilefhi líðandi stundar,
knýja til umhugsunar, víkka andlegan
sjóndeildarhring og marka tímabæra
stefnu. Andrés Bjömsson ræðir meg-
inatriði íslenskrar menningár af at-
hygli og einurð og minnir iðulega á
hversu okkur beri að varðveita hana
og efla. En jafnframt sér hann og
heyrir út í heim og hyggur að málefh-
imi veraldar og mannkyns, enda víð-
forull og margfróður.
Töluð orð er 219 bls. að stærð.
Bókin er unnin í Odda, en Sigurður
Örn Brynjólfsson teiknaði kápu.
Ljósin lifna
Verðlaunasaga eftir Ragnheiði
Gestsdóttur. Höfundur mynd-
skreytti. Myndabók fyrir yngstu les-
enduma með stuttum texta á hverri
opnu. 40 bls.
Það var skræpa
Verðlaunasaga eftir Andrés Ind-
riðason með myndum eftir Brian Pilk-
ington. Bókin er sett upp með skýru
letri og stuttum línum. 117 bls.
Bækur á léttu lesmáli
Um þessar mundir eru að koma út
hjá Námsgagnastofnun bækur sjö
-höfunda er hlutu verðlaun og viður-
kenningu í samkeppni sem stofnunin
gekkst fyrir á sl. ári um lestrarefni á
léttu máli. Með útgáfu þessara bóka
er leitast við að bæta úr brýnni þörf
fyrir efni sem þetta og auka fjölbreytni
í lestrarefni skólanna. Em bækumar
sérstaklega ætlaðar nemendum sem
nokkru valdi hafa náð á lestri en
skortir þjálfun. Þær em mikið mynd-
skreyttar og reynt er að hafa uppsetn-
ingu og letur sem greinilegast.
Bækumar áttu að verða tilbúnar til
afgreiðslu í byrjun desember frá sölu-
deifd Námsgagnastofnunar.
Ítalíuferð
Komin er út bókin Italíuferð suma-
rið 1908 eftir Guðmund Finnbogason.
Ferðaþættir þessir birtust á sínum
tíma í ísafold en em nú gefhir út
myndskreyttir og í handhægu broti.
Ferðafélagi Guðmundar var Svein-
bjöm Sveinbjömsson, kennari í Árós-
um. För þeirra hófst í París en lá síðan
allt suður til Rómar og em lengstir
kaflamir frá dvölinni þar, í Flórens
og Feneyjum. Þótt langt sé um liðið
em frásagnir Guðmundar af borgum
þessum og förinni allri sígildar.
Bókin er alls 88 blaðsíður. Útgefandi
er Finnbogi Guðmundsson, en dreif-
ingu annast Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs og Þjóðvinafélagsins.
Hundakofi í paradís
Höfundur er Ármann Kr. Einars-
son, Brian Pilkington myndskreytti.-í -
Sagan hlaut viðurkenningu í sam-
keppni Námsgagnastofhunar. 72 bls.
Ég er kölluð Lilla
eftir Þórð Helgason með myndum
eftir Búa Kristjánsson. Sagan hlaut
viðurkenningu í samkeppni Náms-
gagnastofnunar. 56 bls.
Sín ögnin af hverju
Höfundur Árni Árnason. Örstuttar
sögur sem bömin eiga sjálf að bæta
við með teikningum eða skrifuðu máli. __
Skýrt letur og stuttar línur. 48 bls.
9 dagar, 21 Toyota og 180 barnavinningar til jóla
Nú er svo sannarlega allt á fullu f jólahappdrætti SÁÁ. Á fimmtudaginn fór fyrsta
Toyota og hér kemur listi meö vinningsnúmerunum 120 sem búið er að draga út:
1. des: Sharp steriótæki, no 27191. 2. des. Fjarstýrðir rafbiiar, no. 44905, 185765. 3. des: Caber i
skiðaskór, no. 41541,118251,198696.4. des: Audiosonic vasadiskó, no. 219,84072,149217,165065. 4
5. des. BMXhjól, no. 4767,146002,156952,178257,207840.6. des: Fisher Price
útvörp: no. 2513, 66456, 79503, 127810, 134037, 159111. 7. des: Atomic skíði, _______
no. 22719, 31385, 33601, 41572, 106866, 160620, 187561. 8. des: BMX buxur, no.
22941,25007,41617,50150, 79603,137465, 148579 223861.9. des:Stignirbilar, no.
3573 18402 44173,45798,68392,130376,138607,207873,218031.10. Masterljón W*J\ %
og He-man, no. 10858, 73210, 92453 133448, 146014, 162429, 174170, 179557, H§S
188304,198743.11. des. FisherPricedúkkuhus, no. 7313,52362, 70527,115113, WmkCfúi2 Æ
122941, 133098, 162864, 195449. 198854,209104.213463.12. des.Skautar, no. 6480, ■gA
35818,37750,49864,58783,67463, 77631, 110520, 120677, 193903,200595,203272. K
13. des: BMX peysur, no. 18264, 66769 85880, 88969, 105234, 111208, 179042
192232,202508,206725,212356,215623,216335.14. des: FisherPrice hringlur, no.
5904,17506,33473,91557,94475,113628,138466,145362,151642,192009,193328,
199312, 216111, 219819. 15. des: Mattel regnbogabörn, no. 4088,
8790,9518,10271,24598,55442,83163,85854,109926,113613,116261,
Hefur nokkur gleymt þ vf: Bíll á dag fram á Þorlák og
4