Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Síða 30
30 DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985. íslenska hjálparfólkiö í Eþíópíu lítur um öxl: „FÆÐIN GARHJÁLPIN SKEMMTILEGU ST“ „Eitt það skemmtilegasta sem við gerðum var að sinna fæðingarhjálp og tókum við á móti liðlega 70 börnum. Við áttum marga ljúfa stundina í sjúkraskýlinu með kertisbút og vasaljós að taka á móti. Tilfinningarnar voru þó stundum dálítið blendnar þegar maður stóð með sprækan barnsungann í höndunum, fullburða og fínan, og leiddi hugann að fyrstu mánuðunum í lífi hans. Myndi hann hafa það af?“ í byrjun árs 1985 fóru tveir hópar af hjálparfólki til Eþíópíu á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar. Þetta voru 8 hjúkrunarfræðingar, 1 læknir og 3 meðlimir úr hjálparsveitum skáta. Fyrri hópurinn lagði af stað í lok janúar, hinn fór i lok febrúar og störfuðu þeir í 6 mánuði við neyðar- hjálp á hungursvæðunum. Við sem tilheyrum þessum hópum ætlum að gera hér örstutta grein fyrir störfum okkar og þeim aðstæð- um sem við okkur blöstu. EÞÍÓPÍA-LÍF OG LAND Eþíópía er stórt land, 12 sinnum stærra en ísland. íbúar þess eru tald- ir 42 milljónir, 2 milljónir búa í höf- uðborginni, Addis Ababa, nokkur fjöldi í smærri borgum, en flestir lifa af landinu. Margar þjóðir búa í landinu og hefur hver sína siði en í norðurhluta landsins, þar sem við vorum, búa flestir í litlum þorpum sem mynda samvinnufélög um land- búnað. Hefur þar hver sinn skika sem þó er i eigu ríkisins. Karlarnir erja ^ jörðina með uxum og plóg og öðrum handverkfærum. Konur sjá um að vinna uppskeruna og gæta bús og barna. Börn byrja snemma á því að vinna með foreldrum sínum. Hlut- verkaskiptingin er mjög ákveðin, ti) dæmis banna eþíópískar hefðir kon- - um að plægja og þurfa þær að fá sér karlmann til verksins ef þær missa eiginmann sinn. Algengustu húsakynnin eru litlir hringlaga kofar, byggðir úr grönnum trjástofnum, klæddir að utan með steypu sem er hrærð úr mold, mykju og hálmi. Þakið er oftast úr stráum, þó nota þeir sem betur mega sín bárujárn. í húsunum er oftast aðeins eitt herbergi og eru rúm meðfram m- veggjum, afmörkuð ýmisl með skil- veggjum, tjöldum eða þau eru hækk- uð upp. Fólk býr þröngt enda er það úti við mestan hluta dagsins, rís á fætur með hananum en dregur sig i hlé inn í hús sín þegar myrkt er orðið. I þorpunum er ekkert rafmagn, rennandi vatn eða skolpræsi og hreinlæti allt minna en við eigum að venjast. Á mörgum stöðum er mjög erfitt að ná í vatn og þá er ekki verið að eyða því í neina „vit- leysu“. Fjölskyldubönd eru sterk og búa iðulega 2- 3 ættliðir saman. Einstakl- ingar hjálpast að svo langt sem fjöl- skylduböndin ná en án stuðnings ættingja eiga margir erfitt uppdrátt- ar, sérstaklega þegar í harðbakkann slær. Flestir eru kristnir á þessum slóð- um (þó múhameðstrú sé talsvert útbreidd) og tilheyra koptísku kirkj- unni, einni elstu kristnu kirkjunni í heiminum. Kirkja þessi er réttrúnað- arkirkja og fylgir fast eftir reglum gamla testamentisins, að minnsta kosti hvað varðar hreinsanir, slátrun og hvaða dýr megi leggja sér til munns. HJÁLPARSTARFIÐ Starfsvettvangur hópanna var ólíkur og unnið við mismunandi aðstæður. Hópur 1 var samsettur af 4 hjúkrunarfræðingum og 2 félögum úr Hjálparsveit skáta í Vestmanna- eyjuiii sem unnu á 100 km svæði í Norður Wollo. Þar voru starfræktar 3 fæðugjafa- og fæðudreifingarstöðv- ar ásamt sjúkraskýlum þar sem 100-200 sjúklingum var sinnt á dag og fengu þeir meðhöndlun vegna hinna ýmsu sjúkdóma. Þegar við komum á svæðið var ástandið mjög slæmt og við lá að okkur féllust hendur frammi fyrir ógnum hungurs- neyðarinnar. Verkefnin voru æði mörg hvert sem litið var og var strax hafist handa við að leiða vatn, koma upp hreinlætisaðstöðu og byggja kamra, svo og að skipuleggja búðirn- ar, stjómun og kennslu. Við vorum einu útlendingarnir á þessu svæði og unnum mest með innfæddum. Var samstarfið í flestum tilfellum gott og árangursríkt. í þessar búðir sóttu um 600 þúsund manns alla sína fæðu sem Móðirin hylur and- lit sitt og barnið bíður dauðans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.