Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Síða 44
DV. LAU GARDAGUR14. DESEMBER1985. -■ 44 SVÆÐISSTJORN VESTURLANDS auglýsir lausar til umsóknar þrjár stöður við Sambýli fjölfatlaðra, Akranesi. Staða næturvarðar, 70% Þroskaþjálfastaða, 40% Staða uppeldisfulltrúa, 40% Umsóknarfrestur ertil 20. desember. Nánari upplýs- ingar veitir forstöðumaður í síma 93-2869 fyrir hádegi. BILASALAN GRENSÁSVEGI 11. SÍMAR 83085 OG 83150. □□C3 REYKJAVÍKURVEGI 66 - 220 HAFNARFIRÐI Nýkomin járnrúm, einstaklings- og hjónarúm. Mjög hagstætt verð. Ný sending af vegghúsgögnum. Staðgreiðsluafsláttur eða hagstæðir greiðsluskilmálar. Opið til 18 á laugardag og kl. 2-4 á sunnudag. 1 m F O □ M Reykjavíkurvegi 66, Hgfnarfirði, sími 54100 sawm. m Wfift 4* ■■■■■■ Við fyrstu sýn gæti einhveijum dottið í hug að þessi mynd væri frá Raufarhöfn. Svo er þó ekki. Dagur Vilhjálmsson frá Þórshöfn tók hana á Suðurskautslandinu. Myndin sýnir rannsóknarstöðina sem hann starfaði við. FRÁ LANGANESI A SUÐURSKAUTB Dagur Vilhjálmsson frá Þórshöfn á Langanesi hefur gert víðreist um ævina. Hann leit inn hjá okkur á DV um daginn, staddur á íslandi í leyfi frá störfum sínum fyrir Sameinuðu þjóðirnar, en Dagur býr í Jerúsalem sem stendur, starfar þar fyrir UNTSO, SÞ-stofnun sem vinnur við friðar- gæslu fyrir botni Miðjarðarhafsins. Dagur hefur lifað ævintýraríku lífi - a.m.k. ef við miðum við flesta meðaljóna á Islandi. Hann nam við Loftskeytaskólann frá 1971 til 73, fluttist til Ástralíu 1974. „Það vár mín fyrsta utanlandsferð. Ég fór þangað sem innflytjandi, vann þar við hitt og þetta fram í september 75 að ég hóf störf hjá ástralska um- hverfismálaráðuneytinu. Ég var sendur til Suðurskautslandsins í janúar 1976.“ í 45 stiga frosti Ástralíumenn sinna ýmsum rann- sóknum á Suðurskautslandinu. Þeir fylgjast með veðurfari, kanna jökul- inn - þann stærsta í heimi - og gera háloftaathuganir. Þeir vísindamenn og starfsmenn, sem þangað eru send- ir, dvelja oftast í heilt ár á því kalda berangri og þurfa því að vera vel undirbúnir, kunna sitthvað fyrir sér í atriðum sem lúta að neyðarhjálp og fleiru. Dagur var sendur í þjálfun áður en hann fór til Suðurskauts- landsins. „Við vorum sendir upp í ástralska hálendið og látnir spjara okkur þar - sofa úti í svefnpoka, elda ofan í okkur sjálfir og fleira þess háttar. Svo fór ég á námskeið í póstþjónustu því loftskeytamaðurinn var jafn- framt póstmeistari stöðvarinnar suður frá. Og ég lærði svæfingar því að ég var aðstoðarmaður læknisins, átti að geta svæft sjúklinga." Suðurskautslandið er kaldasti staðurinn á jörðinni. Eða svo segir Dagur. Og liggur við að það fari hrollur um mann þegar hann lýsir veðurfarinu þar og frosti. „45 gráð- ur,“ sagði Dagur. „Það var alvana- legt. En þegar stillur eru, sem er oft, stundum alveg stafalogn, þá getur maður verið úti á stutterma skyrtu. En svo skella á stormar með blind- hríð. Ég hélt satt að segja að ég hefði séð stórhríð hér á Islandi. En á Suðurskautslandinu er stórhríðin eins og íslensk stórhríð í margföldu veldi." Dagur fór í langferð inn á jökul- breiðuna einhverju sinni meðan á dvöl hans stóð. „Við fórum 250 mílur inn á jökul. Það voru jarðýtur sem drógu stóra sleða og á sleðunum voru svefnskálar og mötuneyti." Sú för hefur væntanlega verið þægilegri en þegar Amundsen og Scott ásamt félögum fóru um sömu slóðir. „í þessari ferð upplifði ég sérkennilegan hlut. Það er það sem Ástralíumenn kalla „whiteout" - einhvers konar hillingar eða spegl-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.