Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1985, Blaðsíða 46
46
DV. LAUGARDAGUR14. DESEMBER1985.
Sveit Delta sigraði hjá BR
Það ríkti mikil spenna í síðustu
umferð aðalsveitakeppni Bridgefé-
lags Reykjavíkur - tvær sveitir áttu
möguleika á sigri - en þær áttu ekki
innbyrðis leik.
Sveit lyfjafyrirtækisins Delta hafði
fjögurra vinningsstiga forskot á sveit
Samvinnuferða-Landsýnar og því
var almennt talið að sú fyrmefnda
hefði ívið meiri möguleika.
í hálfleik voru báðar sveitirnar
nokkuð undir og ekki minnkaði
spennan við það. Sveit Delta var fyrri
til að ljúka sínum leik og í ljós kom
.^f að hún hafði unnið seinni hálfleik
stórt og leikinn með 18 vinningsstig-
um gegn 12. Þar með blasti meistara-
titillinn við því Samvinnuferðir
þurftu að vinna sinn hálfleik með 69
impa mun. Þær sneru líka tapi í
vinning en ekki nógu stóran og Delta
varð sigurvegari.
Eftirtaldir spilarar skipa sveit
Delta:
Þórarinn Sigþórsson, Þorlákur
Jónsson, Guðmundur Hermannsson,
Björn Eysteinsson, Guðmundur
Arnarson og Þorgeir Eyjólfsson.
Hér er spil úr seinni hálfleik Delta
við sveit Páls Valdimarssonar:
Austur gefur/a-v á hættu:
iNokouk
A 943
V 5
,> Á1054
* G10742
Austuh
A D6
. 1087
h 873
* KD965
Suimii
* Á108752
•J ÁG9
G2
* 83
í lokaða salnum sátu n-s Oddur
og Hrólfur Hjaltasynir en a-v Guð-
mundur Hermannsson og Ljörn
Eysteinsson. Þar gengu sagnir á
þessa leið:
Vksti it
* KG
V KD6432
0 KD96
* Á
Tvísýn keppni
í Húsavíkur-
tvímenningnum
Öðrum áfanga Húsavíkurtvímenn-
ingsins, sem BSI og Samvinnuferðir
standa að, lauk með sigri Jakobs
Krislinssonar og Júlíusar Sigurjóns-
sonar eftir mjög tvísýna keppni og
harða. Stóðu þeir upp með 1577 stig,
en Grettir Frímannsson og Hörður
Blöndal, sem fastast höfðu fylgt á
hælum þeim, höfðu 1543 stig.
Höfðu Jakob og Júlíus forystu alla
keppnina. Grettir og Hörður, þórar-
inn Sigþórsson og Þorlákur Jónsson
(sem urðu nr. tvö í fyrsta áfanga) og
Guðmundur Pétursson og Magnús
Torfason (sigurvegarar úr fyrsta
áfanga) skiptust á um að anda niður
um hálsmál þeirra Jakobs og Júlíus-
ar. Grettir og Hörður hleyptu hinum
þó ekki fram úr sér eftir fyrstu lotuna
af þrem. Enduðu Guðmundur og
Magnús með 1483 stig.
> í lokahrinunni komust Kristján
Blöndal og Jónas P. Erlingsson í 4.
sætið með 1460 stig, en Þórarinn og
Þorlákur höfnuðu í 5. sæti með 1429
stig.
Þátttaka var minni en í fjrsta
áfanga eða 34 pör (í stað 40).
Austur Suður Vestur Norður
pass 2T pass 2H
pass 2S 3H 4S
pass pass dobl pass
5H pass pass pass
Það getur verið erfitt að meta
þessar stöður og allavega óttaðist
austur að fjórir spaðar stæðu. Það
var hins vegar hvalreki að fá spilið
ódoblað og a-v töpuðu aðeins 200.
Það virtist hins vegar frekar slakur
árangur því n-s eiga í mesta lagi
þrjá spaða í spilinu.
En víkjum yfir í opna salinn. Þar
sátu n-s Þorlákur Jónsson og Þórar-
inn Sigþórsson en a-v Jónas P. Erl-
ingsson og Magnús Ólafsson.
Nú tóku sagnir aðra stefnu:
Austur Suður Vestur Norður
pass 1S dobl redobl
2L pass 2H 2S '
3H 3S 4H 4S
dobl pass pass pass
Vestur spilaði út laufaás og skipti
síðan í tígulkóng. Þórarinn drap á
ás, spilaði síðan trompás og meira
trompi. Vestur var inni á trompkóng
(hann brast kjark ti1 þess að gefa
hann í ásinn) og í þessari stöðu spil-
aði hann hjartakóng. Af einhverjum
ástæðum lét austur tíuna og það var
allt sem Þórarinn þurfti. Hann drap
með ás og spilaði tígulgosa. Vestur
drap með drottningu, spilaði meiri
tígli, tían og laufi kastað heima.
Síðan var lauf trompað, hjartanu
trompsvínað og spilið var unnið og
meistaratitillinn með.
Frá Bridgefélagi Akureyrar
Akureyrarmótinu í sveitakeppni
lauk með sigri sveitar Páls Pálsson-
ar. Með honum voru Grettir Frí-
mannson, Hörður Blöndal, Páll
Jónsson og Þórarinn B. Jónsson.
f 2. sæti lenti svo sveit Stefáns
Sveinbjörnssonar en með honum
voru: Máni Laxdal, Reynir Helgason
ogTryggvi Gunnarsson.
15 sveitir tóku þátt í mótinu og
voru spilaðir 2X16 spila leikir, allir
v/alla. Keppnisstjóri var Albert Sig-
urðsson sem stjómað hefur öllum
keppnum á vegum þeirra Akur-
eyringa í fjölda ára.
Röð efstu sveita:
1. sveit Páls Pálssonar 288 stig
2. sveit Stefáns Sveinbjörnssonar 267 stig
3. sveit Gunnlaugs
Guðmundssonar 265 stig
4. sveit Jóns Stefánssonar 262 stig
5. sveit Arnar Einarssonar 260 stig
6. sveit Gunnars Berg 258 stig
7. sveit Kristjáns Guðjónssonar 255 stig
8. sveit Hauks Harðarsonar 232 stig
Föstudaginn 13. desember spilar
félagið við bridgedeild UMSE á 16
borðum (32 sveitir). Sunnudaginn 29.
desember verður jólatvímennings-
mót félagsins haldið í blómaskálan-
um Vín v/Hrafnagil Spilamennska
hefst kl. 9.30 um morguninn og spil-
aðar verða tvær umferðir með hádeg-
ismatarhléi. Keppnisgjalderkr. 1.500
á par (innfalin máltíð). Vigfús Páls-
son mun annast útreikning (tölvuút-
reiknað) en spilað verður eftir Mitc-
hell-fyrirkomulagi. Skráning í jóla-
mótið er þegar hafm hjá stjóm fé-
lagsins og lýkur henni á Þorláksdag.
Allt spilaáhugafólk er velkomið til
keppni.
Bridgefélag Siglufjarðar
Lokið er árlegri fyrirtækjakeppni
félagsins. Efst varð sveit opinberra
starfsmanna með 1192 stig. Spilarar:
Bogi Sigurbjömsson, Valtýr Jónas-
son, Guðmundur Árnason, Rögn-
valdur Þórðarson og Baldvin Valtýs-
son.
2. Síldarverksmiðjur rikisins 1187 stig
Spilarar: Jóhann Möller, Björn Þórðar, Sig-
fús Steingr. og Steingr. Sigfússon.
3. Verzlunarmenn 1155 stig
Spilarar: Ásgr. Sigurbj., Anton Sigurbj.,
Guðbr. Sigurbjörns og Stefanía Sigurbj.
Nú stendur yfir 4ra kvölda tví-
menningur með þátttöku 24ra para.
Að lokum 2 umferðum er staðan
þar.nig:
1. Anton Sigurbjörnsson-
Bogi Sigurbjörnsson 271 stig
2. Stefán Benediktsson-
Reynir Pálsson 260 stig
3. Sigfús Steingrímsson-
Sigurður Hafliðas. 256 stig
4. Ari Már Þorkelsson-
Siguijón Guðm. 253 stig
5. Ásgrímur Sigurbjörnsson-
Jón Sigurbjörnsson 242 stig
Bridgefélag Breiðholts
Nú er lokið keppni í Butler-
tvímenningi hjá félaginu. Þetta var
fjögurra kvölda keppni með þátttöku
22 para.
Úrsliturðuþessi:
1. Ragnar Ragnarsson-
Stefán Oddsson 154 stig
2. Björn Halldórsson-
Guðni Sigurbjarnarson 150 stig
3. Anton Gunnarsson-
Friðjón Þórhallsson 147 stig
4. -5. Eiður Guðjohnsen-
Inga Bernburg 144 stig
6. Ríkharður Oddsson-
Þórður Þorvaldsson 138 stig
Þriðjudaginn 17. des. verður síð-
asta spilakvöld ársins. Spilað verður
létt jólarúberta. Einnig verða veitt
verðlaun fyrir aðalkeppni haustsins
og eru þeir sem von eiga á verðlaun-
um sérstaklega beðnir að mæta.
Bridgefélag Selfoss og ná-
grennis
Önnnur umferð í firmakeppni fé-
lagsins var spiluð fimmtudaginn 5.
desember sl. Þessi fyrirtæki eru nú
I efstu sætum:
1. Iðnaðarbankinn 118
2. Bakki s/f 114
3. Heildverslun Viðars Bjamasonar 111
4. Trésmiðja Sigfúsar Kristinssonar 108
5. Gróðrarstöð Lars Nielsen 107
6. -7. Vélsmiðja Valdimars Friðrikssonar 105
6.-7. Fiskverkun Bóasar Emilssonar 105
8.-9. Söluskálinn Arnberg 104
8.-9. Agnar Pétursson byggingameistari 104
10. Verslunin Lindin 102
Eftir tvær umferðir í einmennings-
keppni félagsins eru þessir spilarar
í 10 efstu sætunum:
1. Vilhjálmur Pálsson 207
2. -3. Sveinbjörn Guðjónsson 200
2.-3. Valtýr Pálsson 200
4. Sigfús Þórðarson 198
5. Guðmundur Sæmundsson 196
6. Valgarð Blöndal 194
7. Jón Birgir Kristjánsson 193
8. -10. Sigurður Reynir Óttarsson 192
8.-10. Sveinn Guðmundsson 192
8.-10. Úlfar Guðmundsson 192
Síðasta umferð verður spiluð
fimmtudaginn 12. desember.
Frá Bridgedeild Barðstrend-
ingafélagsins
Mánudaginn 9. desember hófst 2
kvölda jólatvímenningur.
Úrslit eftir 1. umferð:
1. Hörður Hallgrímsson-
Hallgrímur Kristjánsson 198 stig
2. Viðar Guðmundsson-
Arnór Ólafsson 187 stig
3. Ágústa Jónsdóttir-
Guðrún Jónsdóttir 184 stig
4. Gunnlaugur Þorsteinsson-
Hermann Ólafsson 181 stig
5. Viðar Guðmundsson-
Pétur Sigurðsson 180 stig
6. Stefán Olafsson-
Kristján Ólafsson 175 stig
7. Jóhannes Sigvaldason-
Jónas Guðmundsson 173 stig
8. Birgir Magnússon-
Björn Björnsson 173 stig
Mánudaginn 16. desember verður
spiluð síðari umferð og hefst keppni
stundvíslega kl. 19.30.
Spilað er í Síðumúla 25.
Frá Bridgedeild Skagfirðinga
Tveggja kvölda jólasveinakeppni
hófst sl. þriðjudag hjá Skagfirðing-
um. Spilað er eftir Mitchell-fyrír-
komulagi (tölvuútreiknað) og taka
26 pör þátt í keppninni.
Eftir fyrsta kvöldið er staða efstu
jólasveinanna þessi: 1. Hannes R. Jónsson- Páll Valdimarsson 424 stig
2. Esther Jakobsdóttir- Þorfinnur Karlsson 399 stig
3. Baldur Árnason- Gústaf Björnsson 374 stig
4. Magnús Aspelund- Steingrímur Jónasson 371 stig
5. Hildur Helgadóttir- Karólina Sveinsdóttir 365 stig
6. Steingrímur Steingrímsson- örn Scheving 361 stig
7. Daníel Jónsson- Sigurleifur Guðjónsson 340 stig
8. Helgi Nielsen-
Sveinn Þorvaldsson 333 stig
Meðalskor er 312 stig.
Opið hús
Síðasti spiladagur fyrir jól hjá
Opnu húsi er á laugardag, 14. des-
ember nk. Að venju var spilað sl.
laugardag. 18 pör mættu til leiks og
urðuúrslitþessi:
N/S:
Ásthildur Sigurjónsd,-
Lárus Arnórss. 269 stig
Bragi Björnss.-Þórður Sigfúss. 246 stig
Guðmundur Þórðarson-
Valdimar Þórðarson 241 stig
Ólafur Láruss.-Sveinn Þorvaldss. 233 stig
A/V:
Alfreð Kristjánss.-Helgi Skúlason 258 stig
Árni Alexanderss.-
Hjálmar S. Pálss. 249 stig
Baldur Arnason-
Sveinn ^ígurgeirss. 232 stig
Gunnar Porkelss-
Sigurður Láruss. 211 stig
Flest bronsstig í Opnu húsi 1985
hafa hlotið: 1. Sveinn Sigurgeirsson 84 stig
2. Baldur Árnason 72 stig
3. Albert Þorsteinsson 64 stig
4. Sigurður Emilsson 64 stig
5. Lárus Hermannsson 63 stig
6. Hrannar Erlingsson 63 stig
7. Anton R. Gunnarsson 59 stig
8. Ragnar Magnússon 59 stig
Spilamennska hefst kl. 13.30 að
Borgartúni 18. Öllum frjáls þátttaka.
Bridge
Stefán Guðjohnsen
Frá Bridgesambandi Reykja-
víkur
Úrslit í Reykjavíkurmótinu í tví-
menningi verða spiluð um þessa
helgi í Hreyfilshúsinu og hefjast kl.
13 á laugardag. 28 pör spila til úr-
slita. Mótinu lýkur sunnudagskvöld.
Alls verða 108 spil spiluð í baromet-
er-fyrirkomulagi.
Skráning í Reykjavíkurmótið í
sveitakeppni stendur nú yfir. Það
hefst mánudaginn 6. janúar í Domus
Medica. Hægt er að skrá sveitir hjá
öllum félögunum í Reykjavík (sem
eru í BSÍ) og á skrifstofu BSI (Ölafi
Lárussyni). Skráningu lýkur
fimmtudaginn 2. janúar nk.
Frá Bridgeklúbbi Tálknafjarðar
Lokið er 3 kvölda hraðsveita-
keppni. Sveit Steinbergs Ríkharðs-
sonar sigraði, eftir að hafa leitt
mótið. Með honum eru: Guðlaug
Friðriksdóttir, Þórður Reimarsson
og Ævar Jónasson.
Röð efstu sveita:
1. sveit Steinbergs Ríkharðss. 1631 stig
2. sveit Jóns H. Gislass. 1605 stig
3. sveit Björns Sveinss. 1487 stig
Starfsemin hefst að nýju eftir jól með
Butler-tvímenningskeppni.
Bridgefélag Hafnarfjarðar
Að loknum 6 umferðum af 11 er
staða efstu sveita í sveitakeppni fé-
lagsins þannig:
1. sveit Böðvars Magnúss. 123
2. sveit Kristófers Magnúss. 120
3. sveit Bjarna Jóhannss. 112
4. sveit Þórarins Sófuss. 97
5. sveit Erlu Sigurjónsd. 94
6. sveit Þrastar Sveinss. 94
Nk. mánudag, þ. 16. desember,
verða næstu tvær umferðir spilaðar
og lýstur þá saman fylkingum Bjarna
og Kristófersm.a.
Laugardaginn 28. desember verður
síðan haldið stórmót í Hafnarfirði
sem nánar verður auglýst síðar.
Stórmótið á Húsavík 7. og 8.
desember:
Jakob Kristinsson (frá Akureyri)
og Júlíus Sigurjónsson (frá Bolung-
arvík) urðu sigurvegarar á 2. Stór-
móti Bridgesambandsins og Sam-
vinnuferða/Landsýnar, sem haldið
er á Húsavík. 34 pör tóku þátt í
mótinu að þessu sinni en fyrirkomu-
lag er tölvuvædd Mitchell-tvímenn-
ingskeppni, 3 lotur og 90 spil. Spilað
er um gullstig, auk heildarverðlauna
að verðmæti 350.000 kr. Aukaverð-
laun á þessu móti voru Amsterdam-
ferð fyrir sigur- egarana.
Röð efstu para:
1. Jakob Kristinsson-
Júlíus Siguijónsson
2. Hörður Blöndal-
Grettir Frímannsson
3. Guðmundur Pétursson-
Magnús Torfason
4. Kristján Blöndal-
Jónas P. Erlingsson
5. Þórarinn Sigþórsson-
Þorlákur Jónsson
6. Bryjnar Sigtryggsson-
Guðlaugur Bessason
7. -8. Magnús Valgeirsson-
Þorsteinn Bergsson
7.-8. Sigfús Þórðarson-
Vilhjálmur Þ. Pálsson
9. Lárus Hermannsson-
• Sigmar Jónsson
10. Jacquie MacGreal-
Hermann Lárusson/
Vigfús Pálsson
11. Þóra Sigmundsdóttir-
Pétur Skarphéðinsson
12. Jón Stefánsson-
Sveinbjörn Jónsson
13. Óli Kristinsson-
Guðmundur Hákonarson
14. Aðalsteinn Sigfússon-
Jón Frímannsson
15. Magnús Halldórsson-
Guðmundur Auðunsson
16. Reynir Helgason-
Tryggvi Gunnarsson
1577 stig
1542 stig
1484 stig
1461 stig
1430 stig
1340 stig
1336 stig
1336 stig
1288 stig
1281 stig
1278 stig
1277 stig
1273 stig
1268 stig
1256 stig
1253 stig
Þriðja og síðasta Stórmótið verður
helgina 14.-15. febrúar ’86.
5 efstu pör standa best að vígi um
aukaverðlaunin en tveir bestu áran-
grar af þremur telja til heildarverð-
launa. Heildarskor er fundin út
þannig að margfeldi af prósentuskor
miðað v/þátttöku í hveiju móti gildir.
Keppnisstjóri var Hermann Lárus-
son. Vigfús Pálsson annaðist út-
reikning.