Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Blaðsíða 27
DV. MÁNUDAGUR16. DESEMBER1985. 27 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Pálmar var óstöðvandi gegn meisturam UMFN — skoraði 35 stig er Haukar unnu sinn annan sigur á Njarðvíkingum ívetur, 72:62 í Njarðvík Eftir leik UMFN og Hauka hefur maður þá á tilfinningunni að þessi tvö lið komi til með að berj- ast um meistaratitilinn í fjögurra liða úrslitunum. Njarðvíkingarn- ir eru að vísu enn efstir í undan- keppninni, með 20 stig, en Hauk- arnir hafa dregið á þá, hafa nú 16 stig eftir að hafa sigrað Njarð- víkinga tvívegis - seinast á föstu- dagskvöldið syðra, 62-72, en stað- an í hálfleik var 35-39. Haukarnir sýndu mjög góðan og skipulagðan leik, eða agaðan eins og sagt er á íþróttamáli, með Pálmar Sigurðs- son í aðalhlutverki, enda skoraði hann 35 stig, næstum helming Haukastiganna. Héimamenn voru aftur á móti fremur ósam- stilltir og þeirra sterkustu leik- menn nýttust ekki, hvernig sem á því annars stóð, og gerðu sig seka um margar kórvillur í leikn- um. Haukarnir hófu leikinn af miklum krafti. Ólafur Rafnsson skoraði fyrstu körfuna en heimamenn létu það ekki á sig fá. Helgi Rafnsson, Valur Ingimundarson og ísak Tóm- asson skoruðu á skömmum tíma átta stig fyrir UMFN en þá fór Pálmar í gang og var óstöðvandi eftir það, fékk að leika lausum hala allan leik- inn, skoraði af lagni og stjórnaði spilinu eins og hershöfðingi. ívar Webster átti líka stóran þátt í sigrin- um. Hann skaut lítið enda mishitt- inn. Þess í stað stöðvaði hann mörg skot Njarðvíkinga og náði knettin- um í fráköstunum. Rétt eftir miðjan fyrri hálfleik lék allt í lyndi hjá UMFN, staðan orðin 26-18, og Jóhannes Kristbjörnsson búinn að skora tvær þriggja stiga körfur. Eftir það kom afleitur kafli hjá UMFN og Jóhannes sást ekki það sem eftir var leiks. Haukamir möluðu Njarðvíkinga mélinu smærra og þar blandaði Ólafur Rafnsson sér í baráttuna með góðri hittni. Fyrr en varði var staðan orðin 29-35. Þess ber þó að geta að Valur, ísak og Helgi voru þá utan vallar og sá síðastnefndi kom ekki inn á aftur vegna meiðsla og munaði mikið um hann, sérstaklega í varnarleikn- um. Mikið fum og fát einkenndi leik beggja liða fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik. Njarðvíkingum tókst þó að minnka muninn um fjögur stig en það liðu næstum fimm mínútur þar til að Haukarnir fundu sig áð nýju. Pálmar hristi af þeim slenið og þótt Ingimar Jónsson og Kristinn Einarsson sýndu sínar bestu hliðar dugði það UMFN ekki til að jafna - hvað þá sigra. Pálmar, Ólafur og seinast Reynir Kristjánsson sáu fyrir því með góðri hittni að bilið varð aldrei brúað. Valur Ingimundarson, sem var nánast sveltur í leiknum með sendingar frá félögum sínum, ætlaði að „troða“ undir lokin en mistókst. Mexíkó vann Ungverjaland — eríidin mættustí landsleik í Mexíkó, 2:0 Gestjíjaf'ar HM í knattspyrnu, Mexíkanar, unnu sannfærandi sigur á Ungverjum er liðin mættust í fjög- urra landa keppni i Mexíkó um helg- ina, 2-0. Carlos Hermosillo gaf heimamönn- um tóninn strax á fimmtu mínútu og fyrirliði þeirra, Thomas Boy, innsiglaði sigurinn á 68. mínútu. Leikurinn var liður í undirbúningi liðanna fyrir HM. fros ívar Webster setti hins vegar punkt- inn yfir i-ið fyrir Hauka, „tróð“ örugglega seinustu körfunni við mikinn fögnuð allmargra Hafnfirð- inga á áhorfendapöllunum enda var sanngjarn sigur Hauka í höfn, gegn fremur slöku liði UMFN. Stig UMFN: Kristinn Einarsson 12, ísak Tómasson 10, Ingimar Jóns- son 10, Jóhannes Kristbjörnsson 10, Helgi Rafnsson 7, Valur Ingipiundar- son 5, Hreiðar Hreiðarsson 4, Ellert Magnússon 4. Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 35, Ólafur Rafnsson 16, Kristinn Krist- insson 6, ívar Webster 5, Henning Henningsson 4, Reynir Kristjánsson 4, ívar Ásgrímsson 2. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Kristinn Albertsson. Áhorfendur 190. emm □ Pálmar Sigurðsson. ■ ÍSLENSK BÓKAMENNING ER VERÐMÆTI ■ FÖDURIAND V0RT HAlFT ER HflFID LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON: ÍSLENSKIR SJÁVARHÆTTIR IV. Fyrri bindi þessa mikla ritverks komu út 1980,1982 og 1983 og eru stórvirki á sviði íslenskra fræða. Bókin er 546 bls. með 469 myndum þar af eru 35 prentaðar í litum. Meginkaflar þessa nýja bindis eru: BEITA OG BEITING, VEIÐAR MEÐ HANDFÆRI, VEIÐAR MEÐ LÓÐ OG ÞORSKANETUM, LEND- ING-UPPSETNING-FJÖRUBURÐUR, SKIPTI- VÖLLUR-AFLASKIPTI, LANDLEGUR, VER- GÖGN, HAGNÝTING FISKIFANGS, ÞORSK- HAUSAR OG SKREIÐARFERÐIR OG FISKI- FANGSVERSLUN. Bökaúlgófa /HENNING4RSJÓÐS Skálholtsstíg 7 - Reykjavík l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.