Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Blaðsíða 24
24
Nýjar bækur
Nýjar bækur
DV. MÁNUDAGUR16. DESEMBER1985.
Nýjar bækur
Nýjar bækur
ÞÓRUNN ELFA MAGNUSDOTTIR:
Á LEIKVELLI LÍFSINS
Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur
gefið út bókina Á leikvelli lífsins
eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur, en
þar birtast fimmtán sögur hennar er
samdar hafa verið á löngu áraskeiði
og getur þetta talist eins konar sýnis-
bók af smásögum hinnar kunnu
skáldkonu.
Á bókarkápu segir svo um Þórunni
Elfu og þessa nýju bók hennar:
„Sögupersónur hennar bera
svip af óbreyttu hversdags-
fólki, og spenna frásagnar-
innar ræðst mun fremur af
örlögum en viðburðum.
Skáldkonan er nærfærin og
skilningsrík. Hún finnur sárt
til með þeim er standa höllum
fæti eða þola andstreymi. Þó
einkennast sögurnar ekki af
boðskap heldur skýrum og
sönnum þjóðlífsmyndum. Á
leikvelli lífsins hefur að
geyma fimmtán sögur. Þær
staðfesta enn á ný sérstöðu
þessarar hreinskilnu skáld-
konu sem gerir sér far um að
kanna hjartalag og sálarlíf og
kryfja orsakir og afleiðingar
um leið og hún ástundar að
skemmta lesendum með
markvísri frásögn er þjónar
listrænum tilgangi.“
Á leikvelli lífsins er 204 bls. að
stærð. Bókin er sett, prentuð og
bundin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar.
Kápu teiknaði Sigurður Örn Bry-
njólfsson.
upps- r a
Gluten BlueStar
umbúðunum.
Gluten Blue Star er náttúrulegt,
óblelkjað hveiti. Heímabaksturinn fær
þess vegna fallegan, gullinn blæ.
blandað er amerísku mjöli. Hátt hlutfall
sterkju (gfuten) tryggir frábæra
r'ruictou upfjsMimrnar
Blue Star færðu einnig bækiing með
uppskríftum að gírnilegum kökum
Giuten Blue Star. Danskt hveiti
blandað amerís
SIGMUND
Út er komin sjöunda bókin í gam-
anmyndaflokki Sigmund og nær hún
yfir árið 1985, bókin heitir „SIG-
MUND í STÓLALEIK", en nafnið
er dregið af þeim stólaleik sem ráð-
herrar okkar hafa verið í á árinu.
I formála með bókinni segir Indriði
G. Þorsteinsson meðal annars: Enn
eru kröfu- og karptímar, stólatímar
og kjöttímar. Og enn er tími Sig-
mund. Hann er kominn á sjöundu
stund eða sjöundu bók, en sjöundi
himinn er talinn merkilegur. Við
eigum þess enn kost að vera í sjöunda
himni með Sigmund meðan þessari
bók er flett. Hér leiðir teiknarinn
fram á sjónarsviðið eigin útgáfur af
mörgum helstu kempum þjóðfélags-
ins, hvort heldur þeir eru að banna
kjötinnflutning til varnarliðsins
samkvæmt lögum til að verjast gin-
og klaufaveiki eða eru í leit að stóln-
um eina, sem staðið hefur yfir í tvö
ár eða lengur.
Sigmund í stólaleik er prentuð í
Prenthúsinu sf., en Bókfell hf. sá um
bókband. Útgefandi er Prenthúsið sf.
ORÐ SKULU STANDA
-SAGA MANNS SEM
VAR DÆMALAUS
Iðunn hefur gefið út að nýju bók
Jóns Helgasonar, Orð skulu
standa, en fjórtán ár eru nú liðin frá
frumútgáfu hennar. Útgefandi kynn-
ir bókin með svofelldum orðum:
„Þetta er saga vegfræðings sem
fæddist fyrir sunnan og dó fyrir
norðan. I bernsku kenndi gömul
kona honum ellefta boðorðið: Orð
skulu standa. Hann gat aldrei
kvænst vegna þess að hann "hafði
heitið sjálfum sér því að eiga stúlku,
sem hann sá í svip á kirkjustétt í
Noregi, eða enga ella. Hann var
vegfræðingur i tvennum skilningi:
Hann vegaði heiðar og sveitir og
hann var sjaldgæfur vegfræðingur í
lífi sínu og hugsunarhætti. Spakvitur
Islendingur kallaði hann mestan
jafnaðarmann á Islandi. Það var
hann aðeins af eðlisávísun því að
stjórnmálum hafði hann aldrei gefið
gaum. Stærðfræði var yndi hans og
eftirlæti, og einu sinni auðnaðist
honum að bjarga heilli skipshöfn úr
hafvillu með glöggskyggni sinni.“
Orð skulu standa er þriðja ritverk
Jóns Helgasonar sem Iðunn gefur
út að nýju í vandaðri samstæðri
útgáfu. Áður eru komin út l'yrkj-
aránið og íslenskt mannlíf I-IV.
Bókin er að öllu leyti unnin í Prent-
smiðjunni Odda hf. en Auglýsinga-
stofan Octavo hannaði kápu.
Bras og þras á Bunulæk
Verðlaunasaga eftir Ingunni
Steinsdóttur með myndum eftir Ing-
var Guðnason. Bókin er fyrir yngstu
lesendurna, letur er skýrt og línur
stuttar. 76bls.
Flautan og vindurinn
Unglingasaga eftir Steinunni Jó-
hannesdóttur með myndum eftir
Valgarð Gunnarsson. Sagan hlaut
viðurkenningu í samkeppni Náms-
gagnastofnunar. 93 bls.