Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Blaðsíða 30
30 DV. MÁNUDAGUR16. DESEMBER1985. Aberdeen hef ur nú eins stigs forystu — í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu Hearts, náðu aðeins jafntefli, 1-1, á heimavelli gegn Celtic. Aberdeen hefur nú eins stigs for- skot, 23 stig, að loknum 18 leikjum og hefur glæsilega markatölu, 37-17. Hearts er í öðru sæti með 22 stig að loknum 19 leikjum þannig að ef Aberdeen vinnur þennan leik sem liðið á inni nær liðið þriggja stiga forskoti. Annars hefur skoska úrv- alsdeildin sjaldan verið eins jöfn og nú. I þriðja sæti er Rangers með 20 stig eftir 18 leiki, Celtic er í fjórða sætinu með 20 stig einnig en hefur aðeins leikið 16 leiki þannig að möguleikar Celtic eru miklir. Einnig möguleikar Dundee United sem er í fimmta sæti með 19 stig að loknum 16 leikjum. Á botninum í Skotlandi er Motherwell með 10 stig og næst fyrir ofan er Clydebank með 12 stig. Loks kemur St. Mirren með 16 stig eins og Hibemian. Glasgow Rangers og Dundee Un- ited léku á laugardag í Glasgow og varð jafntefli, 1-1. Þá sigraði Dundee lið St. Mirren á heimavelli með þremur mörkum gegn einu. Þá vann Motherwell, neðsta liðið, Clydebank í fallbaráttuslagnum með þremur mörkum gegn engu. -SK. Aberdeen náði eins stigs for- skoti í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina þegar liðið vann stóran sigur á heima- vellí sínum gegn Hibernian, 4-0. Helstu andstæðingar Aberdeen, Alex MacDonald, þjálfari Hearts í Skotlandi. lllíi® • ..^4 Ekki óalgeng sjón á föstudagskvöldið. Margar spánskar hendur tilbúnar að verja skot íslendinga. Að þessu sinni er það Sigurður Gunnarsson er bíður lægri hlut fyrir varnarmúr Spánverja. DV-mynd Bj.Bj. „Vandamálin stór þegar Kristján og Sigurður leika ekki með okkur” — sagði Bogdan landsliðsþjálfari eftir 15-17 tap íslenska landsliðsins ífyrri leiknum við Spánverja „Vandamálin eru stór þegar hvorki Kristján Arason né Sigurður Sveins- son leika með okkur. Eg hef sagt það i tvö ár að þeir væru nauðsynlegir til þess að iiðið gæti leikið af eðlilegri getu og í leiknum í kvöld söknuðum við Kristjáns mikið, hann er 6-7 marka raaður í leik og ef við hefðum haft hann þá hefði aldrei verið spurn- ing um úrslit. Leikmenn spánska liðsins leika mjög sterka vörn og við áttum í miklum erfiðleikum í sóknar- leiknum," sagði Bogdan Kowalczyk, landsliðsþjálfari Islendinga, eftir að liðið hafði tapað fyrri leik sínum við Spán í Laugardalshöllinni á föstu- dagskvöldið, 17-15, eftir að Ísland hafði haft forystuna i leikhléi, 8-6. Páll Ólafsson skoraði fyrsta mark leiksins og í næstu sókn Spánverj- anna fengu þeir dæmda á sig töf. Þeir jafna síðan úr hraðaupphlaupi. Sigurður Gunnarsson náði forys- tunni aftur en síðan fylgdi slæmur kafli. Páll skaut í stöng úr víti og spánska liðið skoraði þrívegis. Horf- urnar bötnuðu síðan heldur fyrir hlé er íslendingar skoruðu sex mörk, helno , ;»inn úr vítum gegn tveimur Spánarmörkum. Fy ’.u mínútur seinni hálfleiks hafa uft verið íslenska landsliðinu höftfí. erkur og sá kafli var það á íostu i igskvöldið. Allt fór í baklás í sóknarleiknum sem var mjög bitlaus á þessum tíma. Gestimir nýttu sér það með því að skora fjögur fyrstu mörk ’nálfleiksins en Páll náði að minnka muninn í 9-10. Síðan var jafnt, 11-11, og á öllum tölum til 14-14 er Spánverjar gerðu út um leikinn. Skomðu þrjú mörk og mark Atla Hilmarssonar á lokasekúndun- um dugði því skammt. Það er varla hægt að hrósa einum einasta leikmanni íslenska liðsins, allir geta mun meira en þeir sýndu. Einar Þorvarðarson markvörður átti þokkalegan leik og varði fjórtán skot. Guðmundur Guðmundsson fiskaði tvívegis víti en mátti sín þó ekki mikils gegn sterkri Spánarvörn- inni fremur en aðrir. Atli Hilmarsson og Sigurður Gunnarsson ollu báðir vonbrigðum, hvomgur fann svar við hávörn Spánverja. Þorgils Óttar fékk lítið að moða úr á línunni og hann megnaði heldur ekki að opna fyrir stórskyttunum. Steinar Birgis- son var langt frá því að fylla skarð Kristjáns Arasonar en það varð ljóst fyrir leikinn að það yrði vandasamt verk. Lítið kom út úr Bjarna í hægra horninu. Þrátt fyrir að íslendingar hefðu aðeins fengið á sig sautján mörk var það alltof mikið. Sóknarleikur Spán- verjanna var hvorki góður né mikið fyrir augað. Leikmaður númer sex, Cecilio Alonso Suarez, átti bestan leik þeirra og hann varð einnig markahæstur leikmanna liðsins með fimm mörk. Atli varð markahæstur íslenska liðsins með sex mörk, þar af eitt víti. Sigurður skoraði ljögur, þrjú víti, Páll tvö og þeir Guðmundur, Steinar og Bjarni gerðu sitt markið hver. fros Hvers vegna fáum við ekki að sitja við sama borð? Opið bréf frá KR-stúlkum í körfu til stjórnar KKÍ Hér fer á eftir opið bréf sem körfuknattleikskonur úr KR skrifa til stjórnar Körfuknatt- leikssambands Islands: Vegna fyrirhugaðrar þátttöku ís- lands í Norðurlandameistaramóti kvenna í körfuknattleik, sem haldið verður í Uppsölum í Svíþjóð í apríl á næsta ári, vill kvennakörfuknatt- leiksdeild KR taka eftirfarandi fram: Við erum í hæsta máta óánægðar með þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við undirbúning að þátt- töku í nefndu móti og sjáum okkur af þeim sökum ekki fært að vera með. Þegar boð barst um þátttöku ákvað stjórn KKl að taka því án þess að tryggja fjármagn til verkefn- isins eða leggja nokkrar línur um fjármögnun. I stað þess að stjórnin sem heild tæki á málinu var því alfar- ið vísað til einu konunnar í stjórn KKÍ eins og þetta væri hennar einkamál. í erfiðri aðstöðu ákvað hún að skipa þrjár leikkonur í lands- liðsnefnd. Þær eru að vísu hver úr sínu liði þannig að ákveðin breidd er tryggð en liðin eru sex en ekki þrjú. Þessi skipan gengur þvert á alla hefð í landsliðsmálum körfu- knattleiksíþróttarinnar á íslandi. Hjá körlum er landsliðsnefnd aldrei skipuð leikmönnum. Því fáum við ekki að sitja við sama borð og þeir? Það er skoðun okkar að nefnd sem skipuð er á þennan hátt eigi erfitt með að gæta hlutleysis þar sem hætta er á að starf hennar markist um of af persónulegum tengslum. Af þeim ástæðum sem hér hafa verið raktar lýsir kvennakörfuknatt- leiksdeild KR því yfir að hún mun ekki við þessar aðstæður taka þátt í margnefndum undirbúningi. Sigrún Cora Barker, Guðrún Kr. Sigurgeirsdóttir, Linda Jónsdóttir, Sigríður Baldursdóttir, Guðrún Gestsdóttir, Margrét Árnadóttir, Hrönn Sigurðardóttir, Ásta Kr. Sveinsdóttir, Kristjana Hrafnkelsdóttir, Dýrleif Guðjónsdóttir, Erna Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.