Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Blaðsíða 56
FRÉTTASKOTIÐ Ritstjóm, auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022 Hafir þú ábendingu' efla vitneskju um frétt — hringdu þá í síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greifl- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Vifl tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1 985. Geirsextugur ídag Geir Hallgrimsson utanríkisráð- herra er sextugur í dag. Hann hefur gegnt embætti utanríkisráðherra síðan í maí 83 er ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar var mynduð. Geir Hallgrímsson lauk lögfræði- prófi frá Háskóla Islands árið 1948 og var síðan við framhaldsnám um eins árs skeið við Harvard Law School í Bandaríkjunum. Hann hefur gegnt mörgum embætt- um innan Sjálfstæðisflokksins, var formaður flokksins í tíu ár. Hann var borgarfulltrúi í Reykjavík í tuttugu ár og þar af borgarstjóri í þrettán ár. Hann var forsætisráðherra frá 1974 til 1978. Geir Hallgrímsson tekur á móti gestum á Hótel Sögu í dag. * - ÞG Kröfumar kynntar Fulltrúar verkalýðshreyfingarinn- ar innan ASI hafa boðað forráða- menn VSI og Vinnumálasambands- ins á sinn fund í dag. Þeir ætlað að gera þessum aðilum grein fyrir hverj- ar kröfur hreyfíngarinnar verða í komandi samningum. Meginkröfurnar eru kaupmáttar- trvgging, aukinn kaupmáttur og ‘uppstokkun á launaflokkakerfinu. í röfunum er gert ráð fyrir að meðal- kaupmáttur ársins 1983 náist. Ekki er ljóst hvenær samningaviðræður hefjast. Samningar eru lausir um áramót. - APH LOKl Það verður nóg að gera í löggusnuðrinu ef finna á alla þá sem hafa brugðið sér að heiman. Volvobifreið fór tvær veltur við Úlfarsfell i gær. Einn maður var í bifreiðinni. Hann var fluttur á slysadeild og síðan lagður inn á gjörgæsludeild þar sem hann liggur nú. Maðurinn er úr jífshættu. Mikil hálka var á veginum við Úlfarsfell. Sjúkrabíll, sem fór á staðinn, fór einnig út af veginum, eins og sést hér á myndunum. Draga varð hann upp á veginn aftur. SOS/DV-myndir SOS. Tillaga norska ráðgjafarfyrirtækisinsiKO: SEXSNUDRARAR í FÖSTU STARFI Norska ráðgjafafyrirtækið IKO haft uppi á þeim sem leitað er að manni.“ Þá er sagt að hópurinn leggur til að hjá Rannsóknarlög- ogfinnastekkiheimahjásér, leitað skuli ferðast bæði i bíl og gangandi reglu ríkisins starfi sex manna leit- vitneskju sem getur skýrt afbrot, og klæðast sem óbreyttir borgarar. arhópur, eftirgrennslanahópur. m.a. með þvi að vera í góðu sam- „Oft kann að koma til greina að Hann á að hafa þann fasta starfa bandi við brotamenn o.þ.h.,“ segir líta inn á veitingastaði annað veif- að leita uppi týnda menn og horfna meðal annars í skýrslu IKO um ið og annars staðar, þar sem eitt- muni. Ætlast er til að hópurinn málið. hvað er um að vera.“ haldi eftirlýsingalista um menn og Ýmislegt er sagt um heppileg Starfi hópsins á að skipta í tvær muni fyrir allt landið. vinnubrögð leitarhópsins. „Til að vaktir, samkvæmt hugmyndum byrja með skulu þeir sem eru við IKO, sem starfi milli klukkan 9 og „Við lögreglurannsókn ýmissa eftirgrennslun ekki villa á sér 17 og 17 og 1 frá mánudegi til laug- brotamála er þörf á starfsmönnum heimildir, en stundum kunna þeir ardags. Ekki er talin þörf á sunnu- sem þekkja margt fólk og geta að þurfa að leynast, t.a.m. ef fylgj- dagsvakt. aðstoðað með eigin athugunum, ast á með sérstökum stað eða - HERB Steingrímur, JónBaldvinog Svavarhittast vegna útgáfumála I dag hittast forystumenn flokkanna vegna sameiningar NT, Þjóðviljans og Alþýðublaðsins. Það mun vera árlegur viðburður að þessir menn hittist vegna útgáfumála, þó ekki .neð svona afdráttarlausri samein- ingaráherslu. „Við ætlum að ræða ægilega stöðu blaðanna og hvort hægt er að mynda nýtt blað sem mótvægi við afl hægri pressunar. Eitt blað með 3 leiðurum kemur ekki til greina,“ sagði Svavar Gestsson við DV í morgun. -KB Engin þörf á fjölgun lög- reglumanna — eru hlutfallslega fleiri hérenáhinum Norðurlöndunum „Á íslandi eru fleiri lögreglumenn miðað við íbúafjölda en á hinum Norðurlöndunum og um leið er minna um afbrot," segir norska ráð- gjafarfyrirtækið IKO. Það segir unnt að breyta skipulagi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Rannsókn- arlögreglu ríkisins án þess að fjölga í lögregluliðinu. „Aukin verkefni RLR, sém við gerum tillögu um (að byggja upp eftirgrennslunarhóp, fjölga í tækni- deild o.þ.h.), ætlumst við til að ráða megi við með því að flytja til fólk innan RLR. Þar losnar fólk, þegar lögreglurannsókn þjófnaðarmála flyst til lögreglunnar í Reykjavík. Á sama hátt er gert ráð fyrir því að bætt verði við mannafla í afbrota- deild lögreglunnar í Reykjavík og að forvarnarþjónusta verði efld með því að flytja til núverandi mann- aflá,“ segir í greiningarskýrslu IKO. Þar er einnig lagt til að lögreglan verði losuð við skrifstofuverkefni. HERB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.